Dagblaðið - 06.04.1977, Side 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977.
Kvikmyndir um páskana...
Laugarásbíó:
Orrustan um Midway
—hún olli þáttaskilum íseinna stríði
Orrustan um Midway verður
sýnd í Laugarásbíói
um páskana. Það eru engir smá-
karlar sem leika í myndinni t.d.
Charlton Heston, Henry Fonda,
James Coburn, Glenn Ford,
Robert Mitchum Cliff Roberts-
son og Robert Wagner.
Þegar kemur fram i apríl
1942 eru Bandaríkin enn í vörn
eftir árásina sem Japanir gerðu
á Pearl Harbour. Spurningin er
bara: Hvar gera Japanir árás
næst? Bandaríkjamenn gera
nokkrar loftárásir á borgir í
Japan til að sanna það fyrir
landsmönnum að hægt sé að ná
til þeirra heima fyrir. En loft-
árásirnar ráða ekki miklu um
gang stríðsins.
Bandaríkjamenn gátu ráðið
að nokkru leyti dulmál
japanska flotans. Það er þvi
ljóst að þeir munu leggja næst
til atlögu á Kóralhafi. Megninu
af flotastyrk Bandaríkjanna er
því stefnt þangað til að koma í
veg fyrir að ný stórsókn Japana
heppnist. Bandaríkjamönnúm
tekst að ráða það af dulmáli
Japana að næsta árás verði gerð
,á eyjuna Midway.
Kvikmyndin fjallar svo um
styrjöldina milli flota Japana
og Bandaríkjamanna. Þó að
stríðið á Kyrrahafi stæði enn í
rúm þrjú ár eftir orustuna við
Midway, réð hún í rauninni
úrslitum í stríðinu.
Kvikmyndin er gerð árið
1976 og sýningartíminn er 132
mínútur. KP.
Gamla Bíó:
DISNEY-MYND FYRIR
ALLA FJÖLSKYLDUNA
Kvikmyndahúsagestir fá að
sjá ný.ia Walt Disney-mynd í
Gamla Bíói um páskana. Hér er
á ferðinni þekkt saga sem nefn-
ist The Apple Dumpling Gang.
Með aðalhlutverk fara Bill
Bixby, Susan Clark, Don Knotts
og Tim Conway.
Sagan gerist árið 1879 í
Quake City í Californíu í
Bandaríkjunum. Þangað kemur
myndarlegur ungur maður sem
hefur þann löst að vera sjúkur í
alls konar peningaspil. Gæfan
fylgir honum ekki í þessum
fyrrverandi gullgrafarabæ.
Hann tapar sínum síðasta eyri í
peningaspili. Þá ákveður hann
að komast yfir verðmæta vöru-
sendingu sem John Wintle
nokkur á (Don Knight).
Varningurinn á að koma með
vagni sem Dusty Clydesdale
(Susan Clark) ekur.
Varningurinn reyndist vera
þrir munaðarleysingjar sem
voru skyldir Wintle. Þeir eru
Bobby, 12 ára, Clovis, 7 ára, og
Celia, 5 ára.
Kvikmyndin segir svo frá
þeim ævintýrum sem krakk-
arnir lenda í með póker-
spilaranum, sem er sífellt í
auraleit.
Disney-myndirnar eru löngu
kunnar fyrir skemmtilegan
boðskap og létt yfirbragð. Þessi'
er ekki siðri en margar aðrar
sem hafa sézt á hvíta tjaldinu i
• Gamla Bíói á undanförnum
árum. Ekki má heldur gleyma
því að hér er á ferðinni mynd
fyrir alla fjölskylduna.
-KP
Stjörnubíó:
Hjónin Bronson og Ireland á hvrta tjaidinu
Hjónakornin Charles Bron-
son og Jill Ireland leika aðal-
hlutverkin í kvikmynd Stjörnu-
bíós. Hún heitir Valachiskjölin.
Myndin er bandarísk frá
Columbia.
Joe Valachi (Charles
Bronson) er dæmdur í
15 ára fangelsi fyrir
fíkniefnasölu. Hann er lát-
inn í ríkisfangelsið í Atlanta.
Þar hittir hann gamla félaga
sína og yfirboðara. Þeir láta í
ljós álit sitt á honum með því að
heilsa honum rneð „helkossin-
um“ þegar þeir hittast. Það
verður til þess að Joe ákveður
að segja ríkislögreglunni, FBI,
allt af létta um ævi sína og störf
Mafíunnar. Hann vonast til að
það verði til þess að yfirvöldin
veiti honum, konu hans og
syni nægilega vernd.
Joe hafði verið foringi sjö
manna bófaflokks í New York
um 1930. Þá börðust þar tveir
menn um völdin innan Mafí-
unnar. Atökunum lýkur svo að
Joe verður einkabílstjóri þess
sem nær yfirtökunum.
Yfirsaksóknari New York
hættir ekki fyrr en hann hefur
komið öllum bófunum undir lás
og slá. Joe .segir sögu sína.
Hann er leiddurfyrir afbrota-
nefnd og svarar þar spurning-
um um starfsemi Mafíunnar.
Sú saga á eftir að draga dilk á
eftir sér.
