Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 6

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 6
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1977. 6 /* Nýju tékkareglurnar ígagnið á mánudaginn: Tékkavandræði ekkert einsdæmi fyrir ísland STÓRDANSLEIKUR laugardaginn 15. janúar kl. 10-2 AÐ HLÉGARÐIMOSFELLSSVEIT Miðaverð kr. 1500 — Kr. 1200 gegn framvísun skólaskírteina 2 hljómsveitir Sætaferðir frá BSÍ Seðlabankinn kærði 1200 reiknings- hafa ífyrra — aðferðin þykir nú úrelt Nýju tékkareglurnar taka gildi á mánudaginn og meðal athyglisverðustu breytinganna má nefna að innheimta inni- stæðulausra tékka á nú að mestu að færast úr höndum Seðlabankans, sem kærði 1200 tékkaeigendur á síðasta ári, yfir í viðkomandi reiknings- banka sjálfan. Er það rökstutt með því að honum beri sjálfum að fylgjast með sínum reikn- ingshafa þar sem hann láti honum í té tækin til hugsan- legrar misnotkunar, tékkaeyðu- blöðin sjálf. Framkvæmd gömlu aðíerðarinnar þykir nú úrelt og ekki hafa gefið nægi- lega góða raun og brugðizt sem sterkt aðhald. Þá er nú eins gott að muna alltaf eftir nafnskírteininu eða ökuskírteininu því til stendur að engin tékkaviðskipti fari lengur fram nema gegn fram- vísun skilríkja. í fréttatilkynningu, sem Samvinnunefnd hanka og Sparisjóða sendi frá sér í gær um hinar nýju reglur, segir eftirfarandi, með millifyrir- sögnum Dagblaðsins: „Hinn 20. nóvember sl. tóku gildi breyttar reglur um með- ferð hlaupareikningstékka við banka og sparisjóði. Hefur framkvæmdin gengið vel. Sömu reglum verður nú beitt um alla tékka frá nk. mánudegi. Reglur um tékkaviðskipti og viðskiptaskilmálar banka og sparisjóða hafa verið í endur- skoðun i heilt ár. Reglur um tékkanotkun, sem í gildi hafa verið, hafa verið kynntar allít- arlega í bæklingi nefndarinnar, sem búið er að gefa út í 70 þús. eintökum undanfarin ár og nýir reikningshafar hafa átt kost á. Bæklingurinn hefur enn- fremur verið notaður við kennslu í gagnfræða- og menntaskólum. Verður hann endurútgefinn fljótlega. Nefndin telur nú ástæðu til að kynna þessi mál og aðalefni hinna nýju reglna. Skipta má vandræðatékkum í þrjá aðal- flokka: Innstœðulausir neytendatékkar algengastir Innstæðulausir neytenda- tékkar eru algengasti flokkur- inn en meðalupphæð tékka er oftast innan við 10 þúsund krónur. Tékkaóreiða var í hámarki í lok 1975 en hefur minnkað nokkuð síðan. Gætir þó enn aðallega tékka úr þess- um flokki og er ástæða til að ætla að undirrót sé ónákvæmni reikningshafa, einkum þeirra er tiltölulega nýlega hafa hafið tékkaviðskipti. Er í þessu sam- bandi ástæða til að vara menn alvarlega við að gefa út tékka og giska á í leiðinni hver inn- stæða er. Mun algengt að fólk gefi út röð tékka án þess að reikna út eftirstöðvar og setjist svo niður, kannski um næstu helgi á eftir, til að reikna út hvernig staðan er. Tékkum þessum hefur fjölgað hlutfalls- lega undanfarið. Innstæðulaus- um hlaupareikningstékkum hefur hins vegar fækkað veru- lega, þrátt fyrir miklu skjótari bókanir eftir að Reiknistofa bankanna tók til starfa. Innstœðulausir viðskiptatékkar hœrri Annzln aðalflokk