Dagblaðið - 05.05.1977, Qupperneq 11
UAGBLAÐIÐ. FIMMTUDAGUR 5. MAl 1977.
11
öllum útflutningi eldsneytis til
kjarnorkuvera. Einnig vill
hann að allur slíkur útflutn-
ingur í þeim mæli að unnt sé að
smiða sprengju úr honum, jafn-
vel þðtt um sé að ræða nokkur
kílð, sé háður sínu leyfi.
Um leið og Bandaríkjamenn
herða tökin á þessum málum
hafa þeir miklar áhyggjur af
þrem nýgerðum kjarnorkusölu-
samningum, sem önnur kjarn-
•orkuframleiðsluríki gerðu. Þar
er um að ræða samninga
Vestur-Þjððverja eg Brasilíu-
manna, Frakka og Suður-
Kðreumanna og Frakka og
Pakistana. Allir þessir samn-
ingar hljóðuðu upp á að selj-
endur útveguðu og reistu
plútóníumver hjá kaupendun-
um.
Helmut Schmidt, kanslari
Vestur-Þýzkalands, hefurekki á
prjðnunum að áðurnefnd Fast
breed-ver verði ekki framar
seld úr landi og er sagður
óánægður með tilraunir Banda-
ríkjamanna í þá átt að stöðva
framleiðslu slíkra vera.
Opinberir brezkir embættis-
menn hafa það eftir aðilum í
kjarnorkuklúbbnum að þeirri
skoðun vaxi nú stöðugt fylgi
að koma i veg fyrir ógnaröld af
völdum kjarnorku í höndum
misviturra manna fremur en að
einblina á hagnað af sölu kjarn-
orkuvera. Álíta menn að hann
hverfi eins og dögg fyrir sðlu
sama daginn og einhver hryðju-
verkasamtökin sprengja fyrstu
sprengjuna.
Á vettvangi Sameinuðu þjóð-
anna vöktu Bretar máls á því
árið 1975 að komið yrði á al-
þjððlegri eftirlitsnefnd með
kjarnorku i öllum heiminum
með skilyrðislausri heimild
eftirlitsmanna til að skoða
hvaða kjarnorkuver sem væri,
og ríkisstjðrn hvers lands hefði
takmarkalausa heimild til að
fylgjast með kjarnorkuverum
eða framleiðslu hráefna til
þeirra, séu þessir þættir í
einkaeign.
Bretar hafa nú gert eins
og Carter og hafa þessar þjóðir
því á vissan hátt tekið raun-
hæfa forystu. Þá vilja báðir
þessir aðilar að öll ríki heims
undirriti og virði samkomulag
austur- og vesturveldanna frá
1968 um takmörkun við út-
breiðslu kjarnorkuvopna. Það
samkomulag var gert að frum-
kvæði Breta, Rússa og Banda-
ríkjamanna og hafa nú um 100
af aðildarþjóðum Sameinuðu
þjððanna undirritað það.
Reyndar halda sérfræðingar
nú fram að viss ákvæði þess
samkomulags séu orðin úrelt og
þurfi að endurnýja samkomu-
lagið frá grunni, en það er þó
það eina sinnar tegundar og er
því notað sem viðmiðun.
Þörungavinnslan
á Reykhólum
Kjallarinn
Það má kallast furðulegt
hvernig stundum tekst að
klúðra einföldustu hlutum og
bendla þó verknaðinn við þekk-
ingu og vísindamennsku. Eitt
ömurlegasta dæmið um það er
ráðsmennskan við fyrirtæki
nokkurt á Reykhólum vestra,
sem hlaut nafnið Þörunga-
vinnslan.
