Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 17

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 17
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977. 17 Útgreiðsluborðið, — greítt úr netunum og fiskur rifinn úr. „Úr með fiskinn," er kallað ef ekkl er dregið nógu hratt og haldið er áfram við að innbyrða trossuna. áður rúm 10.400. Sóknin nú er hins vegar meiri en í fyrra sök- um góðra gæfta. Meðfylgjandi myndir tók Anna Fanney Stardal í róðri með netabátnum Sölva Bjarna- syni en hún sér um matseldina þar um borð og er þvi álíka þýðingarmikil og „karlinn sjálf- ur“ -G.S. Netabátarnir eru alls 33 eða sex færri en í fyrra og troll- eða botnvörpubátar 43 sem er 11 fleira en í fyrra. Þrír eru á færum. Þrátt fyrir allt var heildarafl- inn frá áramótum til síðustu mánaðamóta nálægt 10.150 tonnum en var á sama tíma í f.vrra tæp 9.200 tonn og árið M Skipstikin Týra, iukkugripurinn um borð. „Karlinn á Sölva Bjarnasyni-BA, sem gerður er út frá Eyjum. Hann heitir Erlingur Pétursson og situr hér stoltur í brúnni enda búinn að fá 238 tonn á skömmum tíma. eða síðan hann hætti á loðnunni. DB-myndir: Anna Fanney, kokkur á Sölva. 'Gestur’ í Grundarfossi Engan sakaði í gærdag þegar nýr kranabíll, tíu hjóla' trukkur, lyftist skyndilega og valt um borð í Grundarfoss , sem lá við bryggju á Akureyri. Var verið að lyfta 16 tonna glerkistu, en hún kræktist undir lestaropið með þessum afleiðingum. Myndin sýnir hinn óvænta „gest“ um borð í Fossinum. — DB-mynd F.Ax. Keflavíkurflugvöllur: Harður árekstur, þrír á sjúkrahús Allharður árekstur varð í svonefndu Seaveed-hverfi á Keflavíkurflugvelli í gærdag. Rákust þar á tvær fólksbif- reiðar af BMW-gerð og Skoda. Skall BMW-bifreiðin á vinstri hlið Skodans og kastaði honum nokkra metra eftir götunni Gekk öll hlið Skodabifreiðar- innar inn, nema annað hurðar- byrðið, sem féll i götuna. Bæði fram- og afturrúður Skodans hrukku úr fölsunum en önnur var þó heil á eftir. BMW-billinn skemmdist einnig mjög mikið en ökumaðurinn slapp ómeiddur en hann var einn i bifreiðinni. Þrír menn voru í Skodanum og slösuðust þeir allir, en ekki er vitað hve alvar- ieg meiðsli þeirra voru. emm. RÆSISMÁLINU ER L0KIÐ Ríkissaksóknari hefur ákvarðað að ekki sé ástæóa til frekari aðgerða í Ræsismálinu svokallaða og hefur málið þar með verið látið niður falla. Ríkissaksóknari hefur haft málið til meðferðar og ákvarðanatöku í rúmlega eitt ár. Sakadómsrannsókn hófst i því í febrúar 1975 og var henni lokið um það bil ári síðar. Var málið þá sent saksóknara til frekari meðferðar. Vísaði hann því til Seðlabankans, sem gaf umsögn sína í lok apríl í fyrra og var fljótlega eftir það hafin framhaldsrannsókn í Saka- dómi Reykjavíkur. Þaðan fór málið á ný til ríkissak- sóknara um mánaðamótin október/nóvember. Fyrir um hálfum mánuði varð niðurstaða ríkissaksóknara sú að ekki væri ástæða til frekari aðgerða — að lögbrot hefði ekki verið framið. Ræsismálið spratt af kærum bílstjóra sem töldu fyrirtækið hafa gengistryggt lán til kaupa á bifreiðum af gerðinni Benz og slðan reiknað skuldina á gengi gjalddaga, sem var að minnsta kosti einni gengisfellingu eftir að til hennar var stofnað. Ræsir hf. endurgreiddi og umreiknaöi þann mismun sem varð við gengisfellinguna, samkvæmt sérstöku leyfi. -OV

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.