Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 19

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 19
DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRlL 1977- 19 BRIGITTE BARDOT STEYPT í BRONS A þessari mynd sést Brigitte Bardot sitja hjá myndhöggvar- anum Mikro en hann ætlar að búa til brjóstmynd af henni úr bronsi. Mikro vonast tii að ná kyn- þokka Brigitte, sem töfrað hefur karlmenn undanfarin 20 ár. „Enn er hún fögur,“ er haft eftir myndhöggvaranum. Sjáif segist Brigitte vera mikill aðdáandi Mikros. GOULD SEGIST VERA HÆTTUR AÐ LEIKA Hin fræga kvikmynda- stjarna, Elliott Gould, segir leikferli sínum vera lokið. ,,Ég vil hætta að leika,“ segir hann. „Mér geðjast ekki að því hvernig kvikmyndaiðnaðurinn er rekinn nú til dags. Fram- leiðendurnir eru allt of gráðugir og peningar stjórna 'þeim í öllu.“ Gould hefur leikið í 19 kvikmyndum og fjölda sjónvarpsþátta. Nú langar hann að reyna sig hinum megin við vélina, við stjórnun. Hann fær sitt fyrsta tækifæri á næstunni í kvikmynd Roberts Altmans.A new life. „Altman treystir mér,“ segir Gould. „Þess vegna valdi hann mig.“ Elliott Gould: „Eg hef aldrei taiið mig lelkara." JAFNVEL MOÐIR HANS VILDIEKKI SJÁ HANN Þetta undarlega dýr sem flestum myndi sennilega þykja ákaflega ófritt, svo ekki sé meira sagt, fæddist um daginn i dýragarði í Bandarikjunum. Þetta er afkvæmi mauraætutegundar sem kemur frá svörtustu Afríku og kallast aardvark. Eins og oft kemur fyrir í dýragörðum þegar dýrin eignast unga vildi móðirin ekkert með afkvæmið hafa og verðirnir sjá um ungann. -DS. Má b jóða þér tesopa? Þessi hundur er likiega minnsti hundur í Englandi. Hann vegur aðeins 566 grömm og passar ágætiega ofan í tebolla. Hann er litlu stærri en tepoki. Z M iiA Kötturinn á þessari mynd þarf ekki að hafa áhyggjur. Nýjasti vinur hans er þessi litli hundur með löngu eyrun. Ekki þarf kötturinn að óttast að neitt hljóð fari fram hjá þeim eyrum, enda virðist fara einkar vel á með félögunum. OFIl i /3 B Þessi finnska kápa er ljós- dröppuð með brúnu innrabyrði. Ný lína í norr- ænni tízku Við sýningu á fatnaði fyrir veturinn ’77-’78 í Kaup- mannahöfn á dögunum, sást að norrænir fatafram- leiðendur hafa tekið upp nýja tízkulínu sem er mun nútímalegri og um leið frisk- legri en sú sem fram að þessu hefur ráðið ríkjum. Norræn fataframleiðsla hefur tekið miklum stakka- skiptum á síðustu árum. I stað hins þunga ullar- fatnaðar sem fram að þessu hefur verið eina fram- leiðslan taka þeir nú til við að búa til léttari föt. Markaður fyrir þau hefur á síðustu 10 árum sífellt aukizt og virðast karlmenn jafnt sem kvenfólk kunna breytingunni vel. -DS. í þessari nýju linu er það algengt að blandað sé saman mörgum efnum. I þessari norsku dragt er t.d. flauel og flannel.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.