Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 3

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 3
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDACUR 12. APRÍI, 1977. 3 Hlýtur að vera ólæs Fyrrverandi Eskfirðingur skrifar: Ég get ekki orða bundizt vegna mjög svo ómaklegra skrifa Guðnýjar Stefánsdóttur um hinn ágæta fréttaritara DB, hana Stranda-Regínu. Eru skrif Guðnýjar (ef hún er þá til) mjög ógeðsleg og undrast ég satt að segja að slíkt skuli hafa verið birt í DB þrátt fyrir frjálsa og óháða frétta- mennsku. Ég hef ekki séð slíkan óþverra á prenti síðan lesa mátti milli línanna að Öli Jó væri kannski eitthvað viðriðinn Geirfinnsmálið. Raunar taka kunnugir ekki mark á þessu bulli Guðnýjar. Ég vil benda á, sem kunnugur skrifum Regínu um Trausta Björnsson og Jóhann Klausen, að þar er hvorki um kjaftæði né slúðui að ræða heldursannleik. En hvaða kjaftasögur og slúður hefur Guðný séð í DB frá Regínu um þessa menn. Hafi hún séð eitthvað slíkt hlýtur hún að hafa skrýtin augu eða að vera ólæs. Regína hefur nefnilega þann háttinn á að segja skemmtilegafrá og fá les- endur til að hlæja. Hláturinn lengir lífið og fólk vill fá eitt- hvað skemmtilegt á milli dráps- og stjórnmálafrétta. Endurtakið sjónvarps- þættina — um skaðsemi reykinga 6392-6418 hringdi: Ég er ein af þeim sem reykja 50 sígarettur á dag og hef reynt allar leiðir til þess að hætta. Þessi herferð sem farin hefur verið gegn sígarettureykingum hefur haft þau áhrif á mig að í hvert skipti sem ég kveiki mér í einni hugsa ég mig um, þótt ekki hafi það enn orðið til þess að ég hætti. Ég missti líka af sjónvarpsþáttunum sem sýndir voru um skaðsemi reykinga, en slíka þætti tel ég vera til þess að menn geri sér enn betur ljóst hversu hættulegar reyk- ingar eru. Eg held að allar þær um- ræður sem skapazt hafa um þessi mál séu til þess fallnar að vekja menn til umhugsunar og börnin hafa svo sannarlega gefið gott fordæmi með því að fá kaupmenn til þess að hætta að auglýsa tóbak. Nú langar mig að koma því á framfæri við Sjónvarpið að það endursýni þættina um skað- semi reykinga fyrir þá sem ekki hafa séð þá og svo sem ekkert síður fyrir hina. Góð vísa er aldrei of oft kveðin. Ríkisstofnun auglýsir kynvillu E. Fr. sagði stutt og iaggott í simann: „Mig undrar að ríkisstofnun eins og sjónvarpið skuli voga sér að bera á borð fyrir áhorf- endur annað eins og það gerði á laugardagskvöldið. Ég hélt að það væri ekki í verkahring þeirrar stofnunar að auglýsa upp kynvillu á Islandi". Verð mun hærra á hótelum sólarlanda Neísko! Það eru komnar og skyrtur í mussur um háannatímann Spánarfari hringdi: Ferðaskrifstofan Sunna auglýsir ferðir 22. maí frá 44 þús. kr., 5, 12 og 22 daga ferðir. Nú vill svo til að ég er að fara í eina 22 daga ferð og mun búa í stúdíói eins og það er kallað á Royal Magaluf. Það er herbergi með eldhúskrók ætlað fyrir tvo. Fyrir þetta þarf ég að borga 95.700 kr. á mann. Mér þykir þarna einkennilegur verðmis- munur á ferð sem mig langar til að fólk fái að vita ástæðuna fyrir. Við snérum okkur til Guðna Þórðarsonar í Sunnu og fræddi hann okkur á því að verð á hótelum væri misjafnt. Á Royal Magaluf kostaði 5 daga ferð með gistingu, sem farin væri 22. maí, um 50 þús. kr. á mann ef búið væri í stúdíói. Hins vegar hækkar leiga bann 1. júnf. Til þess að jafna ferða- mannastrauminnog fá sætanýt- ingu í véiarnar væri flugfar- gjaldið í raun og veru mun lægra á þeim ferðum sem ekki væru á háannatíma. Sú væri skýringin á því hversu mikið hærra verð væri á þessari 22 daga ferð sem að mestum hluta er á háannatíma á Mallorka. I Raddir Umsjón: | lesenda JFM Hvers vegna borðum við oóskaeaa? Sigvaldi Karlsson sjómaður: Ja, það veit ég ekki. Ég get engan veginn látið mér detta í hug hvers vegna við borðum páskaegg, annað. mr sigurujurnsson flugmaður: Bæði eru eggin býsna góð og svo lærði ég einhvern tíma i skóla að páskaeggjaát væri gamall trúar- legur siður. Fyrst voru orpin egg nbtuð, en með veltunni breyttust Jón H. Snorrason nemi: Af þvi að þau eru góð á bragðið! Hvers vegna egg frekar en eitthvað annað? Það hef ég ekki hugmynd um. Jóna Pálsdóttir sendill: Eg veit það ekki. Ég get ekki tmyndað mér hvernig þessari venju hefur Guðmundur Sigurbjörnsson. biistjóri: Af vana. Allir eru' hrifnir af súkkulaði, en hvers vegna það er haft í eggjaformi frekar en einhverju öðru get ég ekki frætt þig um. DB leitaði til Árna Björnssonar þjóðhátta- fræðings og fékk hjá honum upplýsingar um sögu páska- eggjanna: Upprunalega er páska- eggjaneyzla arfur frá því þegar menn föstuðu á föst- unni og máttu hvorki borða egg né kjöt. Þá var páska- dagur fyrsti dagurinn sem eggjaneyzla var leyfð. Úti í Evrópu eru margir fuglar farnir að verpa um páska- leytið og þá var það eins konar leikur hjá börnum að fara út í skóg og finna sem flest egg, sem síðan voru borðuð. Næsta stig kemur er borgir fara að stækka. Þá kaupa foreldrar egg og fela þau í görðum. Siðan áttu börrtin að leita þau uppi. Þriðja stig f páskaeggja- sögunni er það að farið er að skreyta ýmist harðsoðin egg eða egg sem blásið hefur verið út. Loks var farið að fram- leiða súkkulaðiegg og komst sá siður á á tslandi um 1920. Fyrstu heimildir segja frá skrautlegum pappaöskjum með sælgæti í, en um svipað leyti var farið að búa til súkkulaðiegg. Að sögn Árna Björnssonar mun það hafa verið Björnsbakarí í Reykja- vik sem fyrst seldi súkku- laðiegg en Bakaríið í Stykkishólmi var aðeins á eftir að hefja framleiðslu þessa vinsæla söluvarnings.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.