Saga þess fyrirtækis rúmast I
höfuðatriðum í örfáum setning-
um. Þegar við heimamenn höfð-
um stofnað með okkur hluta-
félag fyrir fáum árum, sem
ætlað var að annast vinnslu
verðmæta úr sjávargróðri, eftir
því sem fátækleg geta hefði
megnað, þá rauk ríkisvaldið
upp til handa og fóta og hugðist
bæta um betur með þátttöku
sinni og störhug. Sú framtaks*
semi skal sist löstuð hér, enda
bauðst þegar góður markaður
fyrir mikið magn þangmjöls-
framleiðslu.
Undirbúningur allur var
se.ttur í vísindalega hönnun hjá
Rannsóknarráði ríkisins og hef
ég heyrt formann þess mæla, að
eigi hafi annað fyrirtæki verið
betur undirbúið af sér-
fræðingum.
Semsagt: markaður væntan-
legrar framleiðslu góður og
tryggur og undirbúningur af-
bragð. Og á pappírum áætlana-
gerðar kom reksturinn út með
álitlegum hagnaði.
En það fór á annan veg í
reynd, eins og vart þarf að
kynna.
Hvað hefur skeð, sem
orsakaði þessa kollsteypu?
Ekki gleymdu hönnuðir og
framkvæmdaaðilar að taka með
í dæmið að það þurfti að losa
þang af hleinum til að úr því
mætti verða markaðsvara. Nei,
sannarlega ekki. En fram-
kvæmdastjórnin virtist fjötrast
við einhverslags þráhyggju um
hókus- og pókus-aðferð við þá
hluti. Fram á þennan dag er
deilt um hvort þangskurðar-
prammar hafi afkastað þetta
eða hitt við fyrstu reynslu.
Stjórnarformaður segir að
prammaskammirnar hafi
gabbað þá. Slæmt ef satt er. En
ekki minnist ég að hafa heyrt
nokkurn mann, sem fékkst við
notkun þeirra tækja fyrsta og
annað reynsluárið telja þau lík-
leg til að leysa öflunarvandann.
En i stað þess að taka mið af
því sjónarmiði sem ég tel ekki
hafi farið leynt, hélt stjórn
fyrirtækisins áfram að fjölga
þessum tækjum.
En þetta eru gerðir hlutir og
þýðir ekki um að fást úr þessu.
Og þó kunnugir viti að auk
þessarar vonlausu öflunarað-
ferðar hafi átt sér stað æði
mörg mistök við uppbyggingu
þessa reksturs á Reykhólum, þá
tel ég litlum tilgangi þjóna að
tiunda það að sinni. Hinsvegar
er full ástæða til að upplýsa eitt
og annað og krefjast svara og
skýringa á ýmsum atriðum, ef
. þetta brölt allt á að enda I upp-
gjöf og volæði, eins og jafnvel
virðist vofa yfir.
Hér er um að ræða of mikið
fjárfestingarmál, til þess að
hægt sé að afgreiða það endan-
lega frammi fyrir alþjóð og við-
komandi héraðsfólki með yfir-
borðsmennsku, eins og um smá-
vegis tilraunastarfsemi hafi
verið að ræða.
Nú skiptir mestu máli að
þegar verði farið að vinna af
viti og raunsæi að endurreisn
þessa endemisfræga fyrirtækis.
Visir að því kom fram í tillög-
um stjórnar Þörungavinnsl-
unnar til iðnaðarráðuneytisins
fyrir áramót. Sú aðferð sem þar
er bent á við hráefnisöflum er
raunsæ, enda byggð á haldgóðri
reynslu af tilraunum við hand-
öflun, vélvæddri að hluta, sem
gerð var af ágætu fólki í Gufu-
dalssveit, næsta hrepp við
Reykhóla, síöastl. haust. Sú til-
raun fór fram við skammdegis-
aðstæður eða í októbermánuði,
og sýnir því raunhæfa mögu-
leika.
Samkvæmt upplýsingum sem
ég hef í höndum frá fyrirsvars-
manni þeirrar öflunar, Reyni
Bergsveinssyni, þá sýna niður-
stöðutölur varðandi afköst og
tekjumöguleika að þangöflun
þarf ekki að verða neitt vanda-
mál, sé rétt og vel að henni
staðið.
