Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 18

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 18
Svör bandarískra vísindamanna DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. að deyja? Hvernig er að deyja? Er líf eftir dauðann? Þessar spurningar hafa brunnið á vörum margra en fram að þessu hafa þær verið áiitnar vísinda- lega ósvaranlegar. Trúarbrögð hafa reynt að veita svör við þessum spurningum en þau svör eru ekki viðurkennd af öllum. Bandarískir sérfræðingar, svo sem sálfræðingar og líf- fræðingar, vinna nú að því að rannsaka dauðann. Þeir taka tali fólk sem hefur komizt nærri dauðanum og jafnvel úr- skurðað látið og inna það eftir reynslu sinni. Sálfræðingurinn dr. Karlis Osis hefur safnað saman lýsing- um af 877 manns sem hafa verið við dauðann. Sameigin- legt með reynslu allra er tilfinning um frið og kyrrð ásamt mikilli hamingjutil- finningu. Sumir sjúklingar sjá fyrri ævi líða hjá líkt og í leift- ursýn. Dr. Osis rannsakaði hvort þessar sýnir gætu verið ofsjónir sökum mikilla lyfjagjafa. Svo reyndist ekki vera. Þeir sem höfðu fengið lyf sá mun síður slíkar sýnir en hinir. Dr. Osis telur þessar sýnir tvímælalaust vera sannanir fyrir tilvist lífs eftir þetta lif. En ekki eru allir vísinda- menn sammála um það. Dr. Russell Noyes er einn þeirra. Hann hefur rannsakað reynslu- sögur 104 sjúklinga, sem nær hafa verið dauða en lífi. Dr. Noyes telur sams konar reynslu og áður var rædd merki um það að heilinn einfaldlega neiti að deyja og reyni því að fegra dauðann. Dr. Raymond Moody hefur einnig rannskað svipaðar sjúkdómssögur, alls 150 talsins. Hann segir flesta sem séð hafa sýnir af einhverju tagi vera allsendis ófæra um að lýsa henni með orðum, hún væri ólýsanleg. Hvað menn geta helzt sagt er að þeir hafi séð skært ljós sem var á einhvern hátt mannlegt. Ljósið hefði skýran persónuleika, og ást og hlýja stafi frá því. Þetta ljós umvefji þá, taki þá upp á arma sína og veiti þeim algert öryggi. Sögurnar eru nokkuð breytilegar frá manni til manns og virðist aðalmunur vera á mönnum, sem aðhyllast mis- munandi trúarbrögð. Það finnst Dr. Noyes benda skýrt til þess að heilinn ákveði Hvernig er hreinlega þessa skynjun. Það sem menn upplifa er yfirleitt og nær eingöngu í fullu sam- ræmi við það sem þeir trúa. Visindin megna því ekki enn að skera úr um það hvort guð sé til eða ekki né heldur hvort framhaldslíf sé til. Það sem vísindin aftur á móti hafa gert og gera líkast til enn betur í framtíðinni er að fá betri upp- lýsingar um það hvernig sjálf dauðastundin er og finnst lík- lega flestum að það sé ekki svo lítið. -DS. C Verzlun Verzlun Verzlun SB STOLLINK NETTUR OG ÞÆGILEGUR Ætmm NB stóllinn hentar alls staðar. A heimilinu: V'ið sjónvarpið. i dagstofunni, holið eóa húsbóndaherbergið. Istofnunum: Á hótelherbergjum, biðstofum, skrif- stofum, sjúkrahúsum og þar alls w staðar sem þörf er á nettum, þægiieg- um og failegum stólum. Fæst með leðri, áklæði og leðurllki. ^ólsturgerðin sími 16541 Laugavegi 134, Ferguson litsjónvarps- tœkin- Amérískir inlínu myndlampar. Amerískir transistorar og díóður ORRI HJALTASON Hagamel 8,,sími 16139. BIAÐW er smáauglýsingablaðið Bflasalan BILAVAL Laugavegi 90-92 Símar 19168 og 19092 Hjá okkur er opið alla daga nema sunnudaga frá kl. 10-19.00 Látið okkur skrá bílinn og mynda hann í leiðinni. Söluskrá ásamt myndalista liggur frammi. — Lítið inn hjá okkur og kannið úrvalið. Við erum við hliðina á Stjörnubíói. BILAVAL SIMAR19168 0G19092 Slappiðaf í þægilegum hvildarstól með stillaniegum fæti, ruggu óg snúning. Stóllinn aðeins framieiddur hjá okkur. Fáanlegur með áklæðum og skinnlíki. a eo tn — BÓLSTRUNIN J J phyris Fogurd blomanna stendur yður til boða. Unglingalinan: Spocial Day Cream — Special Night Croam. Spocial Cleansing — Tonic. Phyris tryggir vellíöan og þægindi og veitir hörundi, sem mikiö mæöir ó. velkomna hvíld. Phyrís fyrir alla — Phyris-umboðiÖ. 6/12/24/ volta alternatorar HAUKUR OG ÓLAFUR Ármúla 32 — Stmi 37700 c D Þjónusta Þjónusta Þjónusta Húseigendur— Húsbyggjendur. Tek að mér nýbyggingar, viðgerðir, breytingar. Geri tilboð. Uppl. í síma 66580 eftir kl. 18. Vinsamlegast geym- ið auglýsinguna. Þéttum allt sem lekur Morter-Plas/n þakklæðningarefni fyrir slétt þök með 300% teygjuþoli — sérlega gott fyrir ísl. veðráttu bæði fyrir nýlagnir og viðgerðir. Þéttitækni Tryggvagötu 1 — sími 27620. «Verðkr. pr. ferm. vMffl ákomið HB Loftpressur Gröfur Leigjum út loftpressur, traktorsgröfur og Bröyt-gröfu, gröf- um grunna og ræsi, tökum að okkur hvers konar múrbrot, fleyganir. borvinnu og sprengingar. ' Verkframi hf. Smiðjuvegi 14, sími 76070. 2023.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.