Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 11
DACBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1977. 11 Honum tókst að sameina þjóðina eftir ringulreið Víet- namstyrjaldarinnar og Nixon- og Agnewhneykslin. Það var því grátbroslegt, að hann skyldi náða Nixon, aðeins einum mánuði eftir að hann hafði tekið við embætti. Það var jafnvel hans eigin skoðun, að það hefði stuðlað hvað mest að því, að Jimmy Carter náði kjöri. En Ford segist ekki iðrast þessa. Hann sagði við það tækifæri að þetta væri honum nauðsynlegt, svo að hann gæti haft frið til þess að sinna al- heimsfriði og velmegun heima fyrir. Ford er fært til tekna að hafa komið á samkomulagi milli Israelsmanna og Egypta í sam- bandi við Sinai, komið Banda- ríkjunum endanlega út úr myrkviðum Indókína, — enda þó hann gerði það með hálfum huga, —staðið að því að Banda- ríkjamenn reyndu að koma á samkomulagi í deilum þjóða í suðurhluta Afríku og hvatt til áframhaldandi „þíðu“ í sam- skiptum við Sovétríkin og Kína. Forsetatíð hans var mörkuð- sífelldri baráttu við þingið. En hún var fyrst og fremst til komin af heiðarlegum skoðanamismun, ekki vald- niðslu eða fyrirlitningu á stjórnarskránni eins og svo oft kom fyrir Nixon. Ford hélt þinginu, þar sem demókratar eru í meirihluta, I skorðum með því að beita neit- unarvaldi 66 sinnum og í flest- um tilfellum voru lagafrum- vörpin dregin til baka. Hann var aldrei hræddur við að láta í ljós skoðanir sínar gegn auknum útgjöldum ríkis- sjóðs, gegn velferðarríkinu og varaði Bandaríkjamenn við þvi, að ef þeir vildu ekki hafa hann í embætti, gætu þeir átt á hættu að lenda i sömu vandræðum og Bretar. Löng reynsla hans í stjórn- málum varð til þess að hann gat haldið þjóðarskútunni nokkurn veginn á floti í gegnum þá ólgusjói, sem að henni stefndu eftir afsögn Agnews og síðaiXí skngga Watergate,— sem Ford sagði sjálfur að væri „lengsta martröð bandarísku þjóðarinnar“. styrkustu taugarnar, sem megnað hafa að koma íslenzku þjóðinni úr hinu ömurlegasta basli og áralangri áþján áleiðis til nútíma tækni, og til að ná því stjórnarfari, sem við þó búum við. Lýðræðisskipulagið er að vísu ekki alltaf hátt skrifað í framkvæmd, einkum af forsvarsmönnum ríkisvalds- ins á hverjum tíma. Er það ef til vill umhugsunarefni út af fyrir sig, hvernig einstakir þjóðfélagsþegnar íslenzkir um- breytast við það eitt að komast til valda, þá er eins og lýðræðis- hugsjón^ og frelsi einstaklinga til sjálfstæðra athafna víki fyrir einhvers konar allsherjar forsjá, sem þeim finnst allt i einu, að betur henti öllum ein- staklingum, þótt vitað sé, að slík forsjá sé einungis til þess aö sliga sjálfsbjargarviðleitni þegnanna. Þótt íslenzkir stjórnmála- flokkar eigi ekki langan aldur að baki miðað við stjórnmála- flokka ýmissa annarra landa, eru þó farin að sjás! á þeim nokkur þreytu- og ellimerki. Birtist þetta í mörgu. Það er t.d. ekki í takt við tímann og heyrir raunar fortíðinni til í flestum nálægum löndum, að ópersónu- legir flokkar beri ábyrgðina gagnvart kjósendum, en ekki einstaklingar innan flokkanna. Eldklárt fólk og óklárt íslenska sjónvarpið er ekki þekkt fyrir það að fara eftir dyntum áhorfenda. Ó, nei. Enda er sjálfsagt að fjölmiðlar marki sér ákveðna stefnu án þess að hlaupa eftir því sem Pétur og Páll hafa áhuga á. En úti i löndum tekur sú stefnu- mörkun mið af rækilegum skoðanakönnunum, ekki einungis