Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 15
 DACiBLAÐIÐ. LAUGARDAOUR 15. JANUAR 1977. V Pótur Gunnarsson: PUNKTUR PUNKTUR KOMMA STRIK Skaldsaga Iðunn 1976. 136bls. Ekki 'árðast aðrar nýjar sögur hafa vakið meiri eftirtekt eða aðdáun í haust en fyrsta skáldsaga Péturs Gunnarsson- ar. Hvernig skyldi nú standa á því? Sjálfsagt kemur margt til og á meðal annars það að bókin er einkar skemmtileg aflestrar, stutt saga, auðlesin og alveg óvenju fyndin, efni hennar hverjum lesanda aðgengilegt í fljótu bragði. Að öllu þessu leyti kann hún að þykja ólík velflestum skáldsögum ungra höfunda frá undanförnum árum. Þetta er nú engan veginn svo að skiija að Punktur punktur komma strik sé að sínu leyti venjuleg ,.hefðbundin“ skáldsaga í raunsæjum sniðum. Þvert á móti: það er hinn persónulegi, frjálsi og nýstár- legi stílsháttur hennar sem fyrst og fremst gerir söguna svo skemmtilega. Það sem ,,nýtt“ er í henni felst fyrst og fremst i stílnum. í öðru lagi hefur sagan sjálf- sagt vakið á sér athygli vegna frásagnarefnisins: hún segir frá litlum strák í vesturbænum, fæðingu hans, bernsku og upp- vexti til unglingsára, fyrstu kynnum af dauðanum og svo- nefndri alvöru lífsins. Þannig séð er frásagnaefnið gripið beint úr daglegri samtíð, bernskunni á götum Reykja- víkur, ævi þeirrar kynslóðar, sem vaxið hefur upp í bænum eftir stríð. Slík frásagnarefni hafa aldeilis ekki verið tíð í skáldsögum undanfarinna ára, ekki einu sinni í sögum handa börnum. Þeirri bókmennta- grein lýsir Pétur Gunnarsson raunar hnyttilega I einni máls- grein í sögu seinni: „Það var barnatími í út- varpinu: danskur drengjakór hló. Kelling jarmaði sögu um Kalla og Stínu sem fóru í sveit til afa og ömmu, sátu yfir ánum og lærðu að kveða rimur.“ Nú er Punktur punktur komma strik ekki heldur nein „saga handa börnum“, þótt vísast sé að krakkar hafi gaman af henni. Viðfangsefni hennar er ekki í fyrsta lagi uppgangur söguhetjunnar, né þá neinskon- Þorgeir Þorgeirsson: EINLEIKUR Á GLANSMYND löunn 1976. 144 bls. A Hótel Borg, á barnum þar, er uppi veggmynd sem ég hygg að fáir gestir veiti núorðið svo- sem nokkra athygli. En þegar rn.vndin kom fyrst upp, þegar innréttað var upp á nýtt fyrir allmörgum árum, þótti mörgum hún furðu ljót. Mynd þessi sýnir útsýn til Esju yfir sund og eyjar og liggur skip fyrir festum á miðri mynd. En í for- grunni myndarinnar eru fuglar í fjörugrjóti, sagaðar út í tré og málaðir. Þetta er eitt hið skýr- asta dæmi um það hve svonefnt raunsæi í myndlist getur orðið fjarskalega ótrúlegt og an- kannalegt. Sama mynd skartar nú utan á bókarkápu Þorgeirs Þorgeirs- sonar frá í haust og er raunar upp á sinn máta yrkisefni hans í sögunni. Nema á mynd Þor- geirs er lík í fjörunni í for- grunni myndarinnar og hefur blætt niður í sandinn, lík af unglingi með sltt hár og engin leið að vita hvort það var piltur eða stúlka. Annarstaðar í bók- inni er líkið raunar falið á bak við krossvið og togari settur á sundið til að rétta af myndbygg- inguna þegar líkið sést ekki lengur, segir þar. Sá kafli gerist sem sé á Borgarbar og segir frá atvikum. samtölum og persón- um sem eru svo sem ekkert lygilegri en ra*rgt sem þar gæti skeð og gerist kannski. A sama máta ogHótelBorg og barinn þar og saga hótelsins koma við söguna 1 „annarri endurtekningu" má miklu víðar í frásögninni greina ýmis- legt hráefni veruleikans sjálfs, meir og minna lagað í hendi, en þekkjanlegt samt. I „þriðja samtali" er til að mynda sagt frá „jarðarför skáldsins gamla“, þesslegri að hún sé sniðin eftir útför Sverris Krist- jánssonar sagnfræðings, og beinist að honum allmikil aðdá- ar sálkönnun bernskunnar sem altíð er 1 skáldskap. Eiginlega er lífsaga Andra litla Haralds- sonar í sögunni rauði þráðurinn í frásögn sem í fyrsta lagi er atburði bókarinnar dragi hann upp úr efnivið eigin bernsku- ára. Sjálf er líka atburðarásin alveg trúverðug: