Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 2

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 2
2 r DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977. Ahugafólk dreifbýlis- ins afkastar líkt og tvö þjóðleikhús — þrátt fyrir vafasaman f járhagsgrundvöll Háaloftið SIGURÐUR HRElÐAR HREIÐARSSON Nú er Leikfélag Reykjavíkur giftusamlega orðið áttrætt og búið að halda upp á það sem sóma og sann, með virðulegu verkefni eítir Spjóthristi hvað þá annað; lengra skilst manni að ekki sé hægt að komast í virðulegri leiklist. Svona eru nú menningartengsl tslendinga og Tjallans, við fáum Makbeð og Lé kóng frá þeim ein þeir fá Skjaldhamra frá okkur. Þetta hlýtur að flokkast undir gagn- kvæma veiðiheimild. A þessum merku tímamótum ísl. leiklistar fer ekki hjá því að hugurinn hvarfli svolítið til þess hvernig við séum á vegi stödd með leiklist almennt. Og þaðvhlýtur að verða niðurstað- an, þótt það sé kannski á móti reglunum að finna niðurstöðu í upphafi máls síns, að leiklistar- líf á íslandi standi síður en svo á neinum horleggjum — hvað áhugann snertir. Fyrir utan atvinnuleikhúsin — Leikfélög Reykjavíkur og Akureyrar, Alþýðuleikhúsið, þjóðléfkhúsið — voru tæp- lega 60 uppfærslur í fyrra samkvæmt upplýsingum Bandalags íslenskra leikfélaga, og gera má ráð fyrir, að hvert leikrit sé að meðaltali sýnt 10- 12 sinnum, svo það má með nokkrum vísindum áætla, að sýningar þessara félaga, sem eingöngu eru skipuð áhuga- fólki, hafi orðið um 600 talsins. Það er ekki svo lítil menningar- viðbót við starfsémi stóru leikhúsanna í Reykjavík og á Akureyri, og mér er til efs að almenningur hafi gert sér grein fyrir, hve mikill blómi er í þessari grein. Og þótt aðalvertíð áhuga- /leikfélaganna sé énn ekki hafin til fulls á vetrinum eru þó komnar yfir 20 frumsýningar, sem er alls ekki svo lítið. En það er dýrt að færa upp leikrit, og fæst byggðarlög eru svo státin og mannmörg. að sýningar heimafyrir endur- greiði þann kostnað, sem lagt hefur verið í með upp- færslunni, þó alls ekki sé gert ráð fyrir að leikfólkið sjálft fái minnstu þóknun fyrir tíma sinn í menn- ingaraukanum — sem þó væri alls ekki ósanngjarnt, því oftast er það svo, að það er sama fólkið ár út og ár inn sem- fórnar til þess ómældum tíma að starfsemin geti haldist uppi. Miðaverð dreifbýlisleikfélag- anna hefur verið miðað við að vera hið sama og Leikfélags Reykjavíkur og er núna þúsund krónur miðinn. Það væri kannski gott og blessað ef sýningar í heimabyggð dygðu og hægt væri að láta allt standa óhreyft í leikhúsinu milli sýninga, en það er ekki svo vel. Til að eiga einhverja von um að fyrirtækið beri sig verður að heimsækja nágrannabyggðirn- ar og það kostar líka sitt. Þá verður að kosta flutninginn milli staða, leggja mikla vinnu í að stilla öllu upp fyrir sýningu og taka það niður aftur og síðan að halda fingrunum krosslögð- um í von um að einhverjir áhorfendur slæðist til — sem getur brugðið til beggja vona. Mér er kunnugt um eina slíka ferð, sem farin var í fyrra, en áhorfendur komu aðeins fjórir — fjórir — og þó var þetta í fjölmennu byggðarlagi. En ríkissjóður er ekki ger- sneyddur allri menningarhug- sjón, og starfsemi