Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 15

Dagblaðið - 20.04.1977, Blaðsíða 15
 DAGBLAÐIÐ. MIÐVIKUDAGUR 20. APRÍL 1977. 1* gþróttir Iþróttir Iþróttir Sþróttir FRAMSTÚLKUR BEZTAR Jönköping byrjaði mjögvel! Ákaflega hættulegir í framlínu Jönköping voru fslendingurinn, Teitur Þórðarson, sem svo mjög hefur verið skrifað um, og Ulf Lantz, skrifar Dagens Nyheder eftir fyrsta leik Jönköping í 2. deildinni sænsku. Jönköplng vann þar mjög at- hyglisverðan sigur á örgryte — Gautaborgarliðinu fræga — á Ullevi-leikvanginum mikla í Gautaborg. Sören Börjesson skoraði fyrsta mark leiksins á 34. mín. fyrir örgryte. Christer Johanson jafnaði fyrir Jönkö- ping á 40. mín. I siðari hálfleikn- um skoraði Ulf Lantz tvivegis fyrir Jönköping. Fyrra markið á 65. mín., en hið síðara á 80 mín. Áhorfendur voru 3312. Greinilegt var í byrjun leiksins, að leikmenn Jönköping komu til Gautaborgar með það í huga að ná öðru stiginu. Léku upp á jafntefli, en eftir að örgryte komst yfir varð liðið að fara að sækja. Það heppnaðist með fyrrgreindum árangri. Miðvörðurinn Lars-Erik Ánders- son misnotaði meira að segja víta- spyrnu fyrir Jönköping. Norrby, liðið, sem Vilhjálmur Kjartansson, Val, mun leika með i sumar lék sinn fyrsta leik i 2. deild (suður) á útivelli gegn IFK Malmö. Jafntefii varð 0-0. Vilhjálmur heldur til Svíþjóðar í dag, miðvikudag. f 3. dejld (Skáni) lék Perstorp, liðið sem Þorsteinn Ölafsson leikur með, sinn fyrsta deildaleik við Lunds SK. Það var á útivelli og Perstorp tapaði leiknum 3-1. fslandsmeistarar Fram í meistaraflokki kvenna: Áffari röð frá vinstri: Helga Magnúsdóttir, Guðrún Sverrisdóttir, Kristín Orradóttir, Berg- þóra Ásmundsdóttir, Guðrún Halldórsdóttir, Elin Hjörleifsdóttir, Jenný Grétudóttir og Jón Friðsteinsson form. Handknattleiksdeild- ar Fram. Fremri röð: Guðjón Jónsson þjálfari, Jenný Magnúsdóttir, Þorbjörg Albertsdóttir, Oddný Sigsteinsdóttir, Kolbrún Jóhannesdótt- ir, Guðríður Guðjónsdóttir, Steinunn Helgadóttir og Sylvía Hallsteinsdóttir. DB-myndir Bjarnleifur. Evrópuleikir íkvöld Síðari leikirnir í undanúrslit- um Evrópumótanna þriggjá i knattspyrnu verða háðir í kvöld. Liverpoot leikur við Zurich á Án- field — og það ætti að verða létt fyrir enska liðið að komast i úr- slit. Sigraði 3-1 i Zurich, en þó þurfa leikmenn Liverpool að gæta sin á ftalanum Franco Cuci- notta. Hann lék ekki i fyrri leikn- um vegna leikbanns og á sunnu- dag var hann heldur betur á skot- skónum. Skoraði fjögur mörk fyrir Zurich i 1. deildinni sviss- nesku. David Fairclough hjá Liverpool hefur náð sér eftir meiðsli, en ekki er þó víst hann leiki vegna frábærrar frammi- stöðu David Johnson sl. laugar- dag. f hinum undanúrslitaleikn- um í Evrópubikarnum leika Borussia Mönchengladbach og Dynamo Kiev. Sovézka liðið sigraði í fyrri leiknum 1-0 í Kiev. f keppni bikarhafa leika Ham- borg og Átletico Madrid, svo og Ánderlecht og Napoli. f UEFA- keppninni leika AEK, Grikk- landi, og Juventus annars vegar, en Bilbao og Molenbeek hins vegar. Mesta þátt- taka íVíða- vangshlaupi ÍR Víðavangshlaup fR — hið 62. í röðinni — fer fram að venju 4 sumardaginn fyrsta. Skráðir keppendur eru 105. 70 karlmenn og 35 stúlkur. Það er met- skráning. Aður mest 102. Flestir keppendur eru frá fR eða 36. Frá UBK og HSK eru 21 keppandi frá hvoru sambandi. Niu Borg- firðingar eru skráðir, átta Ar- menningar, tveir frá Leikni og einn frá FH, KR og USVS. Hlaupið hefst kl. tvö á morgun í Hljómskálagarðinum. Hlaupið' út f Vatnsmýri og siðan til baka. Tjarnargötu, Áðalstræti og Áusturstræti. Hlaupinu lýkur á horni Pósthússtrætis. Fram-stúlkurnar komu mjög ákveðnar til leiks í úrslitaleikinn við Val i 1. deild kvenna í Laugar- dalshöllinni í gærkvöld. Akveðnar í því að verja fslands- meistaratitil sinn þó svo Valur stæði að því leyti betur að vígi, að liðinu nægði jafntefli til sigurs í mótinu. Það kom fljótt í ljós að hverju stefndi í leiknum. Fram skoraði þrjú fyrstu mörk leiksins, en á sama tíma lokaði Kolbrún Jóhannsdóttir alveg Fram- markinu. Varði allt og varði snilldarlega allan leikinn. Þar var lagður grunnur að