Fái verksmiðjan nægjanlegt
þangmagn fyrir fjögur þús. kr.
tonnið komið í netpoka, í stað
þrettán til fimmtán þús. eins og
ég hygg að hafi komið út í
prammaskurði á síðastl. sumri,
þá ætti allgóður starfsgrund-
völlur að vera fyrir hendi. Það
kann einhver að vilja gera
mikið úr orðinu ef varðandi
nægjanlegt þangmagn. Á það
má lita frá ýmsum hliðum.
Sjálfur get ég að visu gert
mikið úr þvi ef stjórn verk-
smiðjunnar heldur að sér
höndum, og bíður þess að sú
starfsemi þróist upp af sjálfu
sér.
Hvi f ósköpunum hefur
verksmiðjustjórnin ekkert að-
hafst i þvi að leita eftir hugsan-
legri þátttöku manna í væntan-
legri þangöflun á komandi
sumri? Slíkt hefði verið hægt
að gera þó rekstur væri ekki
fyrirfram ákveðinn. Við
ákvarðanatöku varðandi það
atriði hefði gjarnan mátt liggja
fyrir eitthvað haldbetra en
vangaveltur í svipuðum dúr og
heyra mátti f sjónvarpskarpi
milli stjórnarformanns og Sig-
urðar V. Hallssonar um hvort
þeir hefðu trú á að menn fengj-
ust eða fengjust ekki til þessara
starfa. Það hefði gjarnan mátt
kynna vítt og breitt við innan-
verðan Breiðafjörð árangur af
tilraunaöfluninni i Gufudals-
sveit í haust, og þá ekki aðeins
tekjuhlið málsins, sem virtist
lofa mjög góðu við þau störf,
heldur einnig sem nákvæmast
hvernig þar var að verki staðið.
En hvað verður gert í
sumar? Það virðist helst látið
að þvi liggja að ætlun sé að
klóra eitthvað þang af hleinum
á Reykhólum og þar i grennd,
þó ekki lengra frá en að hægt
sé að draga það í netpokum að
verksmiðju.
1 Gufudalssveit hugðum við
ýmsir gott til þátttöku í þessari
hráefnisöflun í sumar. Töldum
við að þar gæti orðið um 5 til 7
manna flokk að ræða að stað-
aldri.
Með fyrirgreiðslu verksmiðj-
unnar varðandi leigu á tæki til
pokunar þangsins (pramma),
og máske trillubát, og með
tilliti til fenginnar reynslu, tel
ég raunhæft að reikna með að
þar hefði getað verið um að
ræða öflun þrjú til fjögur þús.
tonna, miðað við sex til sjö mán.
öflunartíma. Vona ég að
Jakob G. Pétursson
einhvern tíma gefist tækifæri
til að sannreyna hald þeirrar
áætlunar.
Nýlega tjáði mér sú er stóð
fyrir tilraunaöflun þar vestra í
haust og sem áður er getið,
Reynir Bergsveinsson, að er
hann innti stjórnarformann
eftir áframhaldandi viðskipt-
um, þá hafi honum verið boðið
að vinna að þanglosun við
einhverjar úteyjar á Reykja-
nesi. Það virðist sem sagt
stranda á flutningsmöguleikum
til verksmiðjunnar, að hægt sé
að nýta hráefnisöflun utan
mjög takmarkaðs svæðis.
Ég tel að svona rekstrarkák
sé vægast sagt mjög hæpið og
spurning hvort það heldur ekki
áfram að rugla menn i rfminu
gagnvart möguleikum til þang-
öflunar.
