Dagblaðið - 06.04.1977, Page 32
3(i
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 6. APRÍL 1977.
Utvarp _________Sjónvarp
Tónlistin íútvarpinu um páskana:
Reynum að velja aðgengilega
klassíska tónlist, segir
tónlistarstjóri útvarpsins,
Þorsteinn Hannesson
Jón Sígurbjörnsson syngur nokkur lög kl. 16.45 á annan páskadag.
Gunnar Kvaran leikur einleik á selló kl. 21.30 á skírdag.
„Mörgum þykir að nokkuð
mikið sé af alvarlegri tónlist í
útvarpinu um páskana," sagði
Þorsteinn Hannesson tðnlistar-
stjóri útvarpsins í viðtali við
DB.
„Það er alveg rétt, það er
geysilega mikið af músík i
hátíðadagskrá útvarpsins. Ef
við lítum aðeins á helztu músík-
atriði dagskrárinnar, verður
fyrst fyrir okkur óratóría eftir
Beethoven sem er á dagskránni
kl. 9 á skírdagsmorgun. Kristur
á Olíufjallinu. Það er eitt af
frægustu verkum Beethovens
og eitt af hans ekki ýkja mörgu
andlegu verkum. Um kvöldið
kl. 20.50 fáum við að heyra
nýja upptöku í útvarpssal þar
sem Elisahet Erlingsdóttir
syngur lög eftir Beethoven,
Brahms og Schubert. Undir-
leikari er Guðrún A. Kristins-
dóttir. Kl. 21.30 leikur Gunnar
Kvaran á selló í útvarpssal.
Gunnar kom til landsins í
haust og var þetta þá tekið upp
og við höfum geymt upptökuna
þangað til núna. í hljómplötu-
rabbinu mínu, kl. 22.40, mun
ég velja tónlistina með tilliti til
þess hvaða dagur er að morgni.
A föstudaginn langa ber hæst
útvarp frá hátiðaidjómleikum
Pólýfónkórsins í Háskólabíói,
en tluttur verður fyrri hlutinn.
(Sjá annars staðar í dagskrá
föstudagsins).
Um kvöldiö kl. 20.50 verður
Paradis, þáttur úr oratoríunni
Friður á jörð eftir Björgvin
Guðmundsson, á dagskránni.
Flytjendur eru Svala Nielsen,
Sigurveig Hjaltested, Hákon
Oddgeirsson, söngsveitin Fíl-
harmónía og Sinfóníuhljóm-
Þorsteinn Hannesson tónlistar-
stjóri er með þátt sinn Hljóm-
plöturabb kl. 22.40 á skírdags-
kvöld.
sveit Islands. Stjórnandi er
Garðar Cortes.
Björgvin Guðmundsson er
eitt af okkar allra merkilegustu
tónskáldum og Friður á jörðu
er mjög merkilegt verk.
Björgvin er eins og stendur
mjög vanmetinn. Þetta eru
alveg sérstaklega merkilegir
tónleikar.
Á laugardag fyrir páska eru
ekki flutt danslög eins og
venjulega laugardaga heldur
verða léttir og aðgengilegir tón-
leikar á dagskránni. M.a. verða
fluttir þættir úr þýzkri sálu-
messu eftir Johannes Brahms.
Elisabeth Schwartskopf, kór
og hljómsveitin Fllharmónía í
Lundúnum flytja undir stjórn
Otto Klemperer.
Á páskadagsmorgun hefst
dagskráin kl. 7.45 með klukkna-
hringingu og síðan leikur blás-
araseptett þekkt páskalög. Eru
það sjö íslenzkir hljóðfæraleik-
arar sem leika og hefur þetta
verið viðtekið dagskráratriði á
páskadagsmorgun í fjöldamörg
ár.
Kl. 14.00 a paskadagmn
verður flutt óratórían Elías óp.
70 eftir Mendelssohn. Þetta er
ákaflega fallegt verk sem er
kynnt af Guðmundi Gilssyni.
Á annan páskadag er slegið á
örlítið léttari strengi Þá er t.d.
Svavar Gests með þátt í tilefni
af því að hundrað ár eru liðin
frá byrjun hljóðritunar (sjá í
dagskrá annars páskadags).
Jón Sigurbjörnsson syngur
kl. 16.45. Sinfóníuhljómsveitin
leikur kl. 20.15 og flytur þrjú
íslenzk verk eftir Árna Björns-
son, Skúla Halldórsson og
Sigurð E. Garðarsson en hann
er eitt af yngri tónskáldum
okkar og hefur verið við nám i
Bandaríkjunum. Hljómsveitar-
stjóri er Páll P. Pálsson,“ sagði
Þorsteinn Hannesson.
A.Bj.
Páll Pamplicher Pálsson
stjórnar Sinfóníuhljúmsveit-
inni þegar hún leikur þrjú
íslenzk verk kl. 20.15 á annan
dag páska.