Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 14

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 14
14 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977. SÆNSKUR SÖNGVARII FYRSTA SÆTI í KLÚBBNUM —tveir íslenzkir listar birtir á næstunni Akveðið hefur verið að plötu- snúðar Klúbbsins sjái í framtíð- inni um útreikning á vinsælda- lista sem sýni þau lög sem fólk biður helzt um og eru vinsælust í diskóteki staðarins. Eins og einhverjir lesendur Dag- blaðsins hafa vafalaust tekið eftir birtust nokkrum sinnum vinsældalistar sem reiknaðir voru út á veitingahúsinu Sesari. Eftir að síðasti plötu- snúður Sesars. Johnny Mason, hélt til síns heima var fyrirsjá- anlegt að slíkt félli niður en nú hafa plötusnúðar Klúbbsins sem sag! falliz! á að hefja vin- sældalistagerð. Nýr enskur plötusnúður er nú kominn á Sesar. Hann heitir Bennv King og hefur einnig bóðizt til að gera Sesarslista í framtíðinni. Eftir nokkrar vikur getum við því birt tvo íslenzka vinsældalista. Fróðlegt verður að bera þá saman þvi að á öðrum staðnum verða að mestu tekin fyrir ensk lög en þeir Klúbbmenn halda sig meira við bandaríska tón- list. Islenzku vinsældalistarnir birtas! í framtíðinni á föstudög- um en þeir brezku og banda- rísku á laugardögum. En snúum okkur þá að lista dagsins í dag. I efsta sæti er sænskur söngvari, Harpo að nafni, með lagið Movie Star. Þetta lag er orðið að minnsta kosti ársgamalt en tók hins vegar ekki að njóta neinna vin- sælda hér á landi fyrr en seint á síðasta ári. — Movie Star er nú komið á íslenzka hljómplötu með hljómsveitinni Deildar- bungubræðrum. Á síðasta vinsældalista Johnny Mason var Daddy Cool vinsælasta lagið. Það er nú í öðru sæti í Klúbbnum. I næstu viku kemur í ljós hvort það er á upp- eða niðurleið. Tvö íslenzk lög eru nú á lista. Það eru Blue Jean Queen með Magnúsi Thor og Eikarlagið Stormy Monday. — Einhverra hluta vegna virðast íslenzk lög falla illa i kramið hjá diskótek- aðdáendum í Klúbbnum. Magnús Thor og Eik virðast þó hafa fundið náð fyrir augum þeirra. -ÁT. ÍSLAND — Klúbburinn — 8. janúar 1977: 1. Movie Star...............................Harpo 2. Daddy Cool............................Boney M. 3. Dance Little Lady, Dance...........Tina Charles 4. Nice & Slow..............................Jesse Green 5. Car Wash..................................Rose Royce 6. Blue Jean Queen ...................Magnús Thor 7. Peter Gunn............................. Deodato 8. You Should Be Dancing .................Bee Gees 9. Disco Duck..........Rick Dees & His Cast Of Idiots 10. Music Man......................Eddie Kendricks 11. Stormy Monday ..............................Eik 12. Summer Affair/Winter Changes....Donna Summer 13. Lowdown .............................Boz Scaggs 14. Jam-J'am-Jam (all Night Long) ..People’s Choice 15. Take The Heat Off ...................Boney M. 16. The Rubberman Band...................Spinners 17. Shake Your Booty.....KC And His Sunshine Band 18.1 Wish ..........................Stevie Wonder 19. Dancing Queen............................Abba 20. Take All Of Me ...................Tina Charles NEI, AUÐVITAÐ ERUM VIÐ EKKI AÐ TALA