Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 1
3. ÁRG. — MÁNUDAGUB6. JÚNÍ 1977— 120.TBI RITSTJÓRN SÍÐUMÚLA 12, AUGLÝSINGAR ÞVERHOLTI 11,‘ AFGREIÐSLA ÞVERHQI.TI2 — AÐ ALSÍ MI27022
„Nú horfir deiían verr”
—segir Björn Jónsson — „Höfum fikrað okkur nálægt
umræðugrundvellinum/' segja vinnuveitendur
„Þetta tilboó bætir ekki skap
manna. Nú horfir mun siður en
áður i deilunni," sagði Björn
Jónsson forseti Alþýðusam-
bandsins í morgun um tilboð
atvinnurekenda í gær.
„Tilboðið er viðs fjarri um-
ræðugrundvelli sáttanefndar
og jafnvel lægra en fyrra tilboð
atvinnurekenda," sagði Björn.
En Davíð Scheving Thor-
steinsson, formaður Félags
íslenzkra iðnrekenda, sagði:
„Við höfum fikrað okkur mjög
nálægt umræðugrundvelli
sáttanefndar. Við erum
áreiðanlega að nálgast lág-
launastefnu ASl." Hann sagði,
að miklu skipti, að menn gerðu
sér grein fyrir, að vinnuveitr
endur miðuðu í tilboði sínu
V
við, að ríkið gerði meira en sagt
hefur verið til hjálpar launþeg-
um, því að verðbólgan yrði svo
miklu minni, ef að tilboði at-
vinnurekenda yrði gengið.
„Það er óþarfi að vera að æsa
sig strax," sagði Davíð og benti'
á, að samningarnir gengju eitt-
hvað, því að i gær hefði loks
verið samið um sérkröfur vöru-
bilstjóra og um 20 hópar i
Sambandi byggingamanna
hefðu með skilyrðum fallizt á
samninga um sérkröfur innan
2,5 prósenta rammans.
5-6% dragast fró
vísitölu, segir Björn
Björn Jónsson sagði, að
miklu munaði á tilboði atvinnu-
rekenda og umræðugrund-
vellinum, vegna þess að þær 21
þúsund krónur, sem samtals
voru boðnar, dreifðust á lengri
tíma hjá atvinnurekendum. Svo
vildu atvinnurekendur, að
fyrstu 1,5% í vísitölunni yrðu
óbætt tvisvar á þessu ári, eða
samtals 3%. Auk þess ætti
launaliður bóndans ekki að
bætast, og munaði þar 2-3% eða
samtals 5-6%, sem atvinnu-
rekendur vildu ekki láta bæta.
Þetta yrði að dragast frá
kauptilboðinu.
Atvinnurekendur buðu i gær
12000 hækkun frá 5. júní, síðan
3000 1. september, 3000 1.
janúar og 3000 1. júlí næsta árs.
Umræðugrundvöllur sátta-
nefndar gerði ráð fyrir 15000
strax og 6000 1. janúar. I fyrra
tilboði buðu atvinnurekendur
8500 strax, 2500 1. desember og
2500 1. marz 1978.
Atvinnurekendur bjóða nú
820 króna hækkun tyrir hvert
vísitölustig, sem verðlag
hækkar um, að frádregnum
þeim prósentum, sem áður
greinir. Eftir 1. marz 1978 verði
full vísitölubót. Samnings-
tíminn verði til 1. mai 1979.
Röð verkfalla framundan
Allsherjarverkföll í ein-
stökum landshlutum halda
áfram næstu daga til 9. júní.
Síðan verða starfsgreina-
verkföll þannig: mánudag 13.
júní: málm- og skipasmiðir og
verkamenn, sem við það starfa.
Þriðjudag 14.: iðnverkafólk,
byggingamenn og verkamenn,
sem starfa í byggingariðnaði.
Miðvikudag 15. júní: raf-
iðnaðarmenn, prentarar og
bókagerðarmenn, félög i
veitingahúsa- og hótelrekstri.
Fimmudag 16. júní: verzlunar-
menn. Mánudag 20. júní:
fiskiðnaður, vörubílstjórar,
hafnarvinna.
Allsherjarverkfall um allt
land á að hefjast eftir þetta
þriðjudaginn 21. júní.
Óvenju-
legur
hótel-
gestur
Ovenjulegur gestur heimsótti
Kristalsal Hótel Loftleiða sl.
föstudag. Gesturinn er Alfa
Romeo bifreið, sem ekið var inn
um glugga hótelsins. Bifrciðin
var til sýnis á hótelinu ásamt með
öðrum sömu tegundar. — JH.
DB-m.vnd Hörður Vilhjálmsson.
>
Manns
saknað
Víðtæk leit er nú gerð að
tvítugum pilti frá Blönduósi,
sem ekkert hefur til spurzt
síðan aðfaranótt laugar-
dagsins fyrir hvítasunnu.
