Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 9
9
DAGBLAÐIÐ. MANUDAGUR 6. JÚNl 1977.
.......
Flúor i drykkjarvatni
— skaðvaldur eða hjálparlyf?
Starfsmaður vatnsveitu blandar flúor i drykkjarvatn. Hann er
tryggilega varinn gegn eituráhrifum flúorsins.
Nokkrar umræður hafa orðið
um það hvort blanda eigi flúor í
drykkjarvatn borgarbúa og
sýnist þar sitt hverjum eins og
oftast. Fylgjendur flúors telja
efnið skaðlaust í réttri blöndu
og það hafi jafnframt bætandi
áhrif á tennur neytenda.
Flúor er víða blandað í
drykkjarvatn erlendis og hefur
það valdið deilum ekki síður en
hér.
DB hefur komizt yfir norska
skýrslu um skaðsemi flúors, sé
því blandað saman við
drykkjarvatn. Þar er sýnt fram
á með mörgum rökum að slík
blöndun sé í hæsta máta var-
hugaverð og hafi ýmis skað-
vænleg áhrif á menn og verður
þess helzta getið hér á eftir.
Flúor og siðferði
Ef flúor er sett í drykkjar-
vatn er það ósiðlegt því þá er
vatnið notað til þess að koma
flúor í líkama manna til þess að
hafa áhrif á ýmis ferli í
líkamanum án þess að könnuð
sé þörf og heilsufarsástand
þeirra einstaklingá sem fyrir
þessu verða. Ekki er heldur
aflað samþykkis þeirra á að-
gerðinni og hún jafnvel gerð
gegn vilja þeirra.
Engin stjórn ó
einstökum skömmtum
Því hefur verið haldið fram
að blöndun flúors í drykkjar-
vatn sé undir stjórn. Hið rétta
er að flúorblöndunin er alger-
lega stjórnlaus, óvísindaleg og
þar með hættuleg frá læknis-
fræðilegu sjónarmiði vegna
þess að inntökur einstaklinga
eru algerlega ókunnar. Það er
hafið yfir allan vafa að til eru
einstaklingar, sem fara yfir
öryggismörk hvað snertir
flúormagn. Til eru heilbrigðir
einstaklingar sem drekka yfir
10 lítra af vatni á dag og sjúkir
sem fara allt upp í 20 lítra á
dag. Það þýðir 10-20 mg af flúor
og því fylgir alvarleg hætta á
krónískri flúoreitrun með
alvarlegum afleiðingum. í öðru
lagi er ekki möguleiki á að
halda jöfnu flúormagni í vatns-
rörum þrátt fyrir fullyrðingar
þar um. I þriðja lagi er flúor-
magn frá öðrum uppsprettum,
svo sem fæðu og andrúmslofti,
óþekkt. I fjórða lagi er vitað að
flúor er hættulegra sumum ein-
staklingum en öðrum.
Eitrun vegno nóttúr-
legs eða tilbúins flúors
Fylgjendur notkunar flúors
halda því fram að náttúrlegt og
tilbúið flúor sé eins. Rannsókn-
ir sýna þó að svo er ekki. Það
umhverfi, sem flúor er í, hefur
afgerandi áhrif. Hart steinefna-
ríkt vatn hefur slævandi áhrif á
eiturmyndun flúors. Mjúkt
steinefnasnautt vatn eykur
aftur á móti líkur á krónískri
eiturmyndun vegna flúors.
Tilraunir hafa sýnt að þegar
flúor er sett í mat, mjólk eða
vatn, þá verður eitrun mest I
vatni.
Losnar líkaminn
við flúor með
þvagi?
Fluorfylgjendur halda þvi
fram að líkaminn losni við nær
allt flúor með þvagi. Það stenzt
ekki. í könnunum hefur verið
tekið þvagsýni frá stórum hóp-
um og sýnunum blandað saman
þannig að öll einstaklingsein-
kenni hverfa.
Þeir, sem eru nýrnasjúkir
losna við minna af flúor en
hinir heilbrigðu. Margar þung-
aðar konur losna ekki við neitt
af flúor úr llkamanum á síðasta
mánuði meðgöngutímans. Ekki
er vitað hvort það skaðar
fóstrið þar sem nægar rann-
sóknir hafa ekki farið fram.
Krónísk flúoreitrun
ó tönnum
Á svæðum þar sem flúorinni-
hald vatns er frá 0.7—1.2 mg I
lítra er álitið að 10—50% barna
hafi sýnileg einkenni vægrar
eða verri flúoreitrunar.
Krónísk flúoreitrun tanna
lýsir sér sem ýmist gifishvftir
eða brúnir flekkir á tönnum, en
þessir flekkir eyðileggja gler-
unginn. Flúor I vatni hefur
einnig slæm áhrif á tannholdið
samkvæmt tilraunum sem hafa
verið gerðar á dýrum.
Flúor og
ungbarnadauði
Því hefur verið haldið fram
að ungbarnadauði minnki ef
flúor er sett i drykkjarvatn.
Þessi fullyrðing stenzt ekki. I
Bandaríkjunum jókst ung-
barnadauði mikið á árunum
1950—1965 miðað við það sem
áætlanir höfðu gert ráð fyrir.
Aukningin gerist um leið og
útbreiðsla flúors í drykkjar-
vatni jókst. Þvl er ekki hægt að
útiloka þann þátt sem orsök eða
einhvern þátt í orsökinni. Eina
fylkið I Bandarikjunum, sem
ekki hefur innleitt flúor i
drykkjarvatn, er Maryland en
þar er ungbarnadauði einmitt
lægstur í Bandarikjunum.
