Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 11

Dagblaðið - 06.06.1977, Blaðsíða 11
DAGBLAÐIÐ. MÁNUDAGUR 6. JUNÍ 1977. .11 framkvæmdastjóri eigi að hafa til að bera? „Gái'ur eru ávallt ofmetnar," segir Mayer. „Það er persónuleikinn sem gerir menn áhrifamikla. — Ég Ieita að skapandi fólki en ekki þeim sem semja sig að því sem fyrir er: aldur umsækjenda skiptir sjaldnast neinu niáli." Mayer fullyrðir að 80 prósent vinnandi fólkssíu'ekki í réttu starfi og þar af leiðandi óánægð. Fjöldi fólks gengur atvinnulaus og af því hefur Mayer einnig haft afskipti. í stjórnartíð Johnsons Banda- ríkjaforseta var átta milljónum dollara varið til að ræða við atvinnulausa og láta þá þreyta próf. „Enginn, sem ég ræddi við kvaðst hafa hæfileika til neins sérstaks starfs," segir Mayer. „Sannleikurinn var sá, að fólkið hafði ekki gert sér það ómak né fengið tækifæri til að finna sig. Við veittum 2.500 manns atvinnu. Núna, níu árum seinna eru 1.700 enn í sömu störfunum — sumir sem yfirmenn. Við breyttum stöðu þessa fólks frá því að vera baggi á skattgreiðendum yfir í að verða skattgreiðandi sjálft." Mayer verður ávallt æstur í skapi þegar talið berst að þeim mannlegu kröftum sem sóað er vegna þess að fólk þekkir ekki sjálft sig. Hann segir: „Ég þekki bókhaldara sem þola ekki tölur og sölumenn sem vita ekkert leiðinlegra en að selja varning sinn." Dómsmála- hneykslið Nýlega var frá því skýrt í Dagblaðinu að í skoðana- könnun á vegum þess hefði komið í ljós að yfirgnæfandi meirihluti þeirra sem voru spurðir töldu að sú mikla umræða um dómsmál í fyrra, sem svo mjög setti svip á fjöl- miðla, hefði verið til góðs. Nú hefur þessi umræða fjarað út og hið spillta embættismanna- kerfi hrósar sigri í bili. Geirfinns-málið er óleyst Dómsmálaráðherra sagði eftir blaðamannafund Schiltz rannsóknarlögreglumanns 1 vetur að þungu fargi væri nú lyft af þjóðinni, Geirfinnsmálið lægi nú allt ljóst fyrir. Varla var hinn kokhrausti Þjóðverji farinn af landinu fyrr en allt annar sannleikur kom í ljós. Meira að segja þann hluta Geir finns-málsins sem talinn var fullkomlega frágenginn hefur þurft að rannsaka að nýju og lykilvitni hafa breytt fram- burði sínum. Hvað verður þá uppi á tengingnum í Geirfinns- morðinu sjálfu, spyrja þeir sem enn er umhugað um lög og rétt í landi okkar. Réttilega sagði Schutz hinn þýzki í viðtali við þýzkt blað, að hann hefði bjarg- að íslenzku ríkisstjórninni frá falli með gerðum sínum hér. En var það pólitísk lausn, sem þjóðin óskaði eftir í Geirfinns- málinu? Nei, þjóðin bað og biður enn um umbúðarlausan sannleikann. Hins vegar gerði Schiitz íslenzka blaðaútgef- endur og blaðamenn hrædda með meiðyrðamáli sínu á rit- stjóra Morgunblaðsins. Og það varð til þess að ábyrgir blaða- menn lögðu ekki í að gagnrýna Schiitz-skýrsluna, sem morar í þversögnum, sem yfirritaður hefur þegar bent á í blaðagrein. Enginn sótti um stöðu vararíkissaksóknara. Eitt bezta dæmið um hvaða álit islenzkir lögfræðingar hafa á æðstu mönnum dóms- kerfisins, er sú staðreynd, að engin umsókn barst um stöðii vararíkissaksóknara. Hvers vegna? Hér er þó um vellaunað embætti að ræðta. Hvernig væri að Tíminn, málgagn dómsmála- ráðherra, fræddi okkur um þetta mál. Lœrið af mistökum okk- ar, sagði Svíinn. I Morgunblaðinu hinn 25. maí er merkilegt viðtal við sænskan fíkniefnalögreglu- mann, Bent Söndergaard að nafni, um viðnám gegn eiturlyfjaneyzlu. Þar segir Sví- inn að eiturlyf flæði nú yfir Kjallarinn Hilmar Jönsson Norðurlönd: „Við vorum of seinir að átta okkur á vandan- um og of sparir á peninga til fyrirbyggjandi aðgerða." Og Bent heldur áfram: „Alþjóðlegir eiturlyfjasalar haf a komið auga á Norðurlönd, sem ákjósanlegan markað." Hvernig höfum við svo staðið í stykkinu hér á íslandi í þess- ari baráttu? Hér hefur verið starfandi fíkniefnadómstóll og margir rannsóknarlögreglu- menn hafa unnið gott starf. En það hefur vakið athygli hve mörgum þeirra sem dæmdir hafa verið fyrir eiturlyfjasölu hefur verið sleppt við refsingu samkvæmt fyrirmælum frá ríkissaksóknara