Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 10

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 10
10 IMdBLAUIÐ. ÞKIiJ.IUDAÍIUK 12. AI'KÍI. 1977 IMEBUUUB frfálst, áháð dagblað Utgefandi DagblaAiA hf. Framkvæmdastjori: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jonas kristjánsson. Fróttastjori: Jón Birgir Pótursson. Ritstjórnarfulltrui: Haukur Helgason. Skrifstofustjori ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþrottir: Hallur Simonarson. AðstoAarfrottastjori: Atli Steinarsson. Safn: Jón' Sævar Baldvinsson. Handrit: Ásgrimur Pálsson. BlaAamenn: Anna Bjarnason, Ásgeir Tomasson, Bragi SigurAsson, Erna V. Ingólfsdóttir, Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob Magnússon, Katrin Pálsdóttir, Krístín LýAs- dóttir, Ólafur Jónsson, Ómar Vsldimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndir: Bjarnleifur Bjarnleifsson, iHörAur Vilhjálmsson, Svoínn ÞormóAsson. Skrifstofustjóri: Ólafur Eyjólfsson. Gjaldkori: Þráinn Þorieifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Áskriftargjald 1100 kr. á mánuAi innanlands. í lausasölu 60 kr. eintakiA. Ritstjórn SiAumúla 12, simi 83322, auglýsingar, áskriftir og afgreiAsla Þverholti 2, sími 27022. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf., Ármúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmirhf., SíAumúla 12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Flokkarnir fengu spark Stjórnmálaforingjar hér á landi hafa komizt upp meó margt. Þeir hafa yfirleitt lifað í þeirri trú að þeir gætu skellt skollaeyrum við óánægjuröddum kjósenda. Það gerði ekki til, þótt menn kvörtuðu. Þeir kæmu hvort sem er til skila á kjördag, nánast upp til hópa. Smalarnir mundu sjá til þess. Óánægja almennings með stjórn- málaflokkana hefur hins vegar magnazt nú og vafalaust aldrei verið meiri. Þetta sýnir skoðanakönnun Dagblaðsins. Þrjú hundruð manns voru spurðir, samkvæmt ákveðnum reglum, og á slík könnun að gefa nokkuð góða mynd af viðhorfunum. Eitt var allra greinilegast í niðurstöðum þessarar könn- unar. Óánægjan með flokkana var gífurleg. Um fjóröi hver tók fram, að hann styddi nú alls engan af flokkunum. Yfirleitt létu menn þá fylgja, að flokkarnir hefðu brugðizt. Til viðbótar þessu sagðist annar fjórðungur vera óákveðinn um, hvaða flokk hann ætti aö styðja. Stjórnmálaforingjarnir munu enn reyna að leiða þessar niðurstööur hjá sér og hafa þær að engu. Þéir munu láta orð falla um, að slíkt sé ekkert að marka. En augljóst er, að könnun sem þessa er fyllilega að marka. Hún sýnir, að um helmingur kjósenda bindur um þessar mundir ekki trúss sitt við neinn af flokkunum. Þetta gæti orðið upphaf af fylgisskriði, sem flokksforingjarnir renna blint í sjóinn um, hvert stefnir. Völd þeirra eru í hættu. Viö þessu er að búast. Fólk er þreytt á ofurvaldi ríkisins og virðingarleysi fyrir ein- staklingunum, sem flokkarnir gangast fyrir allir sem einn. Fólk er þreytt á skattpíningunni þeirra, loddaraleik, uppgerð og falsi. Fólk ber ekki virðingu fyrir skrípaleiknum á Alþingi. Fólk er þreytt á samtryggingu flokkanna og pólitískum stöðuveitingum, bitlinga- og henti- stefnu. Almenningi þykir stjórnmálaforingjarnir slappir. Mönnum geðjast ekki sú efnahags- stefna, sem byggist á óðaverðbólgu og slætti erlendis. Fólk kennir stjórnmálaforingjum um lífskjaraskerðingu, sem hefur þýtt, að laun hér væru orðin helmingur af því, sem gerist í grannríkjunum, og ísland