Dagblaðið - 12.04.1977, Blaðsíða 6
fi
DAGBLAÐIÐ. ÞRIÐJUDAGUR 12. APRlL 1977.
Lögreglufréttir páskahelgarinnar Lögreglufréttir páskahelgarinnar
STORSLYSALAUSTI
MANNLÍFINU UM PÁSKANA
Mikil drykkja á miðvikudag og heimiliserjur víða
Ok á þrjá lögreglu-
bíla á flótta sínum
Ævintýralegur eltingaleikur við drukkinn 17
ára gamlan ökumann
Lögreglumenn í Reykjavík
lentu í enn einum hörkuelt-
ingaleik viö drukkinn ökumann
síðdegis á laugardag. Lauk
þeim leik ekki fyrr en sá ölvaði
hafði ekið utan í þrjá lögreglu-
bila og skemmt þá, einn lítil-
lega en hina tvo meira og lang-
mest þó einn sem hann ók þri-
vegis á. Varð hinn ölvaði ekki
stöðvaður fyrr en lögreglubíl
var í lokin ekið í veg fyrir hann
og leið hans þannig lokað.
„Ballið" hófst á sakleysisleg-
an hátt. Arekstur varð á mótum
Hverfisgötu og Snorrabrautar
og voru lögreglumenn að sinna
þeim árekstri er þeir veittu at-
hygli stjórnanda Volkswagen-
bifreiðar, lítillar og gamallar,
sem liafði tekið sér biðstöðu
aftan v’ið bílana sem i árekstr-
inumlentu.Virtistókumaðurinn
eitthvað miður sín. Er lögregl-
an hugðist hafa tal af honum,
vaknaði hann til lífsins, steig
bensínið í botn og sá á eftir
honum inn Hverfisgötu. Lög-
'reglubílar héldu þegar á eftir
honum og barst leikurinn inn
Laugaveg, um Nóatún og ýmsar
götur í Hlíðunum.
Lögreglubílarnir komust oft
að hlið hans og reyndu að
stöðva frekari akstur. En öku-
manninum drukkna tókst að
hrinda þeim frá hvað eftir ann-
að. Varð það ekki fyrr en til
þess ráðs var gripið að aka í veg
fyrir hann sem aksturinn varð
stöðvaður.
Ökumaðurinn reyndist 17 ára
piltur, sem nýlega tók próf.
Neitaði hann að skýra ntál sitt
og gisti þvi fangageymslur um
nóttina. Daginn eftir var víman
af honum runninn og hann
fékkst til að sitja fyrir hjá lög-
reglumönnum við skýrslugerð
og játa gjörðir sínar.
-ASt.
Töluverð ölvun var í
höfuðborginni á miðvikudags-
kvöld fyrir skírdag. Höfðu
margir að venju haft viðkomu í
áfengisverzlununum og virtust
sumir vel birgir fyrir bænadag-
ana. Ýmsir munu á miðvikudag
hafa orðið frekir á fimm daga
skammtinn. Atti lögreglan all-
annríkt þetta kvöld.
Talsvert var um heimiliserj-
ur víðs vegar um bæinn, og var
lögreglan kvödd á marga staði
til að skakka leikinn. Varð víða
róstusamt, þó ekki yrðu úr
neinir stórviðburðir.
Er leið á kvöldið mátti heita
að fangageymslur lögreglunnar
hafi verið fullskipaðar og voru
menn og konur þangað flutt
víðs vegar að úr bænum og frá
skemmtistöðum borgarinnar.
En þrátt fyrir mikla drykkju
urðu ekki af meiri háttar slys
eða meiðingar. Er það álit lög-
reglunnar að menn hafi komizt
gegnum páskahelgina stórtíð-
inda- og stórslysalaust.
Á skirdag og á föstudaginn
langa áttu lögreglumenn rólega
daga og laugardagurinn leið án
tíðinda að kalla. Skemmtistaðir
voru þá opnir til 11.30. Víða í
heimahúsum virtust þó sam-
kvæmi fram eftir nóttu aðfara-
nött páskadags.