þessi nýtur nokkurs stuðnings af almanna- fé. Leikstjórnarstyrkur er veitt- ur, til þess að auðvelda félögun- um að standa straum af leik- stjórn atvinnumanna, sem er núna metin á 210 þúsund. Þessi styrkur er veittur eftir á og sveiflast frá kr. 65 þúsund á stykki upp í 100 þúsund.Mest eru ný íslensk verk metin svo og barnaleikrit. önnur minna. Þetta fé er veitt af fjárlögum hvers árs, og er núna samtals 6,5 milljónir króna og hefur hækkað nokkuð undanfarið; 1974 mun styrkurinn hafa verið 2,7 milljónir króna en þá voru uppfærslur lika allt að helmingi færri en í fyrra og útlit er fvrir í ár. Þá er einnig til sjóður, sem heitir Menningarsjóður félags- heimilanna, og úr honum geta þau félög fengið styrki, sem fara í leikferðir út fyrir sína heimabyggð, og er styrkurinn miðaður við það að brúa bilið • sem verður milli kostnaðar við leikferðina og þess sem aflast fyrir hana, sem oftast mun mis- munandi mikið tap. Þessi mis- munur er metinn „innan skyn- samlegra marka“ sem meðal annars eru metin eftir eðlileg- um flutningskostnaði milli stað- anna og öðru þvílíku. Heldur kvað þessi styrkur hafa rýrnað hin síðari árin, því leikstarf- semi dreifbýlisins hefur vaxið verulega fiskur um hrygg, og þá eins og endranær verður biti hvers og eins minni, þegar fleiri goggar raðast á hann. Þá höfum við séð í stórum dráttum hvaða fjárhagur stendur að baki þessu blómlega leikstarfi, er spannar að heita má hvert horn og vík á byggðu bóli landsins. Eftir er að vísu að telja styrki sveitar- og bæjar- félaga viðkomandi staða, sem sums staðar eru bærilega ríf- legir, annars staðar skornir nær nögl, en þeir munu svo breyti- legir frá einum stað til annars, að þeir verða ekki tiundaðir hér. Til samanburðar er fróðlegt að líta aðeins á sambærileg framlög til atvinnuleikhús- anna. Þar ber náttúrlega þjóð- leikhúsið höfuð og herðar yfir allt saman, á þessu ári eru því skammtaðar 260.937.000 krónur á fjárlögum, enda stendur ríkið að fullu undir því musteri leik- gyðjunnar. Samkvæmt laus- legri talningu voru þar 11 frumsýningar í fyrra, auk þriggja danssýninga og tveggja erlendra gestasýninga, og urðu sýnigar alls 286, auk 11 sýninga á Imyndunarveikinni úti á landi og 49 sýninga ínúkhóps- ins heima og erlendis. Leikfél- ag Reykjavíkur fær 9 milljónir á fjárlögum, Leikfélag Akur- eyrar 5 milljónir og Bandalag íslenskra leikfélaga 1,3 milljónir sem slíkt. Alþýðuleik- húsið fær ekkert enda kvað það vera kommaleikhús, eftir því sem stendur í klippidálki Þjóð- viljans. Þá mun það sem ríkis- valdið ætlar leikstarfseminni vera upptalið nema hvað á fjár- lögum er 350 þúsund króna fjárveiting til listkynningar „innanlands og utan,“ hve langt sem það kann nú að hrökkva. Þessi lauslega könnun á fjár- hagsgrundvelli dreifbýlisleik- listar leiðir sem sagt í ljós, þeg- ar öllu er á botninn hvolft, að byggðastefnan nær harla lítið til hennar. Ef menn nenna ekki að vinna upp heila leiksýningu kauplaust af einskærri félags- og leikgleði og borga tapið að mestu leysti svo að segja úr eigin vasa, er best fyrir þá að fara bara í bæinn eða til Akur- eyrar og f ara þar í leikhús. Nema sveitar- og bæjarfélög- irx heima fyrir séu nógu