Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 15
DAGBLAÐIÐ. MANUDA.GUR 6. JUNl 1977.
I
4
Iþróttir
Iþróttir
Íþróttír
Iþróttir
Blikarnir hafa
hækkað flugið!
—og unnu auðveldan sigur á Fram 4-1 á laugardag
Reykjavíkurmeistarar Fram
verða varla úr þessu með i
keppninni um íslandsmeistara-
titilinn í knattspyrnu í ár. Aðeins
eitt stig úr fjórum síðustu leikj-
unum er sorgleg uppskera Fram-
liðsins að undanförnu. Enn eitt
tap á laugardag gegn velleikandi
liði Breiðabliks á gullfallegum
grasvellinum í Kópavogi.
Blikarnir sigruðu með 4-1 og
höfðu þann neista, sem til þurfti.
Léku oft skemmtilega saman og
unnu verðskuldaðan sigur. Sigur,
sem þó var í stærra lagi.— Leik-
menn Fram hefðu auðveldlega átt
að komast hjá þremur markanna.
Breiðablik hins vegar að skora í
öðrum tilfellum.
Fram, án síns bezta manns,
Péturs Ormslev, sem var í leik-
banni, var slakt í þessum leik.
Aðeins bakverðirnir Rafn Rafns-
son, sem er að verða sterkasti
maður liðsins, og Símon Krist-
jánsson léku af eðlilegri getu.
Blikarnir, sem byrjuðu einnig illa
gengu á lagið og náðu yfir-
höndinni í síðari hálfleik. Einar
Þórhallsson var yfirburðamaður í
liðinu, en Gunnlaugur Helgason,
Sigurjón Randversson, sem
• Alexander Grigoryev, Sovét-
ríkjunum, setti nýtt Evrópumet i
hástökki á móti i Riga í gær.
Stökk 2.30 metra. Það er einum
sm betra en eldra metið, sem
Olympíumeistarinn Jacek
Wzsola, Póllandi, átti.
kominn er í hóp beztu leikmanna
Breiðabliks, Þór Hreiðarsson og
Jón Orri Guðmundsson stóðu
einnig vel fyrir sínu.
Fyrri helming fyrri hálfleiks
skeði bókstaflega ekkert mark-
vert. Leikurinn á núllpunkti hjá
báðum liðum. Á 23. mín. urðu
Ásgeiri Elíassyni á mistök. Ætlaði
að gefa knöttinn aftur til Árna
markvarðar Fram — en spyrnti of
laust. Ölafur Friðriksson náði
knettinum. Árni hljóp á móti hon-
um, en Ólafur lyfti knettinum lag-
lega yfir hann í markið. 1-0 og
við markið hresstust leikmenn
beggja liða. Blikarnir voru nærri
að skora aftur áður en Fram
jafnaði á 38. mín. Ásgeir átti stór-
snjalla sendingu á Rúnar Gíslason
út á hægri kant. Rúnar gaf vel
fyrir og eftir misheppnað úthlaup
markvarðar Blikanna, Olafs
Hákonarsonar, féll knötturinn
hjá Súmarliða Guðbjartssyni sem
ýtti honum í markið 1-1. Loka-
minútur hálfleiksins sóttu
Blikarnir stíft. Varnarmennirnir
Gunnlaugur og Einar áttu góð
færi, sem þeir nýttu ekki — og
Fram virtist ætla að sleppa. Ás-
geir náði knettinum og gat gert
hvað sem var við hann. En þetta
var ekki dagur Ásgeirs. Hann
spyrnti beint til Heiðars
Breiðfjörð og spyrna hans frá
vítateigsbrúninni — utarlega —
lenti neðst í markhorninu við
stöngina fjær. Feti frá jörðu og
Steen Hedegaard ætlar sér að kasta yfir 60 m í kringlukasti í
landskeppninni. Á laugardag kastaði hann 58.40 m og bætti árangur
sinn um f jóra metra.
_ DB-mynd Bjarnleifur.
Oskar keppir í
öllum greinum
— í landskeppninni við Dani íköstum
íslenzka landsliðið í lands-
keppnina i köstum við Dani á
miðvikudag hefur verið valið.
Tveir menn frá hvorri þjóð keppa
í keppni fullorðinna, en einn í
ungliflgakeppninni. Landsliðið er
þannig.
