Dagblaðið - 06.04.1977, Page 18
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977.
Iþróttir
Iþróttir
Iþról
t8
I
Iþróttir
íþróttir
Óli Ben snjall
Óli Benediktsson, islenzki
iandsliðsmarkvörðurinn, var sem
áður einn af aðalmönnum
Olympia, og hefur átt mikinn þátt
í að tryggja liðinu sæti í
Allsvenskan næsta keppnistíma-
bil, skrifar Dagens Nyheder í Sví-
þjóð eftir að Olympia sigraði
Vikingarna nýlega. Lokatölur í
leiknum Vikingarna 19 —
Olympia 23 eftir að staðan í hálf-
leik var 8-7 fyrir Olympia. Bæði
liðin eru frá Helsingjaborg og
Vikingarna léku í Allsvenskan i
vetur.
Eflir sigurinn er Olympia-liðið
búið að tryggja sér sæti í All-
svenskan. Hefur 5 stig i A-riðli.
Vikingarna halda einnig sæti
sínu. Eru með 3 stig, en Sanna frá
Gautaborg kemst ekki upp. I
leiknum við Vikingarna voru
dönsku landsliðsmennirnir hjá
Olympia markhæstir. Lars Bock
skoraði 10 mörk, Thomas Pazyj 4.
Sænski landsliðsmaðurinn Bo
Persson skoraði sjö af mörkum
Vikingarna.
í B-riðlinum heldur Saab sæti
sínu í Allsvenskan — og þar er
Björn Anderssonkominná skrið á
ný. AIK kemst upp en Malmberg-
et, liði, sem Agúst Svavarsson lék
með um tíma, situr á botni
riðilsins.
Til úrsita um sænska meislara-
titilinn leika Ileim frá Gautaborg
og Hellas frá Stokkhólmi. í und-
anúrslitum sló Heim lið Jóns
Iijaltalins Magnússonar út, LUGI
— en Ilells sigraði GUIF í hinum
undanúrslitunum.
Neeskens
áfram hjá
Barcelona
— en Cruyff enn
óákveðinn
Hollenzki leikmaðurinn frægi,
Johan Neeskens, endurnýjaði
samning sinn við Barcelona í gær.
Skrifaði undir til tveggja ára, að
því er skýrt var frá í Barcelona. Í
spönsku blöðunum var sagt að
Neeskens hefði fengið 254 þús.
und' dollara fyrir að endurnýja
samnir;:ien. Hins vegar hefur
Johann Cruyff enn ekki. ákveðið
hvort hann endurnýjar samning
sinn við Barcelona.
FH sigraði á
Akureyri
Á laugardaginn léku í 1. deild
kvenna Þór og FH og var leikið
fyrir norðan. FH stúlkurnar unnu
nauman sigur, 17-15, en þær voru
yfir mest allan tímann. Leikur
þessi var síðasti leikur Þórs á
þesum vetri því þær hafa lokið
öllum sínum leikjum.
Dómarar voru þeir Halldór
Rafnsson og Ólafur Haraldsson.
- STA.
KR vann Ægi
Sigurgeirsmótið í sundknatt-
leik hófst í fyrrakvöld í Sund-
höllinni. Það var í 15. skipti, sem
mótið er háð og jafnframt það
síðasta. Fyrsti leikurinn var milli
KR og Ægis og sigraði KR með
9-6.
Flest mörk KR-inga skoraði að
venju Olafur Gunnlaugsson eða
fjögur. Vilhjálmur Þorgeirsson
skoraði þrjú og bróðir hans Einar
eitt. Þá skoraði Sigmar Björnsson
eitt mark. Fyrir Ægi skoruðu
Guðjón Guðmundsson, þrjú, Árni
Stefánsson tvö og Ólafur Stefáns-
son eitt.
Næsti leikur verður á
þriðjudagskvöld. Þá leika Ár-
mann og Ægir.
MARTEINN GEIRSSON SKRIFAR UM ROYAL UNION:
Olga — og æft
tvisvar á dag
Brussel í apríl.
Það er óhætt að segja, að mikil
ólga hafi ríkt innan félagsins
okkar, Stefáns Halldórssonar,
Royale Union, framan af árinu —
enda gengið á knattspyrnuvöllun-
um ekki mikið. Eftir að við
fengum aðeins eitt stig af sex
mögulegum i janúar í deilda-
keppninni setti þjálfarinn á tvær
æfingar á dag — og það alla daga
vikunnar. Það var æft á morgn-
ana frá 9.30—11.30 og eftir
hádegi frá 14.30—16.30 og svona
var þetta út allan febrúarmánuð.
Ekki nóg með það, heldur
þurftum við að fara á hótel á
laugardögum og vera þar fram að
leikjunum á sunnudögum. Það
bar ekki árangur, því
þreyta kom fram hjá leikmönnum
eftir þessar erfiðu . æfingar.
Einnig fór það í skapið á mörgum
og kom fram í leikjum liðsins. En
nóg um það.