menningarlega sinnuð. Káti maðurinn á þakinu — Segir fátt af einum — hermir islenskt máltæki, — já og dugir ekki til þótt hann búi við þjóðbraut. Sú saga sem hér verður sögð gerðist efnislega eins og skrifað stendur, og fyrir nokkrum árum. Þetta er næsta ótrúleg saga, en þó næstum því sönn. Hún greinir frá mikilli reynslu bónda eins, sem bjó (og býr enn) myndarbúi rétt við þjóð- götuna í einni bestu sveit á tslandi norðantil. Bílaumferð er þarna því firna mikil, ekki síst á þeim árstíma og þá helgi sem yfir stóð þegar atvik gerð- ust, — en það var sjálf versl- unarmannahelgin. í upphafi skal þess getið, að bóndinn, söguhetjan, var einn síns liðs, þ.e. einbúi, — og sann- aðist hér enn einu sinni, að ekki er gott að maðurinn sé einn. Nema að þetta er maður ágætur að öllu atgerfi, bæði til sálar og líkama, langt yfir meðallag. íbúðarhúsið stendur svo sem eitt hundrað metra frá þjóðveginum, kjallari, hæð og ris, byggt í kringum 1930. Téða helgi, eftir hádegi á sunnudag, hyggst bóndi nota tímann til að rjóðra málningu á þak íbúðar- hússins, sem gerðist nokkuð skjótt og upplitað. Reisir hann nú stiga upp að þakbrún þeim megin sem frá veginum snýr og klifrar síðan upp með tilheyr- andi útbúnað, þ.e.a.s. máln- ingarfötu og pensil við hæfi. Kaðall var um skorsteininn og náði hann rétt að þakskeggi eins og títt er. Ris er bratt a húsinu og illt að fóta sig á þak- inu (sem auðvitað er klætt bárujárni) án viðhalds, enda kaðallinn um skorsteininn til þess ætlaður. Þegar nú bóndi hefur hendur á kaðlinum, færir hann hægra hnéð upp á þak- iírúnina og styrkir stöðu sína vel og grundandi áður en hann áformar að lyfta hinu síðara og vinstra í sömu hæð. En það var sama hversu varlega hann fór að og viturlega, — því maðurinn er síður en svo nokk- ur flugfálki, — þá hendir það óhapp að hann spyrnir óvart við stiganum um leið og hann hefur þakið undir báðum. hnjám, með þeim afleiðingum að stiginn rennur til hliðar á brúninni og fellur til jarðar. Þar með varð bóndinn á þak- inu í svipaðri aðstöðu og vængjalaus engill, sem sagt hefur verið að hoppa ofan til jarðarinnar af brún himinsins einhverra erinda fyrir alföður- inn, sem alltaf eru ærin í tára- dalnum.— Handlangar nú bóndi sig eftir kaðlinum og upp að skor- steininum. Þar verður það fangaráð hans fremur en fagn- aður að faðma sótugan hatt hans eins og elskhugi heitfenga unnustu. Var þó fremur óvanur slíkum konstum á jörðu niðri. Og hefst nú stríðið og traffík- in, — að vísu ekki þrjátíuára stríð, — en þrítugt samt. Húsið er of hátt til að maður gætilátiðsig fallahandfetalaust fram af brúnmni, það sér hann strax, líklega einir fimm metrar, — og hann það við aldur að búast mátti við að bein hans væru byrjuð að kalka nokkuð og Stökkna, þótt jafnan hefði hann verið óvílsamur og áræðinn meðan enn var ungur. Hann setur allt sitt traust á þjóðveginn og umferðina, — svo náttúrlega guð almáttugan, sem óþarft er að taka fram. En hér varð ótrúlega löng bið eftir líkninni, jafnt frá mönn- um sem guði. Bóndinn á þakinu byrjaði strax að veifa og kalla í átt til þjóðgötunnar sem sjaldan var bílalaus. Ekki kom honum ann- að til hugar lengi vel en að næsti