Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 28
Stangveiðifélagið Armenn sækir um aðild að Elliðaám með SVFR: Klíkuskapur um Etöðaámar? — meirihluti Veiði-og fiskræktarráðs Reykjavíkur reynir að leiða umsöknina hjá sér „Öneitanlega virðist ríkja sterk tilhneiging til þess, hj4 ráðandi öflum, að mismuna stangaveiðimönnum og áhuga- mönnum um fiskirækt, er starfa hér í borginni, í síaukn- um mæli,“ sagði Jakob V. Haf- stein, lögfræðingur, í viðtali við DB í gær. Tilefnið er að fyrir nokkru barst Veiði- og fiskiræktarráði Reykjavíkurborgar erindi frá stangaveiðifélaginu Ármönn- um um samningsaðild að Elliðaánum og Klak- og eldis- stöðinni við Elliðaár. Ráðið fer með þessi mál fyrir hönd borg- arinnar og er ráðgefandi stofnun Borgarráðs í þeim. Lá erindi þetta fyrir siðasta fundi ráðsins, en Ragnar Júlíusson, borgarfulltrúi og formaður ráðsins, og Davið Oddsson borgarfulltrúi, báru fram tillögu þess efnis að vísa málinu til borgarráðs án umsagnar, þrátt fyrir hlutverk ráðsins að veita umsagnir í þess háttar málum. Þessu mótmælti Jakob, með tilliti til fyrrnefnds hlutverks ráðsins og bar fram breytingar- tillögu við afgreiðsluna þess efnis að ráðið telji sjálfsagt og eðlilegt að gefa þessu áhuga- mannafélagi tækifæri á því að gerast aðili að samningum þeim er nú standa yfir um rekstur og hagnýtingu klak- og eldis- stöðvarinnar við Elliðaár. Einnig þátttöku að leigu Elliðaánna á næsta ári, þegar núgildandi nýgerður samningur um árnar verður endurskoðaður, enda sé slík samþykkt 1 fullu samræmi við áður samþykktar tillögur ráðsins og borgarráð og borgar- stjórn haf a siðan samþykkt. Að sögn Jakobs virti for- maður ráðsins að vettugi viðtekin fundarsköp og bar fyrst fram sína eigin tillögu og Davíðs, sem samþykkt var með fjórum atkvæðum gegn at- kvæðum Jakobs, Kristjáns Gíslasonar og Arna Jónassonar. Siðan bar formaður fram breytingartillögu Jakobs, sem eðli málsins samkvæmt, var búið að afgreiða á neikvæðan hátt. Gengu atkvæði um hana eins og fyrri tillöguna. Jakob sagði að þessi fram- koma og háttalag formannsins ætti sér ekki fordæmi í störfum ráðsins. Ekki er hægt að taka afstöðu til beiðni Ármanna nema samningur um árnar sé laus, þ.e. opinn. Nýgerður samningur við Stangaveiðifélag Reykjavíkur sem gildir til eins árs I senn, mælir svo fyrir að hvor samningsaðilinn sem er geti sagt samningnum upp með 5 mánaða fyrirvara miðað við 1. maí ár hvert. Til þess að fullnægja þessum skilyrðum og hægt yrði að taka fyrir og ræða beiðni Ármanna á jafnréttisgrundvelli við Stanga- veiðifélag Reykjavlkur, bar Jakob fram tillögu þess efnis að hagnýttur yrði uppsagnar- rétturinn við SVFR fyrir 1. maí nk. Afgreiðslu þessarar tillögu var frestað um viku eftir sér- stakri ósk formanns ráðsins, að sögn Jakobs. Að lokum sagði hann að þeirri hugmynd yxi nú óðum fylgi að eina rétta leiðin væri nú sú að bjóða út þessa samninga á opnum og frjálsum markaði, ef borgin sæi sér ekki fært, eða vildi ekki taka þessi mál föstum tökum undir stjórn Veiði- og fiskiræktarráðs . og kunnáttumanna. Liklega þykir sumum að þessar stúlkur ættu heldur að leika að bilum en brúðum. En hvað um það, Bjarnleifur smellti mynd af þessum fallegu telpum á fyrirtækjakynningu búvörudeildar SÍS I gær. Þar kynnti fyrirtækið þau umboð sem það hefur fyrir leikföng. Þeir Sambandsmenn segjast leggja áherzlu á að flytja inn þroskandi leikföng fyrir börnin. Innkaup fyrir næstu