Dagblaðið - 06.04.1977, Page 4
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977.
4
irihólfpj/í
'estdrh rauri
^L
'PlNGVALLA '
i. —c?**-*—10*
VATN
RF/YKJA'
' S ö'''
H E N G | U°
HAFNAREJ ÖfllíFíl
- 'AgV
.•• Jr»«
5“- v.T
.KTTIiAVTK'
ÝnH-NJAtMJV/A' ,
-.jJIMNRI-NJAROVÍ
Fa^raduJafjeil
EYRARBAKKIl
'filrandorkiHn?
TUTTUGU ÖKUMENN A RAIII
— Lögreglustjórinn í Reykjavík
ræsir fyrsta bílinn við Hótel
Loftleiðir á laugardag
Bifreiöaklúbbur Reykjavik-
ur gengst fyrir rallýakstri á
laugardaginn kemur, — svo-
kölluðu páskarallýi. Sambæri-
leg keppni var haldin bæði i
fyrra og hittifyrra í nafni
FlB. Bifreiðaklúbburinn, sem
er skrifaður fyrir akstrinum að
þessu sinni, er rúmlega viku
gamalt nafn,þð að klúbburinn
sem slíkur hafi starfað um
nokkurt skeið innan vébanda
FlB.
Leiðin sem ekin verður að
þessu sinni er um 350 kíló-
metrar að lengd. Á slaginu tíu á
laugardagsmorguninn rpun
Lögreglustjóri ræsa fyrsta
keppandann vió Hótel Loftleið-
ir og síðan fer hver af öðrum.
Keppendur eru taldir munu
verða um 20 talsins. Frestur til
að tilkynna þátttöku rann út 2.
apríl en enn á eftir að athuga
nokkrar umsóknir.
í fyrra óku keppendur um
250 kílómetra leið og 150 km
árið áður. Segja má því að rall-
ýinu vaxi um 100 kílómetra
fiskur um hrygg á hverju ári!
— Ein stórvægileg breyting til
viðbótar er nú miðað við fyrri
ár. Hún er sú að keppendur vita
fyrirfram hvaða leið þeir eiga
að aka. Flestir ef ekki allir eru
búnir að kynna sér akstursleið-
ina og vitað er um að einhverjir
hafa æft sig. Þetta tryggir
öryggi keppendanna því að nú
vita þeir alveg að hverju þeir
ganga þegar á hólminn er kom-
ið.
Keppendum fækkar talsvert
að þessu sinni miðað við fyrri
ár, — í réttu hlutfalli við lengd
akstursleiðarinnar. Árið 1975
voru keppendur um 40, í fyrra í
kringum þrjátíu og tuttugu að
þessu sinni, eins og áður sagði.
Einn keppenda sem Dagblaðið
ræddi við taldi þessa fækkun
stafa af því að þetta rallý væri
Þeir eru ekki alltaf sem greiðfærastir vegirnir sem rallýkeppendur þurfa að aka. Til dæmis er
um tvo sérlega slæma vegarkafla í keppninni á iaugardaginn. DB-mynd Björgvin Pálsson.
vitað
enginn leikur og augu manna
opnuðust fyrir því að talsverð
áhætta fylgdi því að aka þær
leiðir sem valdar væru.
Kort af akstursleiAum í páskarallýinu. Ekifl varflur frá Hótal LoftlsiAum, austur á Þingvelli og
sam leifl liggur til Hveragerflis. Þaflan ar haldifl Krýsuvikurhringinn, suflur Kaflavíkurvaginn,
niflur i Inn.i-Niarflvik og áA á Fitjanesi, þar sem kappendur geta tekiA bensin oy dittaA aA þvi,
sam þarf aA laga.
Frá Fitjan«si ar ekiA i Hafnimar, Reykjanosvog, um Grindavik, Isólfsskálaveg og Krisuvíkur-
áft-L&x&r ^ fí, írá®fe3saai
veg út á Keflavíkurvag. Þar er beygt inn á Kaldárselsvag, FlóttamannaleiAin ekin og út á
Vatnsendaveg og þaAan Brúarveg afl RauAavatni. Frá RauAavatni er fariA upp mefl Gaithálsi og
Hafravatnshringyrinn alla laiA á Vesturlandsveg og þaAan beina leiA aö Hótel Loftleiöum. —
VerAlaunaaf hending for þar fram á laugardagskvöld.
Rallý er ung íþrótt á íslandi.
Það væri því ekki úr vegi að
rifja í örstuttu máli upp hvern-
ig slík keppni fer fram.