Kúiuvarp. Hreinn Halldórsson,
KR, og Óskar Jakobsson, ÍR.
Kringlukast. Erlendur Valdi-
marsson, KR, og Öskar Jakobs-
son, ÍR, og þeir keppa einnig
báðir i sleggjukasti.
Spjótkast. Óskar Jakobsson og
Stefán Hallgrímsson, KR.
Unglingakeppnin.
Kúluvarp. Óskar Reykdal,
HSK, kringlukast Þráinn Haf-
steinsson, HSK, spjótkast Einar
Vilhjálmsson, UMSB, og sleggju-
kast Asgeir Þór Eiriksson, ÍR.
Danir mæta með sína beztu
menn í keppnina nema hvað
spjótkastarinn Bent Larsen
handknattleikskempan kunna —
kemur ekki.
Dönsku landsliðsmennirnir
komu til Reykjavíkur í gær, en
landskeppnin verður á miðviku-
dag og fimmtudag á Laugardals-
vellinum. Hefst kl. 8.15 báða
dagana. í liðinu eru: Kúluvarp
Michael Henningsen, sem bezt á
17.82 m en hefur varpað 16.89 m
í ár. Kjeld Nielsen (15.85 m) I
unglingaflokki Jan Hansen
(13,65). Kringluka'st Hedegaard
og Peder Jan Hansen (56.40).
Spjót Karsten Kraghlund, sem
bezt á 74.72 m. en hefur kastað
67.10 m í ár og John Solberg
(69.94) Unglingakeppnin Gunnar
Jensen (66.91). Sleggjukast.
Peder Jarl Hansen (59.06) og
Kjeld Andreasen (54.70).
Arni kom engum vörnum við.
Gullfallegt mark Heiðars — en
varnarmistök upphafið.
I síðari hálfleiknum lék Fram
undan snarpri norðangolu og
bjuggust þá flestir við, að Ieik-
menn liðsins mundu hressast. En
það var öðru nær. Rétt í byrjun
var þungi I sókn Fram, en ekki
skorað — og síðan náðu Blikarnir
yfirtökunum. Léku oft skínandi
skemmtilega og létu knöttinn
vinna. Samleikur í fyrirrúmi.
Liðið lék sem samstæð heild, hvað
ekki var hægt að segja um leik-
menn Fram. Sennilcga áttu
Blikarnir að fá víti á 59. mín.
þegar Sigurbergur Sigsteinsson
braut á Sigurjóni Randverssyni
innan vítateigs, þegar Sigurjón
var að komast i dauðafæri.
Dómarinn Rafn Hjaltalín var á
annarri skoðun. Um miðjan hálf-
leikinn kom Gústaf Björnsson hjá
Fram í stað Ásgeirs — og Vignir
Baldursson í stað Sigurjóns,
Vinstri, hægri..og Kópavogsvöilurinn er eins og fínasta dansgólf.
DB-mynd Bjarnleifur.
meiddur, hjá Blikunum nokkru
síðar. Og Vignir hafði ekki verið
nema nokkrar sekúndur á vellin-
um, þegar hann skoraði stórfall-
egt mark. Fékk knöttinn á víta-
teigslínunni og knötturinn söng í
netmöskvum Fram-marksins. Efst
í hægra markhornið. Óverjandi.
Þar með var sigur Blikanna í höfn
en á lokamínútunni ætlaði
Símon Kristjánsson að gefa
aftur til Árna. Spyrnan var allt of
laus. Jón Orri náði knettinum og
skoraði auðveldlega fjórða mark
Blikanna. Slæmt hjá Símoni — og
sorglegt fyrir hann, því að öðru
leyti hafði hann átt sinn bezta
leik með Fram á keppnistíma-
bilinu.
Blikarnir hafa nú hækkað
flugið mjög í síðustu leikjum —
eða frá tapinu slæma í Kópavogi
gegn Þór. Það verður gaman að
fylgjast með þeim í komandi
leikjum. Þaó er kjarni í Kópa-
vogsliðinu. -hsím.
Víkingur jafnaði úr
vrti á lokamínútunni
—og Akurnesingar töpuðu fyrsta stiginu á heimavelli
Akurnesingar misstu sitt fyrsta
stig á heimavelli í 1. deildar
keppninni, þegar þeir fengu
Víkinga í heimsókn á laugardag.