jól eru þegar I gangi, enda þótt menn sðu almennt ekki komnir I jólaskap 8 mánuðum fyrir jól. En allur er varinn góður því að tekur mánuði að fá afgreiðslu á vörum sem þessum. — DB-mynd Bjarnleifur. HEILL PELIAF TJÖRUí LUNGUN Mild en skúrasöm sumarkoma á Suð- urlandi en kaldrana- Þú, sem reykir einn pakka af sígarettum á dag, sýgur ofan I þig um það bil 200 grömmum af tjöru á einu ári. Tjöruefnin, sem reykingamaðurinn sýgur ofan I sig, leika um slimhúðina I öndunarveginum og lungun- um. Tjaran setzt í slímhúðina í öndunarveginum I formi ör- smárra dropa. Um 80% af því sem fer ofan I mann af ‘jörunni situr fast I lungunum. Það þarf ekki að fjölyrða um hvern skaða tjaran, nikótínið og kolsýringurinn vinna. En það er vert að hafa það I huga að ef reyktur er einn pakki af sígarettum á dag í heilt ár fer ofan i lungun sama magn af tjöru og kæmist fyrir í pelahyrnu sem við kaupum í mjökurbúðinni. -KP legri norðanlands „Það eru mestar líkur til að sunnan til á landinu verði hæg suðvestlæg átt á morgun, með skúrum, en hiti vel yfir frost- marki þar,“ sagði Markús Einarsson veðurfræðingur þegar DB spurði um veðurútlit fyrir sumardaginn fyrsta. Sumarkoman verður kald- ranalegri fyrir norðan. Þar eru líkur fyrir áframhaldandi aust- lægri átt, þó fremur hægri, en þar verða él, alla vega á annesj- um. í íslenzkum þjóðháttum eftir Jónas frá Hrafnagili eru uppi margar kenningar um veðurfar og eftir því sem veðrið var ákveðna daga svo skyldi veðrið vera I annan tíma. Þar segir að ef gott veður sé á sumardaginn fyrsta þá verði gott sumar. Nú má lengi deila um hvað sé „gott“ veður, — en líklegt er, ef dæma má eftir veðurspánni fyrir morgundaginn, að sumar- veðrið sunnantil á landinu verði svona sæmilegt, en Norð- lendingar eiga kannski von á hörðu sumri. A sumardaginn fyrsta í fyrra var ágætisveður I höfuðborginni en sama verður varla sagt um sumarveðrið A.Bj. frjúlst, úháð daghlaá ! MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. Bakkus fyrstu 3 mánuðina: Áfengi drukkið uppí 2 skut- togara- verð Það mætti gera heilmikið fyrir það fé sem landsmenn drekka áfengi fyrir. Fyrstu 3 mánuði þessa árs nam út- söluverð áfengis 1472 milljónum króna, tveimur skuttogaraverðum, og hafði aukizt um 36.76 prósent frá sama tíma I fyrra. Verðhækkanir koma þar að vlsu inn I dæmið. Reykjavík seldi mest, 1099 milljónir komu I kassa „rlkis“búðanna þriggja á þessu timabili. Afengisvarnarráð fylgist náið með sölu áfengis hér á landi og gefur upp tölur þessar. Ráðið lætur þess jafnframt getið að sé miðað við verðlag brennivins I nóvember 1967 og ýsu og kaffis, þá ætti brennivín að kosta 4410 krónur miðað við ýsu. Ýsan hefur hækkað úr 15 krónum I 210, brennivinið úr 315 I 2900 kr. Sé aftur á móti miðað við þjóðardrykkinn, kaffið, þá segir ráðið, að brennivínið ætti að kosta 5550 krónur. -JBP- ___ ■ ) Saknað! Sigurður Agústsson, til heimilis að Birkigrundi 39 I Kópavogi, fór frá Borgar- spitalanum um kl. 15 í fyrra- dag og hefur ekkert til hans spurzt síðan. Sigurður er 53 ára, um 170 cm á hæð, með grásprengt hár, grannur vexti. Hann var klæddur grænni hettu- úlpu, gulbrúnum buxum og svörtum uppháum kulda- skóm. Hugsanlega var hann með svarta prjónahúfu með hvítri rönd. Þeir sem kynnu að hafa orðið Sigurðar varir eftir kl. 15 mánudaginn 18. apríl eru beðnir að hafa samband við lögregluna í Kópavogi.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.