stórsigri Fram, 13-5, og eftir leikinn í gær voru Kolbrúnu afhent verðlaun, þar sem hún var kjörin „handknatt- leikskona ársins“. Staðan í hálfleik í gær var 5-2 fyrir Fram — og í upphafi síðari hálfleiks gerðu Fram-stúlkurnar alveg út um leikinn. Skoruðu fimm fyrstu mörkin og komust í 10-2. Eftir það var aðeins formsat- riði að ljúka leiknum. Lokatölur 13-5 eða nákvæmlega þær sömu og þegar Fram sigraði Val í úr- slitaleik mótsins í fyrra og varð Islandsmeistari. Nú hlaut Fram einu stigi meira en Valur á mótinu. Tapaði ekki leik nema fyrir Val í fyrri umferðinni, en Valsstúlkurnar gerðu jafntefli við FH auk þess, sem þær töpuðu svo í gær. Mörk Fram í leiknum i gær skoruðu Guðríður Guðjónsdóttir — dóttir þjálfara liðsins Guðjóns Jónssonar, fyrrum landsliðs- manns og Sigríður Sigurðardóttur Manch. City jók þá miklu pressu, sem er á leikmönnum Liverpool, þegar liðið sigraði Birmingham á Maine Road i Man- chester í 1. deildinni í gær. Með sigrinum náði City meisturum fyrirliða ísl. kvennaliðsins, sem varð Norðurlandameistari — með þrjú mörk, Jóhanna Halldórs- dóttir 3, Oddný Sigsteinsdóttir, fyrirliði, 3, Kristín Orradóttir 2, Guðrún Sverrisdóttir og Sylvia Hallsteinsdóttir eitt hvor. Fyrir Val skoruðu Björg Guðmunds- dóttir 2, Harpa Guðmundsdóttir, Halldóra og Ágústa Dúadóttir eitt hver. Liverpool að stigum. Bæði lið hafa 50 stig. Liverpool eftir 36 leiki, en Manch. City hefur leikið 37 leiki. Það var Brian Kidd, sem skoraði bæði mörk City í gær en Ken Burns eina mark Birming- ham. í 2. deild náði Chelsea forustu eftir jafntefli í Oldham, þar sem Peter Bonetti, enski landsliðs- markvörðurinn hér áður fyrr, bjargaði Chelsea með frábærri markvörzlu, en á sama tíma tapaði Wolverhampton í Carlisle. Chelsea hefur nú 50 stig eftir 38, leiki, Wolves 49 stig eftir 36 Ieiki, en síðan kemur Notts County með 46 stig eftir 38 leiki. Urslit í ensku knattspyrnunni í gær urðu þessi: 1. deild Coventry — WBA 1-1 Everton — Norwich 3-1 QPR — Manch. Utd. 4-0 Manc. City — Birmingham 2-1 2. deild Carlisle — Wolves 2-1 Hull City — Orient 1-1 Oldham — Chelsea 0-0 3. deild Northampton — Grimsby 0-0 Portsmouth — Tranmere 0-3 Preston — Chesterfield 2-2 Shrewsbury — Peterbro 2-1 Walsall — Mansfield 1-2 York — Swindon 4-2 Fyrsti leikur kvöldsins var bikarleikur KR og Ármanns i meistaraflokki kvenna. Jafntefli varð 9-9 og þurfa liðin þvi að leika að nýju. Þessi úrslit voru óvænt eftir að KR komst í 6-1 í byrjun. Eftir leikina afhentu Sigurður Jónsson, form. HSl, og Svana Jörgensdóttir þrettán nýjum landsliðskonum landsliðsnælu HSÍ. 4. deild Bournemouth — Barnsley 1-0 Colchester — Huddersf. 3-1 Doncaster — Workington 6-3 Halifax — Brentford 0-0 Scunthorpe — Newport 1-0 Watford — Southport 2-0 1 1. deild skozku vann St. Mirren stórsigur f Dundee 0-4. St. Mirren hefur þegar tryggt sér rétt til að leika I úrvalsdeildinni skozku næsta keppnistimabil ásamt Clydebank. QPR komst úr mestu fallhætt- unni í 1. deild eftir stórsigur á Manch. Utd. Don Givens, Eddie Kelly og Peter Eastoe, tvívegis, skoruðu mörk QPR gegn United- liði , sem lagði sig lítið fram í leiknum, enda undanúrslit bikarsins gegn Leeds næsta laugardag. Ekki hefur enn frétzt hvað skeði á stjórnarfundi Manch. Utd. í sambandi við fram- kvæmdastjórann, Tommy Docherty, en þess má einnig geta, að talsverð óánægja er einnig meðal leikmanna United hvað kaupi viðkemur. Einkum Skotunum Martin Buchan, fyrirliða, og Lou Macari. Þeim finnst þeir fái ekki nóga sneið af kökunni, en talið er að tekjur Manch. Utd. á leiktfmabilinu muni nema 750 þúsund sterlings- pundum. Mamma varð Islandsmeistari — Sylvia Hallsteinsdóttir, handknatt- ieikskonan kunna, landsliðskona og systir iandsliðsmannanna Geirs og Arnar, varð fslandsmeistari með Fram í gær og meðal þeirra, sem fögnuðu henni eftir leikinn við Val i gær voru börnin hennar þrjú. DB-mynd Bjarnleifur. Man. City eykur pressu á meistara Liverpool! Vann Birmingham í 1. deild í gær og hef ur nú sama stiga- fjölda. Ulfarnir töpuðu íCarlisle og Chelsea efst í2. deild

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.