Dagblaðið - 05.05.1977, Page 24

Dagblaðið - 05.05.1977, Page 24
Dráttarvextir greiðast ekki af dráttarvöxtum Athyglisverður dómur í Borgardómi Reykjavíkur „Dráttavextir dæmast ekki af dráttarvöxtum," segir í dómi, sem kveðinn var upp við Borgardómaraembættið í Reykjavík íjanúarsl. í stefnu banka nokkurs á hendur viðskiptavini hans var meðal annars gerð krafa um greiðslu dráttarvaxta af skuld á hlaupareikningi samkvæmt reikningsyfirliti að viðbættum þeim vöxtum sem á voru fallnir þegar stefnt var. t þeirri fjárhæð, sem krafizt var dráttarvaxta af, voru því innifaldir dráttarvextir sem áfallnir voru þegar stefnt var. Var síðan krafizt dráttarvaxta af samanlagðri skuld og áfölln- um dráttarvöxtum. Þessa kröfu bankans féllst dómurinn ekki á. Segir í dómi borgardóms: Stefndi (þ.e. skuldarinn) hefur hvorki sótt né látið sækja þing og er honum þó löglega stefnt. — Verður þá eftir 118. gr. laga nr. 85/1936 (lög um meðferð einkamála) að dæma máliö eftir framlögðum skjölum og skilríkjum og þar sem þau eru í samræmi við dómkröfu stefn- anda, verða kröfur hans teknar til greina að öðru leyti en því að dráttarvextir dæmast ekki af dráttarvöxtum. Gerir dómurinn því næst grein fyrir reikningslegum mis- mun á þeim vaxtakröfum, sem gerðar voru í stefnu, og þeirri niðurstöðu, sem hann telur rétta og lögum samkvæma. Vekur það sérstaka athygli leikmanns, að þrátt fyrir það að stefndi, skuldarinn, mætti ekki til þess að halda á máli sínu fyrir dómi var hagsmuna hans gætt í ofangreindu tilliti. Dagblaðinu er ekki kunnugt um að dóminum hafi verið áfrýjað til Hæstaréttar. Er hann um allt mjög athyglis- verður. Dómarinn, sem kvað upp þennan dóm, er Kristjana Jónsdóttir, borgardómari. BS. „FYRSTI SLÁnUR” HAFINN í KÓPAVOGI Það eru heldur betur tíðindi að í byrjun maí eru þeir farnir að slá grasið á íþróttaleikvang- inum í Kópavogi. Þar fer rækt- un reyndar fram á nokkuð annan hátt en gerist hjá öðrum grasbændum. 1 vellinum er hitalögn og í vor og vetur hefur völlurinn verið hulinn geysi- miklum plastdúk. Þetta sýnir sig að vera gðð lausn, enda er völlurinn f blóma og tilbúinn til keppni. Hér sjáum við Gissur Kristjánsson vallarstjóra renna um völlinn á sláttuvélinni i gærdag. JBP/DB-mynd Bjarnleifur. Þurftum áður að ganga 35-40 km á dag — Rafknúin dráttartík veldur tæknibyltingu í eldhusi og á göngum Landspítalans Hið mesta þarfaþing hefur verið tekið í notkun i eldhúsi og á göngum landspítalans. Er hér um að ræða rafknúna dráttartík, sem dregur matarvagna um ganga spítalans. Landspítalinn er hið mesta völundarhús og vegalengd- ir miklar frá eldhúsinu út á hinar ýmsu deildir spítalans. DB ræddi við Stefán Þormóðsson verkstjóra og umsjónarmann tækisins góða og fékk að ferðast með tækinu um gangana. Stefán sagði að tækið hefði valdið hinni mestu byltingu meðal starfsmanna. Áður fyrr þurfti að draga alla matarvagn- ana með handafli og taldi Stefán að starfsmenn hefðu þurft að ganga 35-40 km á dag. Nú dregur dráttartíkin 3-4 vagna í hverri ferð og menn þeysa um gangana á tíkinni. Stefán sagðist ekki hafa trúað því hve mikil þægindi þetta tæki skapaði. Þjóðviljinn ekki lengur i „vondum félagsskap” Stjórn Útgáfufélags Þjóð- viljans hefur sagt sig úr Félagi blaðaútgefenda. Telur stjórnin það ekki samrýmast tilgangi og stefnu blaðsins að eiga aðild að ,,félagi, sem sótt hefur um aðild að Vinnuveitendasambandi Islands." Blaðamannafélag lslands sagði lausum samningum víð