Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 16

Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 16
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRtL 1977. Kvikmyndir um páskana... Tónabíó: James Bond ermættur tilleiksáný Hafnarbíó: Meistarí Chaplin — Monsieur Verdoux Enn eitt meistaraverk Charles Chaplins verður tekið til sýninga í Hafnarbíói um páskana. Það er kvikmynd sem hann gerði árið 1946 og var frumsýnd 11. apríl 1947. Kvik- myndin heitir Monsieur Verd- oux. Chaplin hefur margoft sagt það að honum finnist hún bezt þeirra mynda sem hann gerði. Hann skoðar hana vand- lega, margoft á ári hverju, á heimili sínu í Sviss. Kvikmyndin fjallar um bankamann sem býr í París. Hann heitir Henri Verdoux og er giftur og á eitt barn. I krepp- unni árið 1929 missir hann starf sitt. Hann verður á ein- hvern hátt að sjá fyrir heimili Kvikmyndahúsagestum er ekki boðið upp á mynd af verra taginu í Nýja Bíói. Þar verður sýnd sem páskamynd Next stop, Greenwich Village. Hún hefur hlotið nafnið Æskufjör í listamannahverfinu. Leikstjóri er Paul Mazursky og er hann einnig höfundur handritsins. Hann gerði einnig myndirnar Harry and Tonto og Bob and Carol and Ted and Alice. Next stop, Greenwich Village sínu og tekur upp á því að giftast ríkum konum, undir fölsku nafni, og myrða þær síðan. Á þennan hátt kemst hann yfir peninga. Hann eyðir þeim jafnóðum með því að koma þeim í alls kyns vörur eða verðbréf sem reynast svo flest verðlaus. Eitt skiptið kaupir hann antík húsgögn fyrir arf eftir eiginkonu. Dag einn kemst svo Anna- bella, konan hans, að öllu saman. Hún kemur af tilviljun i brúðkaup eiginmanns síns og ríkrar konu að nafni Grosnay. Henri sleppur naumlega úr klípunni. En sagan er miklu lengri og er ný mynd sem gerist um 1950 í þessu fræga listamannahverfi í New York. Hún er saga ungs manns sem heitir Larry (Lenny Baker) frá því hann yfirgefur Brownsville í Brooklyn og meðan á dvöl lians stendur í Greenwich Village. Hann ætlar sér að verða leikari í lista- mannahverfinu. Leikstjórinn og höfundurinn Mazursky dvaldi um tíma i listamanna- hverfinu á árunum eftir 1950. Henri Verdoux lendir í alls konar aðstæðum sem ekki er vert að tfunda hér. Þegar á upptöku myndar- innar stóð var Chaplin búsett- ur í Bandaríkjunum. Þar var mikil hreinsunarherferð á-‘ hendur öllum þeim sem minnsti grunur lék á að aðhyllt- ust kommúnisma, Mc Carthy- istar sáu fyrir því. Chaplin fór ekki varhluta af þessum of- sóknum. Hann flúði loks Banda- ríkin og settist að í Sviss. Á þessum árum giftist hann konu sinni, Oona O’Neill, sem hjálpaði honum mikið á þessum erfiðu árum. KP. Hann þekkir því umhverfið og sögu þess mjög vel. Mazursky er einn af þeim fáu kvik- myndargerðarmönnum sem gera handrit og leikstýra einnig. Hann hefur fengið mjög góða dóma af gagnrýnendum í Bandaríkjunum fyrir kvik- myndir sínar. Lenny Baker, sem leikur aðalhlutverkið, er ekki þekkt- ur. Hann hefur leikið nokkur James Bond er kominn aftur í Tónabfó eftir langa fjarveru. Nú er það annar leikari sem fer með hlutverk hans. Við könn- umst vel við hann, úr myndinni um Dýrlinginn. Það er Roger Moore. Live and let die er áttunda myndin um Bond, en sú fyrsta sem Moore leikur f. Hann er sem sniðinn f þetta hlutverk og þegar árið 1962, þegar fyrsta Bond myndin var gerð, van hann talinn æskilegur í þetta hlutverk. Þá gat hann ekki t-ekið hlutverkið að sér vegna þess hve hann var önnum kaf- inn við að leika Dýrlinginn. Flestir telja að Moore takist mun betur að túlka Bond en Sean Connery. Höfundurinn, Flemming, lýsir Bond sem vel menntuðum og' fáguðum Eng- lendingi af góðum ættum. Moore fellur vel við þessa mynd. Live and Let Die er rúynd sem fjallar um samskipti Bond við illgjarnan, dularfullan, svartan harðstjóra. Dr. Kananga ætlar sér að ná völd- um