Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 22

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 22
DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANÚAR 1977. 22 f Bíóauglýsingar eru á bls. 20 Útvarp Sjónvarp 9 nei ég er löngu orðinn þrevltur á að halda ekki öll þau loforö sem ég hef Kefið." segir Pétur Péturs- son útvarpsþulur um að stíf-a á stokk og strenfí.ja heit um áramót. Útvarpið íkvöld kl. 21.45: „Kokkteilboð og bindindi” Að stíga á stokk og strengja heit ,,Ja. létt tal, maður er nú sjálfur ekki dómbær á slíkt, þetta eru bara svona hug- leiðingar. Mér dettur í hug í þessu sambandi gamall kunningi, hann Kiddi Stein- dórs (átti bifreiðastöð Steindórs). Hann var í smá- hlutverki hjá Leikfélagi Reykjavíkur þegar hann sagði Haraldi Á. og þessum gömlu köppum að hann væri búinn að semja leikrit. Hann var spurður hvað það tæki langan timaaðsemja. „Svona 10 mínútur jafnveí allt upp í hálftima 'ef* horft er út um gluggann og gengið um gólf." sagði hann. Þetta sýndi að hann tileinkaði sér snemma leiksviðstækni." Pétur Pétursson sagði þetta er við ræddum við hann um Kokkteilboð og bindindi. Hann bætti við að menn hefðu gjarnan þau áform fyrir hver áramót að stíga á stokk og strengja ýmis heit. ..Nei. nei, góða bezta, ég gerði það ekki, ég er orðinn svo þreyttur á því að halda ekki öll þau loforð sem ég hef gefið fram að þessu en ég hef þá von að þjóðinni gangi þetta betur. Nú segir stjórnin aó allt gangi svo vel og Matthías fjármálaráð- herra segir að við séum orðin svo hófsöin.Fjárhagur inn sé betri og Guð rriá vita livað tneira. Vonandi tekst (illum að standa við heit- strengingarnar frá áramót- unum." Og sem dæmi um stórhug i öllum framkvæmdum nefndi Pétur prest nokkurn á Suðurlandi sem lét stjórn- mál til sín taka. Hann átti sextugsafmæli. Presti fannst að heldur stæði á kokkteiln- um hjá konu sinni og varð að orði: ..Heyrðu kona, af hverju heldurðu að ég haf gefið þér þvottavélina?" Kona hans setti náttúrlega kokkteilinn þegar i vélina og fara sögur af þvi að hann hafi blandazt þar vel og ekki slaðið frekar á þessum guða- veigum til gesta. EVI Það eru Gordon MacRae og Shirley Jones sem fara með aðalhlutverkin í kvöld. Hringekjan Sjónvarpið íkvöld kl. 21.55:31/2 stjörnu söngvamynd (Carousel) Það ættu flestir að muna eftir The Partridge Family, mynda- 'flokknum sem sýndur var hér fyr- ir nokkrum árum. 1 mynd kvöldsins leikur Shirley Jones annað aðalhlutverkið en hún lék einmitt í myndaflokknuro. Mót- leikari hennar er einnig þekktur leikari, aðallega úr söngvamynd- um. Þessir leikarar léku einnig saman í Oklahoma, mynd Rpdgers og Hammersteins. Hringekjan er einnig söng- leikur eftir þessa höfunda. Sagan gerist um síðustu aldamót og er um raupsaman sirkusmann og unga feimna stúlku og hinar raunalegu afleiðingar þess er hann ætlar að sjá fyrir barni þeirra. Kvikmyndahandbókin gefur myndinni 3‘4 stjörnu, sem þýðir að myndin sé góð. Það er skemmtilega sungið og fallegt umhverfi. -EVI Útvarpið annað kvöld kl. 21.35: Sólstafir Guðmundur Ingi Kristjánsson sjötugur Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld á Kirkjubóli, sem ekki er aðeins skáld, heldur og bóndi, kennari, þekktur á stjórnmála- vettvanginum ásamt ýmsu fleiru varð sjötugur þann 15. jan. síðast- liðinn. Útvarpinu þótti því til hlýða að minnast þessara merku tímamóta hjá Guðmundi Inga. Það gerir Gils Guðmundsson alþingismaður með lestri úr kvæðabókum hans, en hann hefur gefið út fjórar ljóðabækur og byrjar nafn þeirra allra á Sól. Þá syngur einnig Tónlistar- félagskórinn Sólstafi eftir Ólaf Þorgrímsson við ljóð Guðmundar Inga. -EVI Guðmundur Ingi Kristjánsson skáld hefur látið til sin taka á hinum ýmsu vettvöngum þjóðlífs- ins. Laugardagur 15. janúar 7.00 Morgunútvarp VeOurfroKnir kl. 7.ÍK). 8.15 ok 10.10. Morgunlaikfimi kl. 7.15 oji 9.05. Fréttir kl. 7.30. 8.15. (og t'or- UStU«r. dagbl.). 9.00 oj> 10.00. Morgun bœn kl. 7.50. Morgunstund barnanna kl. 8.00: Sigrún Sijíurrtardóttir les ..