Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 1

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1977 — 12. TBL. RITSTJÖRN SÍÐUMÚLA 12 Sími 83322. AUGLYSINGAR OG AFGREIÐSLA. ÞVERHOLTI 2, SÍMI 27022. Rafmagnsmælir á hægagangi: Flugleidir fengu óvæntan 9.8 milljón króna aukareikning — BAKSÍÐA Finnskir listamenn sýna verk sín í Norræna húsinu næstu vikurn- ar. Við innganginn í kjallara hússins hafa þeir staflað upp skreið, sem að þeirra mati er einkennandi fyrir tsland. En þeir tíðka það á ferðum með sýningu sína víða um lönd að setja upp einkenni hvers lands sem þeir heimsækja. -KP/Bjarnleifur. ^ —Sjábls.5 ^ Skreiðin einkenni íslands — að mati Finna Nýja gæzluvélin komin til landsins: SYN heitir hún ...,,hon gætir dura í höllinni”, segiríGylfaginningu AÐ LOKINNISKOLAVIKU Hæ, hæ, fáum við ekki mynd líka, hrópuðu þessar galsafengnu skólastúlkur, þegar Bjarnleifur varð á vegi þeirra í gærdag. Og hér er þá myndin, stúlkur! Þær voru á leið heim úr skólanum eftir erfiða vinnuviku við skólaborðið. Helgarfríið framundan með öllum þess fyrirheitum. Vonandi að vel takist tii i fríinu og stúlkurnar undirbúi næstu skólaviku af alúð. ' Á sjötta tímanum í gær komu Guðjón Jónsson yfirflugstjóri, Torfi Guðbjartsson yfirflug- virki og Þórhallur Karlsson flugstjóri heim með nýja gæzlu- og björgunarflugvél Land- helgisgæzlunnar. Meðal far- þega heim var Pétur Sigurðs- son forstjóri Gæzlunnar. Róm- aði hann, svo og áhöfnin, hina nýju vél. Vélin kemur í góðar þarfir með vaxandi verkefnum. Eldri vél Gæzlunnar er nú á 13 aldursári og fer í gagngera skoðun innan skamms. Nýja vélin ber nafnið TF- SYN. Frá blaðafulltrúa Gæzl- unnar fengum við eftirfarandi skýringu á nafninu sem vert er að landsmenn kunni skil á: Svo segir í Snorra-Eddu, Gylfaginning, 34, XI, sem er kaflinn um ásynjur: „SYN — hon gætir dura í höliinni og lýkur fyrir þeim, er eigi skulu inn ganga, ok er sett til varnar á þingum fyrir þau mál, er hon vill ósanna, því er þat orðtak, at syn sé fyrir sett, þá er tnaður neit- ar.“ Guðjón Jónsson yfirflugstjóri og Pétur Sigurðsson forstjóri Gæzl- unnar við nýju vélina, ánægðir með nýja farkostinn að vonum. (DB-mynd Bjarnieifur.) Við þurf um vart að óttast olíumengunina frá Ameríku —sagði Unnsteinn Stefánsson haffræðingur „Sé litið á mengunarvanda- mál í heild hafa áhrif frá olíu- skipinu, er strandaði við strönd Massachusetts, lítið að segja fyrir okkur," sagði Unnsteinn Stefánsson, reyndasti haffræð- ingur íslands, í stuttu samtali við DB. „Við getum hugsað okkur að olíuna ræki 10 km á dag. Sé miðað við meðal straumrek í golfstraumnum tæki það olíu- brákina mánuði ef ekki 1-2 ár að komast til íslands. Þyrfti hún þó að hafa góðan by”.“ Unnsleinn sagói aö á öllum þessum tíma eyddist olian, ýmis efni hennar sykkju og það sem eftir yrði eftir marga mánuði væri ekki svo hættulegt. Unnsteinn sagði að ýmis úr- gangsefni frá erlendum og inn- lendum iðnaði væri miklu hættulegri hafinu en einn olíu- farmur sem vegna slyss lenti í hafinu. Efnaiðnaðurinn skilar meiri og varanlegri úrgangi í haíið en nokkur olíufarmur getur talizt. Kvikasilfur og blý eru þar þyngst á metunum. „Sé litið á mengunarvandann í heild fylgir megn sóðaskapur, fugladauði og fleira ljótt ýmsu því er af olíumengun leiðir en samt er hún ekki það versta sem í sjóinn fer þó hún hafi mikil, skaðleg og staðbundin áhrif á lífríkið,“ sagði Unnsteinn. -ASt.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.