Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 16

Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 16
HEHSON DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUK 12. AmiL DAGBLADIÐ. ÞKID.JUDAGUH 12. APKÍL 1977 iþróftir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir Standard í fjórða sæti — Ásgeir skoraði gullfallegt mark Við hjá Standard sigruðum Beringen á heimavelli 3-2, Charleroi tapaði fyrir I efsta liðinu í deildinni, FC Brugge, 0-1 í Charleroi, en Royale Union gerði ekki I nema jafntefli í Brussel í 2. deildinni við Berchem, sagði Ásgeir Sigurvinsson, I þegar Dagblaðið ræddi við hann i gær. Þetta var fjörugur leikur framan af I við Beringen, sagði Ásgeir ennfremur. Standard komst strax í 1-0 með marki 1 Riedi — og mér tókst að skora annað mark liðsins. Það var fallegt mark eftir I hornspyrnu. Knötturinn kom fyrir mark- ið og ég skallaði knöttinn efst í markið ) — alveg upp í samskeytin. Beringen minnkaði muninn í 2-1 eftir mistök Piot, I belgíska landsliðsmarkvaróarins hjá Standard, en það stóð ekki lengi. Við ) fengum aftur hornspyrnu. Knötturinn var skallaður út úr vítateignum og þar I kom Geretz bakvörður. Spyrnti viðstöðu- laust á markið og boltinn flaug í mark. Sannkallaður þrumufleygur efst í mark- ið út við stöng. Marteinn Geirsson horfði I á leikinn og hann sagði á eftir, að þetta væri eitt fallegasta mark, sem hann I hefði séð. Aftur minnkuðu leikmenn Beringen I muninn eftir misheppnað úthlaup Piot. Staðan 1 hálfleik 3-2 og fleiri mörk voru | ekki skoruð í leiknum. Við leikum í Frakklandi á morgun — æfingaleik við | Lyon, en á laugardag á Standard þýðingarmikinn leik í 1. deiid gegn Lokeren á útivelli. Standard er nú í fjórða sæti og allar líkur eru á, að fjórða I sætið gefi rétt í UEFA-keppnina næsta leiktímabil. Við keppum um það sæti við Lokeren og Beerschot. Eins og er hefur Standard tveimur stigum meira — en þá | er ekki reiknað með leikjum Lokeren og Beerschot í gærkvöld, sagði Ásgeir, | þegar við töluðum við hann í gær- morgun. Guðgeir Leifsson var varamaður Charleroi í leiknum gegn FC Brugge — | en Charleroi-liðinu tókst ekki að skora í leiknum. Union lék við Bersehem í I Brussel — lið, sem féll niður úr 1. deild í fyrra. Jafntefli varð 1-1. Berschem skor- i aði á undan úr vítaspyrnu, en Stanley jafnaði fyrir Union. Marteinn Geirsson I lék allan leikinn, en Stefán Halldórsson kom inn á eftir leikhléið. Öll efstu liðin í I 2. deild gerðu jafntefli, svo þar er staðan óbreytt. Boom efst með 34 stig, Eisden hefur 32 stig og Uníon 31 stig. Urslit í 1. deild. Antwerpen-Waregem 0 Charleroi-FC Brugge 0 Standard-Beringen 3 Beveren-Liege 3 Winterslag-Ostende 2 Maiinois-Lierse 0 CS Brugge-Molenbeek 1 1 bikarkeppninni leika í undai úrslitum FC Brugge-Waregem annars . vegar, en Anderlecht-CS Brugge hins' vegar. í gærkvöld sigraði