Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 28

Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 28
„Enginn hef ur ef ni á verkfalli," segir sveitarstjórinn Samið um 100 þús. króna lágmarkslaun á Þórshöf n án vitundar ASI, VSI og Vinnumálasambandsins — Vió gerðum samkomulag við Hraðfrystistöð Þórshafnar og Þórshafnarhrepp þann 24. maí þar sem okkar umbjóðend- um eru tryggð um eitt hundrað þúsund króna lágmarkslaun frá og með 1. júní. Yfirvinnubanni var aflétt þegar i stað, sagði Guðjón Kristjánsson starfs- maður Verkalýðsfélagsins á Þórshöfn í viðtali við DB um það samkomulag sem nú er í gildi. „Þessir samningar okkar eru að sjálfsögðu upp í væntanlega samninga er gerðir verða suður í Reykjavík milli ASl og Vinnu- málasambandsins og Vinnu- veitendasambandsins. Við telj- um okkur alls ekki vera að spilla samkomulagi — vildum aðeins bjarga verðmætum," sagði (iuðjón ennfremur. Peir samningar er gerðir voru á Þórshöfn tryggja verka- mönnum tæplega 100 þúsund króna lágmarkslaun. Dagvinnu- kaup lægsta taxta verkalýðs- félagsins er nú 576.90. I eftir- vinnu 807.70 og 1038.40 kr. i næturvinnu. Þessir samningar eru gerðir án vitundar ASÍ og Vinnumálasambandsins svo og Vinnuveitendasambands Islands. „Forsendur okkar fyrir sam- komulagi við Verkalýðsfélagið hér eru þríþættar." sagði Bjarni Aðalgeirsson, sveitar- stjóri á Þórshófn og stjórnar- maður í Hraðfrystistöðinni. „Við höfum hér togara og nýtt frystihús og fjárhagsstaða fyrirtækisins ekki nógu góð. Togarinn var með góðan afla og því vildum við tryggja vinnslu hans svo og að togarinn kæmist i aðra veiðiferð. Loks hefur at- vinnuástand hér á Þórshófn verið mjös ótryggt i vetur. Að þessu samanlögðu þótti okkur rétt að semja. Hér hefur enginn efni á verkfalli." Þá var gert samkomulag við Kaupfélagið fyrir helgi og var yfirvinnubanni aflétt af Kaup- félaginu í einn dag. Starfsfólk Kaupfélagsins felldi hins vegar samninginn og því hefur yfir- vinnubann aftur tekið gildi á Kaupfélagið. Samningur Kaup- félagsins og Verkalýðsfélagsins var talsvert frábrugðinn samn- ingi við Hraðfrystistöðina. Þá voru fyrir helgi samninga- viðræður við Vegagerðina á Þórshöfn en þær sigldu í strand. h.halls. ALLIR ÞORPSBÚAR MEÐ í HÁTÍÐINNI Sjómannadagurinn var hátíð- legur haldinn um land allt í gær. Á Stokkseyri var mikil hátið og það. svo að vel flestir þorpsbúar voru komnir , á vettvang. Björgunarsveitin Dröfn sá um hátíðina þar, sýndi björgun, skot úr línubyssum og fleira. Hér er björgunarsveitarmaður dreginn langa leið á línu i Stokkseyrar- höfn. Sjá einnig bls. 4. DB-myndir Geir Valgeirsson. Valkyrja f jarlægð úr baðlæknum Margt manna tók sér bað í læknum í Nauthólsvík um helgina en samkvæmt upp- lýsingum Páls Eiríkssonar varðstjóra gekk það frekar friðsamlega fyrir sig og eng- in teljandi vandræði hlutust af. Nokkuð eru menn lengi í læknum og vill dragast að næturgestirnir komi sér heim. Sagði Páll að baðgestirnir hefðu verið í læknum framundir hádegi á sunnudag og væri svo oft. Snemma í morgun, um sjöleytið, þurfti lógreglan þó að fjarlægja valkyrju eina sem verið hafði í lækjarbaði. Stúlkan, sem er um tvítugt, var búin að bíta og klóra stráka sem einnig voru að baða sig. Þótti þeim nóg um hvað stúlkan var aðgangs- hörð. -A.Bj. Veltu stolinni bif reið Um tíu leytið í gærkvöldi var lögreglunni tilkynnt um bílveltu á Vatnsveituvegi. Kom í ljós að umræddri bifreið, sem var stór- skemmd eftir veltuna, hafði verið stolið af Fálkagötu. Lék grunur