Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 12

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 12
PAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977.. Jón Böðvarsson skólameistari skrifar um leiklist ER A MEÐAN ER Um þessar mundir gengur yf- ir landiö leikáhugabylgja og rís hátt. Ahugaleikarar um land allt glíma vió verkefni sem fyrir nokkrum árum heföu vart þótt á færi annarra en atvinnu- leikara. Gróskan er slík að ég hygg að fáir hafi yfirlit yfir allt sem fram er boðið á þessu sviði. Suðurnesjamenn láta sinn hlut ekki eftir liggja. Þeir hafa glímt við þrjú verk í vetur: Grindvíkingar sýndu Gasljós og Allir í verkfall, leikfélagið í Garðinum sýnir Koppalogn Jónasar Árnasonar og síðastlið- ið miðvikudagskvöld, 13. apríl, frumsýndi Leikfélag Keflavík- ur ER Á MEÐAN ER eftir Moss Hart og George Kaufmann í fé- lagsheimilinu Stapa í Njarðvík. Á alvörutímum sem þessum þegar skopleikir þoka fyrir verkum með öðrum grunntóni virðist í fljótu bragði furðulegt tiltæki að sýna bandarískan ,,gamanleik“ frá kreppuárun- um á fjórða áratug aldarinnar. Efnisþráðurinn er ekki að- laðandi: Martin Vanderhof tók um fertugt þá ákvörðun að hætta kaupsýsluvafstri í Vollstrít og hefur í 35 ár sinnt hugðarefn- um sínum einvörðungu. Hann er ævinlega nefndur afi og ,,fjölskyldan“ er honum lík: hver sinnir sínum áhugamálum án venjulegra tengsla við lög- mál markaðssamfélagsins utan veggja hússins og telst því meira eða minna bilað fólk, — nema önnur dótturdóttir afans, efnisstúlka sem vinnur á skrif- stofu fyrirtækisins Kirby og Co., trúlofuð aðstoðarforstjór- anum, Kirby yngra. Hún er raunsæ, skilur að fjölskyldurn- ar geta ekki samlagast að óbreyttum lífsvenjum og telur þvi giftingu ólíklega þótt henni þyki vænt um piltinn. — Ungi maðurinn er ósáttur við hlut- skiptið sem bíður hans, hrifst af lífsvenjum Vanderhoffjöl- skyldunnar og kemur óvænt með foreldra sína í heimsókn til væntanlegs tengdafólks — og vitanlega á óheppilegasta tíma. Verður úr hin mesta klemma sem úr rætist eins og vera ber í leikritum af þessari gerðinni. Ekki virðist efnið félegt og mætti ætla að alvarlegt ívaf dauðadæmdi verk sem þetta hvað þá markviss boðskapur, — tímabær ádeila á lífsvenjur og lífslygi í streitusamfélagi nú- tímans. En leikritið ER Á MEÐ- AN ER leynir á sér. Af höfunda hálfu er það samansett af hug- viti og kunnáttu og gerir miklar kröfur til leikstjóra og leik- enda. Leikrit er ekki eingöngu sköpunarverk þeirra sem setja saman texta og segja fyrir um sviðsbúnað. Þáttur höfundar í slíku hugverki er grunnmynd sem aðrir fylla í hvert skipti sem leikritið er sviðsett. Hlutur leikstjórans er ósmár. Hann á mikinn þátt í mótun verksins hverju sinni, — meðal annars með vali í hlutverk og heildar- túlkun. Skerfur hvers leikara er síðan að fullmóta eftir fyrir- sögn höfundar og leikstjóra þá persónu sem honum er falið að túlka. „Leikfélag Keflavíkur hefur nú legið í dvala um nokkurt skeið,“ segir í leikskrá en félag- ið leggur samt til atlögu við vandasamt verk þar sem fram koma 19 leikarar úr 3-4 sveitar- félögum og eiga það sameigin- legt að vera flestir viðvaningar á sviði. Leikstjórinn er áhuga- maður á þeim vettvangi en lærður leikari. Getur slíkt fyrir- tæki heppnast? Ljóst er að miklu betur hefði mátt skila þessu verki. Geri menn fyllstu gæðakröfur er vandalaust að benda á atriði sem betur mættu fara. Leikar- arnir standast að sjálfsögöu ekki samanburð við