Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 26

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 26
30 DACiBLAÐIÐ. ÞRIÐ.JUDAGUR 12. APRÍL 1977. Andlát Brandur Bjarnason, sem lézt 30. marz sl. var fæddur í Reykjavík 6. september 1920. Foreldrar hans voru þau Elín Jónsdóttir og Bjarni Brandsson. Brandur giftist Lilju Ólafsdóttur en missti hana eftir fárra ára sambúð. Þau eign- uðust tvær dætur sem báðar eru uppkomnar. Guðmundur Jónsson, sem lézt i Borgarspítalanum 13. marz sl., fæddist 4. ágúst 1905 að Arnar- nesi í Kelduhverfi í Norður- Þingeyjarsýslu. Foreldrar hans voru Ólöf Guðmundsdóttir og Jón Sigurgeirsson. Hann fluttist tii Reykjavíkur árið 1942 og réðst til Eimskipafélags Reykjavíkur þar sem hann var í um það bil tíu ár. t ársbyrjun 1957 réðst hann til Olíufélagsins hf. Um svipað leyti gekk hann aó eiga eftirlifandi konu sína, Ingibjörgu Ólafs- dóttur, ættaða úr Strandasýslu. Þau eignuðust einn son, Ólaf, sem fæddur var 16. apríl 1959. Jóna Helga Valdimarsdóttir Hringbraut 39, Reykjavík verður jarðsungin á morgun, 13. apríl, kl. 10.30 frá Aðventkirkjunni. Útför Hermínu Gísladóttur ljós- móður frá Bíldudal fer fram frá Háteigskirkju í dag kl. 13.30. Snorri Örn Sigmundsson, Grettis- götu 83, andaðist á Bromton- sjúkrahúsinu í London 28. marz. Útförin hefur farið fram. Víglundur Gíslason verður jarðsunginn frá Fossvogskirkju á morgun, 13. apríl, kl. 13.30. Guðrún Kr. Jónsdóttir Hátúni 10A, Reykjavík, verður jarðsungin frá Fríkirkjunni á morgun, 13. apríl kl. 13.30. Helga Sigurðsson Potter iézt 5. apríl. Jarðarförin fer fram í San Antonio, Texas. Hrafnhildur (Stella) Kisselburg, fædd Stefánsdóttir, lézt í sjúkra- húsi í Phoenix, Arisona 2. apríl. Iþróttir íþróttir í dag: Reykjavíkurmótið í knattspyrnu. Melavöllur kl. 19.00. Valur—k'rHm í meistaraflokki. ■é n* ' Fundir Fulltrúaráð Sjálf stœðisf éla ganna í Kópavogi heldur fund í kvöld að Hamraborg 1, kjallara kl. 20.30. Fundarefni: Kosning fulltrúa á landsfund. Afgreiðsla frá aðalfundi. önnur mál. gengisskrAning Nr. 67 — 5. apríl 1977. Eining Kl. 13.00 Kaup Sala 1 Bandaríkjadollar 191,60 192.10* 1 Sterlingspund 329,40 330,40' 1 Kanadadollar 180,55 181,05 100 Danskar krónur 3181,90 3190,20' 100 Norskar krónur 3587.70 3597,00' 100 Snnskar krónur 4376,90 4388,30' 100 Finnsk mörk 4701,80 4714,10' 100 Franskir frankar 3856,70 3866.70' 100 Belg. frankar 523,70 525,10' 100 Svissn. frankar 7539,40 7559,10' 100 Gyllini 7697,25 7714,35' 100 V-þýzk mörk 8021,10 8042.00' 100 Lirur 21.50 21,05' 100 Austurr. Sch. 1130,40 1133,30' 100 Escudos 493,80 495,10 100 Pesetar 278,45 279.15' 100 Yen 70,23 70,41' ‘ Breyting frá síðustu skráningu. Kjarvalsstaöir: Austuroalur: Sýning á verkum Jðhannesar Kjarvals. Vestursalur: Sýning