og eiga þá hlut að máli stórir sökudólgar. Dómsmálaráðherra skipuleggur ofsóknir ó hendur lögreglumönnum En langalvarlegust og af- drifaríkust er sú stefna dóms- málaráðherra og ríkissak- sóknara að ofsækja þá lögreglu- menn sem mesta og bezta reynslu hafa hér á landi í baráttu við eiturlyf. A ég þá við Kristján Pétursson á Kefla- víkurflugvelli og Haúk Guð- mundsson í Keflavík. Það er staðreynd sem ekki verður mót- mælt að um Keflavíkursvæðið berst mikið magn eiturlyfja og neyzla þess þar er lika mjög mikil. Ég hefi þær upplýsingar eftir góðum heimildum að Haukur Guðmundsson hafi á umliðnum árum rannsakað og kært yfir 100 einstaklinga, sem gerzt hafa sekir um sölu eða neyzlu fikniefna en siðan Haukur var flæmdur úr starfi hefur ekkert slíkt kærumál úr Keflavík komið til fikniefna- dómstólsins og benda þó allar likur til að salan og neyzlan f ari vaxandi. Það er kunnara en frá þurfi að segja að allt dómskerfið og málgagn dómsmálaráðherra, Tíminn, hefur talið það mál númer eítt að sanna sekt Kristjáns og Hauks og það er ennfremur kunnara en frá þurfi að segja að allt þetta bramboit ríkissaksóknara og dómsmálaráðherra hefur til þessa engan árangur borið. Á sama tíma gerist það að með- ráðherra dómsmálaráðherrans, Einar Agústsson, telur það lið í fyrirgreiðslustörfum sínum að hringja f dómara og biðja skúrkum vægðar. Að sjálfsögðu sjá dómsmálayfirvöld ekkert at- hugavert við þetta athæfi, enda dómsmálaráðherra yfirlýstur talsmaður mildi og manngæzku nema að því er varðar Ilauk og Kristján. Þarf að sigla þjóðarskútunni í kaf? Endalok þorsksins — harmleikur íf jórum þáttum Þriðji þáttur I þeim kjarasamningum sem nú standa yfir, hafa sjómenn sett fram sínar kröfur eins og aðrar stéttir. Meginkrafa sjómanna er hækkuð skiptaprósenta og nióurfelling á stofnsjóði fiski- skipanna, sem greitt er í af óskiptu. 1 stuttu máli krefjast sjómenn þess að fá stærri hlut af því verði sem fæst fyrir afl- ann í sinn hlut. Hvert fiskverðið er og þar með hvaða heildarverð fæst fyrir aflann, varðar sjómenn greinilega ekk- ert um. Þetta hefur einmitt komið fram í viðtali við for- mann Sjómannasambands Islands, Öskar Vigfússon og jafnframt, að sjómenn varði ekkert um, hver útgerðar- kostnaður fiskiskipa er „sjó- menn taka ekki þátt í útgerðar-' kostnaði", og þar með varðar sjómenn ekkert um það hvað það kostar að afla hvers fisks. Það verður að segjast að hér skýtur verulega skökku við. Fiskifræðingar hafa sýnt fram á, að sóknin í þorskinn sé fimm sinnum of mikil. Sóknin er fimm sinnum meiri en sú sókn sem hagkvæmust e'r frá hag- fræðilegu sjónarmiði. Ef þeirri sókn væri beitt, væri heildar- aflinn næstum því jafn mikill og hann er nú, en aflinn á hverja sóknareiningu fimm sinnum rh'eiri. Ætli netabátum brygði ekki við, ef meðalafli i róðri fimmfaldaðist frá því sem nú er. Það hefur verið marg klifað á því af fiskifræðingum í fjöl- miðlum á undanförnum árum, að ef sóknin í þorskinn væri minnkuð, þó ekki væri nema um helming, myndi heildarafl- inn haldast óbreyttur og þannig •myndi aflinn á hverja sóknar- einingu eða aflinn á bát vaxa um helming. Þetta út af fyrir sig væri veruleg kjarabót fyrir alla sjó- menn. Stefnumið sjómanna ættu því fremur að vera i þeim kjarasamningum sem fram- undan eru, að láta fækka skipum í fiskiskipaflotanum, en að heimta stærri hlut af afla- verðmætinu í sinn hlut, því að í' raun og veru eiga sjðmenn að fá því minni hlut afla- verðmætisins, þeim mun meira sem bátum fjölgar og þeim mun meiri sem sóknin verður og aflinn á sóknareiningu minnk- ar. Þetta hlýtur einnig að verða niðurstaðan hvernig svo sem á málum er haldið, ef haldið verður áfram á þessari braut. Annað er það sem gerir að kjör sjómanna hljóta að rýrna umfram það sem nú er, en það er, að því meir sem gengur á þorskstofninn þeim mun lakari fiskur kemur upp, þ.e.a.s. þeim mun fleiri fiska þarf í tonnið og erfiðara verður að ná honum, auk þess sem vinnslukostnaður vex og arðsemi veiðanna minnkar að sama skapi. Þar fyrir utan þvingast svo skipin í æ ríkara