bill, annaðhvort á suður- eða norðurleið, stansaði og rétti sér þá tiltölulega litlu hjálpar- hönd sem hér þurfti með: að reisa við laufléttan stig'a sem sigið hafði á ógæfuhliðina fyrir smávægilegu feilspori. Og það vantaði ekki að maðurinn á þakinu vekti á sér eftirtekt. Hann fékk svo sannarlega góðar undirtektir. Hver skemmtikraftur á fjölum hefði verið fullsæmdur af slíku. — Þetta var um verslunar- mannahelgina, og það lá reglu- lega vel á fólkinu í bílunum. Það veifaði á móti, gægðist út um gluggana, veifaði og söng. Sérstaklega varð það þó altil- legt, kátt og vingjarnlegt þegar leið á kvöldið og nóttina. Þá veifaði það honum enn inni-. legar og söng: komdu niður, komdu niður — komdu niður hrópuðu öll í kór. Og það beindu margir til hans flöskum útum bilgluggana og sungu: lífið er skjálfandi lítið gras. — Káti maðurinn á þakinu, sem alltaf veifaði og gaf sér tíma til að kalla til vegfarenda, þótt hann væri að mála þakið sitt um hánótt, varð eftirlæti allra þeirra mörgu sem um veginn fóru. Og enn, þegar verulega tók að húma þessa fögru og glöðu ágústnótt, færðist róman- tíkin yfir feróafólkið líka. Og Kata var að koma af engjunum heim. — Og framhald sögunnar kemur svo hér í blaðinu næsta laugardag. Oviður- kvæmileg orð um Guðna —forðizt gífuryrði, lesendurgóðir í lesendabréfi frá Sigl- firðingi nokkrum I blaðinú á fimmtudaginn er farið heldur óviðurkvæmilegum orðum um Guðna Þórðarson, forstjóra ferðaskrifstofunnar Sunnu, og er rétt og skylt að leiðrétta þau ummæli sem um Guðna eru höfð í áðurnefndu bréfi lesand- ans. Lán þau sem tekin voru fyrir flugfélagið Air Viking á sínum tíma voru að sjálfsögðu veðtryggð, og ótrúlegt er að nokkrum manni takist að „ljúga út Ián“ hjá bönkum og opinberum stofnunum eins og það er orðað í áðurnefndri grein. Áreiðanlega hefur Air^ Víking farið fram á fyrir- greiðslu líkt og fjölmörg fyrir- tæki þarfnast fyrir umsvifa- mikinn rekstur — og fengið hana eftir að hafa sýnt fram á rekstraráætlun, sem tekin hefur verið góð og gild hjá við- komandi lánastofnuaum. Biðjum við þá sem skrifa okkur í lesendadálka að grund- valla skrif sln á sannleikanum og forðast sem mest óþarfa subbuskap í skrifum sínum. Raddir lesenda Þráttfyrir auglýsinga- bannátóbaki ogáfengi: Þökk sé Sigurjóni Valdimars- syni fyrir að skrifa í Tímann 6. jan. um Tóbaksauglýsingar í sjónvarpi og allar aðrar greinar hans gegn reykingúm. Eg hefði viljað vera búinn að vekja máls á þessum ógeðslegu auglýsing- um og þess vegna tek ég í sama streng og það gætu fleiri gert, því svo mörgum finnst þessar sjónvarpsauglýsingar and- styggilegar. Það er furðulegt, að Myndiðj- an Ástþór skuli auglýsa sig með jafnljótri mynd, sveipaðri eiturmóðu. Eg segi fyrir mig, að sízt vildi ég eiga viðskipti við fyrirtæki, sem væri ekki vand- ara að virðingu sinni en svo, að það auglýsti með tóbaki eða öðrum eiturvörum, að maður tali nú ekki um æðstu mennta- stofnun þjóðarinnar. Væri ekki eðlilegra að Myndiðjan auglýsti sig með fögrum myndum af landi, fólki eða hlutum og að Happdrætti Háskóla íslands sýndi eitthvað annað en úrhrök þjóðfélagsins og ómenningar- lifnað.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.