UM SAMA HLUTINN... Síðasta föstudag birtist enn eitt bréfið frá 453031 um Gunnar Þórðarson þar sem hann svaraði jafnframt bréfrit- ara 0840-1241. Hér skrifar 0840- 1241 aftur og virðist það vera lokabréf hans í þessari deilu. „Nei, auðvitað erum við ekki að tala um sama hlutinn, nema að þvi setn snýr að viðurkenn- ingu þinni á Gunnari Þórðar- syni sem miklum tónlistar- manni og góðum dreng. Ég var hihs vegar aö tala við þig um þig og hæfileika þína til að kveða upp útlegðardóm yfir einum eða öðrum. Þvi er nú eitt sinn þannig varið að smekkur manna er misjafn og það sem einum þykir gott hrellir annan. Þú fellur í þá gr.vfju að telja þig óskeikulan og að þinn smekkur skuli vera leiðarljós allra sem tónlist unna — hafir fengið þá gáfu í vöggugjöf. En þú, með Yfirlýsingfrá Celsíusi: „Við vorum ekki ráðin í Klúbbinn” llljónisveilin Celsíus hefur beöiö Dagblaðið um aö koma eftirfarandi yfirlýsingu að: ,.Sá atburður átti sér stað fimintudagskvöldið 6. janúar að hljómsveitin Celsíus var aug- lýst á dansleik í veitingahúsinu Klúbbnuin án þess aö nokkur fótur væri fvrir þeirri auglýs- ingu. Eigi þekkjum við ástæð- una fyrir þessum mistökum en alla vega hefur borið á því að ýmsir, sem sóttu veitingahúsið þetta kvöld, ásaka okkur með- limi Celsíusar ranglega fvrir að hafa brugðizt. Viröingarfyllst. Celsius. KRISTJÁN GUÐMUNDSSON pianóleikari Celsiusar. A miðviku- daginn birtist mynd af hljömsveitinni er hún vann titilinn Bjart- asla von ársins 1976. Þá vantaði Kristján inn á myndina en viö baúitm úr þvi hér meö. DB-mynd Ragnai .'l'h. þín 22 ár að baki (13 03 54) átt eftir að læra mikið og ég vona að þú hafir þegar lært nokkuð af frumhlaupi þinu. Ef hver einstaklingur fylgdi þínu fordæmi og staðhæfði með heldur ósmekklegu orðavali að sinn smekkur hlyti að vera sá eini rétti væri aldrei friður né rúm í dagblöðum vegna skit- kasts og rógs á fólk sem ekkert hefur til unnið annað en að reyna að koma á framfæri því sem listsköpunargáfa og þrá hvetur það til að gera. Þar komum við einmitt að innihaldi þess sem deila mætti um. Mín skoðun er sú að listamaður standi frammi fyrir því að hljóta dóm þjóðarinnar, þegar hann lætur verk sitt fara frá sér. hvort sem það er ljóð, lag, mynd cða ritverk. Sá dómur er fyrst og fremst dómur almennings. Ef almenn- ingi líkar framlag listamanns- ins er honum umbunað með þvi að verk hans eru keypt. Ef ekki. þá getur hann reynt aftur. Við sem höfum íylgzt með popptónlist á þessu landi á undanförnum árum höfum heyrt margt og æði misjafnt aö gæðum. Sumt flokkast undir skemmtitónlist. annað kallast framúrstefnutónlist og enn annaö eftiröþunartónlist. Hvað' hverjum líkar verður að vera tnat hvers og eins og þá er það dómur fjöldans sem ræður mestu um framvindu mala h.já listamanninum. En að einhver einstakl.ingur geti komið með verk á markað og sagt sjálfur: ,.Eg er lista- maður". er ekki mögulegt. Slík! er þó gert í ríkum mæli og þess eru allt of mörg dæmi að sliku hafi verið trúað.. — samanber úthlutun listamannalauna. En nóg um það. Eg tel sjálfan mig ekki mann til að dæma tón- listarlegt framlag eins eða neins og læt það því öðrum eftir. En ég á hinn eigin smekk