Dagblaðið - 20.04.1977, Síða 3

Dagblaðið - 20.04.1977, Síða 3
Meira af islenzkri tóniist. Bregðum ekki f æti fyrir íslenzka tónlist Mig langar til að koma á framfæri nokkru sem ég hjó eftir í dagskrá Rlkisútvarpsins á páskadag. Það mun hafa verið síðasta lag fyrir hádegisfréttir að ég held, og var fluttur Hátíðarmars eftir Johan öian. Er ekki alltaf venja hjá Ríkisút- varpinu að flytja islenzka tón- list sem síðasta lag fyrir hádegisfréttir og vita þeir góðu menn hjá Tónlistardeild Ríkis- útvarpsins ekki, að til er alveg' gullfallegur Hátiðarmars eftir Árna Björnsson tónskáld? Þetta leyfi ég mér að kalla smánarlega litilsvirðingu við ís- lenzk tónskáld og er I rauninni ekkert annað en útlendinga- dekur sem því miður virðist seint ætla að rjátlast af okkur íslendingum. Þennan stórfall- ega Hátiðarmars Árna Björns- sonar hef ég tvisvar heyrt fluttan I Rikisútvarpinu á siðustu 10 árum og þó svo hann hafi verið fluttur oftar án minnar vitundar, þá finnst mér það ekki skipta máli i þessu tilfelli. Og af hverju fær þjóðin yfirleitt sáralítið að heyra eftir þetta ágæta tónskáld, Árna Björnsson? Mér er einnig fullkunnugt um að Karl O. Runölfsson tón- skáld samdi Páskakantötu, af hverju var hún ekki flutt I Ríkisútvarpinu um páskana? Er hún kannski ekki nógu góð til að flytja hana einu sinni á ári? Enn eitt dæmi kemur mér I huga. Fyrir nokkrum árum veitti Rikisútvarpið Karli O. Runólfssyni tónskáldi heiðurs- verðlaun á gamlaárskvöld, sem auðvitað var mikill heiður fyrir hann, og var það tilkynnt af útvarpsstjóra. Næsta atriði þá á dagskrá var að Lúðrasveit Reykjavíkur lék og fyrsta lag þeirra var Kaupmannahafnar- marsinn. Karl O. Runólfsson samdi löngu áður Reykjavikur- marsinn sem hann gaf Reykja- víkurborg. Því miður eru mýmörg dæmi um svona smekkleysi og ræður hending ein að ég tek þessi dæmi. Ég ætla ekki að gerast langorðari um þessi mál, en að endingu langar mig að spyrja, hversu lengi ætla þessir menn að bregða fæti fyrir íslenzka tónlist og þvælast fyrir þvi að hún njóti sannmælis? Flestir sem þessum málum eru kunn- ugir vita að ísl. tónlist er mjög eftirsótt erlendis og í hávegum höfð. Það væri gaman að vita hversu mörg prósent af allri tónlist sem flutt er I Ríkisút- varpið eru verk ísl. tónskálda og fá samanburð frá hinum Norðurlöndunum. Guðlaug S. Karlsdóttir. DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. Kynvilla er sálrænt vandamál Litið á markaðinn i erlendri stórborg. Sigriður Þorsteinsdóttir skrifar: Ég verð að segja að ég er mjög undrandi yfir þeirri vonzku (eða hatri?) og fáfræði sem endurspeglast í þessum „stuttu og laggóðu” setningum, sem birtust í DB 12. apríl, þar sem spurt er hvernig Sjónvarp- ið „vogi sér“ að auglýa kynvillu á tslandi. Eg vil þakka Sjónvarpinu fyrir að sýna viðleitni til að auka skilning fólks á því, að þótt fólk skeri sig út úr á einn eða annan hátt, þá á það rétt á sér í þjóðfélaginu. Ég vil taka það fram að ég er hamingjusöm, gift kona, svo útúrsnúningar eru óþarfir í því sambandi. Mér finnst þetta mjög já- kvætt hjá Sjónvarpinu, þó ég telji að maðurinn hefði átt að fá meiri tíma. Það liggur í augum uppi að ekki hefur hann verið að koma fyrir alþjóð til að aug- lýsa að hann sé „hommi“. Þetta er gert í þeim tilgangi að biðja fólk að hugsa út í, að þeir eru fyrst og fremst manneskjur eins og