um vinsældir sjón- varpsefnis, heldur um þann tíma sem efnið er sýnt. Vita- skuld fer erlent sjónvarp ekki í einu og öllu eftir þessum vinsældalistum og ábending- um, því þær koma t.d. niður á ýmiss konar menningarlegu efni sem hefur einungis aðdráttarafl fyrir lítinn hóp en er þó talið nauðsynlegt innlegg í menningarlega umræðu á hverjum tíma. En alltént eru þessar erlendu stöðvar (þ.e. ríkisstöðvar) fróðari um fólkið hinumegin við skerminn og reyna að koma til móts við það I niðurröðun efnis síns, auk þess sem skoðanakannanir eru félagsfræðingum mikil heim- ild. En hér skilst mér, að einn forráðamanna sjónvarps hafi einungis hrist höfuðið gáttaður, þegar einhver minntist í blaða- viðtali á skoðanakannanir. En nú verða þau undur og stór- merki að sjónvarpið ætlar að hætta að sýna alls konar krimmaþætti næstu sex vikurnar. Skyldi sú ákvörðun vera byggð á ýtarlegri skoðana- könnun eða ábendingum geð- lækna? Oekkí. Sjónvarpsmenn hafa nefnilega „heyrt það út- undan sér“ að ýmis heimilisöfl væru óhress með sakamál í sjónvarpi. Svona er nú það. Sjálfur skal ég viðurkenna að á síðkvöldum hef ég oft áhugaá að gleyma mér við sakamálaþætti í sjónvarpi, þar sem hröð at- burðarás og spenna ræður ríkjum og gerir engar kröfur til áhorfandans. I barnafjölskyld- um hafa a.m.k. flestir foreldrar yfirráðarétt yfir sjón- varpstækinu (þó heyrir maður um nýja fermingargjöf: litsjón- varpstæki...) og þeim ætti að vera í lófa lagið að stjórna því hverjir horfa á það og hvenær. Foreldrar eru nefnilega upp- alandinn, ekki fjölmiðlarnir, — eða skólarnir. Nú er bara að vita hvort hugarfarsbreyting verði í landinu við þennan sakamálasensúr sjónvarps, hvort börn fari að þvo sér um eyrun og menn borgi stöðu- mælasektir og hætti að berja konurnar sínar á milli þátta. Það mætti gera á því könnun. Þetta var sjónvarpsvika án mikilla tilþrifa, en þó án margra svefnþorna. Meira að segja voru sumir þættir þess eðlis að mér var ekki svefns vart eftir þá. Einn þeirra var Kastljós þar sem rætt var við Gunnar Thoroddsen og slökkvi- liðsstjóra bæjarins. Ekki var það Gunnar sem hélt fyrir mér vöku, þótt hann flytti mál sitt ódrengilega, með tilvitnunum í nýafstaðin veikindi Magnúsar Kjartanssonar viðmælanda slns. Nei, það var slökkviliðs- stjórinn — sem ekki er beinlínis hægt að kalla eldklár- an. Maðurinn virtist vita ansi lítið og Ómar Ragnarsson var í rannsóknarham og réðist glað- beittur á veilur allar 1 við- brögðum slökkviliðsins undir Stjórn hans. Hvert axarskaftið eftir annað var tilgreint og var á slökkva að heyra að þau væru annaðhvort eðlileg eða ein- hverjum öðrum að kenna. Slökkvi var samt orðinn heldur framlágur í lok spurninganna, en þó komu fram krampa- kenndar viprur á honum, þegar minnst var á aðferðir slökkvi- liðsins á Keflavíkurflugvelli, — ekki veit ég hversvegna. Ömar á þakkir skildar fyrir „upp- ljóstrunina". I kringum skjáinn Aðalsteinn Ingólfsson í myndinni á föstudagskvöld „Drums along the mohawk" var svo mikið um bruna sem menn slökktu sjálfir. Kannski að það sé eina leiðin. A laugardag var svo kærkominn gestur á skerminum, sjálfur Fleksnes, með handrit samið af tveimur enskum brandarakörlum þeim Galton og Simson, en þeir sömdu brandarana fyrir Tony heitinn Hancock — og er ég ekki frá því, að Fleksnes hafi tileinkað sér takta Hancocks. Hann er hrakfallabálkur hinn mesti, ekki eins og Stan