orðiö láglaunaland. Almenningur hefur skilið spillinguna í stjórn- málum betur en áður. Umræða um þjóðmálin hefur opnazt. Miklu fleiri en áður taka afstööu án undirgefni við flokksforingja og koma þeirri afstöðu á fram- færi. Flokkarnir verðskulda fyllilega það spark, sem kjósendur gáfu þeim í skoðanakönnun Dagblaðsins. Þess er að vænta, að aukið raun- sæi kjósenda valdi straumhvörfum, þegar fram í sækir, en mikið þarf til að koma, að svo verði. í flokkunum er fólk, sem gerir sér grein fyrir nauðsyn á róttækum breytingum. Þetta fólk þarf aö láta meira að sér kveða. Þaó er tiltölulega fámennur hópur flokks- foringja og gæðinga þeirra, sem ber ábyrgð á, hvernig komið er. Hinir óbreyttu flokksmenn geta þó ráðið, ef þeir taka höndum saman. ✓* Súdan: r FC IRÐABÚR - Al IABA MILUÓNIR OLÍUDOLLARA STREYMAINN í LANDIÐ Súdan á að verða kjöt- og kornforðabúr Arabaríkjanna. Nú á að fjárfesta milljónir olíu- dollara í landbúnaðaráætlun meðfram bökkum Nílar og í vél- væddum landbúnaði í suður- hluta landsins. Þetta er að vísu búið að marg segja varðandi Súdan, en nú eru framkvæmdir loks hafnar, þrátt fyrir þær spurningar, sem vakna, spurningar eins og: Verða til nægir peningar? Er ekki verið að hætta á of mikið fyrir of lítið? Sagt er að i Súdan sé 40% af óbrotnu landi í Miðausturlönd- um og síðan í fyrra hefur sér- stakt ráð fylgzt með þróun mála þar í landi. Eitt af takmörkunum er að Súdan eigi að geta framleitt 40% af matvörum til Araba- þjóða fyrir 1985. Olíupeningarnir verða látnir standa straum af kostnaði vegna háþróaðs landbúnaðar, sykurverksmiðja og sláturhúsa, Reiðast goðin? skuli fluttir útá strætin a einu bretti innan stundar. Eru þeir því vonum fyrr þar aftur staddir í einu allsherjarboð- hlaupi, þúsundir manna á eftir nokkrum leigubílum. Setur þetta þjóðhlaup sérstakan svip á bæjarbraginn. Betri staðirnir eru þeir með dýru eldhúsin, þangað sem aðeins komast menn með góða risnu, kaupahéðnar og aðrir skattleysingjar, sem hafa ráð á prísunum. Til eru staðir, sem fylla öll vit með kokkteilsósu og einhverju steiktu og nefnast grillstaðir, nokkur kaffihús, diskótek, sætaferðir til fjarlæg- ari staða. Sérstakt afbrigði ofan- nefndra mannstaflasamkoma án verulegrar fágunar eru árs- hátíðir, sem enda flestar eins með hvað-er-svo-glatt, hversu fínt og snobbað sem lagt var upp fyrr um kvöldið. Bíó. Hall- ærisplan. Og er þá upptalningu á tslendingsins uþplyftingu lokið. En leikhúsin, segir kann- ski einhver, og sinfónían? En það er jú kúltúr, segir kúltúr- fólkið þá. Það er fínt og sér- stakt. Hitt er ófint. Mikið djúp skal vera staðfest milli kúltúrs og þess að skemmta sér. Þess- vegna á líka að banna allt það, sem kynni að lenda milli „kúltúrs" og lubbamennsku. Því er bannað að fá sér rauð- vínsflösku með osta- og fransk- brauðskörfu í stúdentakjallar- anum. Menn eiga heldur að setja upphálsbindin ogstimpast í pollunum fyrir utan ólvunar- staðina eða þá sjoppulúgurnar. Bió- og leikhúsgestir gjöri svo vel að hypja sig heim að sýn- ingu lokinni, enda þá búið að Mér er að verða það sífellt ljósara, að fátt virðist þrýsta upp tilfinningasveiflum manna eins mikið og sú ógnun, að fá ekki að halda þeirri stöðu í mannlífi að ráðskast með ann- arra manna gjörðir og háttalag. Nú, þegar tekizt hefur eftir töluverða mæðu að draga hug- tök einsog frelsi og mannrétt- indi inní samræðuna um bjór- frumvarpið, má alþýðu þessa lands, sem alltaf er verið að hafa