Courtrai Beerschot1 2-0 i 1. deild. Enn sigrar Björn Sænski tennisleikarinn Björn Borg I vann yfirburðasigur á miklu tennismóti í Monte Carlo, sem lauk á sunnudag. Til I úrslita iék Björn við Cirrado Barazzutti, italíu, og vann með 6-3, 7-5 og 6-0. Björn Borg er fluttur frá Svíþjóð — vegna skatta — og hefur búsetu í Monte Carlo. Heimsmet Sovézki lyftingamaðurinn. Alexander Kozlov setti nýtt heimsmet á móti í Volzhzky 9. apríl. Hann snaraði 170 kílóum og bætti heimnsmet Sergei Arakelov, Sovétríkjunum, úm tvö kíló. Kozlov er í 100 kg flokki. Efstu liðin sigra Úrslit í 29.umferð í 1. deild spænsku knattspyrnunnar urðu þessi. Atl. Madrid-Las Palmas 1 Betis-Racing í Espanol-'Malaga 1 Sociadad-Salamanca 1 Celta-Bilbao < Valencia-Barcelona < Zaragoza-Hercules 1 Burgos-Sevilla 1 Elche-Real Madrid 1 Atletico Madrid er efst með 41 stig. | Barceiona hefur 37 stig, Biibao 33 og Real Madrid, sem selt hefur Paul | Breitner til Brunswick fyrir 370 þúsund sterlingspund, er með 31 stig ásamt | Valencia, Espanol og Bilbao. Sigurður Haraldsson — þrefaldur Islandsmeistari. UH-myna svp. SIGURÐUR K0NGUR- INN í BADMINT0N! Sigurður Haraldsson, TBR, var meistarinn mikli á íslandsmótinu í badminton, sem háð var i Laugardalshöll um páskana. Varð þrefaldur íslandsmeistari og varði titla sína frá í fyrra með glæsibrag. Þátttakendur voru um 90 og var keppt í meistarafiokki og A-fiokki. Margir skemmti- iegir leikir sáust á mótinu og áhorfendur voru allmargir. 1 einliðaleik karla lék Sigurður til úrslita við félaga sinn Jóhann Kjartansson. Þar var minni keppni, en reiknað hafði verið með. .Jóhann náði sér aldrei á strik og Sigurður vann 15-6ogl 5-6. í undanúrslitum lék Sigurður við Sigfús Ægi Árnason, TBR, og vann í þremur lotum 15-4, 2-15 og 15-9. Að öðru leyti var leið hans í úrslitin greið. Jóhann sigraði Friðleif Stefánsson, KR, í þremur lotum 15-7, 10-15 og 15-6, og vann svo Harald Kornelíusson, TBR, í undanúrslitum í þremur lotum, 15-6, 6-15 og 15-9. 1 úrslitum í tvíliðaleik karla- léku Sigurður og Jóhann við Harald og Steinar Petersen. Það var skemmtilegasti úrslitaleikur- inn. Þeir Sigurður og Jóhann unnu í þremur lotum 15-6, 8-15 og 15-4. í einliðaleik kvenna sigraði Lovísa Sigurðardóttir, TBR, Hönnu Láru Pálsdóttur, TBR, í úrslitum 11-1 og 11-7 og hlaut Lovísa bikar til eignar. I úrslitum í tvíliðaleik kvenna léku Lovísa og Hanna við Vildísi Kristmanns- dóttur, KR, og Önnu Njálsdóttur, TBR, og sigruðu með 15-4 og 15-7. Þær unnu bikara til eignar. 