Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 24

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 24
r Rafmagnsreikningurinn hækkaði um nærri tíu milljónir mælirinn snerist of hægt á annað ár Endurskoðun á raforkumæl- ingu í einu flugskýlanna á Reykjavíkurflugvelli um miðj- an október síðastliðinn leiddi til leiðréttingar á rafmagns- reikningi sem nam sem næst 9,8 milljónum króna til hækk- unar fyrir nærri tveggja ára rafmagnshitun í skýlinu. í ársbyrjun 1975 var tekinn i notkun nýr rafmagnsmælir I Skýli IV á Reykjavíkurflug- velli. Eftir honum var síðan farið við útskrift reikninga allt þar til í október sl. Við skoðun kom þá i ljós að í stað þess að margfaldá með 160 eins og hinn nýi staðall gerði ráð fyrir, margfaldaði hann með 10, eins og sá sem áður hafði gilt. Voru þannig gerðir allt of lágir reikningar fyrir rafmagnsnotk- unina í skýlinu. Ljóst var hver skekkjan var og í hverju hún lá. Var því auðvelt að færa reikninginn í rétt horf en naumast báðum til jafn mikillar ánægju, seljanda og kaupanda orkunnar, enda hækkunin eins og fyrr segir nærri 10 milljónir króna. BS. venjan er 15% en nú á adtaka40% lýsingum fulltrúa hjá Inn- kaupastofnun ríkisins eru ekki fordæmi fyrir þess háttar. Því má bæta hér við að gár- ungarnir segja að það hafi riðið baggamuninn að blikkljósaút- búnaður bílsins hafi legið i far- þegasætinu, þegar bíllinn var tollmetinn, en ekki verið skrúf- aður á þakið. -G.S. Ríkið sjálfu sér verst: Vill ríflega tvöfaldar tolltekjur af nýja flug- vallarslökkvibflnum Eins og blaðið skýrði frá fyrir skömmu er nýr slökkvibíll kominn til landsins fyrir slökkviliðið á Reykjavíkurflug- velli og er hann enn í höndum umboðsaðila þar sem verið er að ryðverja hann og ganga frá á annan hátt. Skv. upplýsingum Guð- mundar Guðmundssonar slökkviliðsstjóra á Reykjavík- urflugvelli flokka tollyfirvöld bílinn í vörubílaflokk og ber að greiða af honum 40% toll skv. því en venjulegir tollar af slökkvibílum eru hins vegar ekki nema 15%. Því má bæta hér við að flugvallarslökkvi- liðið er rikisrekið. Að sögn Guðmundar kemur þessi óvænti mismunur að sjálf- sögðu eitthvað niður á frekari tækjakaupum til liðsins sem fyrirhuguð eru. Samkvæmt skilgreiningu tollyfirvalda er bíllinn lítill vörubíll þar sem sá búnaður, sem kom með honum, Myndina tók Sv. Þorm. í fyrra- dag í Fordumboðinu, Sveini Egilssyni, er verið var að ryð- verja bílinn og ganga frá hon- um. og búnaður sem bæta á við bíl- við að reynt yröi að fá bílinn inn hér er ekki enn orðinn fast- endurtollmetinn eftir að hann ur við hann. Bjóst Guðmundur er fullbúinn en samkvæmt upp- iijálst, óháð dagblað LAUGARDAGUR 15. JAN. 1977 MAGNUS BJARNFREÐSSON — hér í því hlutverki sem flestir landsmenn kannast við hann í, fyrir framan sjónvarpsmyndavél- ina. Magnús Bjarn- freðsson í Sölu- nefndina? Magnús Bjarnfreðsson, fyrrver- andi fréttamaður, er nú af mörg- um talinn líklegastur þeirra sem til greina koma í stöðu forstjóra Sölunefndar varnarliðseigna. Leyndin sem hvílir yfir nöfnum nokkurra tuga umsækjenda um þessa stöðu hefur öðru fremur orðið til þess að vekja umtal og getgátur um það hver hljóta muni. Ekki er talinn mikill vafi á því að stöðuveitingin verði pólitísk. Varnarmáladeildin er í utanríkisráðuneytinu og er utan- ríkisráðherra þannig yfirmaður hennar. Magnús Bjarnfreðsson er þjóð- kunnur maður vegna starfa sinna við blöð og rikisfjölmiðlana. Hann er nú bæjarfulltrúi Framsóknar- flokksins 1 Kópavogi. Uppfyllir hann tvímælalaust ýmis þau skil- yrði, bæði almenn og pólitisk, sem leysa þann vanda sem utanrfkis- ráðherra, Einari Agústssyni, er á höndum að velja mann Ur stórum hópi hæfra umsækjenda. BS Átta mánaða biðtíma á launum lokið: Yfirtollverðimir tveir hættir hjá tollgæzlunni — annar skv. eigin ósk — hinum veitt lausn á grundvelli rannsóknar á meintu tolllagabroti öðrum yfirtollvarðanna, sem leystur var frá störfum í lok maí sl. á meðan rannsakað var hvort hann hefði framið tolllagabrot, var veitt lausn frá störfum að eigin ósk í fyrradag. Þá var hinn yfirtollvörðurinn leystur frá störfum í gærmorg- un. Þorsteinn Getrsson fulltrúi i fjármálaráðuneytinu sagði í viðtali við blaðiö i gær rð þetta hefði verið gert á grundvelli niðurstaðna framhaldsrann- sóknar á meintu tolllagabroti hans en hið meinta brot er smygl á áfengi. Til glöggvunar skal það tekið fram að ntál þessara tveggja tollvarða standa ekki í sam- bandi við hið svonefnda „flösku í vasann" mál. Tollverðirnir hafa verið á fullum launum í þá átta mánuði sem rannsókn og ákvörðun um lausn þeirra eða áframhaldandi starf tók. Að sögn Þorsteins falla þeir af launaskrá við næstu mánaða- mót. Málið er nú í höndum ríkissaksóknara en eftir frum- rannsókn fór hann fram á fram- haldsrannsókn sem einnig er lokið. -G.S. Skjálftum f jölgar en... Áfram verður haldið við Kröfluvirkjun Sérstakri vörzlu hefur verið komið á fót á stað ofan við Kröflu- virkjunarsvæðið, þaðan sem sér til Leirhnúks, til að stytta við- bragðstíma ef til eldsumbrota kemur en skjálftum á svæðinu hefur fjölgað undanfarna daga og telja sumir jarðvísindamenn að ástandið á svæðinu sé viðsjárvert einmitt nú. Á fundi samstarfsnefndar um Kröfluvirkjun, sem haldinn var á virkjunarsvæðinu i gær, var sú ákvörðun tekin að breyta ekki framkvæmdaáætlun eftir að tillit hafði verið tekið til aukinna varúðarráðstafana og að loknu raati á aðstæðum. Öhagstætt veðurfar á virkj- unarsvæðinu undanfarið hefur tafið eitthvað fyrir og er nú reiknað með að vinnsla geti hafizt í marz-apríl ef veður tefur ekki frekar fyrir. Landris virðist hafa stöðvazt •þrjá síðustu daga, samhliða að smáskjálftum hefur fjölgað. -G.S.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.