Félag blaðaútgefenda frá og með 1. maí sl.. Viðræðufundir launamála- nefndar blaðamanna og blaðaút- gefenda hafa verið haldnir. Fyrsti fundur þessara aðila með sátta- semjara ríkisins, Torfa Hjartar- syni, var i gær. Ofangreind samþykkt um úrsögn Þjöðviljans úr Félagi blaðaútgefenda var gerð hinn 19. apríl sl. Á fundinum með sátta- semjara í gær voru mættir með samninganefnd útgefenda full- trúi Félags íslenska prentiðnaðar- ins, sem er í Vinnuveitendasam- bandinu og hagfræðingur V.S.l. 1 samninganefnd útgefenda eru framkvæmdastjórar dagblaðanna, að sjálfsögðu einnig Þjóðviljans. Félagi blaðaútgefenda hafði ekki borizt tilkynning um úrsögn Þjóðviljans þegar fundur var haldinn í gær. t Þjóðviljanum i morgun eru tekin af öll tvímæli um, að f'gáfufélag Þjóðviljans á ekki samleið með Vinnuveitenda- sambandi tslands. BS. Tikin er útbúin eins og bíll og enda vissara ef læknar og kandí- með ótal aukahlutum og meira að datar væru á stofugangi handan segja er hægt að flauta fyrir horn, við hornið. JH. Dráttartíkin kemur til með að spara starfsliðinu sporin. — það er gamanlaust að ganga tugi kilómetra eftir spítalagöngunum dag eftir dag, árið um kring. —DB-mvnd llörður. frýálst, úhád dagblað FIMMTUDAGUR 5. MAl 1977. dágOr EVRÓPU í dag er Evrópudagurinn, en 5. mai er stofndagur Evrópuráðsins. Markmið þessa dags er að vekja athygli almennings á ört vaxandi samstarfi aðildarríkja Evrópu- ráðsins sem eru nítján að tölu. Samstarf þetta hefur ekki sízt verið á sviði félags- og menn- ingarmála, heilbrigðis- og um- hverfisverndar. Hafa nokkur ár verið helguð ákveðinni tegund náttúruverndar að tilstuðlan náttúruverndar- nefndar Evrópuráðsins. Sl. ár var kallað votlendisár Evrópu, reynt var að vekja athylgi á mikilvægi votlendissvæða í búskap náttúr- unnar og nauðsyn á verndun þeirra. Tvö ný • Evrópufrímerki eru komin út, að verðgildi 45 og 85 kr. A frímerkjunum eru landslags- myndir, Ófærufoss í Eldgjá og Kirkjufell í Grundarfirði. Vegna yfirvinnubanns þurfa auglýsingar, sem birtast eiga í mánudags- blaði, að hafa borizt auglýs- ingadeildinni fyrir hádegi á morgun, föstudag. Einn garðyrkjumaður borgarinnar um grófar trjáklippingar: Tókst að bjarga mínum görðum — afþakkaði aðstoð klippumannanna Vegna umræðu í DB um meðferð garðyrkjumanna borgarinnar á stærsta lim- gerði á landinu, milli Hljóm- skálans og Hringbrautarinn- ar, hafði Kristinn Guðsteins- son, einn garðyrkjumanna borgarinnar, samband við blaðið og vildi koma eftirfar- andi á framfæri: „í viðtali DB við Haf- liða Jónsson garðyrkjustjóra í gær eru undirmenn hans sakaðir um hina illu meðferð sem limgerðið við Sóleyjargötuna hefur fengið nú í vor. Þar sem ég er einn þeirra flokksstjóra sem vinna við skrúðgarða borgarinnar og umsjónar- svæði mitt er einmitt mið- borgin, þá hef ég orðið þess var að margir telja að ég muni hafa staðið fyrir trjá- klippingum þessum. Af þessu tilefni lýsi ég því hér með yfir, að ég stjórnaði ekki vinnuflokki þeim sem fór um garðana og sagaði niður eða klippti bæði tré og runna af slíku kappi að furðu hefur vakið. Þegar flokkur þessi nálgaðist umsjó'narsvæði mitt, sem m.a. er Lækjar- torg, Hallargarður og Mæðfagarður, og hugðist gera trjákenndum gróðri þessara garða sömu skil, þá afþakkaði ég framboðna aðstoð og tókst með því, að ég tel, að bjarga þessum görðum frá eyðileggingu, — a.m.k. í þetta skipti." -G.S.

x

Dagblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.