í hinum vestræna heimi og nýtur til þess aðstoðar fagurrar spákonu, sem heitir Solitaire. Leikstjóri er Guy Hamilton en hann stjórnaði einnig þriðju Bond-myndinni, sem bar nafnið minni hlutverk en sem Larry fær hann sitt fyrsta stóra tæki- færi. Shelley Winters leikur móður Larry. Hún hefur leikið í um sextíu myndum t.d. Lolita, Dagbók Önnu Frank svo eitt- hvað sé nefnt. Ellen Green leikur Söru, kærustu Larry. Hún er frá New York og er mjög efnileg leikkona. Greene hefur leikið í Public Theatre í New York en þetta er hennar Goldfinger. Titillagið sömdu Paul og Linda McCartneyog flytja þau það einnig. Þessi Bond-mynd er senni- lega sú sem hefur hlotið mestar vinsældir. Hún er auðvitað mjög spennandi, eins og vera ber og Bond er ekki í neinu hallæri með kvenfólk, fremur en áður. Með Roger Moore leika Yaphet Kotto, Jane Seymour og Gloria Hendry. -KP fyrsta hlutverk f kvikmynd. Leikbúninga gerði Albert Wolsky. Mjög erfitt var að skapa rétta andrúmsloftið í Village og mikil vinna var lögd í að gera búninga nákvæmlega, eins og þeir voru um 1950. Þá voru allir strákar stuttklipptir og stelpurnar notuðu eldrauða varaliti. Rokktízkan var i al- gleymingi. KP Nýja Bíó: Ævintýri i Greenwich Village i New York Kvikmyndir umpáskana —ekki hægt að láta sér leiðast Það sem boðið er upp á í kvikmyndahúsum borgarinnar um páskana er eigendum þeirra til sóma. Margar myndirnar eru nýjar og eflaust mjög dýrt að fá þær hingað til sýninga. Það er því ekki hægt að skamma neinn í þetta skiptið. Svo lengi sem við sjálf erum ekki í neinni fýlu þá getur okkur varla leiðzt í kvikmyndahúsum um páskana. KP. Háskólabfó: Sagan um rísaapann King Kong Páskamynd Háskólabíós var frumsýnd í Bandarikjunum í desember sl. Hér er á ferðinni splunkuný mynd, King Kong, sagan um risaapann. Framleiðandi myndarinnar Dino De Laurentiis hefur starfað i Bandaríkjunum sl. þrjú ár. Hann hefur verið afkastamikill en það kom að þvi að hann hafði engar góðar hug- myndir. Hann hóf þvf leit sína. Hann fékk hugmyndina að gerð myndarinnar um King Kong þegar hann sá veggspjald í her- bergi dóttur sinnar um fyrstu myndina um King Kong sem var gerð árið 1933. Hún hlaut fádæma vinsældir á kreppuár- unum, það virtust allir hafa efni á því að fara að sjá risa- apann. Leitað var til John Guillerm- in sem stjórnaði Towering Inferno til að vera leikstjóri. Hann hóf leit að leikurum og fljótlega gekk að finna tvo þeirra, þá Jeff Bridges og Charles Grodin. Leitin að kven- hetjunni gekk ekki eins vel. Loks fundu þeir Jessica Lange. Hún hafði enga reynslu í kvik- myndaleik en hafði verið fyrir- sæta. Guillermin sá strax að hún hafði „gott andlit” fyrir kvikmyndavélina. Kvikmyndin kostar um 5 milljarða króna í framleiðslu. I King Kong risaapa þurfti að eyða um 3 milljónum dollara. Apinn er í þremur megin- hlutum. Haus og hendur eru f fullri stærð, með flóknu neti af vökvadælum til að stýra hreyfingum einstakra fingra eða andlitsvöðva. Það var sér- staklega erfitt að búa til hend- urnar sem taka áttu Jessicu upp. Ef ekki væri rétt að farið gat hún meiðzt. King Kong var einnig búinn til í fullri stærð en með færri hreyfanlega vöðva í andlitinu. Hann er tólf metra hár og 45 vökvadælur hreyfðu hendur hans og fætur. Söguþráðurinn er eitthvað á þessa leið: Olfuleitarskipið Petrox Explorer er að leggja úr höfn í Indónesíu. Laumufar-, þegi kemst um borð. Það er vísindamaður að nafni Jack Prescott. Þegar upp um hann kemst, segir hann áhöfn skips- ins frá eyju nokkurri, sem er í eilífum þokubakka. Hann telur líklegt að þar sé að finna olíu. Þegar svo kemur til eyjarinnar er þar ýmislegt annað að finna. Leikur í myndinni er yfirleitt góður að dómi gagnrýnenda, en þar ber King Kong af. Kannski fær hann Óskarinn næsta ár. KP.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.