við öll, líka E.Fr., og eiga rétt á sér sem manneskjur. Ég vil líka hrósa honum fyrir hugrekkið, því það þarf svo sannarlega hugrekki til að opinbera fyrir alþjóð varnar- leysi sitt. Fáfræðin og hleypidómarnir eru gífurlegir í þessu þjóðfélagi þar sem mannleg samksipti eru annars vegar. Og ekki batnar það ef fólk er kynvillt. En ég vil benda E. Fr. og öðrum á þá staðreynd að enginn er kynvilltur að eigin ósk. Kynvilla er sálrænt vanda- mál er skapast í bernsku. Him} kynvillti á enga sök þar. Fóik ætti að skammast sln fyrir að ráðast á og útiloka fólk frá samfélaginu, fyrir það eitt að vera ekki eins og „allir hinir“. Við höfum öll við mismunandi vandamál og galla að stríða en flest okkar eru það heppin að það er ekki prentað utan á okkur. Þess vegna er það viðbjóðslegt að ráðast á þá sem geta ekki varið sig. Það gerum við því miður í rlkum mæli, t.d. gagnvart kynvillingum. Þess vegna á þetta fólk kröfu á þvi að fá orðið, t.d. í sjónvarpinu. Þjóðfélagið á engan rett á að refsa fólki fyrir neitt nema glæpi. Of ef á að halda fast við að kynvilla sé glæpur eða eitthvað sem ekki á að vera til, þá skora ég á „vandlætarana" og hina „réttlátu" að kynna sér staðreyndir og skammast sín. Það á ekki að refsa saklausum. Það er eitt af því sem við þykj- umst halda vörð um með lýð- ræði. Ef þið viljið réttlæti, leitið þá að orsökinni. Og eitt er alveg öruggt, að enginn verður kynvilltur af því einu að heyra talað um kynvillu. Ég hefi líka tekið eftir að fólk virðist halda að maðurinn hafi verið að lýsa því hvernig „kynvillingar gerðu það“ þegar hann talaði um að 75% af „hetrosexual" karlmönnum hefðu kyngetuna I munninum. Þess vegna vil ég upplýsa í leiðinni að „hetrosexual" karl- maður er maður sem hefir einungis áhuga á kynferðislegu sambandi við konur. Svo hann var bara að tala um „klám- kjafta" á hreinni og beinni íslenzku en var bara of kurteis til að segja það beint út! 1 beinu framhaldi af því er mér spurn hvort það sé eitthvað eðlilegra bæði hjá konum og körlum að „lifa“ með hinu kyninu, en vera svo Raddir lesenda Umsjdn: Jónas Haraldsson tilfinningalega vanþroskað að litillækka bæði sjálft sig og mótaðilann með sóðalegu orð- bragði og lýsingum. Og að tala þannig að ætla má að kynlif sé bæði sóðalegt og óeðlilegt. Fólk ætti að fara að gera sér grein fyrir að tilfinningar eru nauðsynlegar hamingjusömu kynlífi. Hríngið í síma 83322 kl. 13-15 eða skrífíð Spurning dagsins Hvaðerbezt við Hafnarfjörð? Margrét Egllsdóttir húsmóðlr: Ég veit ekki hvað skal segja, jú þetta er f allegasti bærinn á landinu. Sigurður Gunnarsson banka- starfsmaður: Það er allt gott af Hafnarfirði að segja. Ég bjó i Reykjavik um tlma, en vildi ólmur flytja aftur til Hafnar- fjarðar. Sigurður Jónsson bifrelðarstjórl: Ég hef hvergi annars staðar átt heima. Það er að öllu leýti ágætt að búa i Hafnarfirði og veðurbliða með eindæmum, nema þegar hann er af suðvestan. Birna Ingvarsdóttlr neml: Hafnarfjörður er finn og bezt er Holtið. Það er aðeins eitt vont við Hafnarfjörð og það er Lýsi og Mjöl. Asthildur Cates húsfrú (með stolti): Allt mjög gott. Lognið, fólkið og fallegi fjörðurinn. Ég gæti talið margt fleira, en það þarf ekki. Guðfinna Guðmundsdóttir neml: Iþróttaaðstaðan er góð, en það er hundleiðinlegt að búá hérna.

x

Dagblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.