á verkum Hauks Dór og Þorbjargar Höskulds- dóttur opnar á laugardag. Bogasalurinn: Sýning á verkum Svavars (luðnasonar. Opin til 17. april kl. 14-22. Gallerí Sólon islandus: Sýning á verkum Arn- ar Þórsteinssonar. Opin til 17. apríl, virka daga 14-18 og um helgar 14-2n Galleri SUM: Sýning á verkum (luðrúnar Svövu Svavarsdóttur. Opin til 12. apríl kl. 16-22. Stúdentakjallarinn viö Hringbraut: Sýning á verkum Dags Siguröarsonar. Opin til 20. apríl. Eden, Hveragerði: Sýning á verkum Stein- grems Sigurðssonar. Bókhlaöan Akranesi: Bjarni Þór Bjarnason opnar málverkasýningu á verkum sínum sem verðuropin kl. 16-22 til 14. apríl. Bamaskóli Húsavíkur: Málverkasýning á verk- um Sigurpáls Á. Isfjörðs. Markús Á. Einarsson ritar um veðrið ó Íslandi Markús Á. Einarsson veðurfræðingur hef- ur sent frá sér bók sem ber heitið Veðurfar á lslandi. 1 formála að bókinni segir höfundur að hún sé „skrifuð í þeim tilgangi að gefa á einum stað yfirlit um helztu niðurstöður rannsókna á veðurfari Islands". Veðurfar á Islandi er hafsjór fróðleiks fyrir áhugamenn um veðurfar, sem sennilega er annar hver íbúi á Islandi, og einnig er hún þarfaþing fyrir þá starfshópa sem þurfa mjög á upplýsingUm um veðurfar að halda vegna atvinnu sinnar. Markús nefnir þar einna. helzta verkfræðinga, skipulagsfræðinga og náttúrufræðinga. Veðurfar á lslandi er 150 blaðsíður að stærð, innbundin. 1 henni er fjöldi skýringa- mynda og taflna um veðurfar á einstökum veðurathugunarstöðvum. Hafnarprent prent- aði og útgefandi er Iðunn. Móðurmál — Úttekt á íslenzkukennslu í skólum Móðurmál —leiðarvísir handa kennurum og kennaraefnum. nefnist bók eftir Baldur Ragnarsson kennara sem Bókaútgáfan Iðunn hefur nýlega gefið út. Eins og nafnið gefur til kynna er bókin ætluð til kennslu í Kennara- háskólanum og ekki síður leiðbeininga fyrir starfandi kennara. Baldur Ragnarsson Móðurmál Lciðarvísir handa kennurum og kennaraefhum KitrUd KímiaraliíiJvóla Islands ofi Irtunuar Að stofni til er bókin álitsgerð sem samin var á vegum Skólarannsóknardeildar Menntamálaráðuneytisins á árunum 1971- 1972. Þar er gerð úttekt á móðurmálskennslu I íslenzkum skólum og fjallað um helztu þætti hennar jafnframt því sem þess er freistað að marka heildarstefnu í faginu. Þetta er önnur bókin í Ritröð Kennarahá-. skóla lslands og Iðunnar. Fyrsta bókin var Drög að almennri og islenzkri hljóðfræði eftir Magnús Pétursson. Bókin er óbundin, 205 bls. að stærð og prentuð í Eddu. Sígild skákbók eftir fyrr- verandi heimsmeistara Nýlega kom út hjá Bókaútgáfunni Iðunni bókin Heilbrigð skynsemi í skák, eftir fyrr- verandi heimsmeistara í skákinni, Emanuel Lasker. Magnús C.. Jónsson þýddi bókina og Guðmundur Arnlaugsson rektor ritaði for- mála. Emanuel Lasker varð