innstæðu- lausra tékka má kalla viðskipta- tékka (gefnir út á hlaupareikn- inga). Meðalupphæðir þeirra eru miklu hærri. Vandamál bankanna með þessa tegund er mun minna nú eins og áður segir. Svika- og falstékkar Þriðja flokkinn má kalla tékka, sem gefnir eru út í svik- samlegum tilgangi, sem oft eru falsaðir og/eða innstæðulausir. Afbrigðin eru mörg, svo sem keðjutékkar, tékkar gefnir út á stolin eyðublöð og fleiri. Barátta gegn þeim byggist mjög á samstarfi banka, við- skiptaaðila, lögreglu og alls al- mennings að vera á verði gegn þessu fyrirbrigði, einkum með nauðsynlegri gagnrýni varð- andi framkomu tékkaseljanda og þau persónuskilríki sem sjálfsagt er að krefjast hverju sinni. Seðlabankinn kœrði 1200 manns sl. ór en aðferðin er úrelt Aðaleinkenni viðbragða gegn tékkaóreiðu, sem bankar og sparisjóðir hafa. haft í frammi undanfarin þrettán ár, er að svokallaðri framseljenda- ábyrgð hefur ekki verið beitt í teljandi mæli. Innheimtu inn- stæðulausra tékka hefur aðal- lega verið beint gegn útgefanda í samræmdri innheimtu sem Seðlabankinn hefur annast fyrir banka og sparisjóði, einkum á Reykjavíkursvæðinu. Framseljendur hafa í reynd fengið að halda andvirði inn- stæðulausra tékka meðan inn- heimta var reynd hjá útgef- anda. Afleiðingin hefur m.a. verið sú að þess hefur gætt nokkuð að viðskiptaaðilar hafa ekki rekið sig á og hafa tekið tékka gagnrýnislítið. Inn- lausnarstofnanir hafa sætt sig við að eiga tékka í innheimtu hjá Seðlabankanum. Bankar og sparisjóðir hafa í revnd hlift reikningshöfum við aö sæta lokun reikninga við misnotkun og hafa talið slíkum viðskipta- mönnum það nægileg áminning að tékkar hafa verið sendir í innheimtuna í Seðlabankann þar sem útgefandi var skyld- aður til að greiða sérstakt innheimtugjald á grundvelli Nu augir eKKi iengur að þekkja gjaldkerann og lofa honum að kippa þessu í lag í hvelli, Relknistofnun bankanna fær alla tékka sem ekki er til innstæða fyrir og þar fer allt inn á spjaidskrár. heimildar í reglugerð. Nam það að jafnaði um 11%. Ef inn- heimta tókst ekki tiltölulega fljótlega var það venja að kæra reikningshafa. Má geta þess að Seðlabankinn kærði um 1200 aðila á sl. ári. Þessi framkvæmd var stöðnuð. Tékkar hafa að vísu verið mjög útgengilegir en vandanum hefur verið ýtt til hliðar og óreiðan haldið áfram, en að vísu í minnkandi mæli um sinn, eftir því sem ætla má. Tékkavandrœði ekki einstök fyrir ísland Þess má geta að tékkavand- rapði eru alls ekki einstök fyrir ísland. Mál þessi hafa verið ofarlegá á baugi í öðrum lönd- um og oft komið þar til vand- ræða, m.a. í Sviþjóð fyrir nokkrum árum þar sem upp reis nokkurs konar tékkastríð, en tékkanotkun féll mikið til niður um sinn. Notkunin er ákaflega almenn hér á landi. Víðtæk opnun launareikninga hófst upp úr 1960 (tékkareikn- ingar launþega sem atvinnu- rekendur stofna). Það er áber- ’andi hérlendis að menn hafa reikninga í fleiri en einni stofn- un. Þá var sú afstaða hér að litið var nánast á það sem móðg- un að áskilja persónuskilríki við tékkasölu og reikningshafar og framseljendur ætlast oft til að tékkar séu teknir greiðlega, oft með fjárhæðum umfram