í dag er þetta miklu betra og
leikmenn Union miklu hressari,
en fyrir mánuði. Möguleikar eru
talsvert góðir á, að Union geti
orðið í efsta sæti í 2. deildinni. Þó
verðum við að vísu að treysta á að
efstu liðin tapi stigum og þau eiga
auk þess eftir að leika innbyrðis.
Eftir leikina um síðustu helgi var
Boom í efsta sæti með 33 stig,
Petro Eisden var í öðru sæti með
JÖNKÖPING
Etl telefonsamtal. Tvá man i
mörka glasögon och anteck-
ningsblock vid ringside. Dar har
ni upptakten till várens mest
sensationella proftsanbud i fot-
bolls-Sverige.
Sögenomspunna FC Barcelo-
na vill vðrva en helt okðnd spe-
larc frðn dhr ll-laget J-södra I
Jönköping.
— Alltsammans Sr som en
31 stig og Union stigi á eftir —
eða með 30 stig.
Þó ekki hafi gengið of vel í
leikjum Union framan af árinu
hafa þó verið gerðar litlar
breytingar á uppstillingu. Mark-
vörðurinn var þó settur út og ann-
ar varamarkmannanna hefur
leikið i hans stað. Hefur staðiö sig
miklu betur. Fyrir um hálfum
mánuði varð Union fyrir áfalli,
þegar fyrirliði liðsins Jan
Verheyen, sem leikið hefur 40
landsleiki fyrir Belgíu, meiddist
það illa, að litlar líkur eru á, að
hann leiki meira á þessu leiktíma-
bili.
Hvað sem líður efsta sætinu í 2.
deild — og þar með sæti beint í 1.
deild — þá kemur Union til með
að leika um sæti í 1. deild næsta
keppnistímabil. Sá háttur er
hafður á, að leiktímabilinu er
skipt í þrjár seríur. Tíu leikir í
hverri seríu, en alls leikur hvert
félag 30 leiki í 2. deild. Union var
í efsta sæti eftir fyrstu 10 leikina
— og í seríunni milli 11.—20.
leiks náði La Louviere' beztum
árangri. Það félag lék í 1. deild
síðasta keppnistímabil, en var
dæmt niður vegna mútumáls.
Það, sem af er þriðju seríunni,
leiki frá 21 til 30, hefur Water-
schei náð beztum árangri. Union
náði jafntefli gegn því liði á úti-
sá lángvarig. Talangscouter frán
Barcelona ár ute med stora fángst-
ryssjan. Man letar efter komple-
ment till Johan Cruyff och Johan
Neeskens.
— Frága inte mig hur det hár
har gátt till, awarjer Teitur. Men
det máste ha börjat nár vi var
nere pá tráningsláger 1 Marbella
i Spanien három veckan. Nágon
fick tydligen via rykten och tele-.
fon höra talas om mig.
Lagom till en vánskapsmatch
Marteinn Geirsson.
velli um síðustu helgi. Ef við segj-
um, að Waterschei nái beztum
árangri í 3ju seríunni, og Union,
La Louviere og Waterschei verða
ekki í, efsta sæti deildarinnar,
munu þau leika til úrslita um eitt
sæti í 1. deild næsta keppnistíma-
bil. Þetta er allt svolítið óvenju-
legt fyrir okkur Islendinga — og
við hjá Union munum reyna að
komast hjá þessu með því að
verða í efsta sæti í 2. deild, þegar
upp verður staðið í vor. Það
verður mikil spenna í þeim fimm
umferðum, sem eftir eru.
Kveðja,
Marteinn Geirsson.
"Halla, det ar FC Barcelona som ringer..
PROFFSANBUD TILL
DIV ll-SPELARE!
Teitur í sviðsljósinu
og Matthías skorar!
— Við hjá Halmia lékum við
Kalmar á útivelli í gærkvöld og
varð jafntefli í stórskemmtileg-
um leik, sagði Matthías Hall-
grímsson, þegar Dagblaðið ræddi
við hann í morgun. Þetta kom
talsvert á óvart, því Kalmar hefur
náð frábærum árangri að undan-
förnu og er talið það liðið, sem
mesta möguleika hefur í All-
svenskan á næsta ieiktímabili.
Það hefst 11. apríl og fyrsti leikur
okkar í Ilalmia verður gegn
Norrby-liðinu, sem Vilhjálmur
Kjartansson, lanasiiðsmaður úr
Val, mun leika með í sumar.
Lið Halmia lék mjög vel í fyrri
hálfleik, sagði Matthías ennfrem-
ur, og komst í 3-1. Ég skoraði eitt
af mörkunum, en hins vegar tókst
Kalmar að jafna í síðari hálfleik.
Þess má geta, að Kalmar sigraði
nýlega Halmstad, sænsku meistar-
ana, með 4-0, svo skiljanlegt er, að
liðið sé talið sigurstranglegt í 1.
deildinni í sumar. Jafntefli
Halmia, sem einnig er frá Halm-
stad, vakti því mikla athygli hér í
gær.
