Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 7

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 7
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAOUR 20. APRÍL 1977._ ------(Zaireher notar leynivopn sitt—dverga—sein v beita bogum og örvum gegn uppreisnarmönnum Zaireher kvaddi í gær til liðs við sig her Pygmadverga til að aðstoða við gagnsókn á hendur uppreisnarmönnum í Shaba- héraði. Dvergar þessir eru mjög færar bogaskyttur og urðu hermönnum Zaire og Marokkó til mikillar hjálpar við að umkringja og taka bæinn Mutshatasha, sem uppreisnar- menn náðu á sitt vald Pygmar eru mjög lágvaxnir, — innan við 150 sentimetra á hæð. Talsmaður Zairehers sagði í nótt að þeir hafi leikið stórt hlutverk í töku Muts- hatashabæjar. Hann bætti því við, að þeir hafi talizt til Zaire- hers um nokkurra ára skeið. I bardögunum í gær var mannfall sagt talsvert á báða bóga. Engar nákvæmar tölur hafa verið gefnar upp um fallna hermenn en stjórn Zaire- hers segist hafa fellt „fjölda“ uppreisnarmanna, — svo teygjanlegt sem það nú er. Þá hefur einnig vakið athygli að mjög fáir fangar eru teknir í bardögunum. Það þykir sýna hvað bezt, að barizt er af hörku. Tveir uppreisnarmenn voru þó teknir í gagnsókn stjórnarinnar um síðustu helgi og færðir til höfuðborgarinnar,. Kinshasa. Þeir hafa nú verið yfirheyrðir og verða 1 dag leiddir fyrir fréttamenn, sem fá að ræða við þá góða stund. Talsmaður Zairehers sagði að við yfirheyrslur hefðu menn- irnir tveir sagt að stjórnandi innrásarhersins — sem þeir nefndu M’mumba, — væri /lúinn til Angola. 7. Þannig lait flugvélarbrakiA út á jörðu niðrí. Flugslysið mikla við Parfs 1974: ENN FÁ ÆTTINGJAR GREIDDAR SKAÐA- — greiðslur orðnar hátt í sextíu milljónir dollara BÆTUR Fjörutíu og þrjár japanskar fjölskyldur hafa ákveðið að samþykkja dómssátt vegna ættingja, sem fórust í flugslysinu mikla við París 1974. Japanirnir fá um það bil átta milljónir Banaríkja- dala í skaðabætur vegna ættingjanna. Þessi dómssátt bindur enda á lagastríð, sem talið var að mundi verða mun lengra. Aðeins er nú eftir að gera út um mál konu í New York. Auk skaðabóta vegna dauða dóttur sinnar, fer húnfram á að Douglas flugvélaverksmiðjurnar greiði sér háa peningaupphæð í refsingarskyni fyrir það sem kailað er glæpsamlegt aðgæzluleysi við flugvélartegundarinnar Hún var akki ýkja stór hurðin, s«m gaf sig og oili dauða 346 manna. hönnun sem fórst. Það var þotu af gerðinni Douglas DC-10 sem fórst skömmu eftir flug- tak frá París. Farangursdyr létu undan þrýstingi innan frá og sprungu út. Þrýstingsfall varð þeg- ar I stað í þotunni og hún féll til jarðar. Alls létust 346 manns. Slys þetta var hið stærsta í flug- sögunni þar til Boeing þoturnar tvær rákust saman á Kanaríeyjum í síðasta mánuði. DC-þotan var frá Turkish Airlines. Japönsku fjölskyldurnar 43 fóru einnig fram á að framleiðendum þotunnar yrði refsað fyrir aðgæzluleysi. Með dómssáttinni, sem kveðin var upp síðasta fimmtudag, var þó unninn merkur áfangi. Þá var í fyrsta skipti notuð heimild stjórnarskrárinnar um að krefjast greiðslu vegna dauðsfalla af aðgæzluleysi. Áður en Japanirnir fengu sínar skaðabætur, hafði verið gert út um mál 206 manna, — og um það bil 50 milljónir dollara greiddar. Flug- slysið á Kanaríeyjum er talið munu verða stærsta lögfræðivandamál, sem upp hefur komið til þessa, vegna þess fjölda fólks sem á réti á skaðabótum vegna dauða ættingja, eignatjóns og fleira. Erlendu blöðin: Boða sumarkomuna með sætum stelpum Þær eru fáar og sennilega engar þjóðirnar sem eiga sér sumardaginn fyrsta, — nema íslendingar. Samt fer það varla l'ram hjá neinum þegar árstíðaskiptin verða. Verksummerkin leyna sér ekki. í dagblöðum og tímaritum verður sumarkomunnar til dæmis vart með því að þá taka föngulegar stúlkur að skreyta forsíðurnar. —Sú sem skvettir þarna upp rassinum var á forsíðunni hjá Sun fyrir nokkru með viðeigandi sumartexta. Hún heitir Jenny og dressar sig upp í því allra nýjasta frá tizkufyrirtæki Mary Quant. Erlendar fréttir REUTER Utanríkisráð- herra El Salvador fhaldihjá skæruliðum Marxískir borgarskæruliðar rændu fyrirskömmu utanríkis- ráðherra E1 Salvador. Þeir höfðu samband við fjölmiðla í gær og kröfðust þess að 37 félagar þeirra sem sitja í fang- elsum í landinu, verði látnir lausir. Ella verði ráðherrann, Mauricio Borgonovo Pohl, tek- inn af lífi. — Yfirvöld í E1 Salvador eru sögð hafa tekið þessari hótun alvarlega. Ráðherrann var nýlagður af stað til skrifstofu sinnar i höfuðborginni, San Salvador, er skæruliðarnir réðust á hann. Sjónarvottur segir að þeir hafi komið akandi upp að bíl hans, stokkið út og yfir- bugað hann á skömmum tíma. Ekki er vitað hvort ráðherrann særðist í átökunum. Skæruliðarnir krefjast þess að félögum þeirra verði sleppt til Mexíkó, Costa Rica eða Venezuela. Þau ríki hafa á undanförnum árum veitt við- töku fólki sem hefur komizt upp á kant við stjórnvöld. í E1 Salvador. Skæruliðahópur þessi var með öllu óþekktur þar til fyrir þremur árum. Lögreglan í E1 Salvador telur að hann sé klofinn frá öðrum stærri, sem hefur verið við lýði síðan á fyrstu árum sjöunda áratugarins. Ránið á utanríkisráðherr- anum verður að teljast mjög djarft. Herlög eru nú 1 gildi í E1 Salvador og hafa verið það síðustu mánuðina, — eða frá forsetakosningunum fyrir tveimur mánuðum. Þá bloss- uðu upp miklar óeirðir, sem að mestu hefur tekizt að lægja.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.