Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 31

Dagblaðið - 06.04.1977, Síða 31
35 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRlL 1977. Utvarp Sjónvarp"^ Utvarpið kl. 16,25 á skfrdag: Dagskrárstjóri í eina klukkustund Að ferðast um landið—og sjá Ég fer inn á mjög afmarkað svið, vorið og ferðalög um landið. Það fléttast inn í þetta viðtal við Jón Eyþórsson veðurfræðing, tónlist eftir Beethoven og Vivaldi, kvæði og ferðalýsingar," sagði Grétar Eiríksson tæknifræðingur sem verður dagskrárstjóri í eina klukkustund. Hann sagði að allt of margir ferðuðust um landið, bókstaflega án þess að sjá nokkuð. Þess vegna vill hann fyrst og fremst leiða athygi landsmanna að því að fara sér hægt og leggja ekki upp úr því að komast sem lengst dag hvern. Sjálfur starfar Grétar í Ferða- félagi íslands og hefur farið með fólk í gönguferðir og bílferðir á þess vegum, auk þess sem hann hefur verið fararstjóri í fugla- skoðunarferðum. En fuglaskoðun er eitt af aðaláhugamálum Grét- ars og hefur hann tekið myndir af fuglum í 15 ár. Það þarf heldur ekki að fara langt til þess að veita sér þá ánægju að skoða fugla hér í nágrenni Reykjavíkur. Heiðmörk- in, Álftanesið, Hafnarbergið, Garðskaginn og Krisuvíkurbergið eru tilvaídir til slíkra iðkana. Við fáum að heyra erindi og frásögn Pálma Hannessonar rektors um ferðalag sem farið var til Þingvalla á hestum árið 1922. Grétar hefur ekki verið dag- skrárstjóri fyrr þótt við höfum heyrt í honum í útvarpi. Ekki taldi hann að hann vildi taka að sér að vera dagskrárstjóri til frambúðar. Það færi eins fyrir sér og börnunum, sem voru við nám í Stokkhólmi og var boðið að eyða 500 kr. á hálftíma. fyrir pening- inn áttu þau að kaupa leikföng. Enginn gat leyst verkefnið en leikföngin máttu þau eiga ef þetta hefði tekizt hjá þeim. Nei, Grétar taldi að sennilega myndi dag- skráin ekki síður verða í hefð- bundnum stíl hjá sér. Ekki myndi hún batna, sennilega versna. -EVI. Það er Grétar Eiriksson tæknifræðingur sem verður dag- skrárstjóri í eina klukkustund. DB-mynd Hörður. Útvarp á skirdag kl. 20,05: Leikrit vikunnar Vandi að ná í vodka þegar enginn er peningurinn! Útvarpsleikrit vikunnar er á dagskránni á skírdag eins og venjulega á fimmtudögum. Að þessu sinni verður flutt leikrit- ið Tuttugu mínútur með engli eftir Alexander Vampilof, og er það á dagskránni kl. 20.05. Þýðinguna gerði Árni Berg- mann og flytur hann formáls- orð. Leikstjóri er Gísli Halldórsson. Með hlutverkin fara Guðmundur Pálsson, Jón Hjartarson, Kjartan Ragnars- son, Steindór Hjörleifsson, Sig'- urður Karlsson, Ragnheiður Steindórsdóttir og Sigríður Hagalrn. Leikritið er úr syrpu eftir Rússann Vampilof sem hann nefnir Skrítlur úr dreifbýlinu. Það er gamansamt og ekki laust við ádeilu á það sem miður fer í þjóðfélaginu. Segir frá tveimur náungum, bílstjóra og sölustjóra, sem eru á ferð úti á landi og gista þeir á litlu hóteli. Sitja þeir að drykkju og þegar drykkjar- föngin þrýtur finnst þeim þeir endilega ekki get a verið án þess að fá að minnsta kosti eina flösku af vodka. En kapparnir eru blankir og velta fyrir sér hvernig þeir eiga að ná sér í peninga og dettur þeim ýmislegt í hug. Allt kemur fyrir ekki þangað til grunsamlegur náungi birtist á sjónarsviðinu og hann býðst til þess að lána þeim peninga. Höfundurinn Vampilof er einn af þeim, sem