KP.
u
Bæjarbíó:
Borgarljósin hans Chaplins
Páskamyndin í Bæjarbíói
verður Borgarljós hans Charlie
Chaplins. Myndin er gerð árið
1931 og var það hans fyrsta
mynd eftir að talmyndirnar
komu til sögunnar. Margir biðu
hennar því með eftirvæntingu.
Það var forvitnilegt að heyra
rödd meistarans. Chaplin hélt
hins vegar sínu striki, honum lá
ekkert á að nota sér hina nýju
tækni.
Myndin er þögul eins og þær
fyrri, nema að nú var hljóm-
list með. Eins og fyrr var þessi
mynd að öllu leyti hans eigið
afkvæmi. Hann samdi söguna
og hljómlistina, bar sjálfur
kostnaðinn, leikstjóri og lék
aðalhlutverkið.
Sagan fjallar um flækinginn,
þennan útskeifa sem sveiflar
stafnum sinum. Hinn eina
sanna flæking. Hann kynnist
blindri stúlku og fjallar
myndin um samskipti þeirra.
-KP.
Austurbæjarbíó:
Sorpblaðamennirnir” tveir
ff
Woodward og Bernstein
— kvikmyndin um Watergatehneykslið
Kvikmyndina um þá félaga
Woodward og Bernstein þarf
vart að kýnna. En til að allir
séu vissir um hvað páska-
myndin í Austurbæjarbíói
fjallar, þá rifjum við upp nokk-
ur atriði um blaóamennina tvo
sem urðu til þess með skrifum
sínum að Nixon Bandaríkjafor-
seti varð að segja af sér. Þetta
hafði aldrei gerzt í sögu Banda-
ríkjanna fyrr.
Carl Bernstein og Robert
Woodward voru blaðamenn við
Washington Post. Fyrir slysni
voru þeir látnir skrifa um
innbrot í höfuðstöðvar
demókrata i Watergate.
Það var framið 17. júní 1972.
Þetta var ekki talið merkilegt
mál og þess vegna fengu þeir að
garfa í þvi að vild. Þeir tóku
þannig á málinu að um síðir
voru sporin rakin til Hvíta
hússins. Þeir komu upp um
Watergate, mesta hneyksli í
allri stjórnmálasögu Banda-
ríkjanna.
Eftir Watergatemálið urðu
þeir þekktir um víða veröld og
varla leið sá dagur að ekki væri
minnzt á þá í heimspressunni. í
fyrstu voru þeir kallaðist lygar-
ar og sorpblaðamenn. Enginn
trúði sögu þeirra. Það var
barizt hart gegn því að þeir
fengju að birta upplýsingarnár
sem þeir höfðu undir höndum.
Þrátt fyrir alla baráttuna gegn
skrifum þeirra varð Nixon að
segja af sér, ásamt öllum helztu
aðstoðarmönnum sínum. Þeir
afplána nú margir fangelsis-
dóma.
Bernstein og Woodward
fengu Pulitzerverðlaunin fyrir
frásagnir sínar af Watergate-
hneykslinu. Þeir hafa nú að
mestu hætt störfum sem blaða
menn en beina kröftum sínum
að skrifum bóka. Þeir hafa þeg-
ar skrifað tvær metsölubækur
All the Presidents Men, sem við
sjáum nú í Austurbæjarbíói og
Final Days.
Það eru þeir Robert Redford
og Dustin Hoffman sem leika
þá félaga. Redford er mjög
ánægður með kvikmyndina og
segir hana mjög raunverulega.
Bókin um Watergate hlaut
alveg frábæra dóma og mót-
tökur og það sama má segja um
kvikmyndina. Hún hefur vakið
mikla athygli um viða veröld.
-KP.
Hafnarfjarðar-
biö:
Cngmn
er fullkominn
— með Monroe, Lemmon og Curtis í
aðalhlutverkum
Hafnfirðingar geta hlegið sig
máttlausa ef þeir fara í
Hafnarfjarðarbíó um páskana.
Þar verður sýnd kvikmyndin
Some Like it Hot, eða Enginn
er fullkominn. Aðalhlutverkin
leika Marilyn Monroe, Jack
Lemmon og Tony Curtis. Það er
víst að enginn er svikinn þar
sem þeir félagarnir eru annars
vegar. Hver vill ekki sjá Mon-
roe í eigin persónu?
Some Like it Hot var gerð
fyrir tæpum tveimur áratugum
og naut þegar mikilla vinsælda.
Hún hefur slegið i gegn í kvik-
myndahúsum vestanhafs. Gervi
Lemmons og Curtis tókust mjög
vel og uppátæki þeirra félaga
eru alveg kostuleg.
Myndin er dæmigerð Holly-
woodmynd frá þeim tíma er hin
mikla kvikmyndaborg var upp
á sitt bezta. Þá var hugsað um
það fyrst og síðast að skemmta
áhorfendum, lyfta fólki upp úr
gráum hversdagsleikanum.
Þetta tekst dæmalaust vel hjá
Biliy Wilder, leikstjóranum.
Börnin fá lfka sinn skammt
og geta farið að sjá á
þriðjudaginn Lukkubílinn sem
framleidd er af Walt Disney.
-KP.