og nýt tónlistar engu sfður en hver annar. Ef margir hafa smekk svipaðan mínum, eins og dæmin sanna reyndar. þá tekst hvorki þér. 453031. né neinum GUNNAR ÞORÐARSON tón- listarmaöur. Enn birtist eitt bréfið i deilunni um tilverurétt hans sem tónlistarmanns. öðrum að troða Gunnar Þórðar- son niður í svaðið. Eg nenni ekki að eyða tíma í að hlusta á annað en það sem mér líkar og enn síður eyði ég peningum í plötur manna eða hljórrisveita sem mér líka ekki. Utvarpið lækka ég ef slíkir eru á ferð. En að ég sé þess umkom- inn að reka menn úr landi fyrir það eitt að ég kunni ekki að meta þá. Nei — svo fullorðinn er ég orðinn að ég veit mín takmörk. Fyrsta svar mit! við frumhlaupi þínu, 453031, var til þess ætlað að koma þér niður á' jörðina. Mér virðist það hafa tekizt að hluta að minnsta kosti og það sætti ég mig við. Eina óska á ég þér þó til handa. Láttu ljós þitt skína þegar þú ert í hjarta þínu þess fullviss að þú hafir hlotið þroska til að setja fram skoðan- ir sem eru marktækar, enda munu persónuvíg ekki verða efst á baugi í málflutningi þín- um þá. — Og þetta með, að ég hysji upp um mig þínar brækur, nei. því sleppi ég. Kveðja, 0840-1241." Children Of TheWorld: Raddir Gibb- bræðr- anna eru sérlega góðar Það ætti að vera óþarfi að fara að rekja allan feril hljóm- sveitarinnar Bee Gees heldur læt ég mér nægja að stikla á stóru tvö ár aftur í tímann. Gibb-bræðurnir Robin, Barry og Maurice héldu árið 1975 upp á 20 ára feril sinn í hljóm- sveitarbransanum. Það var árið 1955 sem þeir hleyptu fyrst af stokkunum hljómsveit í Astra- líu og kölluðu þeir hana Gibb Brothers. I tilefni þessa áfanga gáfu þeir út hljómplötu sem bar nafnið Main Coursc. Þetta var fyrsta plata Bee Gees með diskóteklögum. Hún hlaut geysilega góðar viðtökur og lög- in Jive Talking og Nightes on Broadway slógu í gegn svo um munaði. Þá varð lagið Wind Of Changes einnig vinsælt. Nýjasta plata Bee Gees og jafnframt önnur plata þeirra eftir að hljómsveitin tileinkaði sér diskó-línuria nefnist Children Of The World. Platan var gefin út hjá Robert Stig- wood Organisation (RSO) á miðju síðasta ári og hafa tvö lög á plötunni náð miklum vin- sældum um allan heim. Þau eru You Should Be Dancing og Love So Right. Children Of The World er mun betri en Main Course. Raddir þeirra Gibb-bræðra eru vel kunnar og njóta sín sérstak- lega vel á plötunni. — Á henni eru tíu lög sem öll eru samin og útsett af þeim bræðrum í sam- einfngu. Hljóðritun fór fram á tímabilinu janúar til júní á síðasta ári í Griteria á Miami og í Le .Studio í Quebec í Kanada. Þess má geta að í laginu You Should Be Dancing aðstoðaði Stephen Stills lítillega. Beztu lög Children Of The World (sem útleggst á íslenzku Heimsbörn) eru að mínum dómi You Should Be Dancing. Love So Right. Lovers. Love Me og Subway. Ekki veit ég uin áhuga ís- lerizkra unglinga á svonefndum aðdáendaklúbbum. Til gamans fylgir hér með heimilisfang Bee Gees-klúbbsins í Dan- mörku ef einhver hefði áhuga á að skrifa honum. Heimilisfang- ið er: Bee Gees Official Fan Club Örstedsgade 52. 1. -DK- 7100 Vejle Danmark. Vilhjálmur Astráösson.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.