Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 15.01.1977, Blaðsíða 10
10 mSBIABW frjálst, oháð dagblað Utgefandi DagblcAið hf. Framkvœmdaatjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Krístjánsson. Frettastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltrúi: Haukur Helgason. AAstoðarfróttastjóri: Atli Steinarsson. íþróttir: Hallur Símonarson. Hönnun: Jóhannes Reykdal. Handrít: Ásgrímur Pálsson. Blaðamenn: Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson, Bragi Sigurðsson, Ema V. Jngólfsdóttir, Gissur Sigurðsson, Hallur Hallsson, Holgi Pótursson, Jóhanna Birgisdóttir, Katrín Pálsdóttir, Kristín LyAsdóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Valdimarsson. Ljósmyndir: Ámi Páll Jóhannsson, Bjamleifur Bjamleifsson, Sveinn Pormóðsson. Gjaldkeri: Práinn Þorleifsson. Dreifingarstjórí: Már E.M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuði innanlands. í lausasölu 600kr. eintakiA. Ritstjóm SíAumúla 12, sími 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiðsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda- og plötugerð: Hilmirhf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Þeir þverskallast Iðnaðurinn skilar þjóðarbúinu miklu meiru en landbúnaður og verzlun, miðað við fjölda þeirra sem við þessa atvinnuvegi starfa. Aðeins sjávarútvegur skilar meiri verðmætum á hvern starfsmann. Nýjustu tölur um þetta eru frá árinu 1975. Þá nam svokölluð verðmætasköpun á starf- andi mann 1,8 milljónum í iðnaði sem heild, 1,9 milljónum í sjávarútvegi, 1,1 milljón í landbún- aði og 1,5 milljónum í verzlun. Hér er auðvitað um að ræða samanburð á því, hvernig hlutirnir eru metnir á markaði hins blandaða hagkerfis okkar með öllum þess göll- um. Verðmætasköpunin er talin vera verðmæti framleiðslunnar á því verði, sem framleiðend- ur fá fyrir hana, að frádregnu verðmæti aðfanga, sem fara til framleiðslunnar. Eftir á þá aö standa sú verðmætisaukning, sem af starfseminni leiðir. Verðmætasköpun á hvern starfandi mann í byggingariðnaði er mjög mikil, sem sýnir auðvitað ekki, að húsbyggingar séu þjóðarbú- inu svo mjög hagstæðar, en sýnir hins vegar, miðað við lögmál framboðs og eftirspurnar, að mikil eftirspurn hefur verið eftir húsbygging- um. Rökin fyrir nauðsyn stórátaks til eflingar iðnaðinum, áður en það verður beinlínis of seint, miða hins vegar fyrst og fremst við það, að skapa þarf atvinnu handa þeim, sem koma á vinnumarkaðinn á næstu árum og áratugum, þar sem hún er ekki til staðar í öðrum greinum, renna þarf nýjum stoðum undir útflutning og draga tiltölulega úr innflutningi, því að sjávar- útvegurinn getur ekki vaxið í þeim mæli, sem þjóöin þarfnast til að bæta lífskjör á næstu árum. Tölurnar um verðmætasköpun gefa hins veg- ar til kynna, hvaða verðgildi markaðurinn, þrátt fyrir opinber afskipti, gefur hinum ein- stöku greinum. Ofan á bætist, að verðgildi landbúnaðarins í þessum samanburði er haldið uppi með gífur- legri styrkjapólitík. Hlutur iðnaðarins gagnvart honum er því betri en þessi samanburður sýnir. Því er þjóðfélaginu hagstætt að beina fjár- magni sínu til iðnaðarins. Hann skilar mestu fyrir hvern nýjan starfsmann og hverja nýja krónu, sem hann fær. En hið merkilega gerist, sem er einn meingallinn í uppbyggingu þjóð- félagsins, að iðnaðurinn er settur hjá. Bankakerfið þverskallast til dæmis við að viðurkenna þessa nauðsyn. Forystumenn bankakerfisins taka meö því þátt í hrunadansi pólitíkusanna. Hlutur landbúnaðar í útlánum innlánastofnana til atvinnufvrirtækja óx til dæmis úr 15 prosenium i l< prósent á árabilinu 1971 til 1975,meðan hlutur iðnaðar minnkaði úr 23 prósentum í 20 prósent. íðnaóurinn hefur verið settur hjá um afurðalán og því orðið að greiða 30 prósent hærri útlánsvexti en land- búnaður og sjávarútvegur. Þetta misrétti óx mikið frá 1971 til 1975. Þessa afstööu taka ráðamenn þjóðfélagsins, þótl öll rök hnígi til hins gagnstæða. Þeir rísa gegn þörfum markaðarins. Þessi stefna er stór- hættuleg. DAGBLAÐIÐ. LAUGARDAGUR 15. JANUAR 1977. Illlllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Gerald R. Ford: Réttur maður á réttum stað á réttiun túna llllllllllllllllllllllllllllllllllllllllllll Gerald R. Ford varð forseti fyrir tilviljun og var að lokutn hafnað af kjósendum. En lík- lega mun sagan