Dagblaðið

Ulloq

Dagblaðið - 05.05.1977, Qupperneq 10

Dagblaðið - 05.05.1977, Qupperneq 10
10 DAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAl 1977. ÍMMBIAÐIÐ frfálst, úháð dagblað Utgefandi DagblaAiA hf. Framkvœmdastjóri: Sveinn R. Eyjólfsson. Ritstjóri: Jónas Kristjánsson. Fróttastjóri: Jón Birgir Pétursson. Ritstjómarfulltruí: Haukur Helgason. Skrifstofustjóri ritstjórnar: Jóhannes Reykdal. íþróttir: Hallur Simonarson. AAstoAarfrettastjóri Atli Steinarsson. Safn: Jón Snvar Baldvinsson. Handrit: Ásgrim-' Pálsson BlaAamenn; Anna Bjarnason. Ásgeir Tómasson. Bragi SigurAsson. Dóra Stefánsdóttir. Gissur SigurAsson, Hallur Hallsson, Helgi Pótursson, Jakob F. Magnusson, Jónas Haraldsson, Katrin Palsdóttir. Olafur Jónsson, Omar Valdimarsson, Ragnar Lár. Ljósmyndií. Bjamleifur Bjarnleifsson, HörAur Vilhjáimsson, Sveinn ÞormóAsson. Slcrifstofustjóri: ólafur Eyjólfsson. Gjaldkeri: Þráinn Þorleifsson. Dreifingarstjóri: Már E. M. Halldórsson. Ritstjóm SíAumúla 12. AfgreiAsla Þverholti 2. Áskriftir, auglýsingar og skrifstofur Þvertiolti 11. AAalsimi blaAsins 27022 <10 línur). Áskríft 1300 kr. á mánuAi innanlands. Í lausasölu 70 kr. eintakiA. Setning og umbrot: DagblaAiA og Steindórsprent hf. Armúla 5. Mynda-og plötugerA: Hilmirhf. SíAumúla 12. Prentun: Árvakurhf. Skeifunni 19. Áfram dauðurmiöbær Borgarstjórn Reykjavíkur hefur ekki tekið rétta stefnu í endurnýjun gamla bæjarins. Ákvörðun síðustu viku, sem full- trúar Sjálfstæðisflokks og Fram- sóknarflokks stóðu að, tekur ekki vandamál gamla bæjarins nógu föstum tökum. Ákveðið var að auka verulega atvinnutæki- færin í gamla bænum og jafnframt auka íbúa- tölu hans lítillega eða úr 5.000 manns í 7.000 manns. Þarna bjuggu 12.000 manns, áður en fólksflóttinn til úthverfanna byrjaði. Fulltrúar Alþýðubandalagsins vildu sem minnsta uppbyggingu á þessu svæði, bæði vegna verndunar þess og til að hindra um- ferðaröngþveiti og kostnaðarsöm mannvirki fyrir umferðina. Hjá Alþýðuflokknum kom hins vegar fram það sjónarmið, að ganga ætti lengra í íbúafjölgun gamla bæjarins en meiri- hlutinn vildi gera. Þetta síðasta sjónarmið fer næst þeim til- lögum, sem settar voru fram í leiðara Dag- blaðsins 13. desember í fyrra. Þær stefndu að verulegri endurbyggingu gamla bæjarins með þeim hætti, að álag á umferðarmannvirkjum yrði sem minnst og mannlíf í gamla bænum yrði sem mest. Dagblaðið vildi stefna að íbúafjölgun gamla bæjarins upp í 12.000 manns eins og áður var. Þetta má gera með því að reisa háhýsi íbúða á svæðinu milli Hverfisgötu og Skúlagötu og skipuleggja íbúðir ofan á væntanlegum verzlunar- og skrifstofuhúsum Laugavegs- ássins. Á þessum stað er glæsilegt útsýni yfir Sundin til Esjunnar. Og þrátt fyrir hina þéttu byggð er unnt að sinna þörfum barna með því að skipuleggja leiksvæði á skýldum þökum hinna lægri húsa á svæðinu. Ibúar þessa svæðis ættu í mörgum tilvikum að geta komizt fótgang- andi til vinnu. Slík stefna mundi draga úr því, að menn þyrftu að þveitast á bílum sínum ofan úr Breið- holti eða innan úr Korpúlfsstaðatúni niður í bæ. Minna ójafnvægi yrði milli búsetu og at- vinnutækifæra í gamla bænum en hinar sam- þykktu tillögur gera ráð fyrir. Samt sem áður mundu atvinnutækifærin verða fleiri en búsetutækifærin. Þess vegna lagði Dagblaðið til, að reist yrðu við Hverfis- götuna nokkur bílageymsluhús með innakstri frá Skúlagötu. Sú gata yrði breikkuð og sett í verulega gott hraðsamband við aðra borgar- hluta. Þar með ætti að vera unnt að hindra umferðaröngþveiti bæði á leiðunum að og frá gamla bænum og svo innan hans sjálfs. Ef menn hafa góð tækifæri til að leggja bílum sínum við Hafnarstræti og Hverfisgötu, ætti að vera tiltölulega auðvelt að framkvæma hugmyndir um yfirbyggðan gönguás frá Aðal- stræti upp að Hlemmtorgi