1 tvenndarkeppninni sigruðu Sigurður Haraldsson og Hanna Lára. Léku til úrslita við Lovísu og Steinar og unnu 15-11 og 15-5.1 Old boys keppninni unnu þeir Ríkharður Pálsson og Jón Árna- son, TBR, þá Ragnar Haraldsson og Gísla Guðlaugsson í úrslitum 15-7 og 15-3. I einliðaleik karla í A-flokki sigraði Víðir Bragason, IA, Reyni Guðmundsson, KR, í úrðltum 15- 12 og 15-12. í einliðaleik kvenna,, A-flokki, sigraði Sigríður M. Jóns- dóttir, TBR, Ásu Gunnarsdóttur, Val, í úrslitum 11-2 og 12-9. t tvíliðaleik karla sigruðu Víðir og Björn Björnsson, ÍA, Ágúst Sigurðsson og Gylfa Óskarsson, Val, í úrslitum 15-7 og 17-15. I tvíliðaleik kvenna sigruðu Sigríður M. Jónsdóttir og Jórunn Skúladóttir, TBR, þær Kristínu Aðalsteinsdóttur og Jakobínu Steindórsdóttir, IA, í úrslitum 15- 11 og 18-16 og í tvenndarkeppni A-flokks sigruðu Guðmundur Adolfsson og Sigríður M. Jóns- dóttir, TBR, Víði Bragason og Kristínu Aðalsteinsdóttur, lA, í tvísýnasta leik Islandsmótsins með 18-13, 9-15 og 18-17. Áhugalaust úrvalslið varð Fredricia auðveld bráð! —Fredricia KFUM fór héðan ósigrað eftir sigur í gær gegn úrvalsliði—25-22 Dönsku meistararnir Fredricia KFUM léku við úrvals- lið að mestu skipað þeim leik- mönnum er léku með íslenzka landsliðinu í Austurríki en þar vantaði þó stærstu nöfn fslands — þá Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson. Fredricia sigraði 25-22 — og áhugi íslenzka liðsins virtist sáralítill. Danirnir gátu nánast gengið að vild í gegn um vörn íslenzka liðsins — og sðknarleikur úrvalsliðsins var lengst fálmkenndur og tilviljana- kenndur. íslenzku leikmennirnir virtust hafa sáralítinn áhuga á verkefni Watson vann gullbjörninn Tom Watson sigraði í gær í US Masters — einu af mestu golfmótum heims. Watson, sem er kunnur golf- maður, sigraði eftir hörkukeppni við gullbjörn- inn Jack Nicklaus, fræg- asta golfmann heims. Þegar síðasta umferðin hófst hafði Watson þriggja högga forskot á Nicklaus — en stóri Jack hafði farið hægt í sakirnar framan af. í lokaumferðinni setti hann hins vegar á fullt og hafði jafnað við Watson á 14. holu. Á þeirri 15. náði Nicklaus forustu og allir reiknuðu með sigri hans. En hinir fjölmörgu áhorfendur virtust hafa slæm áhrif á Nicklaus lokaholurnar. Hann lék ekki jafn vel og áður, en Watson, sem var í næsta hóp á eftir Nicklaus, náði sínu bezta á ný. Watson náði forustu á 17. holu — og Nicklaus þurfti að leika þá síðustu á „birdie“ til að jafna, en tókst ekki. Lék hringinn á 66 höggum — eða sex undir pari. Frábært afrek, þótt það nægði ekki. Watson lék • hringinn á 67 höggum og sigraði á 276 höggum. Nick- laus varð annar á 278 högg- sínu í gærdag — vörn íslenzka liðsins nánast gatasigti og sóknar- leikur slakur. Áhorfendur er í Höllina fóru áttu von á að fá að sjá Geir Hallsteinsson og Björgvin Björgvinsson — þá leik- menn er draga íslenzka áhorf- endur að leikjum hér á landi — en þeir urðu fyrir miklum von- brigðum er báða þessa snjöllu leikmenn vantaði. Furðulegt að úrvalslið skuli tilkynnt, án þess að því er virðist, að athugað sé fyrst hvort leikmenn geti leikið. Nú, en jafnræði var með liðunum í byrjun — um miðjan fyrri hálfleik var jafnt 5-5 — en þá komu 5 dönsk mörk