Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 8
da(;blaðið. þriðjudagur 12. aprIl 1977..
Átta flugumferðarstjórar
leiddir fyrir rétt íZagreb:
Verða þeir dæmd-
ir fyrir afglöp?
■ Atta júgóslavneskir flugum-
ferðarstjórar verða leiddir fyr-
ir rétt í dag í Zagreb, sakaðir
um að vera valdir að mesta
flugslysi, sem orðið hefur í
lofti, er 176 manns létu lífið.
Flugslysið varð skammt frá
Zagreb í september i fyrra.
Flugumferðarstjórarnir átta
eru sakaðir um glæpsamlega
vanrækslu, sem hafi orðið or-
sök flugslyssins.
Trident-þota frá British Air-
ways og DC-9 þota frá Júgó-
slavíu, rákust á i lofti og allir
farþegar og báðar áhafnirnar
létu lífið.
Meðal farþeganna voru 107
Vestur-Þjóðverjar, 20 Bretar og
20 Tyrkir.
Ef flugumferðarstjórarnir
verða sakfelldir, eiga þeir yfir
höfði sér allt að 20 ára fang-
elsisdóma.
Dómarar yfirréttar Zagrebs-
héraðs, sem eru fimm talsins,
munu þurfa að reyna að komast
að því hvað gerðist síðustu mín-
úturnar' fyrir flugslysið. Búizt
er við , að réttarhöldin kunni að
vara í a.m.k. fjórar vikur.
Areksturinn, sem varð 10.
september í fyrra, varð yfir
þoirpinu Vrbovec, skammt frá
Zagreb, sem er höfuðbórg Króa-
tíu.
Trident-þotan var með 54 far-
þega og níu manna áhöfn og var
á leið til Istanbul frá London.
Júgóslavneska þotan, sem
var í leiguflugi, var á leið frá
hafnarborginni Split við Adría-
haf til Kölnar í V-Þýzkalandi.
Allir farþegar hennar utan
einn voru þýzkir ferðamenn á
leið heim úr sumarleyfi.
Samkvæmt opinberri rann-
sókn, sem birt var um jólaleytið
í fyrra, var talið, að vinstri
vængur júgóslavnesku þotunn-
ar hefðu rekizt í flugstjórnar-
klefa Trident þotunnar. Báðar
þoturnar voru í sömu hæð, er
áreksturinn varð og höfðu flog-
ið æ nærri hvor annari um
tíma, að því er virðist. Eftir að
annar vængur DC-9 þotunnar
hafði brotnað af, féll hún til
jarðar.
Trident-þotan sprakk hins
vegar í þúsund mola, eftir að
þrýstingsbreytingin varð í flug-
vélinni.
Einn hinna ákærðu, sem bor-
inn er þyngstum sökum er flug-
umferðarstjórinn Gradimir
Tasic, sem er 28 ára að aldri.
Hann mun ekki hafa farið að
reglum þeim, sem segja til um
fjarlægðir milli flugvéla.
Samkvæmt ákæru saksóknar-
ans, var hann of seinn að átta
sig á því, „að árekstur var í
aðsigi“ og „gerði ekki viðeig-
andi ráðstafanir til þess að
koma i veg fyrir hann“.
Tasic mælti einnig á serbo-
króatísku við flugmanninn á
júgóslavnesku þotunni, rétt
fyrir áreksturinn, í stað ensku,
eins og krafizt er, samkvæmt
alþjóðareglum.
Yfirmaður flugturnsins,
Ante Delic, 51 árs, og yfir-
maður flugumferðar yfir hérað-
inu, Milan Munias, 44 ára, eru
sakaðir um að hafa ekki séð til
þess, að undirmenn þeirra færu
að alþjóðareglum í ýmsum
atriðum.
Þá verða bornar fram sakir
g.egn fimm öðrum flugumferð-
arstjórum, þar á meðal fyrir að
koma of seint til vinnu sinnar,
fara of snemma af vinnustað og
að hafa ekki komið Tasic til
aðstoðar, þegar ljóst var, að
hann hafði allt of mikið að
gera.
Samkvæmt heimildum, mun
Tasic hafa haft samband við
ellefu flugvélar í einu auk þess,
sem hann var að ræða við flug-
turninn í Belgrad á fjórum lín-
um í einu.
Umhverfis Zagreb er ein
mesta flugumferð í allri
Evrópu og sagt er, að flugum-
ferðarstjórar þar hafi haft sam-
band við a.m.k. 750 þúsund
flugvélar á síðustu fimm árum.
Vitni við réttarhöldin verða
sjö manna rannsóknarnefnd
slyssins, sex sjónarvottar og 23
aðrir.
Einn sjónarvotta verður flug-
stjórinn Joe Croése, sem sá
flugslysið frá Lufthansa þotu
sinni, í 16 kílómetra fjarlægð.
Allir flugumferðarstjórarnir
voru handteknir eftir slysið í
fyrra, en sleppt smátt og smátt,
að Tasic undanskildum.
Meðal farþega Trident-
'þotunnar voru 20 Bretar, 20
Tyrkir, sjö Ástralíumenn og
fimm Saudi Arabar.
V
Tveir sovézkir togarar teknir íbandarískri landheigi
Fer sambúð ríkj-
anna enn kólnandi?
í Bandaríkjunum velta menn
nú vöngum yfir því, hvort sam-
skiptin við Sovétríkin eigi enn
eftir að fara kólnandi í kjölfar
þess, að tveir sovézkir togarar
voru tekniY fyrir skömmu
innan 200 mílna fiskveiðilög-
sögu Bandaríkjanna og faerðir
til hafnar i Boston.
