Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977.
9
AA-samtökin á íslandi 23ára gömul:
Gagn og gaman kynnir sig íNorræna hiísinu:
FÉLAGSDEILDIR STARFA Á
r ■■ r
Kvöldf réttir heitir fyrsta
útgáfa róttæks útgáf ufélags
NIU STOÐUM A LANDINU
Undirbúningur að stofnun deilda víðar
Tuttugu og þriggja ára afmælis
AA samtakanna á Islandi verður
minnst á föstudaginn langa. Verð-
ur þá haldinn opinn fundur í fé-
lagsheimili Langholtssafnaðar og
hefst hann kl. 20.30. Öllum sem
áhuga hafa á að kynnast því sem
fram fer á fundum AA gefst þá
kostur á að kynnast starfi samtak-
anna í fjölmenni og félögum
hinna ýmsu deilda gefst þá tæki-
færi til að hittast og kynnast bet-
ur.
AA samtökin voru stofnuð í
Bandaríkjunum árið 1935. Upp-
vaxtarárin voru erfið en ítarleg
grein um samtökin sem birtist í
víðlesnu tímariti 1946 varð til
þess að útbreiða starfsemi sam-
takanna um gervöll Bandaríkin
og víðar um lönd. í dag eru starf-
andi deildir í yfir 100 þjóðlöndum
með ólíkustu trúrbrögðum og
þjóðháttum.
Til íslands bárust kynni af
þessum samtökum 1954 með ís-
ienzkum manni úr vesturvegi,
Fyrsti formlegi AA fundurinn á'
Islandi var haldinn föstudaginn
langa sama ár og halda samtökin
síðan jafnan upp á afmæli sitt
þann dag.
Nú stendur starfsemi samtak-
anna traustum fótum hér á landi.
I húsakynnum AA að Tjarnar-
götu 3C í Reykjavík eru fundir
haldnir öll kvöld vikunnar kl. 9.
Ennfremur eru fundur á sunnu-
r
Ovenjuleg lista-
verkasýning í
Hveragerði
Sigurður M. Sólmundsson held-
ur sína fyrstu sýningu í Félags-
heimili Ölfusinga í Hveragerði,
við hliðina á Eden, dagana 7.-11.
apríl. Verkin sem sýnd verða eru
öll unnin á árunum 1968-1977. Á
sýningunni eru 40 myndir sern
Sigurður hefur unnið úr efnum
úr ríki náttúrunnar, þar á meðal
úr sandi, leir og tré. Einnig eru á
sýningunni steinsteyptar styttur
og margs konar munir, smáir og
stórir, sem unnir eru úr ótrúleg-
ustu efnum. Sýningin verður opin
frá kl. 14-22 alla daga. Veitingar
verða seldar á staðnum. -HJ-
BóTn/vninG
ÍÖRHRI/EV
ó/KfRORG
Nú þegar sumar fer í hönd, viljum við
vekja athygli ykkar á PIONER plastbátum
okkar. Þeir eru fáanlegir í 10 stærðum og
gerðum. Þetta eru geysisterkir bátar, en
mjög léttir og stöðugir, og sökkva ekki,
en umfram allt eru þeir ódýrir.
Því viljum við bjóða ykkur að líta við þar sem við
erum til húsa, í Örfirisey, milli kl. 10 f.h. til kl. 6 e.h.,
og kynna ykkur að eigin raun þessa ágætu báta.
UMBOÐSMENN:
SKRISTJÁNÓ.
SKAGRÍORDHF
Hólmsgötu 4 — Reykjavík
(SAFIRÐI: Netagerð Vestfjarða, sími: 3413.
AKUREYRI: Eyfjörð, umboðs- og helldverslun,
Gránufélagsgötu 48, sími: 22275.
VESTMANNAEYJUM: H. Sigurmundsson hf., sími: 1112.
dagsmorgnum kl. 11 og síðdegis á
laugardögum eða kl. 4. Ein deild
heldur fundi sína hvern laugar-
dag kl. 2 síðdegis í félagsheimili
Langholtssafnaðar og önnur deild
í félagsheimili Bústaðasóknar
hvert þriðjudagskvöld kl. 9.
Deildir eru starfandi í Vest-
mannaeyjum, Keflavík, Hafnar-
firði, Selfossi, Akureyri, Isafirði,
Bolungarvík og Sauðárkróki.
Unnið er að undirbúningi að
stofnun deilda víðar um landið.
Símsvári samtakanna í Reykjavík
er 16373 og þar fást ítarlegar upp-
lýsingar um starfið.
Engar tölur liggja fyrir um
þann mikla fjölda manna sem
hafa leitað bóta á sínum drykkju-
vandamálum eftir leiðum AA
samtakanna. Engar félagaskrár
eru haldnar, enda er hverjum
sem er heimilt að eigin vilja að
koma þar og fara í fullri vissu um
að þeir sem áframhalda virði
þá erfðavenju samtakanna, að
nafnleynd ríki fyrir alla sem til
samtakanna leita.
-ASt.
Olga Guðrún syngur Ijóð og lög Ólafs Hauks
Eftir páska kemur út fyrsta
hljómplata útgáfufélagsins Gagns
og gamans, Kvöldfréttir með Olgu
Guðrúnu Árnadóttur. Allt efniðer
eftir Ólaf Hauk Símonarson, eins
og á fyrri plötu Olgu Guðrúnar.
A laugardaginn kl. 16 gengst
Gagn og gaman fyrir kynningu á
skipulagi sínu og markmiðum í
Norræna húsinu. Verður plata
Olgu kynnt þar í heild.
Utgáfufélagið Gagn og gaman
var stofnað í janúar sl., í þeim
tilgangi að „rjúfa það ástand, sem
um langt skeið hefur ríkt i útgáfu
og dreifingu á róttækri list,“ eins
og segir í fréttabréfi forráða-
manna félagsins.
Félagið er öllum opið. Ætlar
það sér að vinna að útgáfu rót-
tækrar listar og einnig að koma í
veg fyrir þann háa kostnað sem
hlýzt af milliliðum í dreifingu og
sölu. Útgáfuverkum er dreift til
félagsmanna á félagsverði, sem er
mun lægra en smásöluverð. Auk
þessara hlunninda félagsmanna
er ætlazt til að þeir taki þátt i
ákvarðanatöku um verkefni og
starf á félagsfundum, sem haldnir
eru fjórum sinnum á ári og stýra
starfi félagsins.
Plata Olgu Guðrúnar var full-
unnin í febrúar. Utsetningar ann-
aðistKarl Sighvatsson, sem einnig
lék á hljómborð. Tómas Tómasson
lék á bassa, Þórður Árnason á
gítara og þeir Áskell Másson og
Ragnar Sigurjónsson á slagverk.
Næsta verkefni Gagns og gam-
ans verður barnaplata sem einnig
ber heitið Gagn og gaman. Textar
eru eftir listaskáldið vonda Pétur
Gunnarsson, en lögin eftir Spil-
verksmanninn Valgeir Guðjóns-
son og Þokkabötarfélagann Leif
Hauksson. Vinnsla plötunnar
hefst um mánaðamótin maí-júní.
-ÓV.
Aldrei meira úrval af
L0FT- 0G VEGGLJÓSUM
Opið á laugardaginn fyrir páska kl. 9 -12
Landsins
mesta
lampaúrval
LJOS & ORKA
Suöurlandsbraut 12
sími 84488