Jafntefli varð 1-1 og voru það
nokkuð sanngjörn úrslit eftir
gangi leiksins — en litlu munaði,
að Akurnesingar fengj,u bæði
stigin, því það var ekki fyrr en
minúta var til ieiksioka að
Víkingar skoruðu sitt mark. Þá
var dæmd vítaspyrna á Akur-
nesinga og úr henni skoraði
Eiríkur Þorsteinsson, fyrirliði
Víkings, örugglega.
Leikurinn var ekki' mikil
skemmtun fyrir áhorfendur, enda
leiðindaveður á Akranesi. Hvasst
og stóð vindurinn þvert á völlinn
— grasvöllinn — og var mest
leikið sjávarmegin. Ef knötturinn
fór úr leik lenti hann oft langt
niður í fjöru.
Satt bezt að segja bjóst ég við
betri leik milli þessara liða — en
enn vantar einhvern neista í
framlínu Akurnesinga. Víkingar
léku sterka vörn og voru ekki
minna með knöttinn. Hins vegar
tókst þeim afar illa að skapa sér
marktækifæri — nokkuð, sem
hefur einkennt Ieik liðsins í allt
vor. Fjórða jafntefliö í fimmta
leik liðsins í tslandsmótinu varð
staðreynd — eftir fjögur jafntetli
í fimm leikjum liðsins á Reykja-
víkurmótinu.
Hins vegar fengu Akurnesing-
ar nokkur sæmileg færi í
leiknum. — Þeir reyndu þó of
mikið háspyrnur inn í vítateig
Víkings og varnarmenn Víkings
áttu þær allar. Pétur Pétursson
fékk gott færi á 15. mín. og á 40.
mín. skoraði hann fyrir Akur-
nesinga. Karl Þórðarson tók horn-
spyrnu og Pétur skallaði í mark.
Algjörlega óverjandi og fallegt
mark, en yfirleitt einkenndist
fyrri hálfleikurinn af miðjuþófi.
. Framan af síðari hálfleiknum
sóttu Vikingar meir með Óskar
Tómasson og Eirík Þorsteinsson
sem beztu menn — en mark-
tækifærin létu á sér standa.
Síðasta stundarfjórðunginn
hressust Skagamenn aftur og
tvisvar á stuttum tíma fékk
Kristinn Björnsson sæmileg færi,
sem hann misnotaði. Síðan Karl,
en það rann einnig út í sandinn. Á
89. mín. kepptu þeir Jóhannes
Bárðarson, Víking, og Björn
Lárusson, ÍA, að knettinum innan
vítateigs. Björn felldi Jóhannes
og dómarinn, Arnar Einarsson,
Akureyri, sem komst allvel frá
leiknum, dæmi á stundinni víta-
spyrnu á Akurnesinga. Það var
réttur dómur og úr spyrnunni
jafnaði Eiríkur. Þar við sat og
Akurnesingar höfðú tapað stigi í
sínum fjórða heimaleik í 1. deild-
Jón á Stað Alfreðsson var áber-
andi bezti maður á vellinum í
leiknum og auk hans áttu Jón
Gunnlaugsson og Guðjón Þórðar-
son sterkan leik í vörn Akur-
nesinga. Framlínan var hins veg-
ar bitlaus. I liði Víkings báru þeir
Óskar og Eiríkur af — og Kári
Kaaber kom á óvart í vörninni. -KI'
Armann og Þróttur, Neskaup-
stað, léku í 2. deild íslandsmóts-
ins i knattspyrnu sl. laugardag á
Laugardalsvelli. Ármann sigraði
3-0.
1 fyrri hálfleik var leikurinn
mjög jafn á báða bóga og fátt um
góð tækifæri til bess að skora.
i seinni hálfleik Komu liðin
ákveðin til leiks á ný. En það var
ekki fyrr en 15 min. voru eftir af
leiktímanum, að Armann
fékk vítaspyrnu og skoraði Jón
Hermannsson örugglega. Nokkr-
um mín. síðar skoraði Viggó
Sigurðsson og á siðustu mín.
leiksins fengu Þróttarar þriðja
markið á sig, en þar var að verki
Sveinn Guðmundsson. h.jóns.
EINSTAKLINGSFERÐIR
Samvinnuferðir
Austurstræti 12 Rvk. simi 27077