Aðstoðarutanrikisráðherra
Bandaríkjanna, Warren
Christopher mótmælti í gær
fyrir hönd stjórnar sinnar
endurteknum brotum sovézku
togaranna á veiðitakmörkum
við strendur Bandaríkjanna.
Carter forseti hittir sovézka
sendiherrann að máli í dag og
er búizt við, að þeir muni ræða
töku togaranna meðal annars.
Það var Jimmy Carter sjálfur
sem ákvað að togararnir skyldu
færðir til bandarískrar hafnar.
Jody Powell, talsmaður Hvíta
hússins,sagði í gær að Banda-
ríkjamenn væru ekki að æsa
upp neinn ófrið. „Við höfðum
lýst því yfir að við leyfðum
þjóðum að aðlaga sig breyttum
reglum um fiskimiðin,“ sagði
hann, „en þolinmæði okkar
getur þrotið."
Togaratakan kemur einmitt á
meðan sambúðin milli Sovét-
ríkjanna og Bandaríkjanna er
með kaldasta móti síðan Jimmy
Carter settist á forsetastól.
Sovézku valdhöfunum hefur
þótt hann einum of afskipta-
samur af mannréttindamálum
austantjaldslandanna. Talið er
að kuldalegar viðtökur við til-
lögum Carters um SALT-
viðræður hafi verið bein af-
leiðing þessara afskipta, — og
nú hafi enn verið stráð salti í
sárið.
Brezkir verkalýðsleiðtogar ræða
ídag um fjárlagafrumvarpið
Niðurstöður fundarins notaðar í væntanlegum
samningum viðrikisstjórnina
Nefnd brezkra verkalýðs-
foringja hittist í London í dag.
Eina málið á dagskrá er að
ræða um hvort verkalýðs-
félögin skuli halda áfram sam-
starfi við ríkisstjórnina um að
halda niðri kauphækkunum í
landinu.
Þetta er í fyrsta skipti sem
leiðtoganefndin kemur saman
síðan Denis Healey fjármála-
ráðherra lagði fjárlagafrum-
varp sitt fram í brezka þinginu.
Þar boðar Healey meðal annars
áframhaldandi skattalækkanir
á hinum vinnandi stéttum gegn
því að kaupkröfum verði haldið
í skefjum.
Nú eru liðin nærri tvö ár
síðan verkalýðsleiðtogarnir
samþykktu samvinnu af þessu
tagi við ríkisstjórnina til að
berjast gegn verðbólgu í
landinu. Hún er nú 15.1% og
þykir fólki það ekki fá jafn
mikið fyrir aurana sína og áður
en verkalýðsleiðtogarnir og
stjórnin gerðu sáttmála sinn.
Vitað er að'margir verkalýðs-
foringjar eru andvígir því að
slíta algjörlega samstarfinu við
ríkisstjórnina, af ótta við að
verðbólgan æði þá upp úr öllu
valdi. Þó er búizt við að krafizt
verði talsvert hærri prósentu-
hækkunar en verið hefur í gildi
fram til þessa til að leiðrétta
það misræmi sem nú er komið
fram.
Niðurstöður fundarins í dag
verða líklega ekki birtar
opinberlega, heldur notaðar i
viðræðum við stjórnina á næstu
vikum og mánuðum. Healey
fjármálaráðherra fær þó
væntanlega að finna smjör-
þefinn af þeim á morgun, er
hann hittir nefndarmenn að
máli.
Lögum samkvæmt ber Rabin að sitja áfram sem forsætisráðherra fram
að næstu kosningum — gegn vilja sínum. Hann sleppur við ákæru
vegna ólöglegs bankareiknings i Bandaríkjunum, en frú Rabin verður
þess i stað ieidd fyrir rétt.
RABIN SKIPAÐ
AÐ SITJA ÁFRAM
— verður ekki ákærður—
Peresnæsta
forsætisráðherraefni
Verkamannaflokksins
Hagur Verkamannaflokksins í
Israel vænkast nú stöðugt eftir
miklar hrellingar í síðustu viku. I
gær ákvað Mapamflokkurinn að
styðja áfram ríkisstjórnina næstu
sex mánuði, — þar til næstu þing-
kosningar fara fram. Þá tilkynnti
dómsmálaráðherra landsins í gær
að Yitzhak Rabin mætti ekki, lög-
um samkvæmt, segja af sér for-
sætisráðherraembætti.
Sú tilkynning dómsmála-
ráðherrans kom um leið og önnur
frá fjármálaráðherranum þess
efnis, að Rabin yrði ekki leiddur
fyrir rétt fyrir að eiga ólöglega
bankainnistæðu í Bandaríkjun-
um ásamt eiginkonu sinni. Rabin
verður aðeins sektaður, en kona
hans verður að svara til saka.
Varnarmálaráðherra ísraels.
Shimon Peres, var valinn af
Verkamannaflokknum á páska-
dag til að taka við
forsætisráðherraembættinu af
Rabin. í þingkosningunum, sem
fara fram 17. maí verður Peres
forsætisráðherraefni flokksins og
þar með efsti maður flokksins.
Yigal Allon utanríkisráðherra
verður í öðru sæti, Abba Eban í
þriðja, Moshe Dayan fyrrum
varnamálaráðherra í sjöunda sæti
og Yitshak ^Rabin í tuttugasta
sæti. Hann þykir nokkuð öruggur
að ná inn á þing aftur, þó að hann
verði aftarlega á merinni að þessu
sinni.
Sem stendur hefur Verka-
mannaflokkurinn 50 sæti af 120 á
ísraelska þinginu.