Laurel (Gög & Gokke), heldur með snert af hinum aggressífa Oliver Hardy og hrakfarir hans eru að mestu honum sjálfum að kenna. En þær eru ekki fjar- stæðukenndar og það eru hinar daglegu „sitúasjónir" sem gefa þessum þáttum kraft sinn. (Jr einu í annað fór, ja, úr einu í annað. Þátturinn hefur lítið breyst með nýjum stjórnend- um, en hann er e.t.v. óþving- aðri. Páfagauk Magnúsar A. þekki ég og var gaman að sjá hann brillera, en songelska þess fugls er ótrúleg. Snjóar Kilimanjaro var ósköp trist. Gregory Peck lá rjóður og stál- hraustur og lést vera á bana- beði eins og hinn horaði og sjúskaði Harry Street í bók Hemingways. En ekkert gekk. Á sunnudag voru „Islenskar dansmyndir" á dagskrá. Ekki veit ég mikið um dans og er ávallt obbolítið tortrygginnþeg- ar ein listgrein leggur út af annarri. En hér sýndist mér vel Kjallarinn Geir R. Andersen Það er lögmál ellinnar að finna sig knúinn til ráðs- mennsku, þótt slíkt sé ekki ein- hlítt og auk þess einstaklings- bundið. Þannig er um stjórn- málaflokka þá, sem sýna á sér elli- og þreytumörk, að þeir hafa tilhneigingu til þess, sem kallast flokksræði og lýsir sér i því, að forysta flokks getur agað flokksmenn til hlýðni við vilja forystumanna. Dæmin um þetta eru skýrust frá einræðis- ríkjunum, þar sem flokksmenn eru sérstaklega þjálfaðir í undirtektum við flokksforystu, og sjálfstæðar skoðanir og til- lögur þekkjast ekki innan flokksins. í hinum íslenzku stjórnmála- flokkum er þetta byrjað að gera vart við sig, þótt ekki sé í sama mæli og í einræðisríkjum. Ástæður geta verið margar. Ein er sú, að í flestum stjórnmála- samtökum er ávallt fjölmennur hópur manna, sem ekki vilja, en þó oftar, nenna ekki að eiga í átökum um málefnalegan ágreining og finnst miklu auðveldara að fá fullbúnar til- lögur eða línúr, sem fara á eftir, eins konar vinnuplögg, — ábyrgðin er flokksins, ekki mannsins. Önnur ástæða fyrir þreytu- og ellimörkum, sem íslenzkir stjórnmálaflokkar eru farnir að sýna er hinn hái meðalaldur þeirra sem sitja í hápunkti is- lenzkra stjórnmála. Fyrir nokkrum árum var talið, að meðalaldur þeirra, er á Alþingi sátu, væri rúm fimmtíu ár, og teljandi eru þeir á fingrum annarrar handar, sem eru inn- an við fertugt. Flokksræði innan stjórn- málaflokka er ekki æskilegasta leiðin til framfara og uppbygg- ingar. Þjóðskipulag íslendinga og kosningahættir til Alþingis krefjast virkrar þátttöku hinna almennu borgara í starfi skipu- lagðra stjórnmálasamtaka, en ekki í óhóflegri samþjöppun valds og sambandsleysi kjós- enda við stjórnmálamenn. Það Alþingi sem nú blasir við ungu fólki og sá andi sem þaðan streymir fælir fólk frá þátttöku í stjórnmálum. Hefð- bundnar og þunglamalegar um- ræður stjórnmálamanna ásamt þröngu vali í trúnaðarstöður innan flokka er oftar en ekki einkenni stjórnmálastarfs á Is- landi, og er þá komið nálægt aldamótunum 2000. Hjá öðrum þjóðum héyrir þetta fortíðinni til, nema ef til vill á Englandi, þar sem enn ríkir nánast mið- aldaskipulag í stjórnmálastarf- semi, enda uppskeran eftir þvi. Það er nú einu sinni þannig, að þótt maðurinn sé félagsvera, er honum mjög óljúft að láta stjórnast af heildarákvörðun- um og enn óljúfara að deila kjörum sínum í þágu heildar- innar, þar sem alltaf hlýtur að reka að því, að þeir, sem meira bera úr býtum, verða þá óhjá- kvæmilega að deila þeim mis- mun til, eða með þeim, er minna hafa aflað. Það