Ævintýri konunKsins" eftir A. van Se.ven í þýóinKu Gerðar o« Ölafs 8. Ma«nússonar. Tilk.vnningar kl. 9.30. Létt Iök milli atrióa. Bamatimi kl. 10.25: Kaupstaöirnir á islandi: Grinda- vík. Agústa Björnsdóttir sér um tim- ann. Meðal efnis er staóarlýsinjí Svavars Arnasonar oj* tónlist eftir Sír- valda Kaldalóns. íslonzk tónlist kl. 11.15. lundi Ijóðs or hljóma*4 lagaflokk op. 23 eftir Siguró Þóróarsön vió Ijóó Davíós Stefánssonar/ Ciisli Magnússon leikur fimm litil pianóIöR eftir SÍRuró Þóró- arson/Karlakór Re.vkjavíkur s.vnRur Iör eftir Kmil Thoroddsen or BjöiRvin Guómundsson; Páll P. Pálsson stjórn- ar./SÍRríóur E. Magnúsdóttir syngur Iör eftir Eyþór Stefánsson. Skúla Halldórsson or Sveinbjörn Svein- björnsson: Magnús Blöndal Jóhanns- son leikur á pianó. 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veóurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Tónleikar. 13.30 A seyöi. Einar Örn Stefánsson stjórnar þættinum. 15.00 I tonsmiðjunni. Atli Heimir Sveins- ’son sér um þáttinn (9). 16.00 Fréttir 16.15 Veóurfregnir. íslenzkt mál. Jón Aóalsteinn Jónsson cand. mag. talar. 16.35 Létt tónlist frá norska útvarpinu. Útvarpshljómsveitin leikur undir stjórn öivind Berghs. 17.30 Framhaldsleikrit barna og ungl- inga; ..Brnöurnir frá Brekku" eftir Kristian Elster. Reidar Anthonsen færói i leikbúning. Þýðandi Sigurður Gunnarsson. Leikstjóri: Klemenz Jónsson. — (Aóur útvarpaó i ársbyrj- un 1965). Persónur og leikendur i öórum þætti/ Ingi..................Arnar Jónsson Leifur............Borgar Garðarsson Pétur ...........Valdimar Helgason Aórir leikendur: Ævar R. Kvaran. Guómundur Pálsson. Karl Sigurósson. Emelía Jónasdóttir. Valdimar Lárus- son gr Benedikt Arnason. 18.00 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veóurfregnir. Dagskrá kvöldsins. 19.00 Fróttir. Fróttaauki. Tilkynningar. 19.35 Sjómennska viö Djúp. Guðjón Frió- riksson ræóir vió Halldór Hermanns- son skipstjóra á ísafirói. 20.00 Göngulög aö fomu og nýju. Þýzkir tónlistarmenn flvtja. Guðmundur Gilsson kynnir. 20.30 „Hrensnaguðinn'Y smásaga eftir Évgení Évtusjenkó. Guórún Guólaugs- dóttir les þýóingu sína. 21.10 Tónlist eftir Heitor Villa-Lobos. Nelson Freire leikur á pianó. 21.45 Kokkteilboð og bindindi. Pétur Pétursson flytur hugleiðingu. 22.00 Fréttir. 22.15 Veóurfregnir. Danslög. 23.55 Fréttir. Dagskrárlok. fHID Laugardagur 15. janúar 17.00 iþróttir. Umsjónarmaður Bjarni Felixson. 18.35 Emil í Kattholti. Sænskur mynda- flokkur byggóur á sögum eftir Astrid Lindgren. Sögumaður Ragnheiður Steindórsdóttir. Þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. 19.00 iþróttir. Hló. 20.00 Fróttir og veöur. 20.25 Auglýsingar oa daaskrá. 20.35 Fleksnes. Norskur gamanmynda- flokkur. geróur í samvlnnu við sænska sjónvarpió. Peningana og lífið. Þýðandi Jón Thor Haraldsson. (Nordvision — Norska sjónvarpiö). 21.0Ó Hjónaspil. Spurningaleikur. Þátt- takendur eru félagar 1 Dyravarða- félagi Islands og eiginkonur þeirra. Milli spurninga skemmta Þrjú á palli. Þuríöur Sigurðardóttir og Ragnar Bjarnason. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.55 Hringekjan. (Carousel). Bandarísk dans- og söngvamynd frá árinu 1956. Höfundar Richard Rodgers og Oscar Hammerstein yngri. Aðalhlutverk Gordon McRae og Shirley Jones. Sagan gerist um sióustu aldamót. Ungur maóur deyr á voveiflegan hátt. Hann fer til himna. þar sem hann segir ævisögu sina. Þýóandi Ragna Ragnars. 00.00 Dagskrárlok. Sjónvarpið íkvöld kl. 18.35: Myndaflokkur fyrir börn Emil í Kattholti Hinn vinsæli barnaþáttur ,,Emil frá Kattholti" er á dasskrá í dag. Hann er byggður á sögum eftir Astrid Lindgren. Flestir lcanna.st við Línu langsokk eftir hana. Upp á ýmsu er fundið hjá Emil en allt er þetta græskulaust garnan og endar vel. Sögumaður er Ragnheiður Steindórsdóttir, þýðandi Jóhanna Jóhannsdóttir. -EVÍ Sjónvarpið f kvöld kl. 20.35: Fleksnes PENINGANA 0G LÍFIÐ Vinur okkar Fleksnes hafði lengi verið í fríi frá skjánum á okkar kalda Fróni þangað til á laugardaginn og eins og hans er von og vísa skemmti hann •áhorfendum prýðilega. Þessi norski leikari var vel í holdum þegar við sáum hann á árunum en hefur bætt við sig enn fleiri kílóum, svo að hann verður enn kátbroslegri. Ekki veitir af að létta dag- skrá sjónvarpsins svo að við skulum vona að Fleksnes haldi áfram að sjást sem lengst. Annars voru ensku þættirnir Maður til taks prýðileg dægra- stytting líka. Þátturinn í kvöld heitir Peningana og lífið. Þýðandi er Jón Thor Haraldsson. -EVI Það er hann Fleksnes. hinn gamalkunni norski gamanleik- ari. sem skemmtir okkur i kvöld.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.