Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 5

Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 5
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JÚNÍ 1977. 3 Enginnhefur unnið íslands- meistarann enn Jón L. Arnason 16 ára Islands- meistari í skák hyggst í sumar efna til fjöltefla í Reykjavík og nágrenni á vegum Skáksambands Islands. Má vafalaust rekja fjöl- teflisáhuga þann er nú ríkir hér á landi til heimsmetsins sem Hort setti í fjöltefli hér fyrr í vetur. Jón hóf fjölteflin á Seltjarnar- nesi á la.ugardag. Þar vann hann 17 skákir en gerði eitt jafntefli. 1 gær tefldi hann í Hagaskóla. Þar vann hann 16 skákir en gerði tvö jafntefli. Næstu fjöltefli eru sem hér segir og eru póstsvæðanúmer látin ráða hverfaskiptingu i höfuðborginni: I Miðbæjarhverfi (póstnr. 101) 11. júní í Casa Nova. I Hlíða- og Teigahverfi (póstnr. 105) 12. júní í Laugalækjarskóla. t Smáíbúða-, og Fossvogshverfi (póstnr. 108) í Skátaheimilinu við Grensásveg. í Langholts- og Vogahverfi (póstnr. 104) 19. júní í Voga- skóla. í Breiðholtshverfi (póstnr. 109) 25. og 26. júní sennilega í Fellahelli. öll fjölteflin hefjast kl. 14. Fjölteflin eru öllum opin gegn 500 kr. gjaldi. Þátttöku ber að tilkynna í síma 18027 þrjá síðustu morgna fyrir hvert fjöl- tefli. Allir þátttakendur fá sér- stakt viðurkenningarskjal. - BH Ásakanir um „fjármálasoðaskap” Kröflunefndar: Viðskiptin við Bflaleigu Akureyrar voru upp á 10 milljdnir — ekki 41 —og brennivín var ekki keypt fyrir þr jár milljonir, segir FÁ MJÓLK SEM ORÐIN ER OF GÖMUL TIL NEYZLU Mjólkurmál Vestmannaey- inga hafa lengi verið í miklum ólestri. Vonir voru bundnar við að Herjólfur hinn nýi gæti þar bætt nokkuð um og flutt mjólk- ina bæði nýja og kalda til Eyja. Þær vonir hafa þó enn sem komið er ekki rætzt og nú fá. Vestmannaeyingar mjólk sem er orðin of gömul til neyzlu. Önnur matvara er nokkuð undir sömu sök 'seld en minni skaði hlýzt þó af því. Bæjarráðið í Eyjum hefur af þessum málum þungar áhyggj- ur og hefur gert ályktun þess efnis að málunum verði kippt í lag svo fljótt sem þess er nokk- ur kostur. DS. Sdlnes Kröflunefndarformaður Jón G. Sólnes, formaður Kröflunefndar, segir það helber ósannindi Vilmundar Gylfasonar að Kröflunefnd hafi undirritað „gríðarstóran samning" við Bíla- leigu Akureyrar, eins og Vil- mundur segir í kjallaragrein sinni í Dagblaðinu sl. föstudag. Birtir Vilmundur staðfestar tölur um 41 milljón kr. viðskipti nefndarinnar og Orkustofnunar á tveimur árum, 1975 og 1976. „Þarna var enginn samningur gerður," sagði Jón G. Sólnes, þegar DB sneri sér til hans í gær vegna greinar 'Vumundar og þeirra ásakana sem í henni birtast. „Viðskipti Kröflunefndar Vestmanna- eyingar úthaldsgóðir ískemmt- anahaldinu Hin hefðbundnu hátíða- höld sjómannadagsins fóru þokkalega fram í Vest- mannaeyjum samkvæmt upplýsingum lögreglunnar. Þó var gífurleg ölvun í bænum um helgina, sérstak- lega á föstudagskvöld, enda hafði verið óvenjumikil sala í áfengisútsölunni þann dag. Ekki urðu þó teljandi árekstrar eða slys, aðeins nokkrir pústrar í heima- húsum — flytja þurfti eina tvo á slysadeild eftir að þeir höfðu dottið heima hjá sér vegna ölvunar. „Það er mikið úthald sem fólk hefur,“ sagði vakthaf- andi lögregluþjónn í Vest- mannaeyjum í samtali við DB i gær. „Um klukkan hálf sjö í morgun var fölk enn á götunum." Veður var gott í Eyjum um helgina, stillt en nokkuð kalt í gær og sólarlaust framan af degi. I gærkvöldi áttu að vera sjómannadansleikir í tveimur danshúsum og ráð- gert að dansa til kl. 4 um nóttina! - A.Bj. við Bílaleigu Akureyrar voru allt önnur en Vilmundur Gylfason lætur liggja að. Ég skal nefna nákvæmar tölur um þessi við- skipti. 