heimsmeistari í skák 28 ára og hélt titlinum I 27 ár. Hann hafði skáklistina að lifibrauði en þótti hún alltaf hálf leiðinleg, — hreinasta vinna sem ekki varð komizt hjá að gera. Lasker ritaði mikið um skák. Bókin sem Iðunn sendir nú frá sér er árangur fyrírlestrarferðar sem hann fór stuttu eftir að hann öðlaðist heimsmeistara- titil. Þrátt fyrir að alllangt sé um liðið síðan hún var rituð þykir hún enn í fullu gildi, og telst nú sígild. Heilbrigð skynsemi í skák er prentuð i Skákprenti. Hún eróbundin, 136 blaðsiður að, stærð. -ÁT- Borgarbókasafn Reykjavíkur: AÐALSAFN — ÚTLANSDEILD, ÞÍngholtS- stræti 29a, símar 12308, 10774 og 27029 til kl. i7. Eftir lokun skiptiborðs 12308 í úJlánsdeild safnsins. Mánud.-föstud. kl. 9-22, laugard. kl 9-16. LOKAÐ Á SUNNUDÖGUM. AÐALSAFN — LESTRARSALUR, Þingholts stræti 27, simar aðalsafns. Eftir kl. 17 s. 27029. Opnunartímar 1. sept.-31. maí mánud.-föstud. kl. 9-22, laugard. kl. 9-18 sunnud. kl. 14-18. FARANDBÓKASÖFN — Afgreiðsla i Þing holtsstræti 29a, simar aðalsafns. Bókakassai lánaðir skipum, heilsuhælum og stofnunum. SÓLAHEIMASAFN — Sólheimum 27, sími 36814. Mánud.-föstud. kl. 14-21, laugard. kl. 13-16. BÓKIN HEIM — Sólheimum 27, sími 83780. Mánud.-föstud. kl. 10-12. — Bóka- og talbóka- þjónusta við fatlaða og sjóndapra. HOFSVALLASAFN — Hofsvallagötu 16, simi 27640. Mánud.-föstud. kl. 16-19. BÓKASAFN LAUGARNESSKÓLA —Skólabókasafn sími 32975. Opið til al- mennra útlána fyrir börn, mánud. og fimmtud. kl. 13-17. BÚSTAÐASAFN — Bústaðakirkju. simi 3627.0. Mánud.-föstud. kl. 14-21, laugard. kl. 13-16. BÓKABÍLAR — Bækistöð i Bústaðasafni, slmi 36270. Viðkomustaðir bókabílanna eru sem hér segir Áiéwjarhverfi Verzl. Rofabæ 39 þriðjud. kl. 1.30-3.00 Verzl. Hraunbæ 102 þriðjud. kl. 7.00-9.00. Verzl. Rofabæ 7-9 þriðjud. kl. 3.30-6.00. Braiöholt Breiðholtsskóli mánud. k. 7.00-9.00, miðvikud. kl. 4.00-6.00, föstud. kl. 3.30-5.00. Hólagarður, Hólahverfi mánud. kl. 1.30-3.00, fimmtud. kl. 4.00-6.00. Verzl. Iðufell fimmtud. kl. 1.30-3.30. Verzl. Kjöt og Fiskur við Seljabraut föstud kl. 1.30-3.30. Verzl.5traumnes fimmtud. kl. 7.00-9.00. Verzl. við Völvufell mánud. kl. 3.30-6.00, miðvikud. kl. 1.30-3.30, föstud. kl. 5.30-7.00. Háal*itishvrfi Álftamýrarskóli miðvikud. kl. 1.30-3.30. Austurver, Háaleitisbraut mánud. kl. 1.30- 2.30. Miðbær, Háaleitisbraut, mánud. kl. 4.30- 6.00, miðvikud. kl. 7.00-9.00, föstud. kl. 1.30- 2.30. Holt—Hliöar Háteigsvegur 2 þriðjud. kl. 1.30-2.30. Stakkahlið 17 mánud. kl. 3.00-4.00, miðvikud. kl. 7.00-9.00. Æfingaskóli Kennaraháskólans miðvikud kl. 4.00-6.00. Laugarás Verzl. við Norðurbrún þriðjud. kl. 4.30-6.00. Laugamashvarfi Dalbraut/Kleppsvegur þriðjud. kl. 7.00-9.00. Laugalækur/Hrísateigur föstud. kl. 3.00-5.00. Sund Kleppsvegur 