Dagblaðið - 06.04.1977, Page 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977.
23
ttir f
Iþróttir
Iþróttir
flþróttir
Iþróttir
I
ich skauzt
spinn á ný
gur gegn Coventry ígærkvöld
Hill skoraöi bæði mörk United á
Goodison Park. Hið fyrra eftir
aðeins 44 sekúndur. Aston Villa
vann Middlesbro og hefur enn
mjög góða möguleika í 1. deild.
Hefur tapað jafnmörgum stigum
og Liverpool, en leikið fjórum
leikjum minna.
í 2. deild komust Úlfarnir á ný í
efsta sætið, en þar er spennan
mjög mikil. Sex lið enn, sem
möguleika hafa á því að tryggja
sér sæti í 1. deild næsta. keppnis-
tímabil. Þrjú efstu liðin komast
upp — en staðan á toppnum er nú
þannig:
Wolves 32 18 9 5 70-36 45
Chelsea 33 17 11 5 59-43 45
Nott. For. 34 17 8 9 65-36 42
Luton 34 19 4 11 57-35 42
Bolton 32 17 7 8 61-42 41
Notts. Co. 34 17 7 10 55-48 41
Jesper Petersen, sem sést skora á myndinni að ofan, er einn kunnasti
leikmaður Fredericia KFUM. Hefur leikið 48 landsleiki og skorað 48
mörk í þeim.
Reykjavík „rændi” göngunni
frá heimamönnum á Siglufirði
—skíöalandsmótið hafið—gull til Ólaf sf jarðar og Reykjavíkur á fyrsta degi
Frá fréttaritara Dagblaðsins á
Siglufirði, Karli Pálssyni.
Reykjavík og Ólafsfjörður
fögnuðu sigurvegurum i fyrstu
keppnisgreinum Skíðalands-
mótsins, sem sett var í gær að
Hóii 'við Siglufjörð. Halldór
Matthíasson, Reykjavík, vann
öruggan sigur í 15 km göngunni
og Guðmundur Garðarsson Ólafs-
firði í 10 km göngu 17-19 ára.
Veðurfar var ekki sem bezt til
göngukeppninnar í gærdag.
Lágskýjað og norðan gola ásamt
lítils háttar fjúki í 6 stiga frosti.
Bæjarstjórinn á Siglufirði setti
mótið við stutta athöfn að Hóli en
að því búnu hófst ganga 17-19 ára
pilta. Úrslit urðu þessi:
1. Guðmundur Garðarsson,
Ólafsfirði 41.28 mín.
2. Björn Ásgrímsson,
Siglufirði 42.37 mín.
3. Jón Konráðsson,
Ólafsfirði 44.40 min.
4. Valur Hinriksson,
Ólafsfirði 48.23
Af sex skráðum mættu 5 til
keppni en fjórir luku henni.
Ólafsfirðingar voru hér mjög
áberandi eins og sjá má.
I lökmgöngunnihöfðuíslenzku
keppendurnir ekki roð við norska
gestinum á mótinu, Martin Hole.
Hann gekk þennan spöl á 55.42
mínútum en meistaratitillinn fór
til Reykjavíkur, að vísu til Akur-
eyrings sem keppir og býr í
höfuðborginni, Halldórs
Matthíassonar. Úrslit urðu þessi:
1. Halldór Matthíasson,
Reykjavik 56,39
2. Magnús Eiríksson,
Siglufirði 57.24
3. Ilaukur Sigurðsson,
Ölafsfirði 59.37
íslandsmeistarinn frá í fyrra,
Magnús Eiríksson, varð því að
lúta í lægra haldi að þessu sinni
og það á heimavelli, Siglfirðing-
um til sárra vonbrigða.
Keppendur voru 19 talsins og
kom sá síðasti í mark nær hálf-
índsson, einn hæsti maóur lands-
ki stór hjá Pétri Guðmundssyni,
lyndin var tekin fyrir utan nýju
i.
BARIZTIEVROPU-
KEPPNI í KVÖLD!
Fyrri leikirnir í undanúrslitum
Evrópumótanna þriggja í knatt-
spyrnunni verða háðir í kvöid.
Eins og áðúr beinist athygiin
mest að Evrópubikarnum. Þar
leika Dynamo Kiev og Borussia
Mönchengladbach í Kænugarði,
og Zurich og Liverpool í Sviss.
Leikmenn í öllum þessum
liðum eiga við meiðsli að stríða —
eða eru í keppnisbanni.
Onischenko hefur litla möguléika
að leika gegn Borussia, og fleiri
eru vafasamir, m.a. Blohkin. Hjá
Borussia eiga Jupp Heynckes og
HanneS við meiðsli að stríða.