fara um hann mýkri höndum en flesta aðra forseta Bandaríkjanna, sem kjörnir voru með miklum meirihluta atkvæða. Hann var í rauninni réttur maður á réttum stað á réttum tíma. Honum tókst að skapa traustvekjandi andrúmsloft í Hvíta húsinu um leið og hann tók við embætti eftir að Water gate-hneykslið hafði orðið til þess, að Nixon varð að segja af sér. Eitt af því, sem fiestir munu minnast í fari hans, er, að hann var tekinn sem strangheiðar- legur maður og réttsýnn. Þetta voru þeir eiginleikar í fari for- seta, sem Bandaríkjamenn hungraði og þyrsti í eftir Wat- ergate og þeir urðu til þess að vega upp á móti göllunum í fari hans. Veldistími hans, 28 mánuðir í allt, sýndi að honum hafði tekizt að skapa traust al- mennings á stjórnvöldum og það var punkturinn yfir i-ið á löngum stjórnmálaferli hans, sem hófst árið 1949. Á þeim tíma hgfði hann eignazt marga keppinauta, en enga óvini. Enda þótt margir Banda- ríkjamanna kvörtuðu yfir stefnu hans í stjórnmálum og litlausum persónuleika hans, sýndu þeir honum mikla virðingu og hlýhug. Sumir sögðu jafnvel, að þeir hefðu Líklega mun sagan fara mjúk- um höndum um Gerald Ford í framtíðinni. greitt atkvæði gegn honum með hálfum huga, er hann tapaði forsetaembættinu 1 hendur demókratans Jimmy Carter í nóvember sl.' Ford, sem aldrei hafði komizt í hærri stöðu en þingforseti fulltrúadeildarinnar, var meira eða minna þvingaður inn í valdastöður, fyrst við afsögn Spiro Agnews varaforseta árið 1973 og síðan við afsögn Nixons árið 1974. Hann var skipaður varafor- seti og skipaður forseti, hinn fyrsti í 200 ára sögu banda- risku þjóðarinnar, alveg eins og Nixon varð hinn fyrsti til þess að segja af sér. Ford er ættaður úr mið- ríkjum Bandaríkjanna, maður með hóflegan smekk og ein- falda lifnaðarhætti. Sagn- fræðingar telja þegar, að starfs- tími hans í Hvíta húsinu muni lengi í minnum hafður. Þrátt fyrir að honum hefði verið legið á hálsi fyrir þröng- sýni og að hann væri ekki embættinu samboðinn, má segja, að hvergi hafi verið hallað á hann einu orði í annál- um ársins sem leið. Meira segja Jimmy Carter, — að vísu eftir kosningarnar, — sagði, að Ford væri góður og heiðarlegur maður, sem ætti fullan rétt á því að telja sig hafa unnið stórvirki í Hvíta húsinu við erfið skilyrði. En það, sem verulega dró hann niður, var mikið atvinnu- leysi, valtur fjárhagur þjóðar- innar, það orðspor, að hann veldi fremur lágkúrulegar leið- ir til úrlausnar og almenn til- finning fyrir því, að tími væri kominn til þess að breyta til eftir að hafa haft repúblikana við stjórn í átta ár. Pólitísk stöðnun eða framfarir Á sama hátt og kál er ekki sopið, þótt í ausuna sé komið, nægja hugsjónirnar einar ekki til framgangs góðum málstað eða fullri framkvæmd, því hug- sjón er ekki annað eða meira en1 hugðarefni, sem sprottið er úr tilfinningalífi hvers og eins. Framkvæmdin ein er marktæk. Það verður þó ekki sagt um íslendinga, að þeir hafi ekki átt pólitískar hugsjónir. En póli- tískar hugsjónir 1 íslendinga hafa á síðastliðnum áratugum vérið bundnar stjórnmálaflokk- unum, sem stofnaðir voru á ár- unum 1916—1930 og eru enn einu skipulögðu stjórnmála- samtökin í Iandinu. Staðreynd er, að pólitískri hugsun hefur verið sniðinn þröngur stakkur, með því að miða hana við stjórnmálaflokka, sem hafa festst í vitund mikils hluta eldri kynslóðarinnar og raunar þeirrar yngri líka sem sjálf- sagðir og óumbreytanlegir, þ.e. að núverandi stjórnmálaflokk- ar séu forsenda íslenzks stjórn- málalífs í nútið og framtíð. Umræðutónn landsmanna á allra síðustu árum sýnir þó, að kröfur og þarfir kjósenda falla ekki að fullu að núverandi skipulagi stjórnmálasamtak- anna, enda hafa þau ekki sannað, að þau séu hin einu pólitísku öfl, sem rétt eigi á sér í þjóðfélaginu. Það er t.d. mikill efi á því, að þjóð, sem er eins ríkulega búin einstaklingshyggju og með- fæddri íhaldssemi og sú ís- lenzka geti sætt sig við aukna eða allsherjar félagshyggju, sem núverandi stjórnmála- flokkar stefna að og keppast um að halda á lofti til þess að afla atkvæða, og sem berlega kemur fram í stefnumálum sérhvers íslenzks stjórnmála- flokks. Því verður varla mælt í mót með neinum rökum, að ein- staklingshyggja og meðfædd íhaldssemi hafa m.a. vérið

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.