Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — ÞRIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1977 — 82. TBL.
RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12. SÍMI 83322. AUGLÝSINGAR OG AFGREIÐSLA, ÞVERHOLTI 2. SÍMI 27022.
Ií 'Vj&L
'■ flL
_ .
Hér má sjá dráttar-
bátinn draga togarann
yfir skerið ógnvœnlega.
(Ljósmynd Kristinn Benediktsson).
omst heill vfír hraun-
i
i
boðann sem er skipabani
Togarinn Jón Vídalín ívillu út af Álftanesi
Um klukkan hálfeitt á laugar-
daginn barst' hjálparbeiðni frá
skuttogaranum Jðni Vídalín frá
Þorlákshöfn. Skipið var þá á leið
til Hafnarfjarðar eftir að hafa
losnað úr slipp i Reykjavík.
Togarinn hafði tekið niðri á
Staðarboða út af Álftanesi og
stýri skipsins orðið óvirkt. Goðinn
fór á vettvang, tókst fljótt að
koma dráttartaug i togarann, dró
hann út úr skerjagarðinum sem
þarna er og til Reykjavíkur.
Togarinn var á rammvitlausri
siglingaleið til Hafnarfjarðar bg'
er enn ekki komin fram skýring á
villunni. Má kalla að togarinn
hafi sloppið vel og mesta lánið var
að allhásjávað var er óhappið
varð.
Staðarboðinn og aðrir boðar út
af Álftanesi eru beittar hraun-
nibbur mjög hættulegar skipum.
Má kalla heppni að skipið
skrönglaðist yfir boðann án þess
að gat kæmi á það. Boðinn rís svo
hátt á fjöru að á honum getur
maður botnað við bátshlið.
Þarna fórst brezkúr togari fyrir
28 árum. Fór hann einnig yfir
boðann en missti við það hluta af
botninum og sökk þar sem Jón
Vídalín gat nú kastað akkerum og
beðið aðstoðar. Mátti lengi á eftir
sjá á brezka togarann er lægra var
i sjó. ASt.
Helgi Þorláksson skólastjóri
virðir skemmdirnar á skólá
sínum fyrir sér, dapur i
bragði.
Enn sótt að
Vogaskóla
Vogaskólinn varð enn einu
sinni fyrir árás unglinga í
árásarhug i gær. Var lögreglan
kvödd á staðinn og kom þá í
ljós að 16 rúður í nýbyggingu
skólans höfðu verið brotnar.
Rannsóknarlögreglan tók
síðan við málinu.
Vogaskólinn hefur oft í
vetur orðið fyrir „heimsókn"
unglinga í slíkum skemmdar-
hug. Nemur tjónið sem unnið
hefur verið hundruðum
þúsunda. Sjá nánar lögreglu-
fréttir páskahelgarinnar •—
bls. 6-7.
Snjókoman ígær:
Flugiö stöövaöist
Allt flug til Reykjavíkur tepptist kl. 18 í
gær vegna snjókomunnar. Öllu innanlands-
flugi var síðan aflýst kl. 20. Tvær vélar
tepptust á Sauðárkróki og ein á Akureyri.
Síðar í gærkvöldi rofaði til og komust þá
vélarnar frá Sauðárkróki til Reykjavíkur.
Akureyrarvélin er enn teppt og ófært er frá
Akureyri. Á ísafirði bíða 500-600 manns en
þangað eru ráðgerðar 5-6 ferðir í dag. Einnig
verður flogið til Vestmannaeyja í dag. Utan-
landsflug gekk samkvæmt áætlun í gær.
Um páskana, þ.e. frá 3. til 11. apríl,
ferðuðust alls 6589 farþegar með innanlands-
flugi Flugleiða. JH
— sjá bls.
4og5
Eru Frakkar
aðsteypa sér
út ínýtt
nýlendustríð?
Sjá erlendarfréttir
ábls.8-9
ISLENDINGAR
0G BJÓRINN
Sjá kjallaragrein
ÓlafsMixaá 10-11
Nú er það svart maður
allt hvítt
Nú er það svart maður, —
allt hvítt eins og sagt var í
revíunni forðum daga, gátu
menn sagt þegar leið á gær-
daginn. Það hélt áfram að snjóa
fram á nótt.
„Það er útlit fyrir að það
verði norðlæg átt um allt land í
dag,“ sagði Markús Á. Einars-
son veðurfræðingur í viðtali við
DB í morgun.
„Það þýðir bjart veður
sunnanlands en éljaveður
verður norðanlands. Sunnan-
lands verður því sólbráð þannig
að eitthvað af snjónum ætti að
hverfa, en varla fer hann þó
alveg, þetta er það mikill
snjór,“ sagði Markús.
Veðurfræðingarnir okkar
eru með allra varkárustu tnönn-
um í spám sínum og Markús
vildi ekki segja hvort áfram-
hald yrði á þessu hreti eftir
morgundaginn eða hvort vorið
kæmi þá til okkar á nýjan leik.
A.Bj.
Krakkarnir i Mosfellssveitinni voru ekki lengi að nota sér veturinn
sem skyndilega kom í gærdag. Þeir tóku til við að hnoða þessa líka
snjóboltana. í morgun hefði slíkt verið um seinan. (DB-mynd
Jóhannes Reykdal).