152 við Holtaveg föstud. kl. 5.30-7.00. Tún Hátún 10, þriðjud. kl. 3.00-4.00. Vastuibnr Verzl. við Dunhaga 20 fimmtud. kl. 4.30-6.00 KR-heimilið fimmtud. kl. 7.00-9.00 Skerjafjörður — Einarsnes fimmtud. kl. 3.00- 4.00. Verzlanir vió Hjarðarhaga 47 mánud. kl. 7.00- '9.00, fimmtud. kl. 1.30-2.30. mimiiiiiiiiiiiiiiimiiiiiiiiiimiiiiimiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiiEamiiiiiiiiiiiiiiiiiiim Framhald af bls. 29 i Tilkynningar Ég ákæri ríó (rikisvald íslenzkra óþokka) fyrir að bendla mig við Krosslaf Éhóva- son og annað draugamor sitt á Himnum í Gvuðsþinghá með skjalafalsi, fruntalygum og auð- mýkingum. Ég ræði málstað minn á mannfundum, fái ég tilmæli. Helgi Hóseasson. Skákmenn. Fylgizt meó því sem er að gerast í skákheimin- um: Skák i USSR mánaðarlega 2.100 kr/árs áskrift. Skák Rulletin mánaðarlega, 2.550 kr/árs áskrift. Skák hálfsmánaðarlega, 2.250 kr./árs áskrift. "64" vikulega 1500 kr. árs áskrift. Askriftir sendar beint heim til áskrifenda, einnig lausasala. Erl- end tímarit, Hverfisgötu 50 v/Vatnsstíg, s. 28035. Karlmaður á bezta aldri, reglusamur, á eigin íbúö og er í fastri vinnu, óskar eftir að komasl i náið samband við konu á aldrin- unt 35-50 ára. Áhugamál: dans, ferðalög o.fl. Fullri þagmælsku heitið. Tiiboð sendist DB merkl „43730". Kona um fertugt getur fengið húsnæði gegn hús- hjálp. Einn maður í heimili. Nán- ari kynni koma til greina. Uppl. að Nóatúni 26 á annarri hæð til hægri frá kl. 18-19. Þjónusta s Húsdýraáburður. ökum húsdýraáburði í garða og á lóðir, dreift úr ef óskað er. Uppl. í sima 38998. Múrari getur bætt við sig flísalagningu og við- gerðum. Uppl. í simum 20390 og 24954. Sérhúsgögn Inga og Péturs. ÖIl þau húsgögn, sem yður vantar, smíðum við hér í Brautarholti 26, 2. hæð. eftir myndum eða hugmyndum yðar. Auk þess tökum við að okkur við- gerðir á húsgögnum. Sníðum nið- ur efni eftir máli, ef þér viljið reyna sjálf. Uppl. í síma 32761 og 72351. 'Húsaviðgerðir. Tökum að okkur gluggaviðgerðir, glerísetningar og alls konar inn- anhússbreytingar og viðgerðir. Uppl. í síma 26507. Nýtl. Nú er tækifæri til að laga til í geymslum og hibýlum, við kom- unt og tökum allt óþarfa dót. sem þér þurfið að losna við. Uppl. í sinia 33463 milli kl. 1 og 6. Málningarvinna. Ölí málningarvinna, flísalagnir og múrviðgerðir. Upplýsingar í síma 71580 eftir kl. 6 e.h. Húsdýraáburður til sölu. Dreift úr ef óskað er. Góð umgengni. Sími 42002. - Púðauppsetning. Tökum púðauppsetningar höfurn margar gerðir af gömlu púðaupp- setningunum. Sýningarpúðar i búðinni, 12 litir af vönduðu flau- eli. Getum enn tekið fyrir páska. Uppsetningabúðin, Hverfisgötu 74, sínii 25270. Við bjóðum yður húsdýraáburð á hagstæðu verði og önnumst dreifingu hans ef óskað er. Garða- 