Veðrið versnaði í höfuðborg-
inni er á leið laugardaginn og
varð borgin alhvít. Mikil hálka
myndaðist á götum, en þrátt
fyrir allmikla næturumferð
kom ekki til óhappa.
Einn var tekinn ölvaður á bíl
sínum á Hallærisplani um nótt-
ina eftir að hafa ekið utan í
annan bíl. Annar ölvaður var
tekinn eftir hádegi á páskadag.
Ók hann á stöðumæli. Hafði
hann verið að hressa sig á
páskadaginn eftir fyrri
drykkju.
-ASt.
ENGAR FRÉTTIR AÐ
RllÐUR SÉU BROTNAR
SLÖKKVIUÐIÐ Á VETTVANG
r
UT AF HITAVEITUREYK
IBREIÐHOLTINU
Maður sem býr í blokk
skammt frá Hagaskóla var
fljótur að grípa til síma síns á
páskadagsmorgun, er hann sá
óeðlilegan reyk stíga til himins
fyrir utan glugga á íbúð sinni.
Slökkviliðið var á varðbergi
sem vera ber og sinnti kallinu í
skyndi. En það var gripið í tómt
hvað eld snerti, því við blasti að
reykurinn sem skelft hafði
blokkarbúann steig upp úr hita-
veitustokkum í jörðu niðri. Var
þarna vinnuflokkur frá Hita-
veitunni að lagfæra bilun.
Þetta varð eina útkall
slökkviliðsins um bænadagana
tengt reyk eða grun um eld.
Hins vegar var nokkuð um
.sjúkraflutninga, hjartaáfall og
fleira og einnig nokkuð —
kannski óvenjulega mikið —
um flutninga fólks sem hafði
tekið inn of stóra og hættulega
lyfjaskammta.
-ASt.
Lögreglumönnum finnast
það nú orðið litlar fréttir og
ómerkilegar þó rúðubrot séu
framin í Breiðholti eða innbrot
séu framin í ýmsar stórbygg-
ingar sem eru mótsstaðir
unglinga. Þannig var brotizt
inn í Fellaskólann rétt einu
sinni á miðvikudagskvöldið, en
ekki talið að það hafi nú fremur
en oft áður verið gert í auðg-
unarskyni.
Þá var og rúða brotin í bygg-
ingu KFUM í Breiðholti, en
margar aðrar rúður í þeirri
byggingu hafa fengið slíka
útreið áður.
-ASt.
B.S.A.B.
Orðsending til f élagsmanna
Byggingarsamvinnufélagsins
AÐALBÓL
(áður Byggingarsamvinnufólag atvinnubifreiöastjóra).
Þar sem fólaginu hefur veriö úthlutaö lóö undir fjölbýlishús í Mjóddinni í neöra
Breiðholti, eru þeir fólagsmenn, sem hug hafa ó aö byggja íbúö á vegum
fólagsins, beðnir að leggja inn umsókn um aðild aö 9. byggingarflokki BSAB, þar
sem tiltekin er stœrö og herbergjafjöldi þeirrar ibuöar, sem óskaö er eftir.
Umsóknir þurfa aö berast skrifstofu fólagsins fyrir 20. apríl nk. Athygli skal
vakin á að ByggingarsamvinnufólagiÖ AÐALBOL er opið öllum. Þaö reynir aö
veröa við óskum flestra með blonduðum ibúöastœrðum i fjölbýlishúsum sínum
og byggirá kostnaöarveröi.
BSAB, Siðumúla 34, Reykjavik.
EITTHVERT SLAPPASTA
ÞING UM
Alþingi hefur í vetur verió
eitt hið slappasta um langan
aldur að sögn þeirra, sem bezt
þekkja. Sáralítið hefur verið
um merkileg þingmál, og þing-
störf samkvæmt dagskrá hafa
yfirleitt verið afgreidd á ör-
skömmum tíma dag hvern.