í röð, 10-5, og það bil náði íslenzka liðið aldrei að brúa. Staðan í leikhléi var 14-10 en mestur varð munurinn í síðari hálfleik 6 mörk, 16-10, síðan 20-14 og öruggur sigur Dana í lokin, 25-22. _____ Fredricia er að stofni til danska landsliðið í dag — ákaflega sterkt félagslið og árangur þess undan- farin ár sannar það — í fyrra var liðið í úrslitum Evrópukeppni meistaraliða, og í ár í undanúrslit- um. Fredricia hefur nýlega tryggt sér danska meistaratitilinn þriðja árið í röð. Sannarlega góður árangur — og þar hefur danska stórskyttan Fleming Hansen leik- ið aðalhlutverk. Hann hefur ávallt verið markhæsti leikmaður liðsins — auk þess að vera undan- farin ár markhæsti leikmaður í dönsku deildinni. Fremur lítið bar á Fleming Hansen í íslands- reisunni — þó sáust af og til þrumuskot hans. Fleming beitti fyrir sig hnefum — en þar er hann mun lakari en handknatt- léiksmaður. Hann reyndi að slá Þorberg Aðalsteinsson með krepptum hnefa — en hitti ekki. Atvik sem raunar fór framhjá dómurum leiksins — þeim Ölafi Steingrímssyni og Gunnari Kjartanssyni — en þeir áttu ákaf- lega dapran dag. Þeir Ólafur Einarsson og Þor- björn Guðmundsson voru markhæstu leikmenn íslenzka liðsins með 6 mörk hvor. Fredricia lék á fimmtudag við Víking — og sigraði danska liðió 37-32 eftir að Víkingur hafði leitt fyrri hálfleik lengst af. Víkingur var án þeirra Ölafs Einarssonar og Björgvins Björgvinssonar. Á laugardag lék Fredricia við íslandsmeistara FH og sigraði 23- 19. h halls. 'Þorbjörn Guðmundsson — sKor- aði sex mörk. Sveit Akureyrar, sem sigraði í flokkasviginu. DB-mynd Karl Pálsson. Halldór Matthíasson, Reykjavík, og Magnús Eiríksson, Siglufirði. Einvígi þeirra í skíðagöngu voru einn af hápunktum skíðalandsmótsins — og vöklu langmesta spennu meðal áhorfenda. Halldór varð sigurvegari í 15 km göngunni og í boðgöngunni, en Magnús sigraði í 30 km skíðagöngunni með glæsibrag eftir siórskemmtilega keppni við Halldór, DB-mynd Karl Pálsson. Reykjavík með flesta skíðameistara Frá Karli Pálssyni, fréttaritara Dagblaðsins á Siglufirði. Skíða- landsmótið hér á Siglufirði hófst í fegursta veðri — en eftir því sem á mótið leið gekk á ýmsu. Hvassviðri um tíma og varð að fresta einni grein af þeim sökum um nokkurn tima. í heild gekk mótið þó vel fyrir sig og var þeim, sem að því stóðu, tii sóma. Keppt var um 14 meistara- titla Reykvíkingar urðu sigursæl- astir með fern gullverðlaun. Akureyringar, ísfirðingar og Sigl- firðingar hlutu þrenn 'gullverð- laun og Ólafsfirðingar ein. Halldór Matthíasson, Reykja- vík, varð sigurvegari i fyrstu grein mótsins, 15 km skíðagöngu eins og áður hefur verið skýrt frá hér í blaðinu. Á miðvikudag var keppt í stökki í Dalabakka. Mæli- lengd í flokki 20 ára og eldri var 49 metrar en 45 m í flokki 17-19 ára. Urslit urðu þessi í keppni fulloróinna. 1. Marteinn Kristjánsson, Sigluf. 