Að lokum vil ég láta þá
skoðun mfna í ljós ;að ég tel að
þessi óhapparekstur þangverk-
smiðjunnar [ Karlsey við Reyk-
hóla sem fráleitt er að flokka,
undir eðlilega byrjunarerfið-!
leika, stafi að meginhluta af
óraunsæi og einstefnusjónar-
miðum yfirstjórnar sem i of
mörgu hafi sýnt hvernig ekki
eigi að standa að hlutum sem
þessum. Litt kunnugir menn
hafa i min eyru varpað fram
þeirri spurningu hvort þetta
umrædda fyrirtæki hafi bara
ekki átt frá upphafi að sanna
getuleyti gagnvart nýjungum
í íslenskum iðnrekstri. Svo
slæmt held ég að það sé ekki.
En óneitanlega mun framvinda
þessara mála veita einhverjar
leiðbeiningar í þeim efnum.
Þetta mál varðar landið í heild
og þjóðin mun að sjálfsögðu
fylgjast með því hver þróunin
verður.
Jakob G. Pétursson
kennari
Pétur Guðjónsson
til vinstri og hægri. Á hægri
vængnum hefur verið um allt
að þvi trúarbragðalega afstöðu
að ræða, málefnaflokkurinn
nánast utan við umræðu, og
gengið út frá þvi sem eðlilegu
að málin væru í höndum er-
lendra manna með sem
minnstri vitund og þekkingu
okkar sjálfra. Jafnframt því að
borgaraflokkarnir hafa í fram-
kvæmd neitað að viðurkenna
landfræðilega stöðu Islands og
þau lögmál sem gilda i valda-
tafli heimsstjórnmálanna.
Hefur þetta orsakað að nánast
hefur íslenzka þjóðin sem slfk
verið skilin eftir varnarlaus
þótt nokkuð hafi verið gert við-
víkjandi vörnum landsins. Þó
hefur þar allt verið í lágmarki
fyrst og fremst vegna óska
fslenzkra stjórnvalda. Þeirri
spurningu hefur aldrei verið
svarað af ábyrgðartilfinningu,
hvað mundi raunverulega ske á
tslandi ef til styrjaldar kæmi.
Hvað þá heldur að gengið væri
frá alvöru áætlunum og undir-
búningi til varnar þjóðinni með
brottflutningi og dreifingu
fólks frá þéttbýlissvæðunum
við Faxaflóa og aðstöðu til mót-
töku og lengri dvalar á öðrum
stöðum á landinu.
Á vinstri vængnum er nánast
um tilfinningarugl og ofsatrú
á góðmennsku og virðingu
ákveðinna stjórnmálaafla í
Austur-Evrópu, sem skv. sögu-
legum staðreyndum eru þékkt-
ir fyrir allt annað en að bera
virðingu fyrir sjálfstæði smá-
þjóða. Nú á okkar dögum hafa
þau innlimað margar þeirra i
veldi sitt og misþyrmt öðrum
með algjörum brottflutningi
þeirra frá heimkynnum sínum
eitthvað austur í Asíu sbr.
Tatarana á Krím og Volgu-
Þjóðverjana. En þar sem það
hefur ekki verið talið heppilegt
hefur hin stefnan verið ofan á,
að flytja Rússa inn í innlimuðu
þjóðlöndin I stórum stíl,
milljónum saman, til þess að
yfirgnæfa og brjóta niður
þjóðartilfinninguna eins og
gert hefur verið í Baltnesku
löndunum. Ekkert land sem
1939 átti sameiginleg landa-
mæri við Sovétríkin hefur
sloppið við þessa yfirgangs- og
innlimunarstefnu Rússa, alls
staðar hefur verið tekinn lands-
hluti upp i þjóðlandið allt, frá
Finnlandi í norðri til Rúmenfu
í suðri. Það er gott að geta trúað
á góðvilja manna.