1975 greiddi Kröflunefnd Bílaleigu Akureyrar eina milljón, sex hundruð.og tuttugu þúsund, níu hundruð fjörutíu og eina krónu (1.620.941,00). 1976 greiddi nefndin átta milljónir fimm hundruð sextíu og sjö þúsund þrjú hundruð fimmtíu og eina krónu. Þetta fé á að hafa verið notað til að kaupa víxilat- kvæði fyrir Jón Sólnes. Annars kemur' þetta manni ekki á óvart frá mönnum sem hafa atvinnu af rógi og persónuníði." Vísaði Jón þar til eftirfarandi klausu í grein Vilmundar um við- skiptin við Bílaleigu Akureyrar: „Um viðskipti af þessu tagi er ekki nema eitt að segja: Þetta er þjófnaður af almannafé. Víxlaat- kvæðin verða með hverju árinu frekari til fjárins." Jón G. Sólnes sagði þessar tölur auðveldlega sýna að það væri ekki Kröflunefnd, sem átt hefði mikil viðskipti við Bílaleigu Akureyrar, heldur Orkustofnun. „Þeir eiga 31 milljón af þessu," sagði Jón. „Og ég skrjfaði ekki undir það. Taldi Jón 10 milljón króna bif- reiðakostnað Kröflunefndar á tveimur árum „vel forsvaranlegt miðað við öll þessi umsvif sem eru mest fyrir þær vísindalegu kröfur sem hafa verið gerðar." Fréttamaður DB spurði Jón Sólnes einnig um risnukostnað Kröflunefndar í reikningum 1976, en hann er tilgreindur um þrjár milljónir. Alþýðublaðið talar um „þriggja milljón króna brennivínskostnað" í slúðurdálki sínum i gær. Jón kvaðst ekki hafa hugmynd um hver risnu- kostnaður Kröflunefndar hefði verið á síðasta ári. „En þetta er miklu meira en bara brennivin," sagði formaður Kröflunefndar. „Víst höfum við keypt brennivín, mikil ósköp, en ekki fyrir neinar þrjár milljónir." Jón sagði hafa verið gestkvæmt við Kröfluvirkjun, þar sem Kröflunefnd hefur aðalbæki- stöðvar sínar, og það væri ekki gott að geta ekki gert vel við gesti, „eins og til dæmis ef ráðherrar koma með einhverja fylgifiska, það er erfitt að neita þeint um mat.“ Jón sagði einnig að þar sem erfitt væri oft að útvega mörgum mat í einu hefði oft verið boðið upp á drykk í staðinn. „Og það má þó segja það um brennivínskaup, þeir peningar skila sér í ríkiskass- ann aftur." ÓV Stórkostlegt tilbo& á framköllun—örugglega það bezta Ný litfilma l||k INTERCOLORII: Myndaalbúm Með hverri framköllun fáið þér án Og hér er aukabónus: Þér fáið i hvert nokkurs aukagjalds nýju Intercolor II sinn mjög skemmtilegt vasamynda- litfilmuna sem tryggir bjartari og albúm án aukagjalds. betri litmyndir en nokkru sinni fyrr. Allarmyndir framkallaðor á ^rnaitt Í3 nýja matta pappfrinn sem atvinnuljós- myndarar nota til að tryggja bezta árangur. Sjáið verðlistann: Við bjóðum yður örugglega beztu kjör- in og beztu þjónustuna. Og við ábyrgj- umst það! Framköllun 20 myndir. Verðlisti með litfilmu og vasamynda- albúmi innifaiið: Venjulegt búðarverð: 2.890 0KKAR VERÐ 2.450 Verzlið h já okkur, það borgar sig myndiójgn ASTpORV Hafnarstræti 17 og Suðurlandsbraut 20

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.