49.0—56.5 = 215.0 2. Björn Þór Ölafsson, Ölafsf. 47.0—47.5 = 208.5 3. Ásgrímur Konráðsson, Ólafsf. 43.5—50.0 = 204.0 Flokkur 17-19 ára 1. Guðmundur Garðarsson, Ölafsf. 43.5—48.5 = 219.9 2. Jóhann Sigurðsson, Ólafsfirði, 36.5—43.5 = 183.2 3. Helgi Ástvaldsson, Ólafsf. 35.0—42.5 = 176.6 I norrænni tvíkeppni varð Björn Þór Ölafsson, Ölafsfirði, 'Islandsmeistari, hlaut samtals 486.9 stig. Þorsteinn Þorvaldsson, Ólafsfirði, varð annar með 399.67 stig. I flokki 17-19 ára sigraði Guðmundur Garðarsson, Ölafs- firði, með 495.29 stigum. Á fimmtudag var keppt í stór- svigi karla og kvenna. Rásmark var ofan við Hólshyrnu. Braut karla var 1150 m löng. Fallhæð 450 m og hlið 52, en í síðari ferð var hliðum fækkaó í 48. Kvenna- brautin var 800 m. Fallhæð 350 m og hlið 37. Ursiit í karlaflokki. 1. Einar Valur Kristjánsson, Isaf. 69.81—66.56 = 136.37 2. Haukur Jóhannsson, Akureyri 69.13—67.25 = 136.38 3. Hafþór Júlíusson, tsafirði, 70.03—66.50 = 136.52 4. Gunnar Jónsson, tsafirði, 69.23—67.90 = 137.13 5. Bjarni Sigurðsson, Húsavík, 72.00—67.23 = 139.23 6. Benedikt Jónsson, Húsavík, 71.90—67.39 = 139.29 Þetta var jafnasta keppni móts- ins. Aðeins einn hundraðasti úr sekúndu munur á fyrsta og öðrum manni, Sigurður Jónsson, Isa- firði, var ekki skráður til keppni í mótið — en hann mun vera er- lendis. Urslit í kvennaflokki. 1. Steinunn Sæmundsd. R.vík. 57.51—58.66 = 116.17 2. Jórunn Viggósdóttir, R.vík. 58.69—58.75 = 117.44 3. Margrét Baldvinsd. Akureyri. 60.37—58.78= 119.15 4. Asdís Alfreðsdóttir, R.vlk. 60.59—60.75 = 121.34 Sveit Reykjavíkur sigraði í 3x10 km boðgöngu. I sveitinni voru Ingólfur .Jónsson, 39.16 min. Guðmundur Sveinsson, 40.42 mín. og Halldór Matthíasson 35.42 — samtals 115.40. Sveit Ölafsfjarðar varð í öðru sæti á 115.54 mín. Jón Konráðsson 38.16 — Guðm. Garðarsson 40.34 og Haukur Sigurðsson 37.04 mín. Sveit Siglu- fjarðar var i þriðja sæti á 117.32 mín. Gunnar Guðmundsson 41.53 — Björn Ásgrímsson 39.31 og Magnús Eiríksson 35.58 mín. Á föstudag var haldið skiða-, þing. Þar var ákveðið að næsta landsmót verði í nágrenni Reykja- víkur. Hákon Ölafsson var endur- kjörinn formaður Skíðasam- bandsins — og nýr maður i stjórn er Hreggviður Jónsson, Reykja- vík. Á laugardag var keppt í svigi karla og kvenna á sama stað og í stórsviginu. I karlaflokki var brautin 600 m og fallhæð 220 m. Hlið 57. I síðari ferðinni var brautin stytt í 580 m og hlið þá 55.31 keppandi mætti til leiks og 17 luku keppni. Urslit urðu þessi. 1. Hafþór .Júlíusson, ísafirði 59.21—56.17 = 115.38 2. Tómas Leifsson, Akureyri, ’ 60.18—56.20 = 116.38 3. Jónas Ölafsson, Reykjavík, 61.15—55.94 = 117.09 4 Árni Öðinsson, Akureyri, 57.95—59.76 = 117.71 5 Árni Þór Árnason, Reykjavík, 60.58—57.56 = 118.14 6. Björn Sigurðsson, Húsavík, 59.63—58.76 = 118.39 Kvennabrautin var 470 m. Fallhæð 180 m og hlið 47 í fyrri umferðinni, en brautin var lengd í 490 m í síðari umferð og hlið þá 50. Her Skogstad, Noregi, lagði brautina. Steinunn Sæmundsdótt- ir, sigurvegarinn í stórsviginu, varð fyrir áfalli í fyrri umferð- inni, en í þeirri síðari náði hún langbeztum tíma. Náði þó ekki nema sjötta sæti í keppninni. Urslit urðu þessi. 