viðskipti, og fleira mætti nefna. Margar aðrar ástséður eru fyrir þvi að í óefni var komið með tékkaviðskipti hér á landi og tímabært að taka upp endur- skoðaðar varnaraðgerðir. Skal nú gerð grein fyrir aðalefni þeirra breýtinga i framkvæmd sem í vændum eru. Tékkainnheimta Seðlabankans að mestu lögð niður Þess er þá fyrst að geta að tékkainnheimta Seðlabankans fyrir bankana verður í aðalat- riðum lögð niður. Samvinnu- nefndin hefur þó áfram aðstöðu í bankanum og útgáfa lista um misnotkun kemur áfram þaðan í samvinnu við Reiknistofu bankanna sem í vaxandi mæli mun fylgjast með misnhVkun. Reikningsbankarnir eiga sjólfir að fylgjast með sínum reikningshöfum Fyrsta innheimta innstæðu- lausra tékka verður ávallt í reikningsbanka, hvort sem hann er samtímis innlausnar- banki eða ekki. Hefur reikn- ingsbanki tfu daga til innheimt- unnar eða til samninga við við- skiptamann. Ef reikningsbanki ákveður að endursenda tékka, annaðhvort til innlausnar- banka, ef honum er til að dreifa eða með því að skulda reikning.. framseljanda sem tók við and- virði tékkans (innleggstékki), þá verður reikningsbanki að loka reikningi útgefanda. Er öruggt að þetta verður gert og hafa bókunarfyrirmæli bank- anna til Reiknistofu í þessu efni verið samræfnd. Innheimta innstæðulausra tékka flyst í reikningsbankann, enda slíkt rétt því að honum ber að fyígjast með reiknings- hafa, enda eru tækin til hugsanlegrar óreiðu, tékka- eyðublöðin, komin þaðan. Þá verður lögð miklu meiri áhersla á að skapa samstöðu tékkanotenda og viðskiptaaðila, bæði i verslunum og bönkum, að byggja á persónuskilríkum. Er ráðlegt fyrir kaupmenn að ræða við starfsfólk sitt um það auglýsingaefni sem Samvinnu- nefndin lætur í té næstu vikur. Skilyrði fyrir opnun nýrra reikninga hert Skilyrði fyrir opnun nýrra reikninga verða . hert. Meðal annars verður krafist að hvers konar félög, sem óska að stofna reikning, leggi fram vottorð frá Hagstofu eða firmaskrárritara með upplýsingum um fyrir- tækjanúmer, skipun stjórna og prókúruhafa áður en tékka- reikningar eru stofnaðir og tékkhefti afhent. Smótékkar óvinsœlir Þá er það talsvert áhugamál banka og sparisjóða að reikn- ingshafar dragi úr útgáfu smá- tékka. Mjög mikilvægt er að lána aldrei öðrum aðila eyðublað úr sínu tékkhefti og gæta þess vel að þau liggi ekki á glámbekk. Tilefni er til .að benda á að tékkaþjónustan hefur verið mjög ódýr viðskiptamönnuih og hefur hún verið látin í té undir kostnaðarverði. Umræddar reglur um tékka- viðskipti eru byggðar á niður- stöðum nefndar sem nýlokið hefur störfum, en hún var skipuð fulltrúum dómsmála- ráðuneytis, viðskiptaráðuneyt- is, bankanna og Sambands ísl. spárisjóða. Er það von Samvinnunefnd- arinnar að fullur skilningur verði á þeim reglum um tékka- viðskipti, sem nú taka gildi, en markmið þeirra er að treysta gildi og áreiðanleika tékka í öllum viðskiptum. Rík ástæða er til að ætla að'verulegt og gagnlegt skref sé nú stigið í tékkameðerð en mjög mikil- vægt er að samstaða banka- stofnana, viðskiptaaðila og al- mennings verði um framhald þessara mála.“

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.