Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 13

Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 13
DAliBLAÐlÐ. MÁNUDAGUR 6. JUNl 1977. Iþróttir Iþróttir Iþróttir Iþróttir D 4HL Vilhelm Fredriksen skorar fyrsta mark KR — framhjá Ragnari Þorvaldssyni markverði Þórs. Örn Óskarsson horfir á eftir knettinum. DB-mynd Bjarnleifur. STORLBKUR HALFDANS SKÓP STÓRSIGUR KR! — KR sigraði Þör 6-0 — Hálfdán átti þátt íöllum mörkum KR og hann skoraði eitt Háifdán Orlygsson, hinn leikni útherji KR, mun sjálfsagt seint gleyma leik KR og Þórs á Laugar- dalsveili siðastiiðinn laugardag. Hálfdán skoraði sjáifur eitt mark — og Iagði hin fimm upp fyrir samherja sina i stórsigri KR. Já, sannarlega stórsigur KR 6-0 gegn nýliðum Þórs í 1. deild. KR, sem aðeins hafði skorað eitt mark í fyrri leikjum sinum, sýndi sinn bezta leik í sumar og verðskuld- aði sigur. Þór lék án tveggja máttarstólpa á laugardag — þeirra Gunnars Austfjörð og Sigurðar Lárussonar — og vörn liðsins var eins og vængjahurð. Þetta nýtti Hálfdán sér mjög vel. Hvað eftir annað lék hann skemmtilega á varnarmenn Þórs og nákvæmar sendingar. hans fyrir mark Þórs sköpuðu fimm mörk — auk fjölda annarra tækifæra. Já, knattspyrnan er oft furðuleg — og um leið heillandi. Þór virkaði sterkara liðið í upp- hafi — og tvívegis fengu þeir Sigþór Ómarsson og Jón Lárusson góð tækifæri eftir skemmtilegan samleik. En tækifærin nýttust ekki. KR átti hins vegar í erfið- leikum í upphafi — sóknar- leikurinn virtist alveg broddlaus. Þrátt fyrir það skoraði KR fyrsta mark leiksins — Hálfdán lék laglega upp vinstri kantinn, gaf vel á Vilhelm Fredriksen. Hann lék laglega á varnarmann Þórs og skoraði framhjá Ragnari Þorvaldssyni. Fyrsta tækifæri KR — 1-0. Þór hélt áfram að skapa sér tækifæri .— Jón Lárusson komst einn inn fyrir vörn KR en mark- vörður KR bjargaði af tám hans. KR skoraði annað mark sitt á 20. mínútu. Hálfdán tók hornspyrnu sendi vel fyrir. Ragnar mark- vörður náði ekki til knattarins, varnarmönnum tókst ekki aö hreinsa og knötturinn féll fyrir Leiknir Austur- landsmeistari Þrjú lið tóku þátt í Austur- landsmótinu í knattspyrnu og báru Fáskrúðsfirðingar sigur úr býtum. Leiknir-Austri 3-1 Leiknir-Huginn 3-0 Huginn-Austri 3-0 Leiknir, Fáskrúðsfirði, sigraði þvi i mótinu en þess má geta að félagið hefur enn ekki fengið þjálfara. fætur Barkar Ingvarssonar, sem þakkaði gott boð og sendi rak- leiðis í netið, annað tækifæri KR, 2-0. KR fékk sitt þriðja tækifæri á 34. minútu — og þá 3-0. Enn var Hálfdán á ferðinni — hann sendi knöttinn fyrir frá vinstri fyrir fætur Öttós Guðmundssonar, sem skoraði af stuttu færi. Þar með var öll mótstaða norðanmanna úr sögunni — aðeins eitt lið var á vellinum, KR. Leikmenn Þórs virkuðu nánast sem statistar. Staðan í leikhléi var 3-0 — og þegar á 5. mínútu síðari hálfleiks var Hálfdán enn á ferðinni. Hann lék laglega á vinstri bakvörð Þórs — upp að endamörkum og gaf góða sendingu fyrir Vilhelm Fredriksen, sem skoraði af stuttu færi, 4-0. KR-ingar létu knöttinn ganga vel — enda auðvelt þar sem Þór veitti enga mótspyrnu. Á 