og um verndun þröngra gatna fyrir óhóflegri bílaumferð. Þessar hugmyndir eru allar liður í þeirri stefnu, að borgarhlutar séu fjölhæfir en ekki einhæfir, sumir til dæmis ekki aðeins lifandi á daginn og aðrir á kvöldin. Þær eiga að gæða gamla bæinn meira lífi en hinar samþykktu tillögur gera ráð fyrir. Og um leið eiga þær að greiða fyrir samgöngum í borginni allri. Kjamorkusprengja „á hvert heimili” innan sjónmáis Eitt af toppmálum á Tundi forystumanna vesturveldanna, sem haldinn verður í London næstu helgi, verður hvernig unnt verður að sporna við þeirri þróun að nánast hver sem er geti komið sér upp kjarnorkusprengju. Því verður málið eitt aðalmál fundarins að sérfræðingar vfða um heim telja það I sjónmáli að kjarnorkusprengjur komist í hendur óráðvandra aðila og hermdarverkahópa. Nú er unnt að framleiða kjarnorkusprengj- ur sem rúmast jafnvel í einni ferðatösku og ekki er langt síðan efnafræðistúdent 1 Bandaríkjunum smiðaði sér sjálfur kjarnorkusprengju til að sýna fram á hversu auðvelt það væri. Fyrir þennan fund hefur Carter Bandaríkjaforseta, leið- togum Breta, Frakka, Vestur- Þjóðverja, Itala, Kanadamanna og Japana verið tjáð ótvírætt að tíminn til að snúa þessari þróun við sé að ganga stórveldunum úr greipum. Fyrir fundinum mun liggja skýrsla svonefnds kjarnorku- framleiðendaklúbbs sem samin var á leynilegum fundi klúbbs- ins fyrir skömmu. Þessi 15 ríkja klúbbur. sem m.a. Bandaríkjamenn og Rússar sameinast í, er um þessar mundir að reyna að koma sér saman um sameigin- lega stefnu í kjarnorkusölu- málum til að fyrirbyggja áður- nefnt vandamál. 20 ríkja andkjarnorkufundur sem haldinn var í Salsborg fyrir skömmu varaði kjarn- orkuveldin sterklega við óheillaþróun í þessum málum. Benti hann á að hermdarverka- hópar gætu hæglega komið sér upp kjarnorkusprengjum með því einu að komast yfir nokkur kíló af efninu plútóníum sem stöðugt er auðveldara að fá i heiminum. Fundurinn for- dæmdi notkun plútóníum í kjarnorkuverum til rafmagns- framleiðslu. Einnig krafðist hann tafarlausrar lokunar svo- nefndra Fast breed-vera, sem í raun framleiða meira plútoni- um en þau eyða. Benti fundurinn á að engar öryggisráðstafanir gætu komið i veg fyrir að rikisstjórn sem á annað borð keypti þennan búnað frá kjarnorkuveldunum notaði hann til framleiðslu á kjarnorkusprengju, ef rikis- stjórnin á annað borð vildi það. Á fundinum næstu helgi er búizt við að Carter útskýri nánar hvers vegna hann stöðv- aði um óákveðinn tima plútóni- umframleiðslu annarra aðila en bandariska ríkisins í síðasta mánuði. Hefur hann frétt eitt- hvað sem hinum vestrænu leið- togunum er ekki kunnugt um? .Auk þessara aðgerða hefur hann nefnilega boðað hertari reglur og strangara eftirlit með Nú er talið styttast óðum í að hryðjuverkahópar eða aðrir ofgahópar geti farið að sprengja kjarnorkusprengjur með ófyrirsjáanlegum afleiðingum og nýjum ógnum fyrir búendur þessa hnattar. Stór- veldin eru nú eitt af öðru að móta sér stefnu í þessum málum í von um að ekki þurfi til siíks að koma, enda veit enginn hver verður fyrst fyrir barðinu. \ ÖRYGGIS- MÁLIN J Ég vildi sérstaklega vekja at- hygli fólks á hinni stórmerku ræðu er alþingismaðurinn Guð- mundur Garðarsson flutti á Alþingi f síðastliðinni viku vegna þingsályktunartillögu Alþýðubandalagsins um brott- för hersins. Ræðan hefur nú verið birt I heild í Morgun- blaðinu föstudaginn 29. april og þriðjudaginn 3. maí. Er í ræð- unni spannað yfir flest atriði öryggis- og samskiptamála tslands og vestrænna ríkja af meiri þekkingu og reynslu en maður hefur átt að venjast í umræðu um þessi mál. Því mafkar ræðan timamót og ætti að verða upphaf nýs tíma 1 umræðu um öryggismálin sem hafa verið mikil vandræðamál

x

Dagblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.