enginn veitir athygli fyrr en hann hefur skrifað heilmikið sem fólki þykir gaman að. Ferill hans varð þó styttri en vænta mátti. Hann drukknaði i stöðuvatni í Síberíu fyrir um það bil tveimur árum. -A.Bj. „Gráta, harma, glúpna, kvíða” — í minningu dóttur Liszt Utvarp föstudaginnlanga kl. 20,10: „Liszt samdi þetta verk i sorgarvímu eftir að hafa misst dóttur sína unga," sagðLLrsúla Ingólfsson píanóleikari um dag- skrá er nefnist Gráta, harma, glúpna, kvíða. Úrsúla leikur sjálf þctta tilbrigðaverk Liszts og flytur einnig hugleiðingar sínar um það. „iVier linnst vei viðeigandi að flytja þessa dagskrá á föstudag- <c Úrsúla Ingólfsson pianólyikari. inn langa, þvi hér er um mjög miklar sámlíkingar að ræða með því sem gerðist á sjálfan föstudaginn langa. Þetta verk túlkar allt það sem Liszt missti er dóttir hans dó.“ Úrsúla Ingólfsson hefur búið á íslandi í rúm 4 ár en hún er ættuð frá Sviss. Þar byrjaði hún að koma fram opínberlega 6 ára og að afloknu einleikara- prófi hélt hún til Banda- ríkjanna til frekara náms, m.a. í tónsmíðum. Úrsúla er gift Katli Ingólfs- syni. píanóleikara og háskóla- kennara. -J.F.M. Utvarp kl. 14,00 á föstudaginn langa: Fyrri hluti hátíða- hljómleika Pólýfónkórsins Fyrri hluti hátíðahljómleika verður á dagskrá útvarpsins á föstudaginn langa kl. 14.00.en tónleikarnir eru haldnir í Háskólabíói. Eru þetta mjög veglegir tónleikar sem haldnir eru í tilefni af tuttugu ára starfsafmæli kórsins og er dag- skráin bæði fjölbreytt og ein- hver glæsilegasta efnisskrá kórsins til þessa. Á föstudaginn verður útvarpað flutningi á Gloría í D-dúr eftir Vivaldi og Magnificat í D-dúr eftir J.S. Bach. Flytjendur eru nærri hundrað og fimmtíu söngvarar Pólýfónkórsins, Kammersveit og Sinfóníuhljómsveit Islands með fimmtíu hljóðfæra- leikurum. Konsertmeistari er Rut Ingólfsdóttir. Einsöngvarar eru Ann-Marie Connors, sem er ein fremsta sópransöngkona Bretlands í dag, Elísabet, Erlingsdóttir sópran, Sigríður Ella Magnúsdóttir alto, en þær voru báðar meðal stofnenda kórsins fyrir tuttugu árum. Keith Lewis tenór frá Nýja Sjálandi og bassinn Hjálmar Kjartansson. Stjórnandi alls þessa hóps er Ingólfur Guðbrandsson, en hann er stofnandi kórsins og hefur verið stjórnandi hans öll árin. Ingólfur hyggst nú láta af söngstjórn. Kynnir á hljómleikunum er Jón Múli Árnason. A.Bj. Tveir síðustu þættir framhaldsleikritsins um ævi Jesú fluttir á föstudaginn langa og páskadag Framhaldsleikritið Mað- urinn sem borinn var til konungs verður á dagskránni á föstudaginn langa kl. 19.20 og páskadag á sama tíma. Leikritið á föstudag nefnist Konungur þjáninganna og er um kross- festinguna og þá atburði sem henni voru samfara. Síðasti þátturinn sem fluttur verður á páskadaginn nefnist Konungurinn kemur til sinna. Höfundur leikritsins er Dorothy L. Sayers. Torfey Steinsdóttir er þýðandi síðari hluta verksins en Vigdis Finn- bogadóttir leikhússtjóri þýddi fyrri hlutann. Þetta framhaldsleikrit er eitthvert viðamesta verk sem útvarpið hefur tekið til flutnings. I því eru um hundrað hlutverk. Leikstjóri er Bene- dikt Árnason og tæknimenn þeir F'riðrik Stefánsson og Hreinn Valdimarsson. Með aðalhlutverkin fara Þor- steinn Gunnarsson, Gísli Halldórsson, Kristin Anna Þórarinsdóttir, Pétur Einarsson og Jón Sigurbjörns- son. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.