Dagblaðið - 20.04.1977, Page 5

Dagblaðið - 20.04.1977, Page 5
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. Einn þurrasti, hægviðrasamasti 5 s og sólríkasti veturinn á förum „Veturinn í vetur er sá þurr- asti sem komið hefur í Reykja- vík frá upphafi samfelldra úr- komumælinga árið 1920,“ sagði Adda Bára Sigfúsdðttir veður- fræðingur er DB spurði hana um samantekt á vetrarveðrinu. „Hinn veðurfarslegi vetur er frá því í desember til marzloka. Veðurfar var sérstaklega þurrt í Reykjavík mánuðina desemb- er til febrúar en í marzmánuði nálgaðist úrkoman tvo þriðju af meðalúrkomu. Heildarúrkoman var 111 mm og er það rösklega einn þriðji af meðalúrkomu. Sólskinstundirn- ar í Reykjavík urðu 306 og er það 114 klukkustundir umfram meðallag frá upphafi sólskins- mælinga 1923. Þó hafa tveir vetur orðið sólríkari en það var veturinn 1946-47 og 1965-66. Þá var mjög sólríkt í febrúar-marz, þegar sólargangur er farinn að lengjast en í vetur var með af- brigðum sólríkt í desember og janúar þegar sólargangur er stytztur. Nánast hefur verið snjólaust í allan vetur á Suðvesturlandi. Jörð var alhvít í Reykjavik í fimm daga en til gamans má geta þess að jafnmargir dagar með alhvíta jörð hafa síðan bætzt við í apríl. Lítið hefur verið um hvass- viðri og storma í Reykjavlk á þessum vetri og komst veður- hæð aðeins einu sinni í 9 vind- stig, en í 6 daga var veðurhæð 8 vindstig. Hvassvirði teist vera 8 vind- stig en 9 vindstig stormur. Veðurhæð á Akureyri náði aldrei 8 vindstigum. Þar var heildarúrkoma nærri meðallagi eða 166 mm. Jörð var alhvít í 90 daga. Sólin skein á Akureyri í 155 klst. og er það 40 stundum umfram meðallag. Einnig var mjög sólríkt á há- lendinu, á Hveravöllum mæld- ust 215 sólskinsstundir. Þar varð úrkoman 100 mm og sér- lega lítil í febrúar, eða aðeins 2 mm. Veturinn hefur verið fremur kaldur, einkum framan af. Á Akureyri var rösklega 1 stigi kaldara en i meðalári og i Reykjavík var hitinn hálfu stigi undir meðallagi. í Höfn í Hornafirði var hitinn um meðallag. Meðalhitinn i Reykjavík og á Höfn þessa fjóra mánuði var til jafnaðar um frostmark. Á Akureyri var að meðaltali 2ja stiga frost en á Hveravöllum J jy _j var meðalhitinn tæplega 6,5 stiga frost og 7,5 stiga frost 1 Sandbúðum," sagði Adda Bára. — Hvernig urðu sumrin á eftir þessum tveimur þurru vetrum, 1947 og 1966 sem þú gazt um? „Það virðist ekki vera neitt samband á milli sumarsólskins- stundanna á eftir þurrum vetri. Sumarið 1947 urðu sólskins- stundir í Reykjavík 449, en eru í meðalári 631. Sumarið 1966 urðu sólskinsstundir hins vegar 661 eða heldur meira en i meðalári. Sumarið 1947 mældist úr- koman undir meðallagi eða 33,6 mm, meðaltal 41 mm, meira rigndi í júli eða 70,4 mm, en þá er meðaltalsúrkoman 48 mm og enn meira rigndi í ágúst eða 100,7 mm, sem er taisvert yfir meðallag 66 mm en keyrði þó um þverbak í september því þá rigndi 117,1 mm, en í septemb- er er meðaltalsúrkoman 72 mm. Sumarið 1966 kemur betur út í samanburðinum um úrkomu- tölur en þá rigndi 53 mm í júní, 83 mm í júlí, 56,6 mm I ágúst og 57,5 mm í september og eru þessar tölur allar vel innan við meðaltalsúrkomu," sagði Adda Bára Sigfúsdóttir. A.Bj. Ein af mörgum sólskinsstundum vetrarins i höfuðborginni. Þessi dagur var líka óvenjulegur fyrir að þá var jörð þakin snjó. — DB-mynd Bjarnleifur. Jón Múli: „Breiðskífa, —aldrei notað það orð...” „Orðið breiðskífa hef ég aldrei látið mér um munn fara,“ leiðrétti hinn vinsæli út- varpsþulur, Jón Múli Árnason, í gær. Eftir honum var þetta orð haft í viðtali í