Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 8
s
UrtUDLAWlW. IVIAIXU
Xj. O UiXl 15f/ /.
vanainn er leystur með
sjálfvirkrisorptunnufærslu!
STÁLTÆKIsf. sími27510
ALLIR sem búa í fjölbýlis-
hiísum kannast við þetta
VANDAMÁL...
Fiat 128 74. Blár„
ekinn 53 þ. km, ný-
sprautaður. Góður
bíll.
Datsun dísil árg.
71. Grœnn.
Toppbíll, ekinn 25 þ.
km á vél, nýspraut-
aður, nýir demparar
o.fl.
Óskum eftir Dodge Dart Swinger árg. 71—74.
Opið frá kl. 9-7 — Laugardaga kl. 10-4
KJÖRBÍLLINN
Sigtúni 3 — Sími 14411
TILBONAR
Wí 3 Mítl.lll
PASSArWNDIR
m %. o:pi© i
$ ) C : QJE mÆ
Fornt stef með
nýmóðins ívafi
Gene W'ilder og Roy Kinnear berjasi parna meo merkjum íonaðarmanna í götu einni í Lundúnum.
Framleiðandi: Richard A. Roth.
Höfundur handrits, leikstjóri og
aðalhlutverk: Gene Wilder. Frá
1975 í Nýja bíói.
Ef menn skyldu ekki hafa vitað
það, þá átti hin fræga söguper-
sóna leynilögreglusagnanna,
Sherlock Holmes yngri bróður að
nafni Sigerson. Þessu er a.m.k.
haldið fram í kvikmyndinni ,,hinn
færari bróðir Sherlock Holmes".
Ekki veit ég hvort Arthur Conan
Doyle, hinn upprunalegi
höfundur goðsögunnar um
Holmes, hefði gengizt við þessú
afkvæmi 20th Century Fox kvik-
myndafélagsins sem reynir að
framleiða kvikmynd í sama anda
og sögurnar af Holmes, en með
gamansömu ívafi.
Heldur er söguþráður þessarar
kvikmyndar af ómerkilegra tag-
inu og stenzt náttúrlega alls
engan samanburð við efnið eftir
Conan Doyle. Það er sjálfsagt
heldur ekki hægt að ætlast til
þess af gaman- og ærslamynd að
söguþráðurinn sé upp á marga
fiska. En því miður er gamanið í
kvikmyndinni ekki alltaf svo
skemmtilegt. Talsvert er um
útþynnta ofnotaða kvikmynda-
brandara, brezka kynlífskímni
(sem er þvi miður af lakara
taginu) og aðrar gamlar lummur.
Þrátt fyrir hina ýmsu vankanta
á þessi mynd sér þó ýmsar ljósar
hliðar. Og ein ljósasta hliðin er
Marty Feldman. Honum stendur
enginn á sporði, með þetta stór-
kostlega útlit og þessa líka ljúfu
saklausu rödd. Það væri senni-
lega sama í hvaða mynd Marty
Feldman léki, maður yrði til-
neyddur til að hlæja.
Leikararnir skila sínu yfirleitt
með prýði og þekkir maður þar
fjölmörg andlit úr engilsaxnesk-
um kvikmyndum sem sýndar hafa
verið hér síðasta áratuginn,
gamalgrónir leikarar sem vafa-
laust hverfa margir brátt af
sjónarsviðinu, t.d. þeir Leo
Mckern og Roy Kinner sem fara
brátt að verða of gamlir fyrir þau
hlutverk sem hæfa þeim.
BH
EKKINÚNA FÉLAGI
Fyndin misskilningsmynd
Ekki núna félagi (Not Now Comrada). ensk
mynd frá EMIO gerfl af Martin C. Schute.
Handrít Ray Conney. Aflallaikarar Leslie
Phillips. Carol Hawkins og lan Lavender.
Eg held að mér sé óhætt að
segja að ég hef sjaldan hlegið
meira í bíói en að myndinni
Ekki núna félagi. Hinn brezki
húmor, sem við þekkjum orðið
vel úr þáttum eins og Hótel
Tindastóli, gneistaði þar og ég
hef sjaldan séð takast betur.
Aðrir kvikmyndahússgestir
virtust þó ekki kunna nærri því
eins vel að meta hann og ég því
oft var ég sú eina sem hló.
Myndin hefur verið gerð með
skemmtigildið eitt fyrir augum
og rangt væri að dæma hana út
frá nokkru öðru en
skemmtigildi. Hvað gerir það
til þó persónurnar séu hvergi
til í raunveruleikanum ef hægt
er að hlæja að þeim?
Söguþráðurinn er í stórum
dráttum sá aö rússneski ballett-
dansarinn Rudi sem staddur er
í Englandi ásamt fleiri
dönsurum verður ástfanginn af
nektardansmeynni Barböru.
Þau leggja á ráðin um flótta
Rudis því auðvitað vill hann
ekki fara heim til „vondu
kommanna". Flóttinn lendir
þó i tómum misskilningi og
hlægilegum uppákomunt i stíl
við Fló á skinni. Til þess
komast hjá því að greiða úr
misskilningnum notar höfund-
urinn auðveldustu leiðina,
lætur alla hlaupa út af sviðinu
og taka vandantálin með sér.
Það er mesti gallinn við
myndina. hversu „auðveldur"
þessi endir er, betra heföi veriö
að mínu mati að greitt væri úr
öllu saman. En hvað um það,
allur misskilningurinn var
óvenju v.el gerður og
skemmtilegur.
Leikarar voru flestir mjög
sæmilegir í hlutverkum sínum
þó á köflum væri nokkuð of-
leikið. Sérstaklega gerði sá sem
lék ballettdansarann sig sekan
um ofleik.
Hvað sem því líður myndi ég
hiklaust ráðleggja öllum þeim
sem kunna að meta brezka
kímni að sjá Ekki núna félagi.
-DS.
Til þess að hjálpa Rússanum við flóttann fékkst virðulegur rikis-
starfsmaður til þess að skipta á fötum við hann og vitaskuld ruddist
löggan inn á þá í þeirri svipan.