atvinnu- leikara. Slíkt vekur naumast furðu. Hitt er fremur undrun- arefni hve vel tekst. Leikgleði allra veldur því að heildarsvip- ur verður góður. Framsetning flestra er nógu skýr til þess að textinn heyrist vel 1 öllum saln- um. Staðsetningar á sviði og hreyfingar er ástæðulaust að gagnrýna. Leikurum tókst meira að segja að vera sannfær- andi í fasi þegar mest gengur á í öðrum þætti en þá er freist- andi að ofleika. Hlutverkin eru að sjálfsögðu misstór og misvel af hendi leyst sem við er að búast. Ástæðu- laust finnst mér að fjalla um frammistöðu hvers leikara. í flestum tilvikum nægir að vísa til þess sem þegar hefur sagt verið. Nokkra ætla ég þó að nefna. Hilmar Jónsson fer með hlutverk afans, Martins Vand- erhofs. Mjög veltur á honum hvort andi og boðskapur leik- ritsins kemst til skila. Hilmari tekst að vera sá burðarás sem þarf þótt túlkun hans sé stund- um helsti þunglamaleg. Hjorais Arnadóttir leikur Alísu frísklega en kemur þó ekki öllu til skila -sem þarf. Verður siðar að ástæðunni vik- ið. Með önnur stærri hlutverk fara: Erla Guðmundsdóttir (Penny), Magnús Gíslason og Magnús Gunnarsson (Kirby- feðgarnir). I smærri hlutverk- unum þótti mér athyglisverðust Ingibjörg Hafliðadóttir í hlut- verki drykkfelldrar uppgjafa- leikkonu. I þessu smáa en mikilvæga hlutverki er lát- bragðsleikur aðalatriði. Ingi- björg kemur vel á framfæri öllu sem þarf og grípur inn í atburðarásina og hverfur úr sviðsljósinu á nákvæmlega rétt- um tíma. I sumum tilvikum er ég ósammála skilningi leikstjór- ans á persónunum. Þannig er Rheba, blakka vinnustúlkan, að mínu viti gerð of sviplítil og klunnaleg og vinur hennar Donald of afkáralegur. Einnig finnst mér Ed Carmichel of rösklegur í fasi. Stundum er skakkt valið í hlutverk. Þannig er Hrefna Traustadóttir of þokkafull kona og dansmeyjar- leg til þess að geta á trúverðug- an hátt sýnt þessa heimsku og danshæfileikasnauðu konfekt- gerðarkonu. Þess vegna missir marks ómildurdómurdanskenn- arans og hin háðslega athuga- semd afans um að ekki saki að hafa hæfileika. Leikstjórinn, Arnhildur Jónsdóttir úr Kópavogi, hefur án efa lagt mikla vinnu í verk sitt og verðskuldar lof fyrir það sem vel er gert en sumir ann- markar á sýningunni hljóta að skrifast á hennar reikning. Hér verður sem oftar þegar at- vinnuleikarar leikstýra: Ofmat er lagt á þátt leikaranna sem einstaklinga en vanmetnar skyídur þeirra gagnvart heild- arhugsun verksins og samspili allra þátta í sviðsetningunni. Nefna má nokkur dæmi um þetta en hér verður eitt látið nægja. í hinni litríku fjölskyldu af- ans eru ólíkir einstaklingar. Hugðarefni þeirra eru sundur- leit: leikritagerð, flugeldasmíð, konfektgerð, listdans, snáka- söfnun, frímerkjasöfnun og sitthvað fleira. Hver maður sinnir áhugamálum sínum af ástríðufullum ákafa án tillits til fjárhagslegrar uppskeru af vinnu sinni. Engir árekstrar verða sökum þeirrar tillitssemi sem allir sýna. Hver virðir ann- ars rétt. Af þessu sprettur sjaldgæf hamingja sem ekki er markvisst túlkuð í sýningunni. Þvi verður aðdráttarafl heimil- isins ekki sannfærandi. Að vísu má skilja hvers vegna aðkomu- mennirnir, Ed og DePinna, una vistinni syo vel sem þeir gera. En bessi annmarki veldur því að áhorfendur skilja ekki hugarstríð. Alísu þegar hún tel- ur sig þurfa að velja á milli fjölskyldunnar og unnustans. Hann veldur því einnig að bágt er að skilja hvers vegna unnust- inn laðast að fjölskyldunni og er reiðubúinn að samlagast henni með