er því hjákátlegt á að að verið og eitthvað bættist við þýðingu þeirra verka sem dans- að var eftir. Tónlistin virtist hinsvegar vera sambland und- arlegustu búkhljóða. Á mánu- dag sá ég seinni helming „Karlar eru karlar" eftir ítalska leikskáldið Goldoni. Ég hef lengi verið laumuaðdáandi Gotdonls sem var bæði iðinn og fyndinn við að lýsa ítölsku mannlífi á 18. öld, þótt ekki risti hann ávallt djúpt. Þessi sænska sviðssetning var mikill fengur, glæsilega og hug- kvæmnislega gerð og leikurinn ágætur þótt hann hefði mátt vera örlítið meir „appassionato". Á þriðjudag var AFTUR Sveifla I Höllinni og hlýtur Listahátíðarefni nú að fara að enda. En hvað um það, góð sveifla er góð sveifla, hversu oft sem hún er endur- tekin. Siðan hófst nýr þýskur framhaldsmyndaþáttur „Sögur frá Miinchen“ og var ég satt að segja kvíðandi fyrir honum, því „Bíláleigan" forðum var ekki tilefni mikilla húrrahrópa. En þýskt sjónvarpsefni, eins og kvikmyndagerð, virðist vera að rétta úr kútnum og söguhetjan frá Míinchen lofar nokkuð góðu, — en með fyrirvara. A miðvikudag streymdu svo minningarnar fram í hugann, það var nefnilega fjallað um Hyde Park i Vin i * eyði- mörkinni, en þar má sjá nær alla sérvitringa i Lundúnaborg, — eins og fram kom í mynd- inni. Athyglisverðast er hunda- -æðið, ekki hundaæðið, og má maður gæta sfn á því að verða ekki á vegi þeirra stærstu, — auk þess sem fólk er líklegt til þess að ráðast á mann með skömmum ef maður reynir að verja sig fyrir þessum kykvend~ um. Svo vaknaði Vaka á nýja árinu. Fróðlegt var að sjá bút úr Makbeð og heyra álit leikaranna. Tilraunir þeirra til „nútímaviðmiðunar" skil ég samt ekki og ekki sé ég hvaða akkur er í því að styðjast við íslenska fornaldarbúninga, ekki eru þeir kunnuglegri en skoskur miðaldaklæðnaður. En nú er að fara og skoða, — áhug- inn er vakinn. Viðræður þeirra Örlygs Hálfdánarsonar og Árna Bergmanns gáfu ekki mikið af sér, — Árni var heldur mál- stirður i jólapeysunni sinni, ert Örlygur brynjaður med| statistík bak og fyrir. Er um-i ræðuefnið þó athyglisvert og efni i annars konar umfjöllun. Um finnska framúrstefnu ræði ég á öðrum grundvelli. Ekki sýndist mér þeir þó fara mikið fram úr okkar bestu mönnum. \ hlýða, þegar hinir eldri forystu- menn í röðum stjórnmálaflokk- anna boða félagslega hagsæld á kostnað ríkisins, hinna al- mennu borgara, en ljá í engu máls á þeirri nauðsyn að opna stjórnmálaflokkana fyrir þátt- töku hinna almennu kjósenda í skipulagningu innri málefna og ákvarðanatöku. Ekki skal því neitað, að örlítil glufa hefur opnazt í þessa átt. Má þar nefna prófkjör, stjórn- málanámskeið, sem hverjum og einum er frjálst að sækja, opin- ber fundahöld, sem ekki eru einskorðuð við flokksbundna einstaklinga, og fleira þessu líkt. Um þetta hefur t.d. Sjálf- stæðisflokkurinn haft forystu á allra siðustu árum, en aðrir flokkar hafa ekki fylgt þessu fordæmi fast eftir. Það væri mikill fengur ís- lenzkum stjórnmálum, að stjórnmálastarf á íslandi breyttist nokkuð frá því sem nú er, m.a. þannig að hinn almenni kjósandi fengi meira svigrúm við ákvarðanatöku, og auðvitað er það fólksins, og þá fyrst og fremst þeirra, sem vilja í raun taka þátt í stjórnmálastarfi að knýja á og láta ekki sinn hlut eftir liggja. Að öðrum kosti er framundan stöðnun en ekki framþróun í íslenzkum stjórn- málum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.