Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977. 3 Spurning dagsins Niðurrif hússins við Aðalstræti 12 yrði mikið áfall fyrir Grjótaþorpið Sjónvarpið auglýsir ósómann! —opið bréf til lögreglust jóra og slökkviliðsst jóra frá íbúasamtökum Grjótaþorps Á nýársnótt brann húsið við Aðalstræti 12 illa. Húsið var byggt árið 1890 af Matthíasi Jóhannessen og hefur því sett svip sinn á Aðalstræti og Grjótaþorp í rúm 80 ár. Húsið var góður fulltrúi fyrir bvggingarstíl kaupstaðarhúsa síns tíma. Niðurrif hússins yrði því mikið áfall fyrir Grjóta- þorpið og götumynd Aðal- strætis sem í dag er tiltölulega heilleg ef frá er talið Morgun- blaðshúsið. t Grjótaþorpi er þétt byggð timburhúsa og sambrunahætta gífurleg, því liggur mikið við að allar brunavarnir séu í full- komnu lagi en umrædda nótt kom í ljós að víða er pottur brotinn í þcim efnum. Brunahani er við Bröttugötu í nokkurra metra fjarlægð frá Aðalst'ræti 12 en er til átti að taka á nýársnótt reyndist hann ónothæfur. Annar brunahani er í svipaðri fjarlægð, en við Grjóta- götu, hann reyndist einnig ó- nothæfur. Óeðlilega langur tími léfð frá því tilkynnt var um brun- ann þangað til slökkvistarf var komið í fullan gang. Slökkvi- starf gekk með eindæmum treglega sökum mannfæðar og áberandi skipulagsleysis. Mest- an óhug sjónarvotta vakti hve erfiðlega slökkviliðinu gekk að ná í vatn. Svör slökkviliðsins voru á þá leið að frosið hefði verið í nærliggjandi brunahön- um! Kannski slökkviliðið geri ekki ráð íyrir eldsvoðum í frosthörkum! Engar nauðsynlegar bruna- varnir voru á efri hæðum hússins við Aðalstræti 12, s.s. reykskynjarar, slökkvitæki o. fl. Ástand rafmagns er í algjör- um ólestri í mörgum húsum í hverfinu. í Aðalstræti 12 var hluti af raflögnum frá árinum 1920-1930. Eins og áður segir er sam- brunahætta gífurleg í Grjóta- þorpi. Lögreglan fór í nærliggj- andi hús umrædda nótt og hvatti fólk til að yfirgefa staöinn vegna yfirvofandi hættu á útbreiðslu eldsins. Vakti það furðu viðkomandi ibúa að ekki var því boðið húsa- skjól né aðstoð við björgun hús- muna. Lögregluvakt var við húsið Aðalstræti 12 fram ti! kl. 17.00 á nýársdag. Þá var vaktinni hætt þrátt fyrir margítrekaða beiðni íbúa hússins og annarra er áttu hagsmuna að gæta í sambandi við atvinnurekstur þar. Svör lögreglunnar voru á þá leið að þeim bæri ekki skylda til að vakta húsið lengur en vörpuðu jafnframt fram þeirri spurningu hver mundi borga þá vakt ef af yrði. Málalyktir urðu þær að engin lögregluvakt var en aðstand- endur íbúa stóðu vörð fram til kl. 04.30 aðfaranótt 2. janúar. Eftir þann tíma var framið inn- brot í húsið og ýmsum munum stolið. Viljum við beina þeirri spurningu til lögreglustjóra hvort hinn almenni skattborg- ari eigi ekki rétt á vernd lög- reglunnar í tilfellum sem þess- um. Einnig beinum við eftirfar- andi spurningum til slökkvi- liðsstjóra: 1. Er slökkviliðinu ekki skylt að fylgjast með ástandi brunahana og láta framkvæma viðgerð taf- arlaust ef þörf krefur? 2. Er ekki eðlilegt að eldvarnar- eftirlitið fylgist með bruna- vörnum og hafi vald til að skylda húseigendur til að hafa nauðsynlegar brunavarnir í húsum sínum? 3. Er til of mikils mælst að eldvarnareftirlitið fylgist með því, að raflagnir séu í full- komnu lagi? (En eins og allir vita er lélegt ástand raflagna einn skæðasti brunavaldur- inn.) Með von um greinargóð svör. íbúasamtök Grjótaþorps. Svör við fyrirspurn íbúa- samtaka Grjótaþorps 1. Er slökkviliðinu ekki skylt að fylgjast með ástandi bruna- hana og láta framkvæma viðgerð tafariaust ef þörf kref- ur? Skv. lögum ber sveitarfélögum að hlutast til um, að nægilegt vatn sé fyrir hendi tii slökkvi- starfs. Sveitarstjórnir þeirra sveitarfélaga sem standa að Slökkviliði Reykjavíkur hafa falið vatnsveitustjórum sínum þetta mál og hafa þeir á hendi eftirlit og viðhald bruna- hananna. 