'prýði, sími 71386. Sjónvarpseigendur ath. Tek að mér viðgerðir í heimahús- um á kvöldin, fljót og góð þjón- usta. Pantið í síma 86473 eftir kl. 5 á daginn. Þórður Sigurgeirsson, útvarpsvirkjameistari. Húsdýraáburður. Ökum húsdýraáburði á lóðir. Odýr og góð þjónusta. Uppl. i sima 28195. Bóistrun. sími 40467: Klæðum og gerum við bólstruö húsgögn, úrval af áklæðum. Uppl. i síma 40467. Húsdýraáburöur til sölu. gott verð, dreift ef óskað er. Uppl. i sínia 75678. Garðeigendur athugið. Útvega húsdýraábúrð. Dreift ef: óskað er, tek einrtig að mér að, helluleggja og lagá stéttir. Uppl. i< síma 26149 milli kl. 19 og 21. Tökum til uppsetningar klukkustrengi, veggteppi, dúka og alla handavinnu, sér meðferð á strekkingarstrengjum og berum jábyrgð á allri vinnu. Uppsetn- ingabúðin, Hverfisgötu 74, sími 25270. Moskvitch eigendur. Hef byrjað aftur Moskvitchvið- gerðir, tek einnig almennar við- gerðir á öðrum teg. bifreiða. Góð þjónusta. Bifreiða- og vélaþjón- ustan Dalshrauni 20, Hafnarfirði. Sími 52145. Hreingerningar Hreingerningar-Teppahreinsun á íbúðum, stigagöngum, stofnun- um o.fl. Margra ára reynsla. Uppl. í síma 36075. Hólmbræður. Hreingerningastöðin hefur vant og vandvirkt fólk til hreingerninga, teppa- og hús; gagnahreinsunar. Þvoum hansa- gluggatjöld. Sækjum, sendum. Pantið tíma í síma 19017. Tökum að okkur hreingerningar á íbúðum og stofnunum, vant og vandvirkt fólk. Sími 71484 og 84017. Vanir og vandvirkir menn. Gerurn hreinar íbúðir og stiga- ganga, einnig húsnæði hjá fyrir- tækjum. Örugg og góð þjónusta. Jón, sími 26924. Ökukennsla Ökukennsla—Æfingatímar. Kenni á Mazda 929 árgerð '71 á skjótan og öruggan hátt.ökuskóli og öll prófgögn ef óskað er. Nýir nemendur geta byrjað strax. Frið- rik A. Þorsteinsson, simi 86109. Mazda 323 de luxe árg. '11. Lærið að aka þessum lipra Iétta og kraftmikla bíl. Öku- skóli og prófgögn ef óskað er. Vinsamlegast hringið og látið skrá yður fyrr en seinna. Sigurð- ur Gíslason, sími 75224. Ökukennsia—Æfingatímar: Aðstoða við endurnýjun ökuskír- teinis, kenni á Allegro '11, öku- skóli og prófgögn ef óskað er. Magnús Helgason, sími 66660. Ökukennsla — Æfingatímar. Kenni akstur og meðferð bifreiða, kenni á Mazda 818 — ökuskóli ogi öll prófgögn ásamt litmynd í öku- skirteinið ef óskað er. Helgi K. Sesselíusson, sími 81349. Lærið að aka nýrri Cortinu árg. '11. Ökuskóli og prófgögn ef óskað er. Guð- brandur Bogason, sími 83326. Ökukennsla — Æfingatímar. Ath. kennslubifreið Peugeot 5( Grand Luxe. Ökuskóli og öll pró gögn ef óskað er. Kennt alla dag Friðrik Kjartansson. Sími 765f eða 36057. La*rið að aka bíl á skjótan og öruggan hátt. Sigurð- ur Þorntar ökukennari. Síntai 40769 og 71641 og 72214>

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.