Zurich er án aðalmarkaskorara
síns, ítalans Cucinotta, sem er í
keppnisbanni og Kuhn, bezti
maður liðsins, er vafasamur. Hjá
Liverpool vantar Toshack, Callag-
han og Thompson.
1 Evrópukeppni bikarhafa
leika Atletico og Hamborg í Mad-
rid, og Napoli og Anderlecht á
Italíu. í UEFA-keppninni Bilbao
og Molkenbeek á Spáni, en
Juventus og AEK, Grikklandi, á
Italíu. Síðari leikirnir verða 20.
apríl.
tíma á eftir sigurvegaranum. Sá
var einnig frá Reykjavík.
Mótið heldur áfram í dag. —
íþróttir
RITSTJORN:
HALLUR
SiMONARSON
ISLANDSMETILYFT-
INGUM Á AKUREYRI
Akureyri, 19. marz 1977.
Mót í lyftingum á vegum Junior
Chambers var haldið í hinú nýja
og glæsilega íþróttahúsið Glerár-
skólans á Akureyri. Keppt var í
tvíþraut og voru keppendur 20, 7
úr Þór, 5 úr KA, 6 úr Ármanni og
NY VERZLUN MEÐ
ÍÞRÓTTAVARNING
Hin nýja verzlun mun sérhæfa
sig i sölu á hvers konar íþrótta-
fatnaði, sem allur er íslenzk
framleiðsla frá Henson-
sportfatnaði, sagði Halldór
Einarsson, hinn kunni knatt-
spyrnumaður úr Val. Hann hefur
sett á stofn nýja íþróttavöru-
verzlun, sem nýlega var opnuð í
Hafnarstræti 16 í Reykjavík.
Verzlunarstjóri verður Þorbjörn
Guðmundsson landsliðsmaður í
handknattleik.
Ennfremur ætlar verzlunin að
hafa til sölu erlendar íþrótta-
vörur af þeim gerðum, sem ekki
eru framleiddar hér innanlands.
Eru þetta þekkt erlend
vörumerki.
Halldór Einarsson hóf rekstur
sportfataverksmiðju fyrir 9 árum.
og hefur fyrirtækið verið í örum
vexti. í upphafi starfaði ein
saumakona hjá Halldóri, en núna
eru 18 saumakonur í fullu starfi
hjá Hensen-sportfatnaði. Núver-
andi húsnæði verksmiðjunnar er
þegar orðið of lítið og áformar
fyrirtækið að hefja byggingu nýs
500 fermetra verksmiðjuhúss í
Borgarmýri í Reykjavík, sem mun
gera það að verkum, að gæði
framleiðslunnar munu enn batna
með tilkomu nýrra véla.
Jafnframt hyggst Halldór
Einarsson færa út kvíarnar með
því að hefja nú verzlunarrekstur.
Verzlunin að Hafnarstræti 16 er
110 fermetrar að gólffleti. I þessu
húsnæði var áður kaffistofa til
húsa.
s2 úr KR. Úrslit urðu sem hér
segir:
Fluguvigt (líkamsþ. að 52,5 kg)
Snörun/Jafnh./Samanl.
Haraldur Ólafss.
Þór (Akm)55 75 130
Garðar Gfslason KA 47.5 60 107,5
Gylfi Gíslason Þör 40 60 100
Dvergvigt (52,5—56 kg)
Viðar Eðvarðsson KA 60 77,5 137,5
(4 tilr. 62,5 sem er nýtt Ak.met)
Lóttvigt (60—64,5 kg)
Kári Elísson Ármanni 102,5 122,5 225
Nýtt ísl. met Nýtt ísl.met
Sigbert Hannesson Árm. 95 110 205
Gísli Ólafsson Þór 62,5 80 142,5
Millivigt (67,5—75 kg) Guógeir Jónsson Árm. 103,5 125 228,5
isl.met unglinga P'reyr Aóalsteinsson Þór 90 125 215
Sigmar Knútsson Þór 4. tilr. 130,5 nýtt ísl. met 75 112,5 187,5
Steindór Olafsson Þór féll úr. Lóttþungavigt (75—82,5 kg) Már Vilhjálmsson Árm. 115 145 260
Kristján Falsson KA 110 132,5 242,5
Ármann Sigurðsson KA 70 112,5 182,5
Milliþungavigt (82,5—90) Ólafur Sigurgeirsson KR 117,5 157,5 275
Hjörtur Gislason Þór 123 150 273
(4. tilr. í jafnh. lyfti Hjörtur 156 kg, sem er
isl.m. ungl.)