Teitur Þórðarson hefur verið
mjög í sviðsljósinu að undanförnu
hér í Svíþjóð eftir að Barcelona
setti sig í samband við hann.
Miklar greinar um Teit í öllum
blöðum — greinilega þrumufrétt,
sagði Matthías, Urklippan hér að
ofan er úr Aftonbladet, einu
stærsta blaði Sviþjóðar — Halló,
það er Barcelona sem hringir... og
greinin var miklu lengri í
blaðinu.
ÍSLANDSMÓT í BADMINT0N
íslandsmótið í badminton fer
fram um næstu helgi í Laugar-
dalshöllinni. Hefst mótið á laug-
ardag kl. 10.00 f.h. og verður þá
leikið að úrslitaleikjum, en á
sunnudag fara fram úrsiit í öllum
flokkum og hefst keppnin þá kl.
15. Mótstjóri er Ragnar Haralds-
son. Keppt verður í öllum grein-
um í meistaraflokki og A-flokki
og eru þátttakendur frá TBR, KR,
Val, Víking, Gerplu, BH og í A.
Einnig verður keppt i tvíliða-
leik í „Old Boys“-flokki.
Beztu badmintonleikarar
landsins eru meðal þátttakenda
þ.á.m. núverandi Islandmeistari
Sigurður Haraldsson. Ennfremur
taka þátt í mótinu Jóhann Kjart-
ansson unglingameistari, Sigfús
Ægir Árnason, Reykjavíkurmeist-
ari, svo og Haraldur Kornelíus-
son, fyrrverandi Islandsmeistari.
Eflaust munu allir þessir
leikmenn veita Sigurði Haralds-
syni harða keppni.
í tvíliðaleik karla má retkna
með skemmtilegri keppni milli
Sig. Haraldss. og Jóhanns Kjdrl-
anssonar vió þá Harald Kornelius-
son og Steinar Petersen og Hörð
Ragnarsson og Jóhann Guðjóns-
son frá Akranesi.
I kvennakeppni eru ineðal
keppenda Lovísa Sigurðardóttir
og Hanna Lára Pálsdóttir. Sigri
þær í tvíliðaleik, vinna þær til
eignar forkunnarfagra bikara
sem þær hafa unnið tvisvar áður.
í tvenndarleik má einnig búast
viö harðri keppni en núverndi
Islandsmeistarar eru þau Lovísa
Sigurðardóttir og Steinar Peter-
sen.
I A-flokki eru mjög margir ung-
ir og efnilegir badmintonleikarar.
auk reyndari manna.
Það ntá því reikna með
skemmtilegri keppni á mótinu og
ekki ólíklegt að sumir verðlauna-
gripanna vinnist til eignar.
Áhugafólk um badminton fær þvi
góða skemmtun með því að koma i
Laugardalshöllina um páska-
helgina.
Ipswi
áto|
—eftir si
Enn komst Ipswieh i efsta
sætið i 1. deildinni ensku í gær.
Sigraði þá Coventry á heimavelli
með 2-1 og náði við það Liverpool
*ð stigum. Bæði lið hafa 45 stig,
en markamunur Ipswich er betri.
Ipswich hefur hins vegar ieikið
einum leik meira. Paul Mariner
skoraði fyrir Ipswich í fyrri hálf-
leik, en Ferguson jafnaði fyrir
Coventry. Strax á fyrstu mín. s.h.
skoraði bakvörður Ipswich,
George Burley, og það reyndist
sigurmark ieiksins. Þrátt fyrir
sigurinn var ekki meistarabragur
á leik Ipswich-liðsins.
Margir leikir voru háðir á Bret-
landseyjum í gær. Urslit urðu
þessi:
1. deild
Aston VillaMiddlesbro 1-0
Bristol City—WBA 1-2
Everton—Manch. Utd. 1-2
Ipswich—Coventry 2-1
2. deild
Sheff. Utd,—Oldham 2-1
Wolves—Bristol Rov. 1-0
3. deild
C. Palace—Gillingham 3-1
4. deild
Aldershot—Colchester 1-1
Huddersfield—Halifax 1-0
Newport—Cambridge 4-2
Skotland
Motherwell—Aberdeen 1-1
Leikmenn Manch. Utd. virðast
hafa náð sér eftir flenzuna, sem
þeir fengu á Spáni í síðustu viku,
svo félagið átti í erfiðleikum að
ná saman liði gegn Norwich á
laugardag. Sigur liðsins í gær á
Everton er athygli-sverður, því
Everton hefur náð mjög góðum
árangri að undanförnu. Gordon
HfNSON
Verzlunarstjórinn Þornjorn Guðmi
liðsins í handknattlcik, virkar ekl
landsliðsmanni í körfuknattleik. IV
íþróttavöruverzlunina í Hafnarstræt