Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 27

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 27
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977. I Utvarp 27 Sjónvarp títvarp annað kvöld kl. 20.00: Óperan Þrymskviða Ævintýri ásanna Það er ekki á hverjum degi sem ný, fslenzk ópera er flutt í út- varpi. En dagurinn á morgun, kl. 20.00 er einn af þessum sárafáu dögum. Öperan Þrymskviða verður þá frumflutt í útvarpið en hún var eins og flestum mun kunnugt verðlaunaópera frá þjóðhátið. Öperan var þá sýnd i Þjóðleikhúsinu en hefur ekki verið flutt annars staðar sfðan. Höfundur óperunnar er Jón Ás- geirsson en hann er þekktur fyrir útsetningar á íslenzkum þjóðlögum. Óperan er gerð eftir sam- nefndu Eddukvæði og er söguþræði kvæðisins fylgt I megindráttum. Verkið er þó lagað til eftir þörfum. Aðalsöngvarar eru Sigurður Björnsson sem leikur Loka, Guð- mundur Jónsson sem Þór og Magnús Jónsson syngur hlutverk Heimdallar. Flutningstími óperunnar er um Jón Asgeirsson höfundur 90 min. óperunnar Þrymskviðu. -DS. Útvarp kl. 15.00 á morgun: Norrænt samstarf blandaðra kdra íslendingar ættu endilega að vera með „Norrænt kórasamstarf stendur á göinlum merg,“ sagði Guðmundur Gilsson i samtali við DB. Það var fyrir 1930 sem íslenzkur kór tók fyrst þátt í slíku samstarfi. 1948 fer íslenzkur kór í fyrsta sinn utan til þátttöku í söngmóti nor- rænna samkóra. Slík mót hafa legið niðri um nokkurra ára skeið en nú er verið að gera tilraun til að endurvekja þau. í þeim tilgangi hefur hafizt samstarf í söngkennslu og haldin hafa verið tvö söngmót á siðustu árum. Það fyrra var haldið 1971 i Svíþjóð og það seinna 1974 i Danmörku. I hvorugt skipið hefur íslenzkur kór tekið þátt og er þátturinn um norrænt kórasam- starf fluttur í og með í þeim tilgangi að hvetja Islenzka kóra til að bregða við hart og bæta um betur. Næsta mót verður innan skamms í Noregi og ættu þeir tslendingar sem áhuga hafa að reyna að komast á það. Upptakan sem flutt verður 1 þættinum á morgun er gerð af dönskum tæknimönnum og gerir Guðmundur tilraun til að endur- segja hana, miðað við islenzkar aðstæður. Útvarp kl. 16.20 ídag: Popphom Sitt af hvoru tagi „Sú tónlist sem ég hyggst leika er sitt úr hvorri áttinni,“ sagði Haildór Gunnarsson umsjónar- maður popphornins í dag. „Ég hyggst leika gamlar og nýjar plötur með Pink Floyd og Fiying Burrito Bros. Einnig kem ég til með að leika nokkur lög af nýrri plötu hljómsveitarinnar America. Ef tími vinnst til verður e.t.v. lelkið eitthvað eilitið meira.“ -DS. Útvarp í kvöld kl. 20.00: Kvöldvaka, islenzkir þjdðhættir Sumardagurinn fyrsti og hjátrú tengd honum „Ætli ég tali ekki eitthvað um sumardaginn fyrsta og sumar- komuna almennt," sagði Arni Björnsson þjóðháttafræðingur í samtali við DB. Arni sér í kvöld um þáttinn tslenzka þjóðhætti, sem einn lið í kvöldvöku út- .varpsins en hún hefst klukkan 20.00 í kvöld. Sumargjafir verða þar m.a. ræddar en Árni sagði að hér í eina tíð hefðu þær verið algengari en jólagjafir. Margt fólk væri enn á lífi sem myndi eftir sumargjöfum en ekki jólagjöfum. Nú hefur þetta hins