Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 4

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 4
4 DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1977 I ASGEiR TÖMASSON ORKNEYJAR: Ef til vill á Meírakkasléttan eftir að líta út eitthvað í þessa veruna. Þessi mynd var fyrir stuttu tekin á Orkneyjum, þeim sögufræga stað. og nú er hráolía farin að streyma í geymana þar eftir 85 kílómetra langri neðansjávarleiðslu frá Norðursjó. Það voru Ton.v Benn orkumálaráþherra Bretlands og dr. Armand Hammer stjórnarformaður fyrirtækisins. sem sér um olíudæling- una. sem í vikunni opnuðu formlega fyrir rennslið. FINNLAND: Óvenjulega stórir úlfar hafa að undanförnu flykkzt yfir tilNorðaistur-Finnlands frá Sovétríkjunum. íbúar þessa land- svæðis eru dauðhræddir við þessar skepnur og hvað eftir annað hópast menn saman og fara á veiðar. Illa hefur gengið að veiða þessa risaúlfa til þessa og á meðfylgjandi mynd. sem er frá 12. þessa mánaðar. sést fyrsti úlfurinn. eða öllu heldur úlfynjan-. sem tókst að koma dauðaskoti á. Erlend myndsjá PARÍS. FRAKKLANDI: Hér ræðir sendiherra israels í Frakklandi við fréttamenn, áður en hann lagði af stað til heimalands síns til skrafs og ráðagerða. Þar var umræðuefnið sú ákvörðun Raymónds Barre forsætisráðherra að sleppa hermdarverkamanninum Abou Daoud úr haldi. — Daoud hélt til Alsír og í gær neitaði hann gjörsamlega að hafa nokkurs staðar komið nærri morðum á ísraelsku íþróttamönn- unum i Miinehen. VADSÖ. Noregi: Tveir norskir fiskimenn veiddu fyrir stuttu risakrabba sem vó 6.3 kilógrömm og hafði faðmlengd sem samsvarar 1.20 metrum. Sérfræðingar segja að ekki komi annað til greina en að þarna sé á ferðinni'sjálfur risakrabbinn Kanttsjaka. Þetta er i fyrsta skipti sem svo stór krabbi veiðist við Noreg og óneitanlega taka þeir sig vel út sjómennirnír með bráðina á milli sín eins og lítið fósturbarn. BANDARÍKIN: Eftir fimm daga — þann 20. — sver Jimmy Carter hnetubóndi og fyrrum ríkisstjóri i Georgia eið og verður eftir það 39. forseti Bandaríkjanna fyrir guðs og manna lögum. Hann hefur að sjálfsögðu lofað löndum sínum mörgum umbótum og þar á meðal skattalækkunum. Þessi skopm.vnd af athöfninni birtist í nýjasta hefti vikublaðsins Time og þar er forseti hæstaréttar látinn segja við Carter: „He.vrðu mig. Svona á meðan þú ert enn eiðsvar- inn... ætlarðu raunverulega að lækka skattana á þessu ári?“ CLEVELAND. BANDARÍKJUNUM: Fréttir að utan i vikunni sögðu frá miklu fannfergi bæði í Evrópu og Bandarikjunum. Hér sést Clevelandbúi revna að moka snjónum frá bil sinum. Hann er hins vegar ungur og að þ'vl er virðist vel.gð manni. svo að varla er hælta á að hann ofreyni sig og fái fyrir hjartað við verk sitt. Það hefur einmitt komið fvrir f jölda landa hans.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.