Það er útbreiddur misskiln-
ingur að keppendur eigi að aka
með bensíngjöfina í botni frá
upphafi til enda. Skilyrði er að
keppendur fari eftir umferðar-
reglum í einu og öllu, — þar á
meðal takmörkun hámarks-
hraða. Öll kúnstin liggur í raun
og vera i því að haga akstri eftir
aðstæðum og umferðarreglum.
Með vissu millibili eru svo-
nefndar tímastöðvar. Komi
ökumaður á tímastöð á ná-
kvæmlega réttum tíma fær
hann svo og svo mörg stig.
Komi ökumaður of fljótt á tíma-
stöð verða dregin af honum tvö
stig fyrir hverjar fimmtán sek-
úndur sem hann er á undan
áætlun. Komi hann meira en
fimmtán sekúndum of seint á
tímastöðina dragast einnig tvö
stig frá. Hagi keppandi sér eins
og glanni er hann viss með að
vera í drjúgum mínus að
keppni lokinni. Auk þess á
hann það á hættu, að sé hann
staðinn að umferðarlagabroti
eða brjóti keppnisreglur, verði
honum vísað úr keppninni.
Jafnframt þessu fylgist lög-
reglan með því að ökumenn
fari eftir settum umferðarregl-
um. Einu sinni hefur það komið
fyrir að ökumaður hafi verið
kærður fyrir ógætilegan fram-
úrakstur, en sú kæra var látin
niður falla.
Sérstaklega verður þess gætt
að þessu sinni að öryggisútbún-
aður keppenda verði í sem
beztu lagi. Til dæmis er þess
krafizt að slökkvitæki og
sjúkrakassar séu í bílunum og
að ökumaður og aðstoðarmaður
hans séu með hjálma af viður-
kenndri gerð.
-AT-
r
Kristján Pétursson:
Óskar svars umboðsdómara
Vegna hinna makalausu og
margfrægu sakbendinga, sem
fram fóru i sambandi við hand-
tökumál Karls Guðmundssonar
og í ljósi þeirra upplýsinga sem
fram koma í gögnum málsins
verður aldrei hjá því komizt að
beina nokkrum spurningum til
umboðsdómarans, Steingrims
(iauts Krist jánssonar. Enda
þótt umtioðsdómarinn hafi
sjálfur verið fjarstaddur sak-
bendingarnar en látið fram-
kvæmdum cftir hjálparsvein-
um sínum og embætti bæjar-
fógetans í Keflavík, þá verður
ekki hjá því komizt, að hann
beri hér fulla ábyrgð.
1. Hvernig fór með val þeirra
kvenna sem boðaðar voru til
sakbendinga?
2. Fékk dómarinn rökstuddar
ábendingar um að þær konur,
sem boðaðar voru til sakbend-
ingar kynnu að hafa verið í bíl
Guðbjarts heitins Pálssonar áð-
ur en handtaka fór fram og hafi
svo verið, þá frá hverjum?
Þetta kemur ekki fram í gögn-
um málsins.
3. Var konunum gerð grein
fyrir hver væri réttarstaða
þeirra, hvort þær væru grunað-
ar, vitni eða til aðstoðar við
rannsókn málsins?
4. Hafi konurnar verið grun-
aðar og í ljósi þess að allar eru
þær kunnugar undirrituðum
eða Ilauki Guðmundssyni, þar á
meðal eiginkona Hauks og sysl-
ur hans, er spurt: Er hér um
tilviljun að ræða, eða er sak-
næmt út af fyrir sig að þekkja
eða tengjast undirrituðum eða
Hauki Guðmundssyni?
5. Var eiginkonu Hauks og
systrum hans, hvort sem þær
voru grunaðar, vitni eða til að-
stoðar við rannsókn málsins,
gerð grein fyrir 91. gr. sbr. 89.
gr. laga um meðferð opinberra
mála? l'ilgangurinn var jú,
aðallega að koma höggi á Hauk
Guðmundsson, ekki satt?
6. Var vararíkissaksóknara,
sem náið fylgdist með rannsókn
málsins, kunnugt um undirbún-
ing og framkvæmd sakbending-
anna?
Þess ber að lokum að geta að
sakbendingar þessar virðast
hafa farið fram með allt öðrum
hætti en tíðkazt hefur hér á
landi og heimilt hefur verið tal-
ið að íslenzkum rétti sbr. 35. og
38. gr. laga um meðferð opin-
berra mála. Vegna þess ber
nauðsyn til að fá svar frá hin-
um ábyrga og hlutlausa um-
boðsdómara og lagakennara við
framangreindum spurningum.
Að öðrum kosti kann aó reynast
óhjákvæmilegt að óska opin-
berrar rannsóknar.
Kristján Pétursson,
deildarstjóri.