mæli til að eltast við verðminni tegundir eins og t.d. ufsa og karfa. Hér er því þörf stefnubreytingar. Skuttogarabisnessinn Um það leyti sem „Svarta skýrslan" kom út, höfðu verió keyptir hingað til lands um 60 nýir skuttogarar á þrem árum. Hálfur annar tugur skuttogara var þá í pöntun. Við aðvararnir „Svörtu skýrslunnar" var ákveðið að fella niður ríkisábyrgð á kaupum á fleiri skuttogurum. Akveðið var að nýr skuttogari skyldi ekki keyptur til landsins, eða smiðaður nema annar yrði" jafnframt seldur í brotajárn eða seldur úr landi í hans stað. Nú er rikisstjórnin búin að éta allar þessar góðu fyrir- ætlanír ofan í sig aftur. Aðvaranir „Svörtu skýrslunn- ar" eru gleymdar. Farið er að kaupa skuttogara inn í gríð og erg að nýju. Á vaðið reið Isbjörninn. 1 far- arbroddi fyrir honum er Jón Ingvarsson, einn þeirra sem fyrstur varaði við því að fiski- skipaflotinn væri of stór (Sbr. „Þróun sjávarútvegs" R-ráð 1975). ísbjörninn lét sér ekki nægja einn skuttogara heldur fékk hann tvo. Síðan er liðið minna en hálft ár. Nú er búið að veita leyfi fyrir að minnsta kosti átta skut- togurum. Þar af hefur Lúóvík Jósefsson fyrrverandi sjávarút- vegsráðherra og verndari þorskstofnsins, en núverandi alþingismaður og útgerðar- maður tryggt sér einn, og sjálfur Matthias mjói Bjarna- son sjávarútvegsráðherra og út- gerðarmaður fyrir vestan hefur tryggt sér annan. Auðvitað fylgja svo þegnarnir fordæmi landsfeðranna og hver getur láðþeim það. Atta litlir skuttogarar kosta einungis um 7 milljarða króna. Hvað eru 7 milljarðar króna milli vina þegar skuttogarar eru annars vegar. Greinilega bara skiptimynt. Enda hefur mátt heyra nýlega i útvarpinu auglýsingu er hljóðar eitthvað á þessa leið: „Skuttogari til sölu, upplýsingar í síma o.s.frv." Hvað hefði fólk sagt ef í útvarpinu hefði komið auglýsing eins og: „Þörunga- Reynir Hugason verksmiðjan er til sölu". Þörungaverskmiðjan kostar þó ekki nema helming af því sem skuttogari kostar. Mikið hefur verið rifist um það undanfarið, ' hvort íslendingar eigi að eiga helming í Grundartangaverk- smiðjunni eða ekki. Skrifaður hafa verið langlokur í blöðum og haldnar maraþonræður á Alþingi um þetta efni. Hlutur tslendinga í Grundar- tangaverksmiðjunni er þó ekki meira virði en 11 skuttogarar, segi og skrifa 11 skuttogarar. Varla nokkur maður hefur opnað kjaftinn um þessa 8 skut- togara, þó það sé nærri því jafn mikil fjárfesting og hlutur íslenska ríkisins í Grundar- tangaverksmiðjunni. Vart er við því að búast að glópalánið elti okkur afglapana Islendinga endalaust. Þótt við höfum bjargað okkur ótrúlega vel út úr vandræðunum, sem við komumst í þegar sildar- stofnarnir hrundu saman árið 1967 og því verðhruni sem þá fylgdi, þá verður varla svo með þorskinn þegar þorskstofninn hrynur saman. Þorskurinn hef- ur staðið undir 60% eða jafnvel meira af útflutningsverðmæti sjávaraflans en síldin og loðnan til samans stóðu þó aldrei nema undir 20% af útflutnings- verðmætinu þegar best lét. Það mun því verða erfiðara að finna einhverja aðra eða einhverjar aðrar fisktegundir i stað þorsksins, sem bæti okkur upp hið mikla tap vegna hans. Þorskurinn er langsamlega dýrasti fiskurinn og arðsemi þorskveiða er lang mest allra veiða. Að áliti færustu manna, er nú þegar orðið of seint að snúa við. Þorskstofninum verður ekki bjargað. Hinir efnahags- legu hagsmunir sem eru í veði, eru svo stórkostlegir að við munum fyrst þurfa að sigla þjóðarskútunni í kaf áður en við höfum möguleika á því að koma á skynsamlegri nýtingu þorskstofnsins. Sama sagan hefur raunar endurtekið sig hvað eftir annað um allan heim þegar svo miklir hagsmunir eru i veði. Þannig fór til dæmis fyrir hvalnum á sínum tíma. Hann er nú út- dauður nema helst hér við land. Við verðum bara að krossa fingurna og vona það, að við lifum af hin mögru þorskleysisár sem framundan eru. Reynir Hugason, verkfræðingur.

x

Dagblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið
https://timarit.is/publication/260

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.