Þingmenn hafa bætt sér þetta
upp að nokkru með því að taka
fyrir hvers konar mál utan dag-
skrár. Þær umræður hafa oft
verið fjörlegar.
Ásgeir Bjarnason, forseti
Sameinaðs þings, sagði í viðtali
við DB, að vera mætti. að þing-
inu yrði lokið fljótlega eftir
LANGAN
Alþingi brátt á enda
næstu mánaðamót. Þingfundir
hefjast eftir páskahlé á
morgun, miðvikudaginn 13.
apríl. Undanfarin ár hefur
Alþingi lokið um 10. maí að
jafnaði.
Bjórinn llklega
fyrir aftur
Um einstök mál sagði Ásgeir
meðal annars, að hann teldi lík-
legt, að bjórtillaga Jóns G. Sól-
ness kæmi fyrir aftur, áður en
þingi lýkur. ,,En ég geri ekki
ráð fyrir að hún verði sam-
þykkt,“ sagði Ásgeir. Skatta-
ALDUR
frumvarpið yrði líklega á dag-
skrá alveg undir þinglokin.
Um frumvarp dómsmálaráð-
herra um lögréttu sagði Ásgeir
Bjarnason, að það væri enn í
fyrri þingdeildinni og óvíst
væri, hvort það yrði afgreitt á
þessu þingi.
Þegar hann var spurður,
hvaða mál áherzla yrði lögð á að
ljúka fyrir þingslit, nefndi
hann járnblendifrumvarpið.
Hann sagði, að ýmis virkjunar-
og skólamál væru í nefndum,
og ekki fyrir séð, hverjum
þeirra yrði lokið nú.
-HH
„Þetta eru skýrir strákar —
BIAÐIB
Húsavík
Blaðburðarbörn óskast í
suðurbæ
Upplýsingar ísíma 41644
\
N
/
—ég er margbúin að fyrirgefa þeim”
—sagði Regína Thor
Tveir ungir menn á Eskifirði
biðja Regínu Thor, fréttaritara
Dagblaðsins á Eskifirði, afsök-
unar. Hafa þeir beðið um að eftir-
farandi yrði birt frá þeim: Leið-
rétting: Út af smágrein, sem birt-
ist í Dagblaðinu hinn 28. marz sl.,
þar sem vikið er nokkrum orðum
að störfum frú Regínu Thoraren-
sen sem fréttaritara Dagblaðsins
á Eskifirði, viljum við biðja um'
eftirfarandi leiðréttingu:
Höfundarnafn bréfritara, sem
sagður var heita Guðný Stefáns-
dóttir, er ekki rétt. Var það gripið
úr lausu lofti án þess að athuga að
hér á staðnum býr kona með þvi
nafni Auk þess er bréfið samið af
mesta ábyrgðarleysi. Það, sem í
þvi stendur, er sett fram í þeirri
trú, að bréfið fengist aldrei birt í
Dagblaðinu.
Með hliðsjón af framangreindu,
lýsum við yfir því, að hvorki frú
Guðný Stefánsdóttir á Eskifirði
né neinn annar fullorðinn á aðild
að nefndri grein.
Jafnframt því, sem við tökum
aftur allt það, sem í bréfinu
stendur, biðjum við hér með alla
viðkomandi afsökunar á þessu
frumhlaupi okkar og öllum þeim
úlfaþyt, sem það virðist hafa
valdið á Eskifirði. P.S. Við höfum
ekkert nema gott um Regínu að
segja. Virðingarfyllst: Tveir
nemar.
„Þetta eru skýrir strákar,"
sagði Regína í viðtali við frétta-
mann DB i gær. „Mér líkar vel,
hvað þeir hafa gengið hreint til
verks og beðið afsökunar. í því
gætu þeir verið öðrum til fyrir-
myndar," sagði Regína. Hún lauk
máli sínu með þvi að segja: „Þetta
eru ungir menn. Við höfum öll
verið ung. Öllum getur orðið á. Ég
er margbúin að fyrirgefa strákun-
um."
BS.