það „skeður" ekkert sem ekki er alltaf að gerast. Strákur leikur sér á göt unni, fer í bíó og guðsþjónustu, kemst í sveit, fer að ganga í skóla, verður skotinn i fyrsta sinn, missir reyndar kærustuna Bók menntir Dínamrt furðu víðtæk aldarfarslýsing, baksvið þjóðmála og heimsmála er alla tíð skýrt teiknað í sög- unni, hennar glaðbeitta, til- fyndna frásagnarhætti. Þessi aldarfarslýsing nær reyndar alla götu aftur til alda- móta, þegar amma og afi Andra taka sig upp og flytjast í bæinn, en sjálf byrjar sagan á stríðsár- unum, með hjúskap foreldra hans, sem stofnast eins og títt er út af barnsgetnaði viðhelst og þróast í krafti félagslegra aðstæðna. Asta slær frá sér draumum um listnám úti í Kaupmannahöfn, Haraldur fer að vinna í landi, fyrst lögga, svo á Vellinum. loks ratar hann út í bissness og flytur in flösu- meðöl, kemst svo 1 tísku- bransann, skilur loks við konu og krakka. í baksýn er heims- styrjöld, kaldastríð, Víetnam. En ekki bara atburðir þjóð- mála og heimsmála heyrir efni sögunnar til heldur einnig hugmyndatíska, goðsagnir ald- arinnar, einkum eins og þetta birtist á bíó, iðn- og kaup- væðing allra hluta. Það nýstár- lega í sögunni er einkum og sér í lagi hin skýra vitund hennar um þetta samhengi hlutanna í heiminum, barnið í vesturbaen- um, sem fæðist inn í kerfi, gervi og hlutverk sem tíminn og umhverfið skapa. Og þetta er látið uppi á fjarska spaug- næman hátt, frásögnin fleytist fram á hnyttninni í orðafari, líkingum, skýrt dregnum myndum sem virðast einfeldn- in sjálf eins og barn hefði dreg- ið þær. Taka má eftir því að Andri söguhetja er svo sem jafnaldra höfundinum: heimilt að ætla aó tin í frásögninni. Bæði þar og í „fyrstu endurtekningu“ kemur viö söguna persóna, Hreggviður Jónsson að nafni, sem flytur boðskap gegn kirkju og kristni, lagaðan eftir kenningu Helga Hóseassonar sem hann hefur vakið með almenningsathygli á sér undanfarin ár. Vísast er að bæði fyrsta og þriðja „skvrsla" sjálfsprófun sögumannsins, sjálfsgreiningu mætti kannski kalla það. Sagan gerist sem sé í hugskoti hans, eins og þegar settur í að rannsaka, líksins í fjörunni, bak við krossviðinn á barnum, en mynd þess birtist honum í hverri endurtékningu. í lokin Lík í f jörunni eigi einhverja sína líka í plögg- um barnaverndarnefndar og dómstóla. Og vel má vera að sjá megi fleiri viðlíka snertipunkta frásagnar og veruleikans þótt þessir stingi mest í augu. Það er svo aftur annað mál til hvaða nota höfundur ætlar þennan sundurleita efnivið í sögu sinni, og hvað úr verður í meðförunum. Og þótt lesandi þykist kannast við myndefni sögunnar, myndina á Borgar- bar, eða þyki mynd líksins í fjörunni fela í sér einhvers konar tilhöfðun til margum- ræddra sakamála undanfarins árs, þá er svo auðvitað annað mál hvernig þetta myndræna efni óg skírskotanir nýtast 1 sögunni, hvaða merkingu það eiginlega ber. Einleikur á glansmynd er nokkuð skrýtilega saman sett saga. Hún skiptist í 13 kafla, 7 „samtöl“, 4 „endurtekningar“ og 2 „skýrslur". Kannski má segja sem ' svo að samtölin geymi bæði aðalefni og_umgerð sögunnar, einnvers konar sál- greiningu eða öllu heldur segir í upphafi hennar. Endur- tekningarnar og skýrslurnar fela þá í sér „draum sjórekna liksins" sem sögumaður var Annars tengist myndin frá- sagnarefninu á þann veg að líkið á myndinni er líkast til af Birtu eða Sóleyju, dóttur Jó- steins þess sem fyrsta skýrsla hermir frá, og kannski er hún líka stúlkan sem þriðja skýrsl- an fjallar um og strákar nauðg- uðu á barnsaldri. Sjálfur var sögumaður fóstursonur Jó- steins og Birta það besta og fallegasta sem hann vissi. Og hana missti hann, áhangandi rcglu, flokks og kerfis sem Birta ekki skildi heldur bara hló að því, og hvarf svo út í nóttina. ósamrýmanleg lyginni. Það eru tvær myndir, tveir draumar sem sögumaður þarf að koma heim og saman: „Það er sama ströndin. Sólin komin hátt á loft. Þó ekki i ’ hádegisstað. Öldurnar falla að landi. Sandurinn iðar í fjöru- borðinu. Það stendur ung stúlka og horfir út á sjóinn... Hún stendur í fjöruborðinu og horfir á öldufaldana sem koma æðandi. Upp úr sjónum kemur selshöfuð. Og horfir á hana. Þessum vökulu lifandi augum. 