1. Margrét Baldvinsd. Akureyri, 49.17—50.22 =99.39 2. Jórunn Viggósdóttir, Reykjavík, 49.26—50.55 = 99.81 3. Sigríður Jónasdóttir, Akureyri, 52.21—50.67 = 102.88 4. María Viggósdóttir, Reykjavík, 52.67—50.59 = 103.26 5. Guðrún Leifsdóttir, Akureyri, 51.64—51.79 = 103.43 6. Steinunn Sæmundsdóttir, Reykjavik, 57.15—47.45 = 104.60 Asunnudag var keppt i30 km göngu. 11 keppendur og þar tókst Magnúsi Eiríkssyni, Siglufirði, að sigra Halldór Matthíasson. Þeir voru í sérflokki. Gengnir voru fjórir hringir. Magnús var ræstur mínútu á eftir Halldóri og dró strax á Halldór á fyrsta hring. Gekk á 22.26 en Halldór á 22.48 mín. Eftir 15 km hafði Magnús alveg náð Halldóri — saman- lagður tími hans þá 45.32, en Halldórs 46.30 — og á þriðja hring skiptust þeir á um forustuna. Eftir hann var Magnús með 59 sek. betri tíma — 69.11 gegn 70.10 og á síðasta hringnum fór Magnús vel framúr Hajldóri ákaft studdur af fjölmörgum áhorfendum. Úrslit. 1. Magnús Eiríksson 92,46 2. Halldór Matthíasson, 95.04 3. Haukur Sigurðss. Ö. 104.12 I flokki 17-19 ára urðu úrslit þessi. 1. Guðm. Garðarsson, Ól. 48.38 2. -Jón Konráðsson, Ól. 49.35 3. Björn Ásgrímsson, S. 50.11 Norski unglingameistarinn gekk á 44.57 mín. I flokkasvigi karla sigraði sveit Akureyrar. Tími 321.96 sek. Haukur Jóhannsson 79.42 — Björn Víkingsson 81.19 — Tómas Leifsson 80.94 og Árni Óðinsson 80.41. Sveit Reykjavíkur varð önnur á 469.97 sek., en sveitir ísafjarðar og Húsavíkur luku ekki keppni. 1 flokkasvigi kvenna sigraði einnig sveit Akureyrar á 263.83 sek. Guðrún Leifsdóttir 87.35 — Sigríður .Jónsdóttir 89.70 og Margrét Baldvinsdóttir 86.78 sek. Önnur varð sveit Reykjavíkur á 268.52, Ásdís Alfreðsdóttir 90.00 — Jórunn Viggósdóttir 89.83 og Steinunn Sæmundsdóttir 88.69. I tvíkeppni í göngu, 15 og 30 km. varð Magnús Eiríksson sigur- vegari með 513.43 stig. Halldór Matthíasson annar með 507.46 og Haukur Sigurðsson þriðji með 417.65. í flokki 17-19 ára Guðmundur Garðarsson, Ölafs- firði, með 519.49 stig. Björn Ásgrímsson, Siglufirðí, varð annar með 483.97 stig. I alpatví- keppni karla sigraði Hafþór Júlíusson, Isafirði, en í alpatví- keppni kvenna Jórunn Viggós- dóttir, Reykjavík. Verðlaunaaf- hending var um kvöldið á páska- dag og mótinu þá slitið, en um nóttina var dansleikur frá 12-4. Rögnvaldur Þórðarson, formaður Skíðafélags Siglufjarðar, afhenti verðlaun. Maður mótsins var Guðmundur Garðarsson. Hlaut fern gullverð- laun og ein silfurverðlaun. KP. íþróttir

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.