Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 7
7 DAGBLAÐIÐ. ÞKIÐJUDAGUR 12. APRÍL 1977. Lögreglufréttir 13ogl7árapiltar villtust í páskaferð Um 150 manna hópur skipulagði leit þá er þeir komu f ram Páskaferð tveggja hafn- firzkra pilta, 13 og 17 ára gam- alla, varð nokkuð söguleg aðfaranótt laugardagsins. Þeir höfðu ætlað sér að ganga á Fagradalsfjall í Reykjanesfjall- garði á föstudaginn langa. En heim komu þeir ekki á fyrir- fram ákveðnum tíma og er kvöldið leið og nóttin skall á var tekið að óttast um þá. Lögreglumenn óku um alla nálæga vegi og litu inn í útihús og skýli sem piltarnir hugsan- lega höföu leitað til. Öll sú eftirgrennslan var árangurs- laus. Voru þá hjálparsveitir kvaddar út er leið á nóttina og voru á annað hundrað leitar- manna komnir á vettvang fyrir birtingu á laugardag. Var verið að skipuleggja leitina er pilt- arnir komu niður á Reykjanes- braut við Kúagerði, fengu far heim og gerðu vart við sig. Þeir höfðu villzt í þéttri þoku er skall á er á föstudaginn leið og einnig breytti um vindátt, sem og villti fyrir þeim og þegar tók að lýsa af degi áttuðu þeir sig á staðháttum og komust fljótt heim. Varð þeim ekki meint af næturgöngunni. -ASt. VINNUSLYS í JÖKULFELLI Vinnuslys varð á skírdag er hristing auk þess sem hann verið var að vinna við afferm- meiddist i andliti. Maðurinn ingu á Jökulfellinu i Sunda- var 'fluttur í slysadeild en höfn. Bretti með vörum á slóst í meiðsli hans ekki talin alvar- mann sem vann í einni af lest- legs eðlis. um skipsins. Fékk hann heila- -ASt. Bíll veltur í Svínahrauni Um ellefuleytið í gærmorgun vait Range Rover jeppi í Svína- hrauni á móts við Þrengsla-' vegamót. Krap var á veginum en þó ekki beint hált. Að sögn liigreglunnar á Selfossi var annar afturhjólbaröi bifreiðar- innar sprunginn en ekki taldi þó lögreglan sannað að þaö — hefði verið orsök slyssins. Fjór- ir menn voru i bílnum, 2 karl- menn og 2 unglingsstúlkur. Annar karlmannanna slasaðist verulega og var hartn fluttur á gjörgæzludeild Borgarspital- ans. Hitt fólkið slasaðist minna og var því leyft að fara heint eftir skoðun á slysadeild. DS Rúður brotnar í Vogaskóla Um helgina voru brotnar allmargar rúður i húsnæði Ménnta- skólans við Tjörnina í Vogaskóla og húsnæði gagnfræðaskólans á sama stað. Sú stærsta var þrír fermetrar en aðrar voru minni. Alls voru þetta 18 rúður sem brotnar voru og nemur tjónið 400-500 þúsundum króna. Einnig var brotizt inn í Menntaskólann og þar farið um og leitað að peningum bæði í sjoppum nemenda og á kennarastofu. Þeir sem þarna voru að verki höfðu þó ekkert upp úr krafsinu því engir peningar voru geymdir á staðnum. Ekkert hefur fundizt sem gefið gæti upplýsingar um sökudólgana né heldur ástæður þeirra til þessara aðgerða. DS. BARNAREIÐHJÓL-ÞRÍHJÓL Mesta úrval landsins af reiðhjólum og þríhjólum, fæst hjá okkur. Góð varahluta- og viðgerðaþjónusta. FÁLKIN N SUÐURLANDSBRAUT 8, SÍMI 84670 PETTA EIGA BÍLAR AÐKOSTA Skoda Amigo er mjög falleg og stílhrein bifreió. Hun er búin fjölda tæknilegra nýjunga og öryggió hefur verió aukió til muna. Kornió og skoöió þessa einstöku bifreiö JÖFUR HF Tékkneska bifreióaumboóió ó Islandi AUOBREKKU 44-46 - KOPAVOGl - SIMI 42600

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.