vegar alveg snúizt við og jólagjafir eru orðnar bæði margar og stórar en sumargjafir eru nær hættar að þekkjast. Talar þetta sínu máli um þær miklu breytingar sem hafa orðið á íslenzku samfélagi. Útvarp kl. 15.45: Vorverk fskníðgörðum SAFNHAUGUR, GERÐ HANS 0G N0TKUN „Eg mun í þættinum tala um mikilvægi lífrænna efnasam- banda og hvernig þau séu bezt varðveitt og notuð,“ segir Jón H. Björnsson garðarkitekt én hann er umsjónarmaður þátt- anna um vorverk í skrúðgörð- um. Þessi þáttur er að nokkru Ieyti framhald af siðasta þætti sem fjallaði um lífræn og ólíf- ræn efni 1 jarðvegi. Lifrænu ^fnin eru ákaflega mikilvæg segir Jón og að beztu gagni koma þau ef þau eru sams konar og þau efni sem ríkjandi eru í garðinum. Bezt er þvi að safna saman þeim lífræna úr- gangi sem úr garðinum kemur, láta hann rotna og nota hann svo aftur. I þeim tilgangi er bezt að koma sér upp rothaugi eða safnhaugi og láta úrgang- inn rotna í honum og verða að mold. Aburð er gott að setja I garða í byrjun. Ef rotnun úrgangs er látin fara fram geymist þessi áburður og hægt er að nota hann aftur og aftur. Eftir rotn- un er moldin tilvalin bæði til að slétta úr grasflötum og eins til að ná upp gróðri i beðum. Jón var spurður álits á þeim mikla húsdýraáburði sem nú er verið að ausa á garða Reykvík- inga. Hann sagði að ef safn- haugar yrðu notaðir, væri hús- dýraáburðurinn algerlega óþarfur. Það er gaman að eiga fallegan garð en það krefst miklllar vinnu og réttra vinnubragða. g Útvarp Miðvikudagur 20. apríl 12.00 Dagskráin. Tónleikar. Tilkynn- ingar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. Viðvinnuna: Tónleikar. 14.30 Miðdogissagan: „Ben Húr" eftir Lewis Wsllace. Sigurbjörn Einarsson fsl. Ástráður Sigursteindórsson les (15). 15.00 MiAdagistónlaikar. Nelson Freire leikur Píanótónlist eftir Heitor Villa- Lobos: „Brúðusvítu". Prelúdiu nr. 4 og „Mariurnar þrjár". André Navarra og Eric Parkin leika Sónötu fyrir selló og pfanó eftir John Ireland. 15.45 Vorverfc I skrúðgörðum. Jón H. Bjömsson garðarkitekt flytur fimmta erindi sitt. 16.00 Fréttir. Tilkynningar. (16.15 Veðurfregnir). 16.20 Popphom. Halldór Gunnarsson kynnir. 17.30 Útvarpssaga bamanna: „Stóri Bjöm og litii Bjöm" eftir Halvor Floden. Gunnar Stefánsson les (6). 17.50 Tónleikar. Tilkynningar. 18.45 Veðurfregnir. Dagskrá kvöldsms. 19.00 Fréttir. Fréttaauki. Tilkynningar. 19.35 Framhaldsskólinn, sundraAur eða samrcomdur. Séra Guðmundur Sveins- son skólameistari flytur annað erindi sitt: Samræmdur framhaldsskóli. 20.00 Kvöldvaka. a. Einsöngslög oftir Bjöm Jakobsson. Margrét Eggerts- dóttir og Guðrún Tómasdóttir syngja. Ólafur Vignir Albertsson leikur á píanö. b. GóA ér. Jóhannes Davðísson í Hjarðardal neðri í Dýrafirði segir frá nokkrum Góðærum á fyrri hluta aldarinnar. Baldur Pálmason les. c. Kv»Ai eftir Sigurjón GuAjónsson fyrrum prófast í Saurbœ. Höfundur flytur. d. i kennaraskólanum. ÁgÚSt Vigfússon rifjar upp nokkrar minningar frá skólaárum. e. Um íslenrka þjóAhntti. Árni Björnsson cand. mag. talar. f. Kórsöngur: Karlakór Akureyrar syngur alþýAulög. Söngstjóri: Jón Hjörleifur Jónsson. Píanóleikari: Solveig Jóns- son. 21.30 Útvarpssagan: „Jómfrú Þórdis" eftir Jón Bjömsson. Herdís Þorvaldsdóttir leikkona les (9). 