sama hætti og áður- nefndir menn og hin mikilvæga baksviðspersóna — mjólkur- maðurinn — sem er löngu dá- inn þegar atburðir leiksins ger- ast en leiklausnirnar hvíla á að talsverðu leyti. — Og einmitt. Sjálfar leiklausnirnar verða ósénnilegar af þessum sökum — og það er alvarlegur galli á leiksýningu. Er líklegt að afinn geti sannfært hinn brynjaða Vollstrítkaupsýslumann, vænt- anlegan tengdaföður Alísu, með orðunum einum og gert hann að virkum heimilismanni sínum? Andrúmsloftið verður að gefa orðum hans þunga en gerir það ekki — Samstilling fjölskyldunnar kemur eigin- lega hvergi vel fram nema í borðbænunum tveim. Þær eru mikilvæg lykilatriði til skiln- ings á anda og boðskap verks- ins. Þar veltur allt á framsögn afans. Hilmari Jónssyni tekst þar að ná réttum tóni, og því verða leikslokin eftirminnileg. Þótt hér hafi verið að ýmsu fundið leikur naumast vafi á að sýningin er umtalsverður sigur fyrir Leikfélag Keflavíkur. Ljóst er að félagið á liðsafla sem getur náð langt fái leikar- arnir tækifæri til þess að láta að sér kveða og njóti þeir leið- sagnar leikstjóra sem er nægi- lega kröfuharður og hæfur. Fé- lagið getur orðið mikils megn- ugt verði næstu skref af skyn- semi stigin. Því vil ég ljúka þessum orðum með því að hvetja Suðurnesjabúa og ná- granna þeirra—íbúa á höfuð- borgarsvæðinu — til þess að sækja vel sýningarnar í Stapa. Jón Böðvarsson GLEÐILEGT SUMAR! Gleðilegt sumar, þökkum við- skiptin á liðnum vetri. TÍZKUVERZLUNIN URÐUR HAMRABORG 1 KÓP. Gleðilegt sumar, þökkum við- skiptin á liðnum vetri. J.P.INNRÉTTINGAR SKEIFUNNI 7 SÍMI 31113. Gleðilegt sumar. BÍLAMARKAOURINN, GRETTISGÖTU 12-18 Bílaúrvalið óskar öllum við- skiptavinum sínum gleðilegs sumars og þakkar viðskiptin á liðnum vetri. BÍLAÚRVALIO BORGARTÚNI 24 SÍMI 28488 Heilsuræktin Heba óskar öllum viðskiptavinum gleðilegs sum- ars og þakkar viðskiptin á liðn- um vetri. HEILSURÆKTIN HEBA AUÐBREKKU 53 SÍMI 42360 Tízkuherrann óskar öllum við- skiptavinum sínum gleðilegs sumars og þakkar viðskiptin á liðnum vetri. TÍZKUHERRANN LAUGAVEGI 27 SÍMI 12303 Gleðilegt sumar, þökkum við- skiptin á liðnum vetri. BAKHÚSIO STRANDGÖTU HAFNARFIRÐI SÍMI 50075 Gleðilegt sumar, þökkum við- skiptin á liðnum vetri. G.S. VARAHLUTIR ÁRMÚLA 24, SÍMI 36510 Gleðilegt sumar. VIKAN Gleðilegt sumar, þökkum við- skiptin á liðnum vetri. HÁRGREIÐSLUSTOFAN HRUND AUÐBREKKU 53 SÍMI 44088 Óskum öllum viðskiptavinum gleðilegs sumars. Þökkum við- skiptin. SÆLGÆTISGERÐIN FREYJA Múlakaffi óskar viðskiptavinum sínum gleðilegs sumars og þakk- ar fyrir viðskiptin. MÚLAKAFFI HALLARMÚLA Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars og þökk- um ánægjuleg samskipti á liðn- um vetri. DRAUMURINN NJÁLSGÖTU 23 SÍMI 22873 Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars, þökkum viðskiptin á liðnum vetri. HALTI HANINN LAUGAVEGI 178 SÍMI 34780 Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars og þökk- um fyrir viðskiptin. STÚDÍÓ GU0MUNDAR EINHOLTI 2 SÍMI 20900 Mál og menning óskar öllum viðskiptavinum sínum gleðilegs sumars og þakkar viðskiptin á liðnum vetri. MÁL OG MENNING LAUGAVEGI 18 SÍMI 24243 Óskum öllum viðskiptavinum okkar gleðilegs sumars og þökk- um ánægjulegviðskipti áliðnum vetri. VÍKUR-ELDHÚS H/F SÚ0ARV0GI 44 SÍMI 31360 Töskuhúsið óskar öllum við- skiptavinum sínum gleðilegs sumars og þakkar viðskiptin á liðnum vetri. TÖSKUHÚSIO LAUGAVEGI 73 SÍMI 15755

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.