13. mínútu átti Guðmundur Ingvason skot í þverslá og niður á mark- línuna en það reyndist skamm- góður vermir fyrir Þór. Hálfdán Örlygsson skoraði sjálfur á sömu mínútu — með góðu skoti frá vítateig í hægra hornið, 5-0. Sjötta mark KR kom á 42. mínútu og enn var Hálfdán á ferðinni upp vinstri kantinn. Rétt eins og varnarmenn Þórs væru ekki til plataði hann þá — sendi síðan fyrir mark Þórs. Örn Öskarsson stóð þar einn og óvald- aður og skallaði örugglega í netið, 6-0, stórsigur KR. Það kom vel fram á laugardag að Þór vantar alla breidd. Þegar þeir félagar Sigurður og Gunnar gátu ekki leikið með var enginn til að taka stöðu þeirra og vörnin eins og gatasigti. Miðjumenn eru ákaflega slakir — en hins vegar eru þeir Jón Lárusson og Sigþór Omarsson skeinuhættir hverri vörn. Þór á erfitt uppdráttar í 1. deild — um það er engum blöðum að flctta. Ef. baráttan hverfur úr liðinu þá er fallið víst — eins og sannaðist á laugardag. KR lék sinn bezta leik í sumar á laugardag — og vann sinn fyrsta sigur í 1. deild i ár og annan á keppnistímabilinu. Hafði áður sigrað Armann 1-0 í Réykjavíkur- mótinu. Þrátt fyrir stórsigur gegn Þór þá er greinilegt að KR á við vandamál að stríða og sumarið verður erfitt. Þó ef til vill mót- siign sé eftir leikinn gegn Þór þá er sóknarleikurinn höfuðverkur. Viirnin er hins vegar þéttari en undanfarin ár og munar |>ar að þeir Börkur Ingvarsson og Ottó Guðmundsson vinna vel saman. Leikinn dæmdi Magnús Péturs- son og skilaði hann sínu hlutverki vel. -h. halls. 22 valdir í HM-leikinn Landsliðsnefnd KSÍ hefur nú valið 22 manna hóp fyrir iands- leikinn á laugardag gegn Norður- írum í undankeppni Heims- meistarakeppninnar í knatt- spyrnu. Af þessum 22 mönnum eru 5 atvinnumenn. Leiksins er beðið með mikilli eftirvæntingu á Bretlandseyjum og verður honum útvarpað beint í BBC World Service. En landsliðshópurinn er skip- aður eftirtöidum leikmönnum: Markverðir: Sigurður Dagsson Val Árni Stefánsson Fram Diðrik Ólafsson Víking Aðrir leikmenn eru: Viðar Halldórsson FH Janus Guðlaugsson FH Ólafur Danivalsson FH Guðmundur Þorbjörnsson Val Ingi Björn Albertsson Val Albert Guðmundsson Val Atli Eðvaldsson Val Gísli Torfason ÍBK Einar Þórhallsson Breiðablik Karl Þórðarson ÍA Árni Sveinsson ÍA Jón Gunnlaugsson ÍA Kristinn Björnsson ÍA Ásgeir Sigurvinsson Standard Liege Guðgeir Leifsson Charleroi Jóhannes Eðvaldsson Celtic Marteinn Geirsson Royal Union Teitur Þórðarson Jönköping Síðan verða valdir 16 leikmeni. í vikunni til leiksins gegn N- Írum. Konur! — Konur! ATHUGH) Vegna gífurlegrar söiu á Holiday Magic snyrtivörum, undanfarið hefur verið ákveðið að halda námskeið í meðferð á Holiday Magic vörunum nú í vikunni. Því að röng notkun á sumum tegund- um af snyrtivörum þessum getur leitt til óþæginda. Ennfremur tryggir rétt notkun beztan árangur og nýtingu. Námskeiðin verða haldin i Domus Medica í kvöld, 6. júní, þriðjudags- kvöld, 7. júní og miðvikudagskvöld, 8. júní nk. ínnritun og upplýsingar í símum 32919,32283 og 28619 og 73364.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.