15 \ í sviplegu slysi sem lýkur bókinni: „Sjálfur var hann með annan fótinn í gröfinni, að minnsta kosti hálfgerður útlendingur á jörðinni. Eiginkona hans og börn voru dáin. Lífið framund- an yrði eins og að drekka vatn án þess að vera þyrstur." Þar eru vegamót bernsku og fullorðinsára. Pétur Gunnarsson hefur áður gefið út ljóðabók, Splunkunýjan dag, 1973. Þar vakti hinn opinskái, fríski og frjálslegi ritháttur meiri eftir- tekt en sjálft hugmyndaefnið i ljóðunum eða reynsla sem þau miðluðu. Þótt ólíku sé saman að jafna má kannski segja eitt- hvað svipað um skáldsögu hans. Þær hugm.vndir, skoðanir, við- horf sem greina má sem bak- hjall frásagnarinnar eru ekki allténd jafn nýstárlegar og hún sýnist sjálf. Umskipti nýrra tíma og gamalla.hernáiniðog völlurinn, afstaða landsmanna til um- heimsins, framvinda og áhrif samtímans og heimsins á þjóð og einstakling, hafa óneitan- lega, og kannski óhjákvæmi- lega, verið í einhverri mynd aðalviðfangsefni íslenskra bók- mennta eftir strið. Sínum glaða frjálsa frásöguhætti, nærtæka frásagnarefni miðlar saga Pét- urs Gunnarssonar undir niðri ýmislegri gagnrýni samtíðarlífs og lifshátta. Sagan lýsir öðrum þræði uppflosnuðu fólki, ófullnægðu lífi, ósjálfráðri leit að fullnægjandi lífsháttum. Slíkt líf þekktu afi og amma, og þaö er eins og það fyrirfinnist helst í sveitinni. Ekkert af þessu er nýtt. En taka má eftir niðurlagsorði sög- unnar: „dínamít". Það lýkur at- burðaþræði sem annars fer ekki mikið fyrir i frásögninni: sögu um stíflugerð sem setja mundi sveitina hans Stefáns í Litlutá undir vatn. Það gefur kannski til kynna að mótspyrnu sé að vænta gegn því samfélagi og samfélagsháttum sem s'agan hefur áður dregið upp í svo hnyttilegri mynd. Að visu er þessi lýsing fólks og samfélags í Punktur punkt- ur komma strik að sínu leyti nýstárlegri og eftirtektarverð- ari en þau viðhorf við því sem sagan lika ber með sér. Þetta ei' það sem ég verð að skilja. Og vilja. Að morgun- myndin tákni dauðann. Draumamyndin kyrr og stjörf með köldu líkinu í fjörunni. Hún á að tákna það líf sem við lifum. Hún er mitt viðurværi. Þannig er þetta víst. Þannig á það að vera.“ Og þegar sögumaður hefur skilið þetta, þá er „krísa" hans úti, þá kemur angistin, kemur þögnin, klædd í skósíðan svartan kjól, til að búa með honum í nýja húsinu við sjóinn. Þannig má sjálfsagt með ýmsum hætti ráða í Einleik á glansmynd ef menn vilja spreyta getspeki sína á sögunni. Er þá að vísu eftir að koma ýmsu öðru efni hennar heim við túlkunina, svo sem hinu óhrjálega liði af bar og úr kjall- ara, útgerðarmanni, ung- skáldi, fjallkonu og fulltrúa og hörpuleikaranum Jónatan Swift, sem hér hefur ekkert verið getið. En ætli maður fari nokkuð lengra út í þá sálma. Sagan er fyrir alla muni vel og nostursamlega stíluð, eins- konar martröð spunnin upp úr sundurleitum efnivið veruleika og öfgafenginnar ímyndunar, íþætt eftirminnilegum mynd- rænum lýsingum sem oft sýnast á mörkum draums og raunveru. Líkast til liggja verðleikar sög- unnar einkum í þessum stíls- hætti, hinni myndvísu uppmál- un fáránleika og afkáraskaþar. En það nægir bara ekki sög- unni. Um leið sýnist söguefnið á einhvern hátt dulbúið og tor- kennilegt það kallar á ráðningu sem jafnharðan er falin fyrir lesanda. Sagan verður að felu- mynþ, frásöguformið sundur- virkt, ef svo má taka til orða, og vekur með þeim hætti þegar frá líður leiða, eða beinlínis gremju. hjá lesandanum, en ekki áhuga á og aukin afnot af eíninu. Væri ekki betra að segja bara frómt frá þeiiri sögu- efnum sem að kann að bera?

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.