Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 9

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 9
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. 9 NÚ HEITIR HRAÐ- OG ÞJÓÐ- BRAUT STOFNBRAUT OG LANDSBRAUT ÞJÓÐBRA UT „Stofnbrautir eru að meginefni til þeir vegir sem i fyrri vegalög- um voru kallaðir hraðbrautir og þjððbrautir og þeir vegir sem nú eru kallaðir þjððbrautir voru áður kallaðir landsbrautir," sagði Snæbjörn Jónasson vegamála- stjóri er DB spurði hann um þessi veganöfn sem eru í nýsettum vegalögum og ástæðuna fyrir nafnbreytingunni. „Þannig er í nýju vegalögunum nú talað um tvo flokka vega í stað þriggja áður. Hraðbrautirnar sem eru einkanlega á Suður- og Vest- urlandi fengu megin fjárveiting- una úr vegasjóði en aðrir lands- hlutar áttu ekki jafn greiðan að- gang að sjóðnum. Þannig er ætlunin að fjárveit- ingunni verði réttlátar skipt og ýmsar leiðir sem hafa verið horn- reka fái ríflegri fjárveitingu I framtíðinni. I Vestfirðinga- og Austfirðinga- fjórðungi voru tiltölulega litlar hraðbrautir en stofnbrautir eru um allt land,“ sagði Snæbjörn. — Er ætlunin að setja varan- legt slitlag á þessar stofnbrautir í náinni framtíð? „I lögunum stendur að stetnt skuli að því að setja varanlegt slitlag á vegi sem hafa eitt þúsund bíla umferð á dag yfir sumarmán- uðina.“ — Er ekki minna viðhald á vegum með varanlegu slitlagi? „Það er mjög útbreiddur mis- skilningur meðal manna að þegar varanlegt slitlag sé komið á vegi sé viðhaldið ekki neitt. Ef við tökum Hafnarfjarðarveginn sem dæmi, en það er vegur sem hefur umferð upp á 20—30 þús. bíla á dag er viðhaldskostnaðurinn gíf- urlega mikill. Svo margir bílr slíta veginum hreinlega upp og nýtt slitlag er mjög dýrt en reynzt hefur nauðsynlegt að setja nýtt slitlag á veginn." — En t.d. vegurinn austur yfir fjall? „Þar er umferð miklu minni og slíkur vegur endist í nokkur ár án viðhalds en nú þegar erum við farnir að þurfa að gera við hann, en slitið fer að sjálfsögðu eftir umferðinni um veginn," sagði Snæbjörn. Vegamálastjóri sagðist ekki geta sagt hvað hver km af vegi með varanlegu slitlagi kostaði. Það fer eftir þvi hvernig landið á vegarstæðinu er, hve langt þarf að aka með efni til vegagerðarinn- ar, tölu ræsa og ýmsu fleira sem taka verður tillit til. A.Bj. Það er regin misskilningur að vegir með varanlegu slitlagi þurfi ekki viðhald. Það er mjög dýrt, en hlns vegar liða oftast nokkur ár þangað til þarf á viðhaldi að halda. Þetta er fyrsta hraðbrautin sem gerð var á Islandi, — Kefla- vikurvegurinn. DB-mynd Ragnar Th. Sigurðsson. Hiín amma gamla ferðast alltaf með... Þær eru margar ömmurnar sem eru létt- ar í lund. t þeim hópi er hún þessi á myndinni. Hún ekur alltaf með sendi- ferðabílnum af Volkswagen-gerð, en hefur þó gripið til þess ráðs að aka á eigin farartæki af dýrri og sportlegri gerð. — DB-mynd Hörður. > Gerðist leikari eftir barneignir og beinbrot. Forsíðuviðtal við Margréti Helgu Jóhannsdóttur leikara. Straumrof fyrr og nú. — Frásögn og myndir • frá uppfærslunni '34 og '77. Karlsson mengast í álveri. íslenzk sumartízka kynnt í máli og myndum.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.