vit fyrir, ekki sjást yfir, að það er ekki svo lítil frelsis- skerðing að meina snögglega töluvert viðkvæmum hópi fólks að banna samborgurum sínum eitt og annað, sem hann hefur sjálfur lítinn áhuga eða trú á. t því ljósi ber að sýna bannend- um allra tima visst umburðar- lyndi og skilning á því, að oft virðist sem þeir sjái aðeins tvo kosti í hverju máli, og ráði þar um einhver eðlislæg innrétting heilans: að annaðhvort geti þeir neytt aðra til að ástunda ekki ýmsan verknað, s.s. að eiga hund eða drekka öl, eða að þeir verði sjálfir neyddir til þess arna. Það er einsog þriðji kost- urinn, að enginn neyði neinn, sé ekki til í þessum innrétting- um. Því sé undrun bannenda yfir vissum frjálsræðishug- myndurn stór og tendrist uppí allskyns hugsjónir í þá veru, að breyta engu aldrei að eilífu. Skoðum ögn núverandi ástand, sem þessu samkvæmt má ekki hrófla við og drögum um leið enn eitt hugtak inn í umræðuna.. hugtakið „reisn", sem ékki er óskylt „frelsi" og „mannréttindum": Land hráslagans, næðings og aur- bleytu hefur fundið upp og þróað sérstaklega þjóðlegt form mannlegra samskipta, staði, þar sem íbúar á öllum aldri mega híma með bláar hendur utan- dyra í þessum næðingi, þessari aurbleytu og rigningunni (o.s.frv.) unz að þeim er otað nauðþurftum kvöldsins I gegn- um smágat á vegg einsog rauða- krosspökkum að flóttafólki. Setja upp hálsbindin og stimpast í pollunum Götin heita lúgur, en stað- irnir sjoppur. Þær glæsilegustu eru þó með hurð, sem íslend- ingum er hleypt innum í smá- kytru með útkrotuðum veggj- um og e.t.v. bekkjaröð setinni af uppínefsjúgandi vaðstígvéla- æsku landsins með kók og smók. Og tekur þá við gatið á veggnum þar fyrir innan. Nokkur kvöld vikunnar opna svo hinir hátimbruðu opinberu ölvunarstaðir. Skv. þjóðarhefð verða þeir íslendingar, sem gera vilja sér dagamun, að vaða sérstaklega mikinn aur til há- tíðabrigða eða teyga moldviðri vissan skyldutíma áður en þeim er hleypt i mannastaflann innandyra. Þar er síðan tekið til óspilltra málanna við að skemmta sér einsog í bygging- arvinnu og bætt af kappi við þá drykkju, sem upphófst af flösk- um í rykinu úti fyrr um kvöldið. Má nú engan tíma missa, því að hér fer nú tvennt saman: hið samfélagslega álit, að á þessum stað megi haga.sér einsog skepna að því einu til- skildu að menn séu nteð háls- bindi, og sú samræmda gjörð, að allir góðglaðir Reykvíkingar nokkuð sem sárafáir Súdan- búar þekkja nokkuð til. Mikið af því fjármagni fer í að reisa nýtt áveitukerfi meðfram Nílarfljóti. Þar á síðar að rækta baðmull, hnetur og sykur, auk þess sem nautgrípa- rækt verður stunduð í stórum stíl. Níl uppurin Sérfræðingar segja að Níl sé að verða uppurin. Egyptar hafa þegar notfært sér sinn hluta af fljótinu og Súdan á ekki langt í land með að gera slíkt hið sama. Það er af vatninu sem fram- kvæmdirnar takmarkast. Það komu Englendingar auga á fyrir 70 árum og hófu þá að kanna möguleikana á því að nýta gríðarstóra mýrarfláka í suðurhluta Súdans. í dag er búið að hrinda þeim hugmyndum í framkvæmd. Vitað er að Níl missir um 40% af vatnsmagni sínu í mýrar- flákum þessum vegna upp- gufunarinnar og nú á að grafa mikinn skurð, Jonglei- skurðinn, sem á að sjá Níl fyrir meira vatni. Framkvæmdir þessar eru taldar vera á bekk með hinum gífurlegu framkvæmdum við Assuan-stífluna hér um árið í Egyptalandi. Framkvæmdirnar við HELGI PETURSSON

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.