22.00 Fréttir. 22.15 Veðurfregnir. Kvöldsagan: „Sögu- kaflar af sjálfum mér" eftir Matthías Jochumsson. Gils Guðmundsson lýkur lestri úr sjálfsævisögu skáldsins og bréfum (23). 22.40 Danslög í vetrarlok. 23.50 Fréttir. Dagskrárlok. Fimmtudagur 21. aprfl Sumardagurinn fyrsti 8.00 HeilsaA sumri. a. Hjörtur Pálsson dagskrárstjóri flytur ávarp. b. Herdfs Þorvaldsdóttir leikkona les sumar- komuljóð eftir Matthías Jochumsson. 8.10 Fréttir. 8.15 Veðurfregnir. Útdr. úr forustugr. dagbl. 8.30 Vor- og sumarlög, sungin og leikin. 9.00 Fréttir. 9.05 Morguntónleikar. (10.10 Vcður- fregnir). a. „Sumarið" úr árstfðakons- ertinum eftir Vivaldi. Lola Bobesco og kammersveitin f Heidelberg leika. b. Fiðlusónata í F-dúr op. 24. „Vorsónat- an‘‘ eftir Beethoven. David Oistrakh og Lev Obrín leika. c. Sinfónia nr. 1 op. 38, „Vorhljómkviðan" eftir Schu- mann. Sinfóníuhljómsveit Lundúna leikur; Josef Krips stj. d. Konsert í E-dúr fyrir tvö pfanó og hljómsveit eftir Mendelssohn. Vera Líjskova og Vlastimíl Lejsek leika ásamt Sinfóníu- hljómsveit útvarpsins f Austur-Berlfn (Hljóðr. frá Austur-Þýzkalandi). 11.00 Skétamessa í Kópavogskirfcju. Prestur Séra Arni' Páísson. Organ- leikari: Guðni Guðmundsson. Skátar syngja. 12.00 Dagskrain. Tónleikar. Tilkynning- ar. 12.25 Veðurfregnir og fréttir. Tilkynn- ingar. A frívaktinni. Margrét Guð- mundsdóttirkynnir óskalög sjómanna. 14.00 Sand og Chopin. I'riðrik Páll Jóns- son segir frá ævi og viðhorfum frönsku skáldkonunnar George Sands og tónskáldsins Chopins, ástum þeirra og samskiptum. Lesari auk Friðriks Páls: Unnur Hjaltadóttir. 1 dagskrár- þættinum er leikin tónlist eftir Chopin. 15.00 „Nord-klang": Norrant samstarf blandaAra kóra. Guðmundur Gilsson kynnir hljóðritun frá söngmóti f Silki- borg 1974. 16.00 Fréttir. 16.15 Veðurfregnir. 16.20 Samleikur é útvarpssal. Guðný Guð- mundsdóttir, Hafliðið Hallgrfmsson og Philip Jenkins leika Trfó f C-dúr eftir Joseph Haydn. Sjónvarp D Miðvikudagur 20. aorfl 18.00 Bangsinn Paddington Breskur myndaflokkur. Þýðandi Stefán Jökulsson. Sögumaður Þórhallur Sig- urðsson. 18.10 Rokkvaita ríkisins. Rúnar Júlíusson og félagar. Stjóm upptöku Egill Eðvarðsson. 18.35 Marfcar uppfinningar. Sænskur fræðslumyndaflokkur. Sjónglar. Þýðandi og þulur Gylfi Pálsson. Hlé. 20.00 Fréttir og vaAur 20.25 Auglýsingar og dagskrá. 20.30 Saga vopnanna. Teiknimynd f gamansömum ádeilutón um þróun og notkun vopna frá upphafi vega. 20.45 Vaka. Dagskrá um bókmenntir og listir á liðandi stund. Stjórn upptöku Andrés Indriðason. 21.30 Stjómmél frá stríAslokum. F'ranskur fræðslumyndaflokkur. 5. þáttur. Stjómmél i Asíu. Lýst'er breytingun- um. sem verða í Japan eftir strið. Þar kemst á lýðræði og efnahagur blómg- ast óðfluga. Mao Tse Tung stofnar alþýðulýðveldið Kína árið 1949. Frakkar eru að missa ítök sín i Indókina og í Kóreu geisar blóðug styrjöld. Þýðandi og þulur Sigurður Pálsson. 22.30 Dagskrérlok. -D.L.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.