blaðinu i gær í tilefni af gjöf Péturs Öst- lunds. Jón Múli kvaðst vilja kalla „skífur" þessar grammó- fónplötur, plötur, eða í þessu tilfelli djassplötur. Almennt er orðið breiðskífa reyndar ekki sérlega vinsælt að því er virðist. Kannski að les- endur hafi einhver orð á tak- teinum yfir þennan ört vaxandi fjölmiðil, — grammófónplöt- una. Látið okkur þá vita. — I kringum fjörutíu skátar, þar af um tuttugu og fimm Akureyringar, fengu afhent Forsetamerkið i Bessastaðakirkju si. iaugardag. Var það forseti Islands, dr. Kristján Eldjárn, sem afhenti merkið. Eftir afhend- inguna var haldið i flottasta skátaheimiiið i höfuðborginni, Neshaga, þar sem skátafélagið Ægisbúar hefur aðsetur sitt. Bauð Bandalag ísl. skáta upp á kaffi sem forsetinn þáði ásamt öðrum gestum. Var þar mikill söngur og gleðskapur. A myndinni má sjá forseta ísiands ásamt Páli Gíslasyni skátahöfðingja landsins. DB-mynd Hörður. Skrúðgöngur og Tí- volídagur í Austur- bæjarskólaportinu „Skátar gangast fyrir hátíða- höldum á morgun á sumardaginn fyrsta í samráði við Sumargjöf. Verða skátamessur á þremur stöð- um I borginni og tvær skrúðgöng- ur sem safnast saman i porti Austurbæjarskólans," sagði Björn Finnsson erindreki í viðtali við DB. „Skrúðgöngurnar leggja af stað frá Hljómskálanum og Sjómanna- skólanum kl. 13.00. í skólaportinu munu skátarnir halda Tivolídag og margt verður til gamans gert. Selt verður inn á svæðið, 100 kr. fyrir fullorðna en 50 kr. fyrir börn. Síðan verða seldar svokall- aðar Sumarkrónur en með þeim er hægt að kaupa sér aðgang að hinum ýmsu leiktækjum skát- anna. Þarna verða skotbakkar, dósa- bakkar, spákonur. Einnig verða skemmtiatriði á palli og verða þau endurtekin með stuttu millibili allan daginn. Seldar verða veit- ingar í skólaportinu. Um kvöldið verður dansleikur undir berum himni í skólaportinu og verður það hljómsveitin Póker sem sér um fjörið. Um kvöldið verður einnig skátaball í Tónabæ þar sem skátar fá einir aðgang, aðallega þeir sem staðið hafa í ströngu um daginn við að skemmta öðrum,“ sagði Björn. Skáttamessur verða í Neskirkju og Breiðholtsskóla. Einnig í Hall- grímskirkju og er sú messa aðal- lega fyrir eldri skáta og velunn- ara þeirra. Þar verða afhent heiðursmerki og mun sr. Ragnar Fjalar Lárusson þjóna fyrir altari en frú Ingibjörg Þorvaldsdóttir predikar. í skrúðgöngunum verða bæði lúðrasveitir og fánaberar. Sumar- gjöf mun selja merki félagsins og einnig íslenzka fána eins og und- anfarin ár. I Kópavogi verður einnig skáta- messa kl. 11 í Kópavogskirkju. A.Bj. Sumardagurinn fyrsti Dagskrá Skrúðgöngur: Kl. 13.00 Lagt verður af stað frá Sjómannaskólanum og Sóleyjargötu, við Hljómskálann. Skátar og lúðrasveitin Svanur og Lúðrasveit verkalýðsins, leiða göngurnar. Gengið verður að Austurbæjarskóla. Tívolí við Austurbœjarskóla: Kl. 13:30 Svæðið opnað Inngangseyrir fyrir fullorðna kr. 100.- Inngangseyrir fyrir börn kr. 50 - Skemmtidagskrá á palli kl. 14.00, 15.00 og 16.00. Ýmsir skemmtikraftar leika listir sínar. Unglingadansleikur: Kl. 21.00 Útidansleikur fyrir unglinga í porti Austurbæj- arskóla. Hljómsveitin Poker leikur fyrir dansi. I Tívolíinu verða á boðstólum ýmsir frumlegir tívolípóstar m.a. skotbakkar, spákonur, ótemja, boltaspil, tuskukast og margt fleira. Sérstakir peningar gilda í Tívolíinu eða sumarkrónan og kostar hún 25 kr. „ Barnagæzluvöllur verður starfræktur á svæóinu fyrir börn 2-5 ára. Þá verður og veitingasala. Skótasamband Reykjavtkur — Sumargjöf — St. Georgsgildi.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.