á að þrír piltar, sem verið hafa á Upptökuheimili rikisins í Kópavogi hefðu verið hér að verki. Náðust piltarnir skömmu siðar í Blesugóf- inni. Næga mjólk að fá — ídag og næstu daga Verkfallið í Reykjavík á föstudag og á Suðurlandi i dag ætti ekki að hafa nein veruleg áhrif á mjólkurdreifingu og sölu. Hjá Mjólkursamsölunni i Reykjavik fengum við þær upplýsingar að þar sem fólk væri byrjað i sumarleyfum og f'arið að fara út úr bænum yæri éft'trspúrn eftir mjólk i lág- marki og hel'ði verið hægt að sjá fyrir. nægri mjólk fram að þessu og væri búizt við að svo yrði áfram. Þó má reikna með mjólkurþurrð i. einslaka verzlunum í dag en á morgun búast menn við að það verði kpm.ið i lag. A Selfossi liggur öll vinnsla m.jólkur niðri i dag en þar sem bilsljórar eru ekki í verkfalli er m.jólkin sótt til bænda og mjólkurbúið á nóg al' ilátum til að geyma hana til morguns. M.jólk var keyrð i bæinn á laug- ardag. sem ven.julega er l'ii- dagur blLstjöra', þannig að næg m.jólk ætti að verða í búðum i dag og næstu daga. -DS. Hættuleg veiði tíkgengur laus Sna-lda. Veiðitík, sem getur verið hættuleg umhverfi sínu, hvarf frá rikisbúinu að Þormóðsdal ot'an Hafravatns aðfaranótt sl. föstudags. Tíkin er svört á baki en. gulbrún á haus og löppum. Sem fyrr segir getur hún verið hættuleg við viss skilyrði. Tikin gegnir nafninu Snælda. Þeir sem kynnu að hafa orðið hennar varir eða hafa minnsta grun um hvar hún er nú. eru beðnir að hafa samband við rannsóknarlögregluna í Hafn- arfirði eða i síma 37842. -ASt. frjálst, áháð dagblað MÁNUDAGUR 6. JUNl 1977. Laxinn kulvís íNorðurá —veiðinfórveE afstaðen hrapaði niður þegar kólnaði Heldur er laxinn kulvis í Norðurá og hefur veiði þar snarminnkað í kuldanum undanfarna daga. Að sögn Ingibjargar Ingimundar- dóttur, ráðskonu í veiðihús- inu, í gær veiddust 20 laxar fyrsta daginn eftir opnun nú, 1. júní. Norðurá var opnuð fyrst laxveiðiáa ásamt Laxá í Asum. Annan daginn komu 25 laxar úr Norðurá, en um leið og tók að kólna féll veiðin niður í sjö til átta fiska á dag Dg eru samtals komnir 62 fiskar frá opnun. Eru þeir aðallega af stærðinni átta til tíu pund, en sá stærsti hing- að til vó 14 pund. í gær var nær engan fisk að sjá í ánni nema uppi við foss, að sögn Ingibjargar. -G.S. Juku drykkjuna þegar kólnaði Geysilega mikil ölvun var á Akureyri aðfaranótt laugardags, en þá nótt kólnaði allverulega í veðri þar. Samkvæmt upplýsing- um lögreglunnar þurfti hún að hýsa átján manns um nóttina. Þó urðu ekki teljandi óhöpp af völdum þessa drykkjuskapar. Um fimmleytið á sunnudagsmorguninn var lögreglunni tilkynnt að maður hefði fallið fram af togarabryggjunni. Brugðu lögreglumennirnir skjótt við og tókst að bjarga mannin- um. Var hér um að ræða tvítugan heimamann, sem var eitthvað undir áhrifum áfengis. Þegar lögreglan kom á staðinn hafði verið kastað bjarghring til hans, en hátt er fram af togara- bryggjunni og ekki gott að komast þar upp. Lögreglan hnýtti reipi um einn af sínum mönnum. sem síðan var látinn síga niður og bjargaði hann manninum á þann hátt úr þessu kalda baði. Ekki varð piltinum meint af volkinu, en kalt var i veðri á Akureyri, ekki nema um 4 stiga hiti. -A.Bj. Skemmdar- vargurgripinn á hlaupum Brotizt var inn að Skál- holtsstíg 2 aðfaranótt föstudags. Unnin voru nokkur skemtndarverk, en lögreglan greip skemmdar- varginn skammt frá þar sem hann var á harðahlaupum á Bjargarstígnum. Mál þetta er i rannsókn. -A.Bj.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.