En hvernig er hægt af sæmi-
lega menntuðu og gefnu fólki
gjörsamlega að skella skolleyr-
unum við sögulegum staðreynd-
um, sem hafa skeð á lífsskeiði
þeirrar kynslóðar, sem nú er á
miðjum aldri? Það er tiltölu-
lega lftið fyrirtæki að flytja
rúmlega 200.000 manns (il á
hnettinum i dag. Meira að
segja lítið flugfélag eins og
Flugleiðir og dótturfyrirtæki
þess fluttu á sl. ári yfir 450.000
farþega yfir Atlantshafið milli
Ameríku, Evrópu og tslands,
svo íslenzka þjóðin er ekki
nema nokkurra mánaða
flutningaverkefni fyrir Flug-
leiðir. Ekki mundi slíkt
flutningaverkefni standa f
Rússum. Það er brýnt verkefni
að þjóðinni berist stöðugt
fræðilegar upplýsingar um eðli
og stöðu öryggismálanna, sem
eru í sífelldri þróun þó sér-
staklega tæknilega. Hinar stór-
stígu tækniframfarir undanfar-
andi áratuga hafa ekki látið á
sér standa á hernaöarsviðinu.
Það er einmitt á hernaðar-
sviðinu sem mikið af hinni nýju
tækni hefur átt upphaf sitt. Þvf
er mikið atriði að fslenzka
þjóðin kynni sér og fylgist vel
með hinni síbreyttu stöðu
þessara mála. Islendingar
verða blátt áfram að gegna
þeirri skyldu sinni sem sjálf-
stæðir borgarar i sjálfstæðu
lýðveldi að kynna sér þessi mál
því atkvæði þeirra ræður þeirri
stefnu sem fylgt verður I þess-
um málaflokki. En það er lika á
öðru sviði, sem ekki hefur
verið staðið nægjanlega vel í
ístaðinu i þessum málum en
það er að fá skilning og viður-
kenningu Evrópuþjóðanna á
varnarverðmætaframlagi
Islands til hinna sameiginlegu
öryggismála NATO. Undir
varnarverðmæti flokkast allt
sem notanlegt er í öryggismál-
unum.
Er hér ekki eingöngu um
framleiddan tæknibúnað,
menntun, þjálfun og starfs-
reynslu hermanna og hersér-
fræðinga að ræða heldur
einnig, og ekki hvað sfzt, land-
fræðileg aðstaða til beitingar
herbúnaðinum. Til glöggvunar
skal á það bent til þess að
lesendur skilji að hér er um
verðmæti að ræða, sem metin
eru i peningalegu tilliti, að
fyrir slík landfræðileg varnar-
verðmæti eru goldnar stórar
fjárhæðir, allt frá Filippseyjum
til Tyrklands. Joseph Luns lét
eftir sér hafa á meðan á 3.
þorskastríðinu stóð, að ef
aðstaðan á Islandi glataðist
mundi þurfa 4 flotadeildir,
sem byggðar væru upp i
kringum flugvélamóðurskip
sem miðkjarna, til þess að reka
þá starfsemi, sem nú er rekin
héðan. Byggingarkostnaður
hverrar flotadeildar væri 5.5.
milljarðar dollara eða samtals
fjármagn upp á 22 milljarða
dollara. Verðmætin sem þurft
hefur til reksturs þessarar
varnarstarfsemi hafa Islend-
ingar og Bandaríkjamenn lagt
fram án eins eyris frá
Evr ópuþjóðunum,' þótt starf-
semin sem hér er rekin sé ekki
siður i þeirra öryggisþágu en
okkar og Bandaríkjanna. Hér
er sameiginlegt vandamál
Bandarfkjanna og Islands að
koma öryggismálum Norður-
Atlantshafsins til frekari
vitundar og ábyrgðar Evrópu-
rikja NATO. Með þvf mundu
sparast margar milljónir
dollara bandarískra skatt-
borgara og sum riki innan
Efnahagsbandalagsins mundu
hætta að reka yfirgangs- og
ósanngirnis stefnu gagnvart
okkur í landhelgismálum og
viðskiptamálum.
Pétur Guðjónsson,
form. Félags áhugamanna
um sjávarútvegsmál.