Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1977. Mikið um kœrur vegna tímaskekkju Verðlaunaafhending fór síðan fram á hótelinu á laugar- dagskvöldið. Ekki reyndist unnt að skýra frá nema f jórum efstu keppendunum þá, því að fjölmargar kærur höfðu borizt vegna mismunar á tímakortum keppenda og þeim tíma, sem þeir töldu sig hafa ekið á. Dómarar Páskarallýsins fengu því nóg að gera við að rannsaka hverja kæru fyrir sig og bera saman tímakortin. Það var síðan ekki fyrr en í gær, að endanleg úrslit lágu fyrir. Til dæmis um skekkjur, sem tímaverðir gerðu, var það, að þau Jón R. Sigmundsson og Omar og Jón Ragnarssynir óku Simca 1100 til sigurs í Páskarallýinu. Hér eru þeir á hraðferð i hrauninu skammt frá Grindavík. Það var um að gera fyrir aðstoðarmennina að vera snöggir i snúningum, þegar komið var að tímastöðvunum. Hér tekur einn þeirra á sprett. Dröfn Björnsdóttir virtusl lengi vel hafa lent í fjórða sæti í keppninni. Þegar farið var að athuga timakort þeirra nánar samkvæmt beiðni Drafnar kom í ljós að á einum stað hafði verið skrifað núll og síðan annað núll, þannig að saman litu þau út eins og átta. Það leiðréttist þegar í stað og getur •Jón hrösað happi að hafa sloppið við fjórða sætið að þessu sinni. -ÁT- Sigurvegarinn, ÓMAR RAGNARSSON: Ómar Ragnarsson hefur tek- ið þátt í öllum þremur röllun- um, sem haldin hafa verið hér á landi. t fyrra hafnaði hann í öðru sæti í keppninni, en árið 1975 lenti hann í tuttugasta og eitthvað sæti, eins og hann komst að orði sjálfur. Þá hafði hann tafizt í rúmar tólf mínútur einhvers staðar um miðbik keppninnar. „Já, ég á minningar af öllu tagi úr þessum röllum,“ sagði Ómar, er Dagblaðið ræddi við hann í gær. Það var nú lang- skemmtilegast að aka leiðina, sem við fórum á laugardaginn. í fyrra voru aðeins sex kíló- metrar virkilega erfiðir, en nú voru 53 kílómetrar leiðarinnar lélegir og helmingur þess mjög krókóttur." Ömar ók Simca 1100 til sigurs í Páskarallinu um helgina. í fyrra og hittiðfyrra ók hann Fíat 127. í öll þrjú skiptin hef- ur Jón bróðir hans verið leið- sögumaður. „Ég á sjálfur Simcu, en fékk aðra sams konar hjá umboðinu, nema hvað hún er með dálítió sterkari vél,“ sagði Ömar. — ,,í miðju rallinu lá við að ég yrði að hætta keppni, því að það kom í ljós, að ég keyrði bara á þremur kertum. Við gátum hins vegar kippt því í lag við Fitjanesti. Það var einmitt vegna þessa kertis, sem við fengum mínus- ana,“ hélt Omar áfram. ,,Ég tók það til bragðs að aka greitt til að eiga alltaf inni dálítinn tíma, ef við þyrftum að hlaupa út og lagfæra kertið.“ Það er Vökull hf. sem hefur tímboðið fyrir Simca bifreiðar og þar er Jón Hákon Magnús- son, ganiall starfsfélagi Ómars, við stjórnvölinn. Er sigurvegur- um Páskarallsins voru afhentir bikarar á laugardagskvöldið, gaf Jón Bifreiðaíþróttaklúbbi Reykjavíkur 50.000 krónur, sem styrk til að undirbúa næstu rallykeppni. Omar sagði, að klúbbinn vantaði 600.000 krónur til að kaupa stimpilklukkur á tíma- stöðvarnar. Hann kvað kerfið, eins og það var á laugardaginn, vera allt of seinvirkt og auk þess slæddust þar inn villur sem síðan varð að kæra. Stimp- ilklukka væri hins vegar, alveg örugg og flýtti hún einnig fyrir því, að hægt væri að tilkynna úrslit fyrr en ella. „Jón Hákon var með pen- ingagjöfinni einnig að gefa for- dæmi fyrir frekari söfnun fyrir þessum stimpilklukkum," sagði Ómar. Ómar var að lokum spurður að því, hvort hann væri ekki fastákveðinn í að halda áfram að taka þátt í rallýum. „Jú; en hver veit nema ég Sigurvegarar Páskarallýsins — Omar og Jón Ragnarssynir. Lengst til vinstri er formaður Bifreiða íþróttaklúbbs Reykjavíkur, Ragnar J. Gunnarsson, Vió hlið hans stendur Jón Hákon Magnússon, en þeir Ómar og Jón voru einmitt á bíl frá fyrirtæki hans, Vökli hf. keppi erlendis næst,“ svaraði Ómar. „Mér skilst að með 'sigri mínum á laugardaginn hafi ég áunnið mér rétt til að aka í einhverju erlendu ralli. Nei, ég hef ekkert kannað hvar það gæti orðið, en réttinn á ég alla vega.“ -ÁT- Lauflavegi 69 simi1ö8bU MiAb»jarmarkadi -- simi 1 94&4 Leóurskór 1. Kr. 5980. 2. Kr. 5550. 3. Kr. 4950. 4. Kr. 4950. 5. Kr. 4950. Margir litir Póstsendum „HVER VEIT NEMA ÉG KEPPINÆST ERLENDIS”

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.