Var pilturinn á dansleik í
Húnaveri á föstudags-
kvöld og kom til
Blönduóss um nóttina ásamt
fleiri ungmennum. Var
vitað af honum um 5-leytið
þá nótt. Á þriðjudaginn i
síðustu viku var hans
saknað, enda töldu foreldrar
hans ekki fyrr ástæðu til að
óttast um hann.
Á hvílasunnudag kom i
ljós að bátshorn á
sjávarkambi var horfið, en
daginn áður hafði bátur sézt
á reki á hvolfi undan
Blöndubakka. Á sunnudags-
kvöld rak bát þennan ára-
lausan upp á Arbakka við
Skagaströnd og fannst siðan
önnur árin úr bátnum und-
an Króksbjargi um miðja
vikuna.
Óttast menn að pilturinn
hafi farið út á bátnum. Allar
fjörur hafa verið gengnar
tvisvar sinnum og hlutar
þeirra oftar.
Að ósk lögreglunnar á
Blönduósi, sem staðfesti
þessar upplýsingar í morg-
un, verður nafn piltsins ekki
birt að svo stöddu. -ÓV.
l|
SSHRb. t
Sól sunnan heiða
en mikill kuldi
umalltland
Nú er sólin farin að skína
á Suður- og Vesturlandi en
óvíst er að landsmenn
gleðjist yfir veðurbreyting-
unni því henni fylgir mikill
kuldi. Ekki var nema
þriggja stigahiti í Reykjavík
í morgun kl. 6 en víðast hvar
á Norðurlandi var hiti um
frostmark.
Á Akureyri hafði snjóað í
nótt og jörð alhvít þegar ár-
risulustu menn komu á
fætur. Snjórinn var þó
horfinn um níuleytið.
Samkvæmt upplýsingum
Knúts Knudsen á Veður-
stofunni verður óbreytt
veður um allt land, gert ráð
fyrir áframhaldandi
norðanátt. Bjart verður
sunnan- og vestanlands en
lítilsháttar él á Norðurlandi
og norðan til á Austfjörðum.
-A.Bj.
Verzlunarmannafélag Suðurnesja lagði niður vinnu hjá vl:
STUÐNINGUR ASÍ 0G
LÍV VIÐ ÞAÐ ÓUÓS
Stuðningur ASl og LIV við þá
félaga i Verzlunarmannafélagi
Suðurnesja, sem vinna hjá
varnarliðsins og eru i verkfalli i
dag, virðist vera nokkuð óljós, að
því er kom fram í viðtali við
Valgarð Kristmundsson, for-
mann VS i morgun.
Forseti ASt lýsti að vísu yfir
stuðningi, án þess að vilja segja
hversu víðtækum, og minnti á
hugsanlegar afleiðingar verk-
fallsins fyrir VS. Formaður
LtV vísaði stjórn VS á að tala við
Egil Sigurgeirsson liigfræðing um
tagalega hlið verkfallsins. Sá lög-
fra-ðingur vinnur talsvert fyrir
ASl og vísar sambandið á hann
þegar liigfræðileg atriði koma
upp.
Að siign Valgarðs sagði Egill
verklallið óliiglegt, en VS menn
s,já bó engin riik fyrir slikri
fullyrðinu í varnarsamningnum
og viðbætinum við hann. Eru nú
eitthvað um 300 VS menn i verk-
falli á Keflavíkurflugvelli.
Eins og komið hefur fram
ákvað Verkalýðs- og sjómanna-
félag Suðurnesja og einhver fleiri
smærri félög að veita undanþágur
lil vinnu hjá varnarliðinu gegn
því að þeir sem ynnu létu 20% af
tekjum sínum í dag renna í verk-
fallssjóði. Telja þeir verkföll hjá
varnarliðinu ekki skapa neinn
þrýsting en VS menn benda á að
hér sé um svæðisverkfall að ræða
á Suðurnesjum, þótt hermenn
gangi inn í störf verkfallsmanna í
dag, og ekki verði alvarlegar
truflanir á rekstri stöðvarinnar.
-G.S.
Mikil ölvun í
miðborginni
um helgina
Talsvert var um olvun í
miðborginni um helgina sér-
staklega á föstudasgskvöld,
samkvæmt upplýsingum
Erlends Sveinssonar
varðstjóra á miðborgarstöð
lögreglunnar.
Var margt fólk á ferli í
miðborginni, — og þurfti
að fjarlægja marga vegna
ölvunar. Margir lögðu einnig
leið sína í bæinn á laugar-
dagskvöld en þá var minna
um ölvun. -A.Bj.
Búið að semja
á Þórshöfn
—án vitundar
allra
samningsaðila
íReykjavík
—sjábaksíðu