Magnús Óskarsson Ármanni féll úr.
100 kg. flokkur (90—100 kg)
Guðm. Sigurðss. Árm. 142.5 190 332,5
Jakob Býarnason KA 90 115 205
Akm og íslm ungl.Akm. og fslm ungl.
Þungavigt (100— 110 kg)
Gústaf Agnarsson KK 160 195 355
Úrslit mótsins i stigum várð því þannig
1. Þór 24 stig.
2. KA 21 stig
Mót þetta fór vel fram og mætti gjarnan
halda fleiri slík. Að lokum skal þess getið að
Ármann og KK voru gestir ihótsins.
- STA.
Þeir beztu í
Danmörku
— Fredericta KFUM leikur
þrjá leiki hérálandi
um páskana
Bezta handknattleikslið Dan-
merkur síðustu þrjú árin,
Fredericia, KFUM, kemur til
íslands í dag og mun leika hér
þrjá leiki um páskana. í Iiðinu
eru átta danskir landsliðsmenn.
Þar á meðal nokkrir kunnustu
leikmenn Danmerkur. Flemming
Hansen, sem leikið hefur 75
iandsieiki og skorað hvorki meira
né minna en 359 mörk i þeim,
Jörgen Heideman með 89 lands-
leiki, Anders Dahl-Hansen með
79 iandsieiki, og talinn bezti
handknattleiksmaður Dana nú,
Sören Andersen, sem leikið hefur
14 landsleiki, og Jesper Peter-
sen með 48 landsleiki. Mark-
vörðurinn Mogens Jeppesen
hefur leikið 12 landsleiki og Ole
Madsen er með átta landsleiki.
Margir þessara leikmanna léku
hér mcð danska landsliðinu í
desember.
Fyrsti leikur Fredericia verður
við Víking annað kvöid og hefst
leikurinn kl. 21.00 í Laugardals-
höll. A laugardag leikur iiðið við
íslandsmeistara FH í Hafnar-
firði, en á mánudag við úrvalslið
HSÍ (íslenzka landsliðið). Hér er
um einstæða heimsókn að ræða —
og þar fæst gðður samanburður á
íslenzkum og dönskum hand-
knattleik. Fredericia hefur náð
ágætum árangri í Fvrópukeppni
síðustu árin — komst meðal ann-
ars í undanúrslit í vor. íþrótta-
félagið Leiknir í Árbæjarhverfi
stendur að heimboði danska
liðsins í tilefni 10 ára afmælis
síns.
Japanivann
á HM
íborðtennis
Heimsmeistarakeppninni i
borðtennis iauk í gær í Birming-
ham á Fnglandi. I einliðaleik
karia sigraði Japaninn Itsuro
Kohno en Pak Yung, Sun, Norður-
Kóreu, i einiiðaleik kvenna. Hún
sigraði einnig í fyrra. í úrslitum
sigraði Kohno Kuo Yao-Hua,
Kína, sem talinn var sigurstrang-
legastur 3-1, eða 17-21, 21-9, 21-19
og 21-13.
Kínverjar hlutu þrjá heims-
meistaratitla á mðtinu svo sigur-
ganga þeirra var mun minni en
reiknað hafði verið með. Japan
hlaut tvo titla, Kðrea einn, og
Evrópa einn — í síðustu keppnis-
greininni, þegar Jacques Secretin
og Claude Bergeret, Frakklandi,
sigruðu japanska mótherja í
tvenndarkeppninni.
Víðavangs-
hlaup ÍR
Víðavangshlaup ÍR hið 62. i
röðinni fer fram á sumardaginn
fyrsta — fimmtudaginn 21. apríl
— og hefst eins og venjulega kl. 2
e.h.
Hiaupið verður líkt og síðustu
tvö hlaup. Það hefst í hljómskáia-
garðinum vestan tjarnarinnar.
Hlaupið er suður í mýri en síðan í
norður og endað með því að
hlaupa austur Áusturstræti.
Markið verður á mótum Austur-
strætis og Pósthússtrætis.
Vegalengd hlaupsins verður
miili 4 og 4,5 km.
Keppnin er einstaklmgskeppni
en jafnframt er sveitakeppni, þar
sem keppt er í 3ja, 5 og 10 manna
sveitum karla, elztu sveit karla,
3ja kvenna sveit og einnig nú í
fyrsta sinn í 3ja manna sveina-
sveit.
Þátttökutilkynningar þurfa að
berast tii Guðmundar Þórarins-
sonar þjálfara ÍR-inganna eigi
síóar en á föstudaginn 16. apríi.
Nauðsynlegt er að fæðingarár
karlanna fylgi.