2. Er ekki eðlilegt að eldvarna- eftirlitið fylgist með bruna- vörnum og hafi vald til að skylda húseigendur til að hafa nauðsynlegar brunavarnir í húsum sinum? Það hefur margsinnis komið fram, að skv. lögum er eld- varnaeftirlit á íslandi (eins og á öðrum Norðurlöndum) ein- skorðað við atvinnufyrirtæki, verksmiðjur, birgðastöðvar fyrir olíu og bensín, verkstæði, skóla, samkomuhús, sjúkrahús, hótel og aðra vinnustaði. Hins vegar er ekki skylda húseig- enda né eldvarnaeftirlits að halda uppi reglubundnu eftir- flýjanlegum nauðþurftum. Það er nú orðið tæplega lesin svo sem ein saga, leikrit eða fluttur samtals- þáttur aó ekki séu þessir hlutir um hönd hafðir. Getur ekki sjónvarpið, ef það vill, sett um það reglur hvernig menn koma fram í þáttum þess? Er þetta blessað fólk svo vanbúið frá náttúrunnar hendi, að það geti ekki verið tóbakslaust í nokkrar mínútur? Hefði ekki þátturinn af Halldóri Guðjóns- syni orðið jafngóður, þó að hann hefði sleppt því að púa reyknum framan í áhorfendur? Mér virtist honum ekki veita af munninum til annarra hluta, meðan á samtalinu stóð og svo hefur verið með fleiri. Vonandi sér sjónvarpið sóma sinn í því, í samvinnu við æðstu menntastofnun landsins, að vera ekki farvegur ómenningar og auvirðilegra lifnaðarhátta. Baráttan gegn tóbakinu stendur ekki fyrst og fremst við neytendurna, en flestir þeirra vilja vera láusir við það, heldur móti framleiðendum þess, um- boðsmönnum þeirra og seljend- um. tóbaksauðvaldinu, er rær að því öllum árum að sem flestir re.vki. Gott fól.k. Tökum höndum saman og vinnum gegn því. Guðjón Bj. Guðlaugsson. liti í íbúðarhúsnæði, en aldrei hefur eldvarnaeftirlit neitað neinum sem óskað hefur eftir að láta skoða eigið húsnæði um slikt. 3. Er til of mikils mælst. að eldvarnaeftirlitið fylgist með því að raflagnir séu í full- komnu lagi? (En eins og allir vita er lélegt ástand raflagna einn skæðasti bruna- valdurinn). Skv. lögum er rafmagnsveitu skylt að hafa reglubundið eftir- lit með rafkerfum húsa eftir ákveðnum reglum, þar sem mannvirkjum er skipt í þrjá flokka m.a. vegna brunahættu. Það hafa ekki komið fram opinberlega frá slökkviliðinu nein svör um að frosið hafi verið í brunahönum við brun- ann í Aðalstræti enda alrangt. Loks vil ég benda íbúasamtök- um Gcjótaþorps sem og öðrum á að ef leita þarf upplýsinga hjá siökkviliðinu þá er slökkvistöð- in opin allan sólarhringinn all- an ársins hring og upplýsingar veittar í sima 22040. En hins vegar er neyðarnúmer okkar 11100. Slökkviliðsstjórinn í Reykja- vík Rúnar Bjarnason. Ilalldor Guójonsson — puaði I raman í áhorfendur og auu lýsli tóhakseitriö á sinn hált. segir lesandinn. Þá er þáttur útvarps og sjón- varps óafsakanlegur og maður freistas! til að halda. að þar sé beint eða óbeint fjárvon að haki. Við öll hugsanleg tæki- færi er borið fram vín og tóbak eins og um sjálfsagðan hlut væri að ræða og notkun þess lætt inn i vitund fólks sem óum- Gerírðugóð Erlingur Hannesson: Já, það er hægt að fá t.d. buxur sem eru tvö þúsund krónum ódýrari en venjulega. Pálmey Kristjánsdóttir^ Eg fer eiginlega aldrei á útsölur, ég kaupi bara það sem mér lízt á og' ég þarfnast. Svanhildur Guðmundsdóttir: Ég kaupi nú bara vörur, sem ég þarf á að halda, hvort sem þær eru á útsölu eða ekki. Asa Björg Asgeirsdóttir: Já, þaö er miklu ódýrara. Maður getur fengið tvennar buxur fyrir það sama og einar kosta, sem eru ekki á útsölu. Droplaug Ölafsdóttir: Eg fer nú ekki oft á útsölur, en það er hægt að finna margt miklu ódýrara á þeim og gera góð kaup í sumum tilfellum. Margrét Kristjánsdóttir: Það getur verið að hægt sé að gera góð kaup, en þá finnst mér það sér- staklega eiga við um barnaföt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.