Flúoreitrun
beinvefja
Flúor getur orsakað eitrun i
beinvefjum manna þar sem
flúormagnið er um 1 mg í litra.
Einnig hefur komið í ljós að
flúoreitrun i beinvefjum getur
stafað af mikilli te- og vín-
drykkju.
Flúor og
nýrnaveiki
Þeir sem hafa sjúk nýru hafa
ekki nærri þvi eins mikla
möguleika á því að losna við
flúor með þvagi og þeir heil-
brigðu. Það er einnig sýnt að
nýrnasjúkir hafa meira flúor-
magn í beinum en aðrir.
Ofnœmi
Mörg ofnæmistilfelli vegna
flúornotkunar hafa komið í ljós
bæði vegna notkunar flúor-
tannkrems, flúortaflna og
flúors í drykkjarvatni. Ein-
kennin lýsa sér margvíslega,
m.a. með vöðvaverkjum í hönd-
um og fótum, skyndilömunum,
magaverkjum og krömpum,
höfuðverkjum, lystarleysi,
sjónskerðingu, útbrotum og
öðrum óþægindum I húð og
miklum þorsta.
Skólayfirlœknir ó
allt annarri skoðun
DB ræddi við örn Bjarnason
skólayfirlækni um flúor og
áhrif þess og bar undir hann
áðurnefnd atriði skýrslunnar.
örn var á allt öðru máli um
áhrif flúorblöndunar drykkjar-
vatns. Hann sagði að þeir sem
væru lengst komnir i þessum
efnum væru Bandarfkjamenn
og rikin fyrir austan járntjald.
Hann sagði að rannsóknir
hefðu farið fram á tveimur
byggðarlögum í Bandarikjun-
um þar sem annað hafði flúor-
blandað drykkjarvatn en hitt
ekki. Þar sem vatnið var
blandað voru tannskemmdir 50
til 60% minni. Þar sem flúor-
blöndun hefur verið komið á I
Bandaríkjunum hefur það alls
staðar verið samþykkt í al-
mennum atkvæðagreiðslum.
Alþjóðaheilbrigðisstofnunin
hefur og mælt með blöndun
flúors I drykkjarvatn að sögn
Arnar.
Einfalt er að fylgjast með
mælingum sem tryggja að
flúormagn sé jafnt og í réttu
hlutfalli. Það gildir sama um
flúor og önnur lyf að þau hafa
eiturverkanir í stærri skömmt-
um.
örn sagði að það stæðist ekki
að flúor orsakaði tannátu.
Þessir blettir hafa sézt hér á
landi án þess að flúor hafi verið
í vatni. Orsök gæti því verið allt
önnur. Flúor sezt að í tönnum
og herðir þær. Ef góð tannhirð-
ing og notkun flúors fara
saman næst beztur árangur.
Varðandi mikla vatnsneyzlu
einstaklinga sagði örn að þeir
sem drykkju 10 lítra af vatni á
dag þjáðust yfirleitt af vatns-
sýki en það er sjúklegt ástand á
heiladingli.
Ofnæmislýsingin á við bráða
flúoreitrun af verulegt flúor-
magn hefur komizt í likamann,
eins og getur t.d. gerzt í sauðfé
vegna eldgoss.
Menn hafa tengt flúornotkun
og ýmis vandamál saman án
þess að orsakasamhengi sé þar
á milli. Eins má t.d. nefna að
saman getur farið aukin notkun
bárujárns og tiðni botnlanga-
skurða. En engin tengsl eru þó
þar á milli.
JH
Fremur vægar skemmdir á glerungi tanna.
Störfvegna
náttúruhamfara
— rædd á norrænu
þingi brunavarða
Þátttaka slökkviliða í að-
gerðum sem gripið er til
vegna náttúruhamfara og í
almannavörnum almennt er
eitt helzta málið á dagskrá
norræns brunavarðarmóts
sem haldið verður hér á
landi 7. —10. júní. Rúnar
Bjarnason mun halda erindi
um náttúruhamfarir hér á
landi og þátttöku slökkvi-
liðsins i að koma i veg fyrir
stórslys af þeirra völdum.
Máli sinu til stuðnings sýnir
hann myndir frá gosinu í
Vestmannaeyjum og fara
hinir norrænu gestir einnig
út til Eyja til að skoða vegs-
ummerki með eigin augum.
Kjaramál brunavarða er
annað helzla mál mótsins en
íslenzkir brunaverðir hafa
mun verri kjör en félagar
þeirra á ciðrum Norðurlönd-
um. Launin eru til dæmis
mun lægri þó starfið sé eins
mikilvægt. - l»S
It Gleymdu
ekki
endurnýjun
6 flokkur
An endumýjunar áttu ekki
möguleika á vinningi.
Við drögum næst
þann 10. júní.
Gleymdu ekki að endurnýja!
1.000.000
500.000
200.000
100.000
50.000
10.000
9.000.000,—
4.500.000,—
1.800.000,—
18.000.000.—
27.900.000,—
86.670.000.—
9 —
180
558
8.667 —
9.432
18 —
147.870.000,—
900.000,—
50.000